Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 ✝ Guðrún Þorkels- dóttir, eða Dúna eins og hún var ætíð kölluð af sínum nán- ustu, fæddist 21. apríl 1929 í Reykja- vík. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 21. mars 2021. For- eldrar hennar voru Sigurður Þorkell Sigurðsson, f. 1897, d. 1965, og Bjarney Bjarnadóttir, f. 1901, d. 1981. Bróðir Guðrúnar var Sig- urður, f. 1930, d. 2015. Hinn 25. nóvember 1961 gekk hún að eiga Jón Helgason bónda, síðar alþingismann og ráðherra, frá Seglbúðum í Landbroti, f. 1931 en hann and- aðist 2. apríl 2019. Börn Jóns og Guðrúnar eru: Helga, f. 1968, maki Þórarinn Bjarnason. Dóttir þeirra er Bjarney, f. 1997, börn Helgu og stjúpbörn Þórarins eru: Jón Rúnar Helgason, f. 1986, maki hans er Sophia Nell Wassermann, Sigurbjörg Helga- dóttir, f. 1988, maki hennar er Brynjar Örn Gunnarsson og eiga þau tvo syni, þá Róbert Jack og Darra Örn. Sonur Hún gekk í hjónaband hinn 25. nóvember 1961 með Jóni Helgasyni, þá bónda í Seglbúð- um. Þá flytur Dúna í sveitina sína, sem hún átti eftir að taka svo miklu ástfóstri við, og tek- ur þar við því stóra verkefni að verða bóndi og húsmóðir á stóru heimili. Því verki sinnti hún alltaf af mikilli elju og dugnaði eins og einkenndi hana ætíð. 1974 var Jón kosinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi. Þau voru þó með búskap til ársins 1980 þeg- ar systursonur Jóns, Erlendur Björnsson, tekur við búskapn- um. 1984 flytja þau svo til Reykjavíkur og héldu sig við Vesturbæinn og Dúna bjó þeim heimili í Granaskjóli 26. Þá var Jón búinn að vera starfandi sem forseti Alþingis og var orðinn ráðherra 1983. Ekki minnkuðu því störfin hjá Dúnu í tengslum við störf Jóns, en alltaf stóð hún eins og klettur við hlið hans og þau mjög sam- hent í öllum ákvörðunum og störfum. Dúna hafði yndi af allri úti- veru og gróðri og ófáum stund- um var eytt í garðinum í Segl- búðum og skógrækt þeirra Jóns sem þau byrjuðu á um 1980. Það var þeirra sameig- inlega áhugamál. Dúna var mikil hannyrðakona. Hún verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag, 27. mars 2021, klukkan 13. Brynjars og stjúp- sonur Sigur- bjargar er Rík- harður Óli. Guðmundur Helgason, f. 1990, maki hans er Yrsa Stelludóttir og eiga þau soninn Nóa. Bjarni Þor- kell, f. 1. febrúar 1973, kvæntur Grétu Rún Árna- dóttur, börn þeirra eru tvö, þau Oddur Ingi f. 2000, en hans kærasta er Bríet Eva Gísladótt- ir, og Dúna Björg, f. 2010. Björn Sævar, f. 1962, kvæntur Guð- rúnu Mörtu Torfadóttur. Börn hennar og stjúpbörn Björns eru: Ástríður, f. 1970, Torfi, f. 1973, og Nína, f. 1978. Dúna ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík, gekk í Miðbæj- arskólann og síðar Kvennaskól- ann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist með hæstu einkunn. Eftir skóla fer hún að vinna á skrifstofu Sambands íslenskra samvinnufélaga, fyrst hjá Vil- hjálmi Þór forstjóra og síðar Er- lendi Einarssyni. Eitt ár vann hún í New York á skrifstofu Sambandsins þar. Elsku mamma, það var síðla vetrar 1968 og ég fimm og hálfs árs þegar ég sá þig í fyrsta sinn. Það var komið myrkur þegar pabbi renndi með mig í hlaðið í Seglbúðum og hann fór með mig út í fjós til þín þar sem þú varst að mjólka. Okkar fyrstu kynni voru reyndar ræki- lega trufluð af kúnni á fremsta básnum, sem þegar hún leit mig augum, hrökk hún í kút, næst- um yfir í næsta bás. Ekki veit ég hvað kýrin sá, en þú sást mig og vafðir mig örmum þínum og æ síðan hefur þú veitt mér skjól og vörn í lífsins ólgusjó. Fjórð- ungi bregður til fósturs og svo hef ég notið uppvaxtar hjá Jóni og Dúnu og ég er stoltur að fá að kalla þau pabba og mömmu. Mamma var stórglæsileg, fal- leg og gáfuð kona. Nýútskrifuð úr Kvennaskólanum var hún ráðin sem einkaritari forstjóra SÍS, stærsta fyrirtækis lands- ins. Hún vann eitt ár fyrir Sam- bandið í New York en það heill- aði ekki. Hún og pabbi giftust 1961 og síðan hefur „Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga“ átt við hana. Í Segl- búðum undi hún sér best og þar vildi hún helst vera. Sem krakki áttaði maður sig ekkert á að hún rak ekki aðeins stórt og glæsilegt sveitaheimili heldur líka býlið þegar pabbi var í bænum á þingi. Ekki var aðeins margt í heimili; á sumrin fjölgaði mjög af börnum og ung- lingum frændfólks. Ótalinn er þá annar gestagangur. Með að- stoð heimilisfólksins þá töfraði mamma fram allt sem þurfti. Á fullorðinsárum varð manni ljóst hve gríðarlega afkastamikil, skipuleg og vandvirk hún var. Maður vissi samt að hún hafði nóg að gera og þegar við krakkarnir voru beðnir að reyta arfa og klippa kanta í stóra garðinum sem amma Gyðríður hafði ræktað frá 1920, þá gegndi ég því með nokkurri ólund, því ég vildi starfa við eitthvað skemmtilegra en garð- vinnu en hugsaði þó alltaf að nú væri ég að hjálpa Dúnu. Því allt vildi ég gera fyrir mömmu. Í Seglbúðum er gnægð bóka og ég las það sem ég vildi. Ég var líklega ellefu ára og búinn að lesa ýmsar bækur um seinni heimsstyrjöldina og þá sé ég í bókaherberginu, Ævi Adolfs Hitlers, og fer að lesa hana. Þegar mamma verður þess vör hvað ég er að lesa, þá tekur hún bókina og setur aftur upp í hill- una og segir við mig með hægð- inni: „Er ekki best að bíða með að lesa þessa bók þar til þú ert orðinn eldri?“ Ég hef ekki enn þá lesið bókina. Ég gæti lengi talað um mat- inn, já og kökurnar hennar. Fyrsta árið mitt í menntaskóla bjuggum við pabbi saman fyrir sunnan og nestaði mamma okk- ur með tveimur stórum krukk- um af sveskjugraut, í upphaldi hjá báðum, í hvert skipti sem við héldum suður. Á 29. krukk- unni var bragðið vissulega orðið minna spennandi en ávallt hvarflaði hugurinn heim til mömmu. Oft þó að maður væri orðinn fullorðinn gaukaði hún að mér vænum bita af „sveita- brauði“, upphaldskökunni minni. Eitt sinn fræddi gestkomandi mömmu að hún og sonur henn- ar litum út sem dæmigerðir Flóamenn. Varð ég að vonum ánægður með að líkjast þér í út- liti en ég vona að aðrir finni að uppfóstur þitt, manngæska og hjartahlýja hafi gert mig líkari þér. Hvíl í friði, mamma mín og takk fyrir allt. Ypparlig fósturmóðir mín hin mörgu sín lífsár með kærleik krýndi; barndómi mínum fyrsta frá fann eg og sá hugást sem hún mér sýndi; (Jón Þorláksson) Björn Sævar Einarsson Sest niður með kaffibolla til að skrifa um þig minningar- grein elsku Dúna, með kaffi- bolla því mér finnst ekki passa annað. Þeir skipta hundruðum kaffibollarnir sem við höfum notið saman, enda varst þú sér- staklega mikill kaffiunnandi. Síðustu árin varstu samt alltaf að tala um að minnka þetta – sem þú auðvitað gerðir, en alltaf varstu kaffikona. Allt kaffi með þér var gott, uppáhellt í eldhús- inu á Seglbúðum, af brúsa í nestisbíltúr, í réttunum eða úti í skógi, malað baunakaffi úr „fínu græjunni“ (eins og þú orðaðir það) hjá okkur Bjarna, eða einn góður latté á kaffihúsi, alltaf var kaffibollinn með þér ljúfur. Þú varst svo einstök kona, fædd og uppalin í 101 Reykjavik, ferðaðist um heiminn, starfaðir í New York, varst einkaritari for- stjóra í stóru fyrirtæki og svo varstu samt einhvern veginn hin fullkomna húsmóðir í sveit. Hjá þér í Seglbúðum skorti aldrei neinn neitt. Heimilið alltaf til fyrirmyndar og veitingarnar sem þú töfraðir fram öllum eft- irminnilegar. Allir sem gestrisni þinnar nutu höfðu á þér ein- staka matarást, enda lagðir þú mikla ást í þína matargerð. Heimagerða kæfan, tvíbökurn- ar, sveitabrauðið, brúnkurnar, flatkökurnar, Klausturbleikjan, krækiberjasúpan, kássan með rifsberjasultunni, rabarbar- agrauturinn, ísinn, frosna ávaxtasalatið með makkarónun- um … já ég gæti talið enda- laust. Alltaf svignaði borðið undan heimagerðum kræsing- um. Samt var svo merkileg ró yfir þér og eldhúsvinnunni þinni, þú fórst sko alls ekki um eins og stormsveipur sem allir tóku eftir, heldur alltaf með hægðinni, festunni, örygginu og ljúfmennskunni á svo ótrúlega eftirminnilegan og eftirtektar- verðan hátt. Þú hefur verið mér svo ynd- isleg tengdamóðir, ég gat alltaf treyst á þig til að aðstoða mig í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur. Án þess þó nokkru sinni að þú tækir fram fyrir hendurnar á mér í uppeldinu eða nokkrum sköpuðum hlut, alltaf til staðar, en tranaðir þér aldrei fram. Varst aldrei að ráð- leggja mér neitt, en ekki stóð á ráðum ef ég bað um þau og þá var það sko alveg sama hvort það væri tengt börnunum, handavinnu, heimilisstörfum, matargerð eða bara hverju sem er, maður kom aldrei að tómum kofunum. Minningarnar eru óteljandi og auðvelt væri að skrifa enda- laust um þig og þitt stóra hlut- verk í lífi mínu, barnanna og Bjarna þíns. Hlýjan þín, góðmennskan, brosið sem náði til augnanna og einhvern veginn um allt andlitið þitt mun aldrei gleymast. Hvíl í friði elsku Dúna mín. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Gréta Rún. Mikið sem ég er þakklát fyrir elsku Dúnu og minningarnar okkar. Alla tíð töluðu hún og Jón við okkur systkinin á jafn- ingjagrunni og sýndu einlægan áhuga á því sem við vorum að fást við. Fyrirvaralaust gátum við komið yfir að sækja sultu- krukku eða bara til að segja halló eftir gegningar – hún bar fram a.m.k. eina tegund af smá- kökum og við settumst öll niður til að spjalla. Núna veit ég að þau höfðu ýmsum öðrum verk- efnum að sinna á þeim tíma, en þau veittu okkur samt alltaf at- hygli og blíðu. Ég vex aldrei upp úr barns- legri aðdáun og hrifningu á Dúnu. Hún verður mér alltaf fyrirmynd, ævi hennar var fjöl- breytt og mannkostir hennar fallegir. Hún bar virðingu fyrir öllum, fannst engin vinna ómerkilegri en önnur og svo var hún líka bara hnyttin og nota- leg. Frá skrifstofudömu í Man- hattan til húsmóður í Seglbúð- um sem sinnti börnum, búi og eldra heimilisfólki af alúð á meðan Jón sat á þingi. Hún ferðaðist ung um heiminn með vinkonum sínum og átti líka æv- intýralegar sögur úr ferðalögum hennar og Jóns, m.a. frá Japan og Tyrklandi. Þau hjónin vörðu svo síðustu árum sínum saman í hreppnum þar sem þeim leið best og gerðu svo margt gott. Dúnu verður saknað en hvíldin var kærkomin og Jón og Dúna eru sameinuð á ný – hún getur loks talað um þau aftur í sama orðinu. Minningarnar eru margar og fallegar, þær munu ekki gleym- ast Dúna mín. Hvíl í friði kæra vinkona og amma. Guðlaug Erlendardóttir. Dúna frænka hefur kvatt þennan heim. Ótal margar góð- ar minningar leita á hugann og hlýja okkur. Dúna var afasystir okkar en við litum meira á hana sem þriðju ömmu okkar. Siggi, sá yngsti okkar, kallaði hana jafnvel ömmu Dúnu þegar hann var yngri. Það gerðust bara einhverjir töfrar við að fara í sveitina til Dúnu og Jóns í Seglbúðum. Að keyra heimreiðina og sjá Dúnu standa í dyragættinni, alltaf til- búna að taka á móti gestum. Maður vissi að inni í eldhúsi biðu manns kökusneiðar og mjólkurglas og ekki síst tilfinn- ingin að maður væri alltaf meira en velkominn í heimsókn. Það var eins og allt léki í höndunum á Dúnu. Handverkið hennar var engu öðru líkt, svo fíngert og fallegt. Blóm og tré blómstruðu undir hennar vernd- arvæng. Venjulegur íslenskur heimilismatur varð að algjöru sælgæti þegar hann var ljóm- aður Dúnu-töfrum. Við tölum enn þann dag í dag um sveita- brauðið hennar Dúnu, Dúnu-tví- bökur, Dúnu-flatkökur, Dúnu- kjötbollur og síðast en ekki síst Dúnu-kæfu. Það er auðvelt að hverfa aftur í tímann og sitja í eldhúsinu í Seglbúðum, maul- andi á einhverju góðgætinu með mjólkurglas í hendinni, í djúp- um samræðum við Dúnu og Jón enda ekki langt að leita fróð- leiksins á þeim bænum. Þó að samræðurnar væru djúpar var þó alltaf stutt í glettnina hjá Dúnu og hláturinn hennar smit- aði oftar en ekki út frá sér. Sem börnum þótti okkur svo undurvænt um „ömmu“ Dúnu. Hún var alltaf svo þolinmóð og góð. Okkur fannst allt sem Dúna gerði svo fínt og gott. Góður matur, mjúkir vettlingar, fíni garðurinn hennar. Við elstu frænkurnar fórum stundum í sveitina til Dúnu í eina til tvær vikur í senn á sumrin. Það þarf líklega ansi mikla þolinmæði til að hafa fjórar ungar stúlkur á aldrinum 8-12 ára í heimsókn í tvær vikur en alltaf leið okkur eins og heima hjá okkur. Reyndar brast þolinmæðin Dúnu þegar hún þurfti að hlusta á sama lagið fjórraddað innan úr eldhúsi kvöld eftir kvöld á meðan við gengum frá eftir matinn. Þá lokuðust dyrn- ar inn í eldhús yfirleitt hljóð- lega. Þegar við eltumst áttuðum við okkur þó enn betur á því hvers konar perla Dúna var. Hún fór aldrei í manngreinar- álit, allir voru alltaf velkomnir og voru henni jafn mikilvægir. Hún var glæsileg kona, alltaf teinrétt og sterk, fróð og lífs- reynd, áhugasöm um aðra, góð- hjörtuð og þolinmóð en glettnin og hláturinn þó ávallt nálægt. Dúna er og verður fyrirmynd í okkar lífi. Við erum óendan- lega þakklát fyrir að hafa fengið að eiga hana sem afasystur. Minningarnar eiga eftir að ylja okkur ævilangt. Elsku Bjössi, Helga, Bjarni og fjölskyldur. Okkar hlýjustu og innilegustu samúðarkveðjur við fráfall yndislegrar móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör Guðs, að lambsins dýrð- arstól, og setjast loks á silfurgráa tjörn og syngja fyrir lítil englabörn. (Davíð Stefánsson) Berglind María, Karen Bjarney, Stein- unn Kristín og Sig- urður Jóhann. Elsku amma mín. Þú hefur lifað yndislegu lífi amma, ef lífið sjálft er prófraun er ég fullviss um að þú fáir hæstu einkunn. Jákvæðu áhrifin sem þú hafðir á okkur öll í kringum þig eru ómæld enda bjóstu yfir takmarkalausri ást og umhyggju. Þér var fullkomlega ljóst hver hin raunverulegu verð- mæti lífsins eru og lifðir sam- kvæmt því. „Við eigum svo mikinn fjár- sjóð í ykkur“ hafðirðu oft á orði um okkur afkomendurna. Þessi orð voru alltaf gagnkvæm amma, þú og afi eruð okkar fjársjóður. Allt mitt líf hef ég litið upp til þín, þú varst svo gáfuð, fáguð og hörkudugleg. Þú veigraðir þér ekki við neinu starfi, hvort held- ur sem það var að vinna á fyrstu rafmagnsritvélina sem kom til landsins hjá SÍS, vinna í New York eða bretta upp ermarnar í sveitastörfunum og sjá um börn og bú í Seglbúðum. Þú hélst öllu á floti í fjarveru elsku afa og varst líka hans stoð og stytta, en að vera gift þingmanni og ráð- herra gat verið fullt starf. Þú varst sannkallaður samræðusnill- ingur og hefðir léttilega getað stigið inn í Jane Austen skáld- sögu, þar sem kurteisar samræð- ur voru eins og þjóðaríþrótt, og heillað þar alla upp úr skónum með greind þinni, hlýju og vin- semd. Það var sama hver átti í hlut eða hvert tilefnið var, alltaf