Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 ÚR BÆJARLÍFINU Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Heilt yfir hefur gengið mjög vel, viðbragðsaðilar á Akureyri hafa veitt aðstoð sína við þetta verkefni og við höfum átt við þá frábært samstarf,“ segir Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræð- ingur hjá Heilbrigðisstofnun Norð- urlands. Bólusetningar hafa staðið yfir í húsakynnum Slökkviliðs Ak- ureyrar nú í mars. Íbúar 80 ára og eldri voru boðaðir í bólusetningu í byrjun mars og nú í liðinni viku fengu flestir þeirra seinni spraut- una. Þeir sem eftir eru úr þeim hópi hafa verið boðaðir í næstu viku. „Hjá okkur eins og annars staðar setti það strik í reikninginn að stöðva þurfti gjafir á bóluefni AstraZeneca, en sóttvarnalæknir hefur nú gefið grænt ljós á að halda áfram með það bóluefni og þá í eldri einstaklinga,“ segir hún. Það gerir að verkum að hægt er að halda áfram í árgöngunum og vinna sig áfram niður og segir Inga Berglind að fastlega sé búist við því að komast niður í árgang 1948 og jafnvel eitthvað inn í árgang 1949 ef vel gengur. Nú um helgina fá allir sem til- heyra árgöngum 1944 til 1948 boð um bólusetningu í næstu viku. Skili boðin sér ekki í gegnum síma er fólk sem fætt er á þessum árum velkomið að koma á slökkvistöðina á milli kl. 9 og 13 næsta þriðjudag og fá bólusetningu. „Eftir páska höldum við svo áfram veginn niður árgangana og má fólk sem fætt er eftir 1948 búast við að fá boð frá okkur þá,“ segir Inga Berglind. - - - Heildarlosun gróðurhúsa- lofttegunda frá Akureyrarbæ árið 2019 nam tæplega 159 þúsund tonnum. Langstærstur hluti los- unar kemur frá samgöngum. Um 62% af losun þessara lofttegunda frá Akureyri umrætt ár má rekja til orkunotkunar í samgöngum og eru vegasamgöngur þar lang- stærsti einstaki þátturinn. Þar eru jafnframt stærstu tækifærin til að draga úr losun og hefur Akureyrarbær að markmiði að draga úr bílaumferð og auð- velda íbúum að komast ferða sinna með umhverfisvænum hætti að því er fram kemur á vefsíðu Akureyrarbæjar. Í því skyni stendur til að styrkja net almenn- ingssamgangna, leiðakerfi Strætó verður endurskoðað, samningur gerður um rafskútuleigu og eins stendur til að byggja upp aðlað- andi og skilvirkt stígakerfi um bæinn. Önnur atriði sem vega þungt í losunarbókhaldi bæjarins eru sjó- flutningar, fiskiskip, landnotkun, urðun úrgangs og orkunotkun í iðnaði. Þetta er í annað sinn sem los- unarbókhald sveitarfélagsins er tekið saman. Umfangið er svipað og var árið á undan en heildar- einkunn bæjarins hækkar nú úr D í B og byggist það einkum á aukn- um viðbrögðum og aðgerðum sem stemma stigu við loftslagsbreyt- ingum. - - - Verkefni sem tengjast al- mannavörnum með einhverjum hætti hafa vaxið að umfangi í starfsemi lögreglunnar á Akureyri undanfarin misseri. Þar má nefna óveður, snjóflóð, jarðhræringar og kórónuveiruheimsfaraldur svo eitt- hvað sé nefnt af viðfangsefnum sem tilheyra málaflokknum. Fjölg- un verkefna af því tagi hefur nú leitt til þess að hjá embætti Lög- reglustjórans á Norðurlandi eystra og Almannavarnadeild Rík- islögreglustjóra hefur nýtt starf orðið til þar sem almannavarnir eru í brennidepli. Hermann Karlsson, aðalvarð- stjóri hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, hefur tekið við þessu nýju starfi. Hann hefur sinnt verkefnum á sviði almanna- varna undanfarin ár en mun nú sinna þeim verkefnum í fullu starfi. Hann mun m.a. taka þátt í vinnu við yfirferð á viðbragðsáætl- un þegar óveður verður á lands- vísu og skoða með hvaða hætti hægt sé að auðvelda viðbragðs- aðilum að nálgast upplýsingar úr viðbragðsáætlunum á ögurstundu. Starfsaðstaðan verður á Akureyri og er verkefnið í fyrstu tímabund- ið til næstu áramóta. - - - Ráðhús Akureyrarbæjar hýsir langt í frá alla þá starfsemi sem fram fer á vegum bæjarins. Hún dreifist hingað og þangað um bæinn. Til stendur að stækka Ráð- húsið við Geislagötu með því að byggja við það. Ragnar Sverr- isson, fyrrverandi kaupmaður á Akureyri, hefur nú ásamt öðrum eigendum að húsinu við Gránu- félagsgötu 4 varpað fram þeirri hugmynd að byggja við JMJ-húsið eins og það gjarnan nefnist í dag- legu tali. Byggja á bæði til aust- urs og vesturs og eins bæta við hæðum þannig að það verði í allt fimm hæða hátt, um 5.000 fer- metrar að stærð. Hefur Ragnar að því er fram kemur í Vikublaðinu, bæjarblaði Akureyringa, viðrað þá hugmynd við bæjaryfirvöld að þar yrði til fyrirtaks nýtt ráðhús fyrir bæinn. Bólusetningar ganga vel nyrðra - Árgangar 1944-1948 bólusettir í næstu viku - Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá Akureyr- arbæ árið 2019 nam um 159 þúsund tonnum - Verkefni á sviði almannavarna æ fyrirferðarmeiri Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá Akureyrarbæ árið 2019 nam tæplega 159 þúsund tonnum. Langstærstur hluti losunar kemur frá sam- göngum, 62%, en einnig vega sjóflutningar, fiskiskip, langnotkun, urðun úrgangs og orkunotkun í iðnaði þungt í losunarbókhaldinu. Morgunblaðið/Margrét Þóra Bólusetning Búið er að bólusetja langflesta íbúa 80 ára og eldri á Akureyri tvívegis. Bólusett hefur verið í húsnæði Slökkviliðsins á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.