Morgunblaðið - 31.03.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
„Þótt vetrarlegt væri í kuldanum var rebbi
værðarlegur og gæfur. Lét sér hvergi bregða
þótt fólk væri í návígi,“ segir Eyþór Ingi Jóns-
son, organisti við Akureyrarkirkju, sem náði
um helgina frábærri mynd af snjóbörðum ref
sem kúrði í kafaldsbyl í framdölum Eyja-
fjarðar. „Að komast í návígi við rebba er sjald-
gæft. Félagi minn var á ferðinni í sveitinni,
sagði mér af þessum ref og sögunni fylgdi að
hann væri sérstaklega gæfur. Ég beið því ekki
boðanna og fór á staðinn með myndavélina
mína sem er með 800 millimetra linsu. Með
slíku tæki er auðvelt að taka myndir úr tals-
verðri fjarlægð. Ég er líka nokkuð ánægður
með myndina.“ Eyþór Ingi hefur lengi fengist
við ljósmyndun. Einbeitir sér þar að því að
mynda dýr, fugla og fyrirbæri náttúrunnar.
„Ég er sveitastrákur vestan úr Dölum, nátt-
úrubarn, og samkvæmt því vel ég mér mynd-
efnin nánast ósjálfrátt,“ segir hann. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson
Værðarlegur refur í ríki vetrarins í Eyjafirði
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ef fyrirtækjum í orkugeiranum yrði
gert að greiða fullan 1,32% fast-
eignaskatt af mannvirkjum til raf-
orkuframleiðslu, sem eru í dag und-
anþegin skattlagningu, gæti árlegur
fasteignaskattur af þeirri álagningu
orðið á bilinu 8 til 10,5 milljarðar
króna, sem rynnu til sveitarfélaga.
Að mati Þjóðskrár má ætla að sú
fasteignafjárfesting í raforkufram-
leiðslu sem er í dag undanþegin fast-
eignamati sé um 800 milljarðar
króna.
Orkusveitarfélög leita til ESA
Þessar upplýsingar koma fram í
drögum að kvörtun til Eftirlitsstofn-
unar EFTA (ESA) vegna undanþágu
orkumannvirkja frá fasteignamati
og skattaívilnunar raforkufyrir-
tækja, sem Samtök orkusveitar-
félaga eru með í undirbúningi. Drög-
in voru lögð fram til kynningar og
umræðu á seinasta stjórnarfundi
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þótt Samtök orkusveitarfélaga fari
ein með aðild málsins gagnvart ESA
þá tekur sambandið þátt í kostnaði
og veitir ráðgjöf sérfræðinga sam-
bandsins.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu telja forsvarsmenn sveit-
arfélaga að núverandi fyrirkomulag
skattlagningar á mannvirki til raf-
orkuframleiðslu feli í sér óheimila
ríkisaðstoð. Sveitarfélögin hafa lengi
barist fyrir því að fá auknar tekjur af
raforkuframleiðslu og vilja að orku-
fyrirtækjum verði gert að greiða
fasteignaskatt af orkumannvirkjum.
Í dag er stærstur hluti fasteignafjár-
festingar fyrirtækja í raforkufram-
leiðslu undanþeginn fasteignamati
og álagningu fasteignaskatts og hef-
ur verið gróflega áætlað að virkjana-
mannvirki sem greiða þarf fasteigna-
skatt af í dag séu aðeins um 20% af
raunvirði allra virkjanamannvirkja.
Í drögunum er gerð grein fyrir
fjárhagslegum hagsmunum vegna
þessa og fram kemur að Þjóðskrá
var beðin um að gera úttekt á orku-
mannvirkjum sem tengjast fram-
leiðslu og flutningi rafmagns með til-
liti til hugsanlegs fasteignamats.
Þjóðskrá áætlar að heildarfasteigna-
mat allra orkumannvirkja gæti verið
allt að 973 milljarðar kr. eða 913
milljarðar kr. umfram fasteignamat
þeirra eigna sem sæta mati í dag.
Flutningskerfi raforkunnar er ekki
tekið með í kvörtuninni þar sem um
einkaleyfisstarfsemi að ræða en
heildarfasteignamat stöðvarhúsa,
rafstöðva og vatnsaflsvirkjana er
áætlað 847 milljarðar kr. Þar af eru
eins og áður segir um 800 milljarðar
undanþegnir fasteignamati og álagn-
ingu skattsins.
Sýni umfang ríkisstuðningsins
Bent er á að fjárhagslegir hags-
munir af þeirri fasteignafjárfestingu
raforkuframleiðslunnar sem er und-
anþegin fasteignamati séu því um
10,5 milljarðar kr. á hverju ári.
Þjóðskrá setti einnig fram sviðs-
mynd þar sem fasteignamat virkjana
er byggt á uppsettu afli þeirra. Áætl-
aði stofnunin að sú aðferð gæfi heild-
armat á virkjunum upp á um 600
milljarða kr. Segir í drögunum að ef
gengið væri út frá því að á þennan
stofn yrði lagður skattur, næmi
álagður fasteignaskattur tæpum átta
milljörðum kr. á ári.
Bent er á að fjárhæðin sem um
ræðir sýni umfang þess ríkisstuðn-
ings sem ætla megi að raforkufram-
leiðendur á Íslandi njóti vegna áhrifa
af undanþágunni sem veitt er í lögum
um skráningu og mat fasteigna.
Fasteignaskattar eru um 15,3% af
heildartekjum sveitarfélaga, sem
voru 47,7 milljarðar árið 2019.
Virkjanaskattur yrði 8-10 milljarðar
Morgunblaðið/Ómar
Búrfellsvirkjun Stór hluti fasteigna í raforkuframleiðslu er ekki skattlagður.
- Þjóðskrá áætlar að heildarfasteignamat orkumannvirkja gæti verið 973 milljarðar - Drög að kvört-
un til ESA vegna skattaívilnunar til raforkufyrirtækja rædd í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga