Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Umfangpen-inga-
þvættis í heim-
inum er
gríðarlegt og upp-
hæðirnar svim-
andi. Að mati
Sameinuðu þjóðanna fara á
milli 800 milljarðar og tvær
billjónir dollara árlega um
peningaþvottavélar heimsins
eða um 2-5% af heims-
framleiðslunni. Er síðan bent
á þá augljósu staðreynd að
„vegna leynilegs eðlis pen-
ingaþvættis er erfitt að meta
heildarupphæð þess fjár, sem
fer í gegnum þvottakerfið“.
Í vikunni kom út áhættu-
mat frá ríkislögreglustjóra
um peningaþvætti á Íslandi.
Í skýrslunni er rakið að for-
sagan að gerð áhættumatsins
sé samstarf, sem hófst árið
1991, milli Íslands og al-
þjóðlegs aðgerðahóps gegn
peningaþvætti og fjár-
mögnun hryðjuverka, sem
nefnist Financial Action
Task Force, skammstafað
FATF.
Engum sögum fer af því
hvort dregið hafi úr pen-
ingaþvætti í heiminum frá
því að FATF tók til starfa, en
aðgerðahópurinn gerir lista
yfir varasöm lönd og gefur út
tilmæli. Fyrir tveimur árum
lenti Ísland á gráum lista
FATF. Ástæðan var sú að
lögum og reglum um pen-
ingaþvætti þótti ábótavant.
Engar vísbendingar voru þó
um að hér færi fram stórfellt
peningaþvætti eða að Ísland
væri orðið lykilland í að
koma illa fengnu fé al-
þjóðlegra glæpahringja í um-
ferð.
FATF hefur verið gagn-
rýnt fyrir að einblína á fá-
tækari ríki, en horfa fram hjá
ríkari löndum. Þá hafi hóp-
urinn lagt áherslu á það
hvort lög væru til staðar
frekar en að velta því fyrir
sér hvort þeim væri fram-
fylgt og farið eftir þeim, sem
hlýtur að vera aðalatriðið.
Nauðsynlegt er að taka á
peningaþvætti. Það er hægt
að koma verulegu höggi á
skipulagða glæpastarfsemi
með því að koma í veg fyrir
að glæpahringir geti komið
feng sínum í umferð.
Áhættumatið vekur hins
vegar ýmsar spurningar og
forsendur eru óljósar. Í sam-
andregnum niðurstöðum
telst veruleg hætta á pen-
ingaþvætti fylgja almennum
félögum og félagasamtökum,
trúar- og lífsskoðunarfélög-
um, sjóðum og stofnunum
sem starfa samkvæmt stað-
festri skipulags-
skrá, innlána-
starfsemi,
greiðsluþjónustu,
útgáfu rafeyris,
gjaldeyrisskipt-
um, starfsemi lög-
manna, starfsemi
endurskoðenda, starfsemi
bifreiðaumboða og bifreiða-
sala og vörum og þjónustu.
Þetta er nokkuð almennt
og vekur furðu hvernig það
til dæmis ratar í skýrslu af
þessu tagi að veruleg áhætta
á peningaþvætti fylgi starf-
semi heilu stéttanna án þess
að nefnt sé eitt einasta dæmi
til stuðnings þeirri skilgrein-
ingu.
Af einhverjum ástæðum
sjá höfundar matsins til
dæmis ástæðu til að ætla að
veruleg hætta á peninga-
þvætti fylgi starfsemi bif-
reiðaumboða og bifreiðasala,
en lítil hætta starfsemi
skipasala. Og hvers vegna
gleymdust flugvélasalar?
Veruleg hætta fylgir því að
bjóða upp á vörur og þjón-
ustu samkvæmt áhættumat-
inu, en aðeins miðlungs
hætta af þeim sem höndla
með eðalmálma og -steina.
Þá má velta fyrir sér hvaða
ástæða sé fyrir því að nefna
ekki embættismenn, stjórn-
málamenn, fræðimenn, lög-
regluþjóna eða þess vegna
fjölmiðla í áhættumatinu.
Eða jafnvel að búseta á Ís-
landi skipi manni í sérstakan
peningaþvættisáhættuhóp.
Peningaþvætti er raun-
verulegt vandamál og nauð-
synlegt að stemma stigu við
því, en það þarf að gera það
með markvissum hætti. Það
breytti engu í baráttunni
gegn peningaþvætti að setja
Ísland á gráan lista og það
mun heldur ekki marka
þáttaskil að segja að starf-
semi heilla stétta á borð við
lögmenn og bílasala fylgi
hætta á peningaþvætti. Sam-
kvæmt skýrslunni eru hætt-
urnar á peningaþvætti út um
allt og hættan mikil og veru-
leg á stórum sviðum íslensks
athafnalífs. Það er auðvitað
alltaf hætta á að eitthvað
gerist.
