Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
Eins og öðrum sem hafa
mikinn áhuga á íþróttum þótti
mér að sjálfsögðu leiðinlegt þeg-
ar lokað var á allt íþróttastarf
hér á landi á einu augabragði.
Dagskráin hefur verið mikil
og þétt síðan íþróttir voru leyfð-
ar á nýjan leik og maður hefur
verið ofdrekraður. Ég vorkenni
sjálfum mér minnst þegar kem-
ur að þessu nýjasta íþrótta-
banni.
Ég finn töluvert meira til með
íþróttafólkinu sjálfu. Það er eitt
að mega ekki spila leiki. Senni-
lega geta flestir íþróttamenn lif-
að ágætlega með því í þrjár vik-
ur, en að mega ekki æfa er allt
annað mál.
Hinn 36 ára gamli Einar Ingi
Hrafnsson, handboltamaður hjá
Aftureldingu, lýsti yfir áhyggjum
sínum á Twitter. Í fjórða sinn á
einu ári má hann hvorki spila né
æfa handbolta. Hann viðurkennir
að það sé erfiðara í hvert skipti.
Þetta gæti á endanum kostað
hann síðustu ár ferilsins.
Einar kallar eftir meiri skiln-
ingi í garð íþróttafólks og spyr
hver sé að tala þeirra máli. Einar
sýnir því skilning að ekki megi
spila handbolta þegar harðar
sóttvarnaaðgerðir eru í gangi, en
erfiðara sé að sætta sig við að
ekki megi æfa og þá sérstaklega
þegar smitin í samfélaginu eru
ekki fleiri en raun ber vitni.
Ég verð að taka undir þessi
orð Einars. Smitin í kringum
keppnisíþróttir hér á landi hafa
verið örfá. Það er eitt að taka
leiki af íþróttafólki, en annað að
taka af því æfingar með nánast
engum fyrirvara hvað eftir ann-
að. Lítið sem ekkert er hugað að
andlegri heilsu íþróttafólks á
þessari stundu. Það er hvorki
flókið né hættulegt að halda
uppi æfingum í litlum hópum.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Svíþjóð
8-liða úrslit, þriðji leikur:
Malmö – Kristianstad.......................... 29:27
- Teitur Örn Einarsson eitt mark fyrir
Kristianstad en Ólafur Andrés Guðmunds-
son sat allan tímann á bekknum.
_ Staðan er 2:1 Kristianstad í vil.
Danmörk
Tvis Holstebro – Kolding ................... 30:24
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk
fyrir Tvis Holstebro.
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í
marki Kolding og skoraði eitt mark.
Staða efstu liða:
Aalborg 39, GOG 39, Tvis Holstebro 38,
Bjerringbro/Silkeborg 31, SönderjyskE 29,
Skanderborg 26, Skjern 25, Kolding 23.
Frakkland
B-deild:
Valence – Nice ..................................... 31:29
- Grétar Ari Guðjónsson varði 14 skot í
marki Nice.
Sélestat – Nancy .................................. 31:32
- Elvar Ásgeirsson skoraði 7 mörk fyrir
Nancy.
Staða efstu liða:
Nancy 28, Pontault 28, Saran 26, Cherbo-
urg 26, Dijon 22, Massy Essonne 20, Nice
18, Sélestat 16, Valence 15.
%$.62)0-#
Þýskaland
Leverkusen – Eintracht Frankfurt....... 3:2
- Sandra María Jessen hjá Leverkusen er
í barneignarfríi.
- Alexandra Jóhannsdóttir var allan tím-
ann á varamannabekk Frankfurt.
Staðan:
Bayern München 48, Wolfsburg 43, Hof-
fenheim 34, Turbine Potsdam 29, Lever-
kusen 29, Freiburg 21, Eintracht Frank-
furt 18, Essen 18, Werder Bremen 13, Sand
8, Meppen 7, Duisburg 4.
4.$--3795.$
Danska liðið mun ekki síður refsa en það rússneska.
„Eftir fyrsta markið urðum við óþolinmóðir og þá
kom stress í menn. Það fór allt í vesen á síðustu mín-
útunum í fyrri hálfleik,“ útskýrði Sveinn Aron Guð-
johnsen, markaskorari Íslands gegn Rússlandi, um
hvað hefði farið úrskeiðis í fyrsta leik.
