Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Horft yfir Norðurmýri og Hlíðar úr Hallgrímskirkjuturni. Reykjavíkurborg býður nú íbúaráð- um, sem eru samráðsvettvangur og tenging milli íbúa úti í hverfunum og borgaryfirvalda, styrki til eflingar mannlífi, menningu, félagsauði og lífsgæðum. Skilyrði er að verkefnin höfði til allra aldurshópa og skírskoti til breiðs hóps fólks sem vill sækja sér afþreyingu og upplifun í eigin hverfi. Í pottinum eru alls um 30 milljónir króna. Miðað er við að íbúa- ráð, sem eru níu talsins, fái milljón hvert en afgangurinn deilist til íbúa- ráða eftir íbúafjölda hverfanna. Hæsta upphæðin er eyrnamerkt Breiðholti, 4,5 millj. kr., sem er svip- að og ætlað er miðborg og Hlíðum. Grafarvogur og Vesturbær fá um 3,8 millj. kr. hvort svæði og Grafarholt 2,3 millj. kr. Að öllu jöfnu er miðað við að styrkupphæðir fyrir hvert verkefni séu á bilinu 50 til 500 þús kr. Styrkir geta til dæmis fallið til m.a. tónleika, markaðshalds, hreinsunar og gróðursetningar. sbs@mbl.is Styrkir til hverfanna - Félagsauðurinn eflist - 30 millj. kr. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Dægradvöl! Sumir segja páskana besta tíma ársins; nokkrir rauðir dagar í röð og flestir eiga frí. Nú er tíminn til að lifa og njóta, þótt störf og skyldur blandist saman við. Veitingakona, skákmeistari, björgunarsveitarmaður og sóknarprestur segja hér frá því hvað fram undan er. „Boðskapur páskanna um upprisu Krists er stórkostlegur og alltaf jafn mikilvægur. Á erfiðum tímum eins og nú er ágætt að staldra við og muna eftir lykilatriðum í lífinu, eins og gleði, bjartsýni og voninni. Páskarnir standa fyrir þetta allt,“ segir séra Sigríður Gunn- arsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki. Næstkomandi laugardag verða átta börn fermd við tvær athafnir í Sauðárkrókskirkju. Ýtrustu reglum um sóttvarnir verður fylgt þar og þá, og aldrei fleiri en 30 í kirkjunni. Engin messa verður í kirkjunni á páskadags- morgun, en helgistund send út á Facebook- síðu prestakallsins. „Veiran veldur því að páskarnir hjá mér verða nú, annað árið í röð, talsvert öðruvísi en venjulega. Slíkt eru viðbrigði, því undir öllum venjulegum kringumstæðum eru annir hjá prestum á þessum tíma; fermingar, skírn- ir og annað helgihald, athafnir og þjónusta. Ég sé fram á meiri tíma en vanalega með fjöl- skyldunni, páskalambið verður auðvitað á borðum, fengið frá bróður mínum og mág- konu í Flatatungu í Skagafirði þaðan sem ég er. Hér í Skagafirðinum er nóg af snjó svo ég skrepp á gönguskíði ef vel viðrar. Verði svo einhverjar lausar stundir um páskana lít ég í bækur, Leiðin heim – vegur kristinnar íhug- unar, er hér á borðinu og góður vinur fékk mig svo til að líta yfir handrit að barnabók. Mér ætti því ekki að leiðast og hlakka til páskanna.“ Páskar standa fyrir gleði og bjartsýni Ljósmynd/Aðsend Prestur Hlakka til páska, segir séra Sigríður. „Venjulega hefur verið fullur bær af fólki hér á Akureyri um páskana og mikið um að vera,“ segir Gréta Björnsdóttir sem á og rek- ur kaffihúsið Bláu könnuna við Hafnarstræti á Akureyri. „Núna verður þetta svolítið öðru- vísi; vegna sóttvarna er lokað í Hlíðarfjalli, sundlauginni og engar samkomur. En hér verður bara gert það besta úr stöðunni, Covid-tímabilinu er sennilega rétt að ljúka og betri tíð fram undan. Sumir segja að vorið komi með páskunum, en þá fer fólk að sunn- an aftur að ferðast og er hér í bænum.