sástu til þess að ræða við fólk á þann hátt að afslöppun og vellíð- an var gulltryggð. Ég á svo yndislegar minn- ingar þar sem ég hef óskipta at- hygli þína. Við bökuðum oft saman engiferkökur eða pönnu- kökur, ég sá um að smakka deigið og rúlla pönnsurnar. Við spiluðum oft saman rommí og ég fékk að stelast í kaffisopa hjá þér. Kaffilykt minnir mig ennþá á þig, enda er engin leið fyrir mig að hætta að drekka kaffi. Þarna er ég pínu písl en samt leið mér eins og ég væri næstum fullorðin enda komstu alltaf fram við mig eins og jafn- ingja. Þú gafst mér stuðning, mikilvægi, öryggi og stað sem ég tilheyrði. Aðdráttaraflið sem þú hafðir á börn yfirleitt skal því engan undra enda virtist sérhvert barn sem þig um- gekkst vilja eigna sér þig sem sína eigin ömmu. Hugulsemi þín var úthugsuð, á ögurstundum í hinum mörgu prófatörnum námsáranna komu til að mynda sendingar af kökuboxum til að útvega orkuna fyrir próflestur- inn. Reglulegu matarboðin í lambasteik og ostaköku í Granaskjólinu voru líka afar kærkomin yfir hið langa tímabil „þreytta og fátæka námsmanns- ins“. Hlýir ullarsokka á veturna, útsaumaðar myndir, barnateppi og mörg fleiri listaverk frá þér hafa líka glatt mig einstaklega mikið í gegnum árin. Elsku amma, ég hefði ekki getað óskað mér betri ömmu en þig. Reyndar hefur mér fundist það ótrúlegt að allir þínir góðu kostir geti yfirleitt rúmast fyrir í einni persónu, það virðist næstum yfirnáttúrulegt. Við veljum hverjum við viljum líkj- ast og með tímanum mótar það okkur. Á minn ófullkomna hátt hef ég leitast við að líkjast þér. Eins og við sögðum við hvor aðra í símann síðustu ár, þá hugsum við alltaf til hvor ann- arrar. Amma ég veit það mun aldrei breytast. Mikið er ég feg- in að þú fékkst að kynnast lang- ömmustrákunum þínum. Faðm- aðu og kysstu afa frá okkur öllum. Sigurbjörg. Traust, sterk, mögnuð, hjartahlý, mild og heiðarleg. Falleg kona, hún Dúna okkar, allt til síðustu stundar. Dúnu föðursystur og sumarmömmu fá engin orð lýst. Þvílík gæfa að líf hennar var samofið lífi okkar. Dúna var sterk kona. Eins og formæður hennar tókst hún á við lífið af æðruleysi, djörf- ung og dug. Þegar Jón varð þingmaður og síðar ráðherra og varði löngum stundum í Reykjavík, fjarri Seglbúðum, stjórnaði hún búskapnum og barnauppeldinu. Hún annaðist gamla fólkið á bænum af stakri natni og væntumþykju auk þess sem hún hélt utan um stóran hóp barna sem send voru í sveit til þeirra. Útiverkin höfðuðu meira til hennar en inniverkin eins og hún lýsir í bréfi til Fríðu: Allt- af er gaman að göslast úti allan daginn og láta skúringar og matseld sitja á hakanum. En það var öðru nær að eitthvað sæti á hakanum, eins og allir vita sem þekktu Dúnu. Börn umgekkst hún sem jafningja, af virðingu og blíðu. Þannig markaði hún djúp spor í huga og hjörtu þeirra, sem og annarra sem kynntust henni. Engan lét hún ósnortinn. Hún elskaði sveitina sína. Bjartir dagar, þegar Öræfajök- ull sást í austri og Mýrdalsjök- ull í vestri, fylltu hana gleði. Hún var borgardaman sem varð sveitakona og sveitin stóð alltaf næst hjarta hennar. Sterk er minningin þegar við stelpuskottin fylgdumst heill- aðar með henni taka sig til þegar fara átti af bæ. Hávaxin, með svarbrúnt liðað hárið, leit hún í spegilinn, bleytti fing- urna og strauk þeim yfir auga- brúnirnar, skellti á sig bleikum Guðrún Þorkelsdóttir HINSTA KVEÐJA Til ömmu Ég man ekki dag án þess að ég hugsaði til þín. Þú ert mín persóna og ég elska þig meira en eitthvað í öllum heimi. Þín ömmustelpa og nafna, Dúna Björg. Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.