Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 „Þetta hafa verið mjög erfiðir tímar fyrir allar sviðslistir og hjá mörgu listafólki, leikhústæknifólki og sviðs- fólki sem ævinlega hefur lifað við óvissu og óöryggi. En ef til vill hefur eilíft óöryggi gert það hæfara til að komast af í heimsplágunni með hug- rekki og húmor að vopni. Hug- myndaflug þeirra hefur þegar fund- ið sér nýjan farveg við nýjar kringumstæður í hugmyndaríku, skemmtilegu og hrífandi samskipta- formi, – þökk sé veraldarvefnum.“ Þannig skrifar breska leikkonan Helen Mirren í ávarpi sínu í tilefni af Alþjóðlega leiklistardeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag, 27. mars, fyrir tilstuðlan Alþjóða- leiklistarstofnunarinnar (ITI). Íslenska ávarpið í ár samdi skáldið Elísabet Kristín Jökulsdóttir og hefði ekki komið til hertra samkomutakmarkana hefðu ávörpin tvö verið flutt á leiksviðum landsins í kvöld fyrir sýningar. „Allar götur frá upphafi mann- vistar hefur fólk sagt hvert öðru sögur og undurfalleg list leikhússins mun lifa jafn lengi og við byggjum jörðina okkar. Sköpunarþörf leik- skálda, leikmyndahöfunda, dansara, söngvara, leikara, tónlistarfólks, leikstjóra – allra þessara ein- staklinga – mun aldrei kafna og hún mun fyrr en varir blómstra á ný með nýja orku og með nýjan skilning á heiminum sem við öll deilum. Ég get varla beðið!“ skrifar Mirren, en Haf- liði Arngrímsson íslenskaði. Leikurinn uppspretta lífsins „Amma, viltu hlusta á dansinn? Það er leikhúsið. Leikurinn er eldri en siðmenningin. Ljónið og býflugan hafa leikið sér lengur en við. Það gerir leikinn að uppsprettu lífsins,“ skrifar Elísabet í ávarpi sínu og heldur síðan áfram. „Úr hverju er leikhús búið til. Úr þögninni og myrkrinu. Úr þögninni rétt áðuren tjaldið er dregið frá. Úr myrkrinu sem við bíðum í áðuren tjaldið er dregið frá. Leikhúsið er tjaldið,“ skrifar Elísabet og bendir á að leik- hús sé líka skvaldrið. „Skvaldrið áðuren tjaldið er dregið frá, brakið í nammibréfunum, jafnvel hringingar í farsímum. Næst skaltu hlusta á skvaldrið í áhorfendum sem snar- þagnar þegar myrkrið skellur á. Ég talaði við áhorfanda og hún sagði: „Pabbi og mamma voru verkafólk en sáu alltaf til þess að við fórum í leikhúsið.“ Og hvað er leikhús spurði ég. Og hún svaraði. „Ég veit það ekki … það var annar heimur, … leikritið.“ Ég talaði við leikara; leikhúsið er andardráttur, hreyfing, ryþmi, texti, sagði ein, annar var að undirbúa sýningu með vændiskonum og heim- ilislausu fólki, þriðja sagði að í leik- húsinu mætti sýna réttarhöld, sál- fræðivinnu, partavinnu, leikhúsið væri heimili tilfinninganna,“ skrifar Elísabet og rifjar upp að á sínum tíma hafi hún verið hrædd við leik- húsið þar sem henni fannst leikhúsið eiga meira í pabba hennar en hún. Trúnaður í hjarta lítillar stúlku „En ég skal segja þér hvað leik- hús er. Trúnaður. Trúnaður á milli A og B. Trúnaður í hjarta lítillar stúlku. Leikhúsið er í hjartanu, maganum, hryggsúlunni, leikhúsið er í hryggsúlunni og auðvitað blóð- inu. Ég er með leikhúsið í blóðinu, ég ólst uppí leikhúsi og á efri hæðinni var hún Kristín sem eldaði matinn handa leikurunum, hjá henni fékk ég andabrauð þegar ég varð þreytt á að horfa á æfingar, hverja æfing- una á fætur annarri og leikararnir voru svo góðir, alltaf að faðma mig og brosa til mín. Og leikstjórinn sagði: „Tökum þetta aftur. Hljóð í salnum.“ Og ég sat stillt og prúð í sætinu mínu. Það var gaman að labba um í leikmyndinni í pásu. Ég horfði á sömu æfinguna aftur og aft- ur, alveg einsog ég horfði á Hamlet aftur og aftur þegar ég fékk að fylgjast með æfingum mörgum árum seinna. Aftur og aftur því ekkert gerist aftur. Og þessvegna hljómar það aftur: Amma, viltu hlusta á dansinn? Í kjól, glimmer og glitrandi,“ skrifar Elísabet í ávarpi sínu í tilefni Alþjóðlega leiklistardagsins. silja@mbl.is Ljósmynd/Stilla úr kvikmyndinni The Tempest Hugrekki Helen Mirren með hugrekki og húmor að vopni. Sköpunarþörfin mun aldrei kafna - Alþjóðlegi leik- listardagurinn haldinn hátíðlegur í dag, 27. mars Morgunblaðið/Eggert Dansar Elísabet Jökulsdóttir er með leikhús í blóðinu. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Eilíf endurkoma er yfirskrift viða- mikillar myndlistarsýningar sem opnuð verður í Listasafni Reykjavík- ur á Kjarvalsstöðum í dag kl. 10 en vegna hertra sóttvarnareglna verður ekki um hefðbundna opnun að ræða heldur mun húsið vera opið frá kl. 10 til 17 og geta tíu gestir verið í hverju sóttvarnahólfi. Óskyldir aðilar skulu virða tveggja metra reglu og bera grímur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpar gesti í streymi á facebooksíðu safnsins og einn lista- manna sýningarinnar, Páll á Húsa- felli, leikur á náttúruhljóðfæri kl. 11 og kl. 14. Sýningin er sögð einstakt tækifæri til að upplifa verk Jóhannesar Kjar- vals í samhengi verka listamanna samtímans og er hún jafnframt sú fyrsta þar sem slíkt er gert. Lista- mennirnir eru 16 og allir á lífi og seg- ir í tilkynningu að sýningin dragi fram mörg af hugðarefnum meistara Kjarvals og að settar séu fram tilgát- ur um tengsl við hugðarefni hinna starfandi listamanna. Þeir eru Egg- ert Pétursson, Egill Sæbjörnsson, Einar Garibaldi, Gjörningaklúbbur- inn, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Hrafnkell Sigurðs- son, Katrín Elvarsdóttir, Katrín Sig- urðardóttir, Kristján Guðmundsson, Ólafur Elíasson, Páll Guðmundsson, Ragna Róbertsdóttir, Ragnar Kjart- ansson, Sigurður Guðjónsson og Steina. Sýningarstjórar eru Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Markús Þór Andrésson og Edda Halldórsdóttir. Axel Hallkell Jóhannesson er sýn- ingarhönnuður. Sum unnin með Kjarval í huga Edda Halldórsdóttir, einn sýning- arstjóra, segir titil sýningarinnar vísa til þess að hugmyndir og minni komi til baka á ólíkum tímum. „Við erum að vinna með Kjarval sem ein- hvern útgangspunkt en hann er samt einn sýnenda,“ segir Edda og að sjá megi tengingar milli verka Kjarvals og hinna listamannanna. Edda er beðin að nefna dæmi um slíkar tengingar á sýningunni. „Sum verkin eru unnin gagngert með Kjar- val í huga eins og til dæmis verk Eggerts Péturssonar þar sem hann tekur blómaandlit, teikningu eftir Kjarval, og vinnur hana inn í sitt málverk sem er nýtt verk og hann er að sýna í fyrsta skipti á þessari sýn- ingu. Sú tenging er bókstafleg og skýr. Síðan höfum við parað líka verk Rögnu Róbertsdóttur við málverk eftir Kjarval sem nefnist „Heyþurrk- ur eftir Heklugos“ og er málverk af Heklu, landslagsverk sem hann gerði árið 1977 og Ragna vinnur með efniviðinn, vikur úr Heklu. Hún tek- ur hraun og vikur úr Heklu og vinnur landslag með efniviðnum. Á þann hátt er spurningin meira um efnivið en viðfangsefni,“ svarar Edda. Ragna hafi ekki verið að hugsa um Kjarval þegar