Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 GLEÐILEGA PÁSKA - SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® VIÐ MÆTUM AFTUR 15. APRÍL EÐA FYRR EF AÐ COVID LEYFIR. Risa Páskaknús á ykkur öll og hlökkum til að hitta alla í bíó aftur. VÆ NT AN LEG Í B ÍÓ VÆNTANLEG Í BÍÓ ÓSKARS- TILNEFNINGA MYNDIRNAR MÆTA AFTUR TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is V algeir Sigurðsson á nú að baki ansi bústinn feril sem tónlistarmaður en í áratugi hefur hann starfað á margvíslegum sviðum tónlistariðnaðarins. Hann hefur verið hljóðfæraleikari, laga- smiður, tónskáld, útsetjari, upp- tökustjórnandi, eigandi að útgáfu og hljóðveri og skap- að tónlist sem teng- ist sjónvarpi, kvik- myndum, leikhúsi, óperum og tölvu- leikjum. Oft hefur verið um að ræða tilraunir sem miða að því að toga tónlistarformið í nýjar og sumpart óvæntar áttir. Ég gæti haldið svona áfram lengi vel ef ég hefði pláss. Fyrir stuttu kom út tónlist hans við mynd Gríms Hákonarsonar, Hér- aðið (The County), og líka spennu- tryllinn An Acceptable Loss, ólík verk sem bera engu að síður með sér einkennistón Valgeirs sem hann hef- ur verið að þróa með sér í áratugi. Eigi er hann einhamur og nóg við að vera, hann á t.d. tónlistina í Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu. Kvika er svo eins og lýst er í inngangi, sjálfstætt verk sem byggir á tónlist við myndina Malá ríša. Útgefandi er Bedroom Community, útgáfa sem Valgeir stofnaði til árið 2005 ásamt þeim Nico Muhly og Ben Bergbráðin kraumar … Morgunblaðið/Eggert Frost. Fílharmoníusveit Slóvakíu, kammersveit Bohdan Warchal og háskólakórinn Technik lögðu til krafta sína ásamt Valgeiri og nánum samstarfsmönnum, þeim Daniel Pioro, Liam Byrne og Francesco Fabris. Kvika vísar náttúrlega í jarð- fræðifyrirbærið, bergkviku eða bergbráð, og tímasetningin á þess- ari útgáfu því sem næst fullkomin en gosið í Geldingadölum hófst ná- kvæmlega viku eftir að platan kom út, svona eins og til að impra á henni! Valgeir hefur alltaf verið hljóð- og hljómkeri og er þess að finna stað í verkum hans. Þegar ég hlusta á Kviku renni ég huganum að sóló- plötum Valgeirs eins og Dissonance (2017) og Architecture of Loss (2012). Sú síðari var samin fyrir ball- ett eftir Stephen Petronio en líkt og í tilfelli Kviku var tónlistin færð frá upprunalega viðfanginu og látin standa ein og óheft, tónlistinni sem slíkri leyft að tala og flæða á eigin forsendum. Á Kviku má þannig heyra til þess að gera stutt stef, 21 sem fylla upp í tæpar 40 mínútur. Það er kúnst að vinna með svona stutt form en það tekur t.d. styttri tíma að skrifa langa ritgerð en stutta. Því knappleikinn kallar á styttingar, heflingu, tálgun og ná- kvæma uppstillingu á því sem virka kann (man að Brian Eno sagði að mesta áskorun hans á ferlinum lá í að semja hljóð fyrir Apple, en hann á t.a.m. hljóðið sem heyrist þegar fólk kveikir á Mökkunum sínum). Val- geir gerir þetta óskaplega vel. Sjá „Eva‘s Lament“, undurfögur smíð sem er það vel heppnuð að maður grætur það nánast að hún sé ekki nema ögn lengri. Ein mínúta og 38 sekúndur af tærri fegurð hvar engu er ofaukið. Tíminn er því naumur, ef svo má segja, en innan þessa skammtaða tíma leikur Valgeir sér glæsilega með ýmis form. Bassadrungi styður við háan fiðluleikinn (sem Daniel Pioro á) og flæðið er kvikmyndalegt á köflum – stórt og epískt þar sem það fyllir upp í hljóðrásirnar – eða þá „lítið“ og natið, ægifagurt en þó tilraunakennt, líkt og „lagið“ stutta sem ég var að lýsa. Hið rafræna og hið unna mætir hinu lífræna í haganlegum skurðpunkti en Valgeir hefur alla tíð leitast við að finna þessu farveg í list sinni, samþætta þessar tvær hliðar sem ein væri. » Það er kúnst að vinna með svona stutt form, það tekur til dæmis styttri tíma að skrifa langa ritgerð en stutta. Því knappleikinn kallar á styttingar, hefl- ingu, tálgun og ná- kvæma uppstillingu á því sem virka kann. Nýjasta útgáfa Valgeirs Sigurðssonar er platan Kvika (K V I K A), sjálfstætt verk sem byggist á tónlist saminni við kvikmyndina Malá ríša eftir slóvenska leik- stjórann Peter Magát. Jarðtengdur Valgeir Sigurðsson er höfundur Kviku, sem er nýkomin út. Fallandi trjám liggur margt á hjarta /Yes, a falling tree makes a sound (and it has a lot to say) nefn- ist sýning sem opnuð verður í Kling & Bang í dag og stendur til 9. maí. Sýnendur eru Josephine van Schen- del, Þórey Björk Halldórsdóttir, Bára Bjarnadóttir, Dýrfinna Benita Basalan, Tabita Rezaire, Brokat Films, Elín Margot og Tarek Lak- hrissi, en sýningarstjóri er Helena Aðalsteinsdóttir. „Helena leiðir saman listamenn sem bjóða gestum að ferðast til útópískra heima þar sem ástin ræður ríkjum. Við fáum að kynnast sameiginlegum skiln- ingi milli manna og náttúru og tækifæri til að hlusta á þær raddir sem áður hafa verið þaggaðar nið- ur,“ segir í tilkynningu . Af sótt- varnaástæðum verður ekki eiginleg opnun, en sýningin er opin kl. 14-18 í dag og á hefðbundnum afgreiðslutímum þaðan í frá. Ljósmynd/VITRINE Geim Out of the Blue eftir Tarek Lakhrissi. Ferðast til útópískra heima Málverkið Scene de rue a Mont- martre (Götulíf í Montmartre) eftir hollenska málarann Vincent van Gogh seldist hjá uppboðshúsinu Sotheby’s í París fyrir 13.091.000 evrur sem jafngildir rúmlega 1,9 milljörðum íslenskra króna. Þetta er hæsta verð fyrir verk eftir van Gogh sem fengist hefur í Frakk- landi. Málverkið hefur verið í einkaeigu sömu frönsku fjölskyld- unnar í meira en hundrað ár og hef- ur ekki verið sýnt opinberlega frá því það var málað 1887. Verkið selt á yfir 13 milljónir evra AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.