Hér virðast skilgreiningar
hins vegar orðnar svo al-
mennar að þær verða gagns-
lausar. Með sama hætti
mætti í skýrslu um umferð-
armál segja að veruleg hætta
stafaði af öllum, sem eru með
bílpróf. Það væri vissulega
rétt að því leyti að flestir
þeir, sem brjóta af sér í um-
ferðinni, eru með bílpróf, en
engan veginn gagnlegt. Eig-
inlega fullkomlega fánýtt.
Skipar búseta
á Íslandi fólki
í sérstakan
peningaþvættis-
áhættuhóp?}
Hætta í hverju horni
S
óttvarnaráðstafanir hafa enn á ný
verulega íþyngjandi áhrif á daglegt
líf okkar. Þetta eru eðlileg viðbrögð
sóttvarnalæknis sem sér smitum
fjölga á ógnarhraða í samfélaginu
með áður óþekktum hætti. Börn og ungmenni
virðast smitast mun frekar af þessu breska af-
brigði og eins og sóttvarnalæknir segir þá er
eitt smit nóg til að koma af stað nýrri bylgju.
Landamærin okkar leka þrátt fyrir að nú sé
krafist neikvæðs Covid-vottorðs af ferðafólki
og tvöföld sýnataka framkvæmd með sóttkví á
milli. Eftirlit með sóttkvínni er því miður lítið ef
nokkurt. Allt of margir segjast vita af fólki sem
mætir til vinnu og skilar börnum í skóla þrátt
fyrir að eiga að vera í sóttkví. Bara það að ekki
sé fylgst með því hvernig fólk kemur sér af
flugvellinum sendir þau skilaboð út í sam-
félagið að stjórnvöld hafi í raun ekki miklar áhyggjur af
því hvort fólk virði sóttkví. Ef einungis 5% þeirra sem
hingað koma svíkjast undan erum við í hverri viku með 70
einstaklinga sem geta borið smit út í samfélagið. Það
skiptir því máli að auka varnirnar eða hætta þeim. Þetta
hálfkák virðist ítrekað vera að koma okkur í vanda á sama
tíma og ráðherrar ríkisstjórnarinnar senda afskaplega
misvísandi skilaboð út um heim allan.
Í síðustu viku komu dómsmálaráðherra og ferða-
málaráðherra út af ríkisstjórnarfundi og tilkynntu opnun
á ferðir fólks utan Schengen-svæðis á næstu dögum.
Ferðafólk með vottorð um bólusetningu eða mótefni væri
velkomið. Heilbrigðisráðherra birtist næst og
sagði litakóðunarkerfi taka gildi 1. maí sem
gæfi fólki frá grænum og gulum svæðum
ákveðið frelsi á landamærum en eldrauð svæði
þýddu skyldudvöl í sóttvarnahúsi. Þá birtist
forsætisráðherra og sagði að þrátt fyrir vott-
orð yrði fólk að fara í sýnatöku og sóttkví.
Það hefur gætt nokkurrar óþreyju í sam-
félaginu vegna þessara óskýru upplýsinga því
þótt Evrópa sé með samræmt litakóðunarkerfi
þá eru ríki utan Evrópusambandsins ekki með
slíkt kerfi. Þá eru sum ríki með rauðar, gular
og grænar borgir í bland. Þeir einstaklingar
sem koma frá gulum og grænum svæðum
mega þá koma með neikvætt Covid-próf og
fara í eina sýnatöku á landamærum en halda
því næst út í samfélagið, óháð því hvaða ferða-
lag átti sér stað áður en í flug var haldið og
hvar var millilent. Það hvernig farþegar landa utan lita-
kóðunarkerfis eiga að einkenna sig er óljóst.
Bretar leggja bann á óþörf ferðalög og ætla að sekta
fyrir slíkt á sama tíma og ríkisstjórn Íslands býður sömu
ferðalanga velkomna til Íslands. Nýsjálendingar banna öll
óþörf ferðalög en ef ferð er nauðsynleg þá verður viðkom-
andi að dvelja í 14 daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Já, landa-
mærin okkar leka og munu gera það áfram ef þessar
marglaga reglur hinna ýmsu ráðherra taka gildi.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Ríkisstjórnin talar tungum tveim
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
L
agt er til að lögfest verði
bann við nafnlausum
áróðri flokka og frambjóð-
enda í stjórnmálabaráttu í
frumvarpi sem formenn allra flokka
sem fulltrúa eiga á Alþingi standa að
og lagt hefur verið fram á þinginu.
Þar eru lagðar til ýmsar breytingar
á lögum um fjármál stjórnmála-
samtaka og frambjóðenda og um
upplýsingaskyldu þeirra.