Tvö efstu lið riðilsins tryggja sér sæti í átta liða úr-
slitum og gilda innbyrðisviðureignir. Íslendingar eiga
ekki möguleika á að fara upp úr riðlinum ef leikurinn
gegn Dönum tapast. Þá fara Danir áfram ásamt ann-
aðhvort Rússum eða Frökkum. Ef leikur Dana og Ís-
lendinga endar með jafntefli er staða Íslands erfið en
ekki vonlaus. Þá verður Ísland að vinna Frakkland í
lokaleiknum til að eiga einhvern möguleika á að fara
áfram. johanningi@mbl.is
Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta leikur við
frændur sína í því danska í öðrum leik sínum í C-riðli
á lokamóti EM á morgun í Györ í Ungverjalandi
klukkan 13. Liðin áttu ólíku gengi að fagna í fyrsta
leik því Ísland fékk skell á móti Rússlandi, 1:4, á
meðan Danmörk vann frækinn sigur á Frakklandi,
1:0.
Ljóst er að danska liðið er afar sterkt en það hefur
ekki tapað leik síðan sumarið 2019. Síðan þá hafa
Danir spilað 14 leiki, unnið 11 og gert þrjú jafntefli.
Sigurinn gegn sterku liði Frakka sýndi hvers Danir
eru megnugir.
Ísland verður að spila miklu betur en gegn Rúss-
landi þar sem liðið skapaði sér fá færi og var varn-
arleikurinn á stórum köflum ekki upp á marga fiska.
Ærið verkefni gegn Danmörku
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Fyrirliði Jón Dagur Þorsteinsson er
fyrirliði íslenska U21 liðsins.
ARMENÍA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þegar flautað verður til leiks á há-
sléttunni við Kákasusfjöllin, í einni
elstu borg heims, Jerevan, klukkan
16 á morgun að íslenskum tíma,
hittir íslenska karlalandsliðið í fót-
bolta á einhvern versta tímann til
að mæta liði Armeníu.
Armenska landsliðið hefur frá því
í september gengið í gegnum sinn
besta kafla í sögunni en eftir 1:0
sigur gegn Liechtenstein á útivelli í
Vaduz í fyrrakvöld í fyrstu umferð
undankeppni heimsmeistaramóts-
ins eru Armenar ósigraðir í sex
leikjum í röð frá 8. september og
hafa unnið fjóra þeirra. Sjálfs-
traustið er því væntanlega eins og
best getur verið í þeirra röðum.
Sigurmarkið í Vaduz í fyrrakvöld
var sjálfsmark á 83. mínútu og sig-
urinn því naumur en kærkominn
fyrir armenska liðið.
Komnir í B-deildina
Armenar unnu sér í nóvember
mjög óvænt sæti í B-deild Þjóða-
deildarinnar, þar sem þeir gætu þá
einmitt mætt Íslendingum, með því
að vinna sinn riðil í C-deildinni eftir
tvísýna baráttu við Norður-
Makedóníu, Georgíu og Eistland.
Þeir sigruðu Norður-Makedóníu,
1:0, í hreinum úrslitaleik í loka-
umferðinni með marki frá Hov-
hannes Hambardzumyan, leik-
manni Anorthosis á Kýpur, og
þurftu þó að spila þann heimaleik
sinn á Kýpur vegna stríðs-
ástandsins í landinu. Aðeins einn af
þessum sex síðustu leikjum Ar-
mena hefur verið leikinn í Jerevan
af sömu sökum en þeir hafa átt í
langvarandi stríðsátökum við
granna sína í Aserbaídsjan vegna
héraðsins umdeilda Nagorno-
Karabakh, sem er innan landa-
mæra Aserbaídsjans.
Sakna hins armenska Gylfa
Armenar eru í svipuðum sporum
og Íslendingar þessa dagana. Ís-
land leikur án Gylfa Þórs Sigurðs-
sonar og Armenar leika án síns
langbesta manns, Henrikhs Mkhit-
aryan, sem er fyrirliði liðsins, og
langmarkahæstur í sögu landsliðs-
ins með 30 mörk í 88 landsleikjum.
Hann er væntanlega eini leikmaður
Armena sem Íslendingar kannast
almennt við eftir feril hans með
Dortmund, Manchester United og
Arsenal, en hann leikur nú með
Roma sem lánsmaður frá Arsenal.
Lykilmaður Armena og þeirra
reyndastur í þessari lands-
leikjatörn er Gevorg Gharzaryan,
32 ára miðjumaður sem lék sinn 73.
landsleik í fyrrakvöld og er jafn-
framt markahæstur þeirra sem
taka þátt í þessari landsleikjahrinu
með 14 mörk. Reyndar næst-
markahæstur í sögu landsliðsins.
Hann er samherji Theódórs Elmars
Bjarnasonar hjá Lamia í Grikk-
landi.
Sá eini í liði Armena sem leikur
með sterku liði í vesturhluta Evr-
ópu er framherjinn Sargis Ada-
myan, leikmaður Hoffenheim í
Þýskalandi. Þrettán af 23 í hópnum
leika utan Armeníu og spila með lið-
um í Kasakstan, Grikklandi, Kýpur,
Rússlandi, Slóvakíu, Argentínu og
Lettlandi.