hún gerði sitt verk. Eitt dæmið enn er málverkasería eftir Ragnar Kjartansson þar sem hann beitir svipaðri vinnuaðferð og Kjarval, málar úti í náttúrunni. „Stærðin á hans verkum tekur mið af stærð Kjarvalsverks sem Ragnar á,“ bendir Edda á og að Ragnar hafi fengið innblástur sinn frá því verki. Edda er spurð hvort einhver verk hafi verið unnin sérstaklega fyrir sýninguna og segir hún engin hafa verið sérstaklega pöntuð fyrir hana nema verk Einars Garibaldi. „Hann hefur verið með Kjarval pínulítið á heilanum í um tuttugu ár og fengist við hans arfleifð. Eftir samtal við okkur fór hann að vinna,“ segir Edda. Ný sýn á verk listamannanna Verkin á sýningunni eru sum úr safneigninni, sum fengin að láni og önnur koma beint frá listamönn- unum. Lykilverk á sýningunni eru „Life Under the Glacier“ eftir Ólaf Elíasson og vídeóinnsetningin „Lava&Moss“ eftir Steinu Vasulka og landið og tengsl okkar við það er ríkt þema í verkum Guðrúnar Krist- jánsdóttur, Katrínar Elvarsdóttur, Katrínar Sigurðardóttur, Rögnu Ró- bertsdóttur og Páls á Húsafelli, að því er fram kemur í tilkynningu en frekari upplýsingar um sýninguna má finna á vef safnsins, listasafn- reykjavikur.is. „Þegar maður geng- ur um salinn verða þessar tengingar alveg augljósar,“ segir Edda um sýn- inguna og á þar við tengingar milli verka samtímalistamanna og verka Kjarvals. „Ég er mjög ánægð með þessar paranir og þessa listamenn,“ segir Edda og að á sýningunni fái fólk nýja sýn á verk Kjarvals og hinna listamannanna. Ljósmyndir/Eyþór Árnason Nætur Starfsmenn safnsins hengja upp verk Kristjáns Guðmundssonar, „Lengsta nótt á Íslandi“, sem er parað við verk Kjarvals, „Júnínótt á Þingvöllum“. Tilgátur um tengsl - Verk Kjarvals eru sett í samhengi við verk sextán samtímalistamanna á sýningunni Eilíf endurkoma sem opnuð verður í dag á Kjarvalsstöðum Skúlptúr Axel Hallkell skoðar falleg verk Egils Sæbjörnssonar. Skáldsagan Hamnet, eftir Maggie O’Farr- ell, hlaut verð- laun samtaka bandarískra bókagagnrýn- enda, National Book Critics Circle Award, í fyrradag. Í henni segir af andláti 11 ára sonar Vilhjálms Shakespeares af völdum svartadauða á sínum tíma. Raven Leilani hlaut John Leon- ard-verðlaunin, sem veitt eru fyr- ir bestu frumraun höfundar, fyrir bókina Luster og verðlaun í flokki fræðibóka hlaut blaðamað- urinn Tom Zoellner fyrir Island on Fire: The Revolt That Ended Slavery in the British Empire. Samtök bandarískra bóka- gagnrýnenda voru stofnuð árið 1974 og eiga yfir 600 gagnrýn- endur aðild að þeim. Veita þau árlega verðlaun fyrir bækur árs- ins á undan. Þrjár bækur verð- launaðar af rýnum Hamnet eftir Maggie O’Farrell Franski kvik- myndaleikstjór- inn Bertrand Tavernier er lát- inn, 79 ára að aldri. Hann leik- stýrði yfir 40 kvikmyndum og heimildamynd- um og var einnig virtur kvik- myndafræð- ingur. Tavernier hlaut fjölda verð- launa á ferli sínum, 40 alls ef marka má vefinn Internet Movie Database og af merkustu kvikmyndum hans má nefna A Sunday in the Country, Round Midnight, Capitaine Conan, It All Starts Today og Life and No- thing But. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagagnrýnandi og kynn- ingarfulltrúi fyrir leikstjórann Stanley Kubrick en fyrsta kvik- myndin hans, L’Horloger De Saint- Paul, kom út árið 1974. Bertrand Tavernier dáinn, 79 ára Bertrand Tavernier
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.