Er þar að finna ákvæði sem
kveður á um að stjórnmála-
samtökum, kjörnum fulltrúum þeirra
og frambjóðendum, sem og fram-
bjóðendum í persónukjöri, sé óheim-
ilt að fjármagna, birta eða taka þátt í
birtingu efnis eða auglýsinga í
tengslum við stjórnmálabaráttu
nema fram komi við birtingu að efnið
sé birt að tilstuðlan eða með þátt-
töku þeirra, eins og segir í frumvarp-
inu. Því næst er lagt til það nýmæli
„að frá þeim degi er kjördagur hefur
formlega verið auglýstur vegna
kosninga til Alþingis, til sveitar-
stjórna eða til embættis forseta Ís-
lands, svo og vegna boðaðrar þjóð-
aratkvæðagreiðslu, skulu
auglýsingar og annað kostað efni,
sem ætlað er að hafa áhrif á úrslit
kosninga, vera merkt auglýsanda eða
ábyrgðarmanni“.
Upplýsingum um þá sem hætta
í flokki eytt innan tveggja ára
Markmið frumvarpsins er sagt
vera að auka traust á stjórnmála-
starfsemi, tryggja starfsskilyrði og
sjálfstæði stjórnmálasamtaka og
efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála
og jafnframt að draga úr hættu á
hagsmunaárekstrum og tryggja
gagnsæi í fjármálum frambjóðenda
og stjórnmálasamtaka.
Formennirnir leggja til í frum-
varpinu að ríkisskattstjóra verði fal-
ið að starfrækja sérstaka stjórn-
málasamtakaskrá.
Tillögur eru settar fram um
heimildir flokka til að halda fé-
lagaskrá og hvernig vinna megi
með persónuupplýsingar. „Í því
sambandi er lagt til að sérstaklega
verði tekið fram að stjórnmála-
samtökum sé óheimilt að nýta per-
sónusnið til að beina að ein-
staklingum efni og auglýsingum í
tengslum við stjórnmálabaráttu
sem fela í sér hvatningu um að nýta
ekki kosningarréttinn,“ segir í grein-
argerð.
Í ítarlegum skýringum á ákvæð-
um frumvarpsins er m.a. fjallað um
hvaða persónuupplýsingar stjórn-
málasamtök mega vinna með í fé-
lagatali sínu og er m.a. gert ráð fyrir
að þau geti nýtt skrár sem eru að-
gengilegar opinberlega, „svo sem
þjóðskrá eða símaskrá, til að upp-
færa þær upplýsingar sem félagar
samtakanna hafa veitt þeim, t.d. upp-
lýsingar um nöfn, símanúmer, heim-
ilisföng, netföng eða notendanöfn á
samfélagsmiðlum, svo hægt verði að
tryggja órofin samskipti félaga og
samtaka þeirra“.
Í frumvarpinu er ennfremur
lagt til að lögfest verði að þegar
skráðir flokksmenn hætta aðild að
stjórnmálasamtökum skuli innan
tveggja ára eyða öllum upplýsingum
um þá úr félagatali.
Verði frumvarpið lögfest verður
gert að skilyrði fyrir fjárframlögum
úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum,
til viðbótar við skilyrði í núgildandi
lögum, að viðkomandi stjórnmála-
samtök hafi verið skráð í stjórnmála-
samtakaskrá skattsins. Fram kemur
í umfjöllun að fara þurfi varlega í að
setja skilyrði og skorður við starf-
semi stjórnmálasamtaka en gild og
málefnaleg rök séu þó fyrir því til að
skapa gagnsæi í starfsemi þeirra að
skilyrða úthlutun opinberra fjár-
framlaga því að þau hafi áður skráð
sig á stjórnmálasamtakaskrá.
Tillögur um aukið
gagnsæi og traust
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Formenn flokkanna flytja saman frumvarpið um breytingu á lögum
um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu.
Í skýringum frumvarpsins á
þeirri bannreglu sem lögð er
til um að eftir að kjördagur
hefur verið auglýstur skuli
auglýsingar og annað kostað
efni, sem ætlað er að hafa
áhrif á úrslit kosninga, vera
merkt auglýsanda eða ábyrgð-
armanni, segir að á liðnum ár-
um hafi í auknum mæli borið
á nafnlausum auglýsingum í
aðdraganda kosninga sem
beinst hafa gegn ákveðnum
flokkum. Í ákvæðinu felist for-
takslaus skylda til að gefa
upp hver standi að baki slíkri
auglýsingastarfsemi í aðdrag-
anda kosninga. Þá geti
ákvæðið einnig náð til auglýs-
inga eða annars kostaðs efnis
sem ætlað sé ýmist að auka
veg tiltekinnar hugmynda-
fræði eða vekja athygli á til-
teknu samfélagslegu málefni.
Bannreglan nái til auglýsinga
eða annars kostaðs efnis sem
ætlað sé að hafa áhrif á kosn-
ingaúrslit óháð birtingarvett-
vangi.
Fortakslaus
skylda
BANNÁKVÆÐIÐ