Tapa fyrir Gíbraltar og
Möltu og bursta Danmörku
Armenar áttu mjög köflótta und-
ankeppni EM á árinu 2019. Þeir
unnu góða sigra á Grikkjum á úti-
velli, 3:2, og á Bosníumönnum á
heimavelli, 4:2, en gerðu jafntefli í
Liechtenstein, töpuðu tvisvar fyrir
Finnum og fengu hrikalegan skell,
9:1, gegn Ítölum. Þeir hafa í gegn-
um tíðina verið óútreiknanlegir,
unnið óvænta sigra en svo tapað á
ólíklegum stundum, t.d. fyrir Gíbr-
altar á heimavelli fyrir tveimur ár-
um. Armenar unnu einhvern sinn
fræknasta sigur þegar þeir lögðu
Dani 4:0 á Parken sumarið 2013,
fjórum dögum eftir 0:1 tap gegn
Möltu á heimavelli.
Eftir þann sigur á Dönum klifr-
uðu Armenar upp í 35. sæti heims-
lista FIFA og hafa aldrei fyrr eða
síðar komist svo ofarlega. Þeir hafa
oft verið í kringum 100. sætið og
sitja einmitt núna í 99. sæti listans,
53 sætum fyrir aftan Ísland. Það
þýðir að þeir eru í 41. sæti af 55
Evrópuþjóðum en Ísland er þar í
27. sæti.
Þjálfari Armeníu er Joaquín Cap-
arrós, 65 ára gamall Spánverji, sem
tók við liðinu sumarið 2020 og hefur
aðeins tapað einu sinni með því í sjö
leikjum. Caparrós hefur áður m.a.
stýrt spænsku liðunum Villarreal,
Sevilla, Deportivo La Coruna,
Athletic Bilbao, Levante, Granada
og Osasuna.
Tveir sigrar og jafntefli
gegn Armeníu
Ísland og Armenía hafa einu
sinni áður verið saman í undanriðli
stórmóts, fyrir EM árið 2000. Liðin
gerðu jafntefli, 0:0, í Jerevan í októ-
ber 1998, en íslenska liðið, undir
stjórn Guðjóns Þórðarsonar, vann
seinni leikinn 2:0 á Laugardalsvell-
inum í júní 1999 þar sem Ríkharður
Daðason og Rúnar Kristinsson
skoruðu mörkin. Eftir þann sigur
var Ísland taplaust í öðru sæti und-
anriðilsins eftir sex umferðir og
stigi á undan ríkjandi heimsmeist-
urum Frakka.
Þá mættust Ísland og Armenía á
alþjóðlegu móti á Möltu í febrúar
2008. Tryggvi Guðmundsson og
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
tryggðu þar Íslandi sigur, 2:0. Tveir
þeirra sem nú eru í hópi Íslands
voru í byrjunarliðinu í þeim leik,
Birkir Már Sævarsson og Ragnar
Sigurðsson.
Armenarnir aldrei betri
- Ósigraðir í sex leikjum síðan í september undir stjórn reynds Spánverja
- Óútreiknanlegir mótherjar - Aðalstjarna Armena leikur ekki með
AFAP
Duisburg Albert Guðmundsson kom inn á í fyrri hálfleik gegn Þýskalandi þegar Rúnar Már Sigurjónsson meiddist
og á hér í höggi við Lukas Klostermann. Íslenska liðið kom til Jerevan í gær og mætir Armeníu á morgun.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði í Düsseldorf í gærmorgun áður
en það hélt til Jerevan í Armeníu fyrir leikinn í undankeppni heimsmeist-
aramótsins sem hefst þar klukkan 16 á morgun.
Íslenska liðið ferðast með leiguflugi í þessari landsleikjatörn og það ein-
faldar mjög löng ferðalög. Liðið flaug frá Düsseldorf til Jerevan klukkan
14 að íslenskum tíma í gær og lenti klukkan 18.30 en vegna tímamismun-
arins var klukkan þá orðin 22.30 að staðartíma.
Leikurinn á morgun fer fram að kvöldlagi þarna austur frá en klukkan
verður 20 í Jerevan þegar flautað verður til leiks.
Samkvæmt landafræðinni er Armenía í Asíu þótt landið teljist til Evr-
ópuríkja á flestum sviðum og eigi aðild að margs konar evrópskum stofn-
unum og samtökum, þar á meðal UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu.
Armenía, sem tilheyrði Sovétríkjunum til 1992, liggur að Íran til suðurs,
Aserbaídsjan til austurs, Georgíu til norðurs og Tyrklandi til vesturs.
Langt flug austur í Asíu