“ Bláa kannan er vinsæll staður í miðbæ Akureyrar. Þar hafa margir viðkomu og meðal gesta er súkkulaðiblandað espresso- kaffi með ostakökusneið í eftirlæti, þótt mat- seðillinn sé annars fjölbreyttur. „Hér eru all- ar veitingar heimagerðar, eins og gestir kunna vel að meta,“ segir Gréta sem rekið hefur Bláu könnuna frá árinu 2007. Opið verður alla daga um páskana. „Akureyringar koma hingað mikið og svo ferðamenn. Nýjum andlitum er alltaf að bregða fyrir; áhugaverðu fólki sem er gaman að tala við. Slík samskipti gefa starfinu mikið gildi en ég hef nánast alla tíð unnið á veit- ingastöðum og í ferðaþjónustu. Lífið hjá mér er þó ekki bara vinna og fjölskyldan fær sinn tíma um páskana. Börn og barnabörn sem búa fyrir sunnan koma í heimsókn – og svo var ætlunin að skreppa eitthvað á gönguskíði og með snjóbíl upp á Kaldbak, fjall hér við utanverðan Eyjafjörð. Því gæti ég best trúað að þetta yrðu bara ljómandi góðir páskar hjá mér og mínum.“ Gerum það besta á Bláu könnunni Ljósmynd/Aðsend Kaffi Verði bara ljómandi góðir páskar, segir Gréta. „Vaktin við eldgosið í Geldingadölum er krefj- andi verkefni því margir eru vanbúnir miðað við aðstæður. Háhælaðir skór og gallabuxur hæfa ekki vetrarferðum, né heldur að fólk sé þarna að sulla í bjór. Skammir sem björg- unarsveitarmenn fá fyrir að vara fólk við hættum af glóandi hrauni og gasmengun eru óskemmtilegar,“ segir Bjarki Þór Sævarsson úr Björgunarfélagi Árborgar. Fólk úr björgunarsveitum víða að af landinu hefur verið á vakt við eldstöðvarnar í Fagra- dalsfjalli og verður áfram eins og þörf krefur. Gera má einmitt ráð fyrir að margir fari á svæðið um páskana því það að komast í návígi við eldgos er fágætt tækfæri. „Ég hef verið á svæðinu flesta daga frá því eldsumbrotin hóf- ust. Að fylgjast með þróun gossins hefur verið mjög spennandi; sjá kraftinn í gígunum og hvernig glóandi hraunið breiðir úr sér og nær yfir sífellt stærra svæði. Já, vaktirnar þarna inni á fjöllum hafa stundum verið langar og strangar, en verstur er samt kuldinn. Í roki bætist vindkælingin við og þá munar um skjól- góðan björgunarsveitargallann og að vera í ullarnærfötum,“ segir Bjarki. „Ef lausar stundir koma um páskana nota ég þær væntanlega í bílaviðgerðir. Ég er ann- ars sjómaður hjá Eimskip en í leyfi sem stend- ur. Nota þá tímann í bílabras og björg- unarsveitarstörfin – sem eru gefandi og eldgosvaktin er þegar allt kemur til alls afar skemmtileg.“ Stendur vaktina við glóandi hraunið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Björgunarsveit Farið varlega, segir Bjarki Þór. „Gönguskórnir eru tilbúnir og væntanlega fylgi ég fjöldanum og fer að gosstöðvunum í Geldingadölum nú um helgina. Útivera er öll- um nauðsynleg,“ segir Hjörvar Steinn Grét- arsson, stórmeistari í skák. Á dögunum var mótið um Íslandsbikarinn í skák haldið og þar var Hjörvar Steinn sig- urvegarinn. Áfram skal þá haldið og eitt leið- ir af öðru. Páskana kveðst viðmælandi okkar að einhverju leyti nýta til þess að liggja yfir leikjum og fléttum, skáklistin krefjist aga og undirbúnings. Glímur í skákinni séu skemmti- legar. Einnig muni hann sinna nemendum sínum við Skákskóla Íslands, en sú kennsla fer nú fram á netinu. Ferðalög fólks séu í lág- marki nú og ungt fólk sem leggur fyrir sig skákina noti rólega tímann nú til æfinga. Íslandsmótið í skák, þar sem helstu stór- meistarar þjóðarinnar og fleiri góðir voru skráðir til leiks, átti að vera nú um páskana en var frestað vegna kórónuveirunnar. „Nei, það væri að mínu mati alveg útilokað að halda starfrænt Íslandsmót. Hluti af öllum stærri mótum í skákinni er andrúmsloftið í sal, spennan, návígið og að finna viðbrögð andstæðinganna,“ segir Hjörvar Steinn sem er lögfræðingur hjá Arion banka. Hann er nú að skrifa meistararitgerð á sviði skattaréttar og reikningsskila og ætlar að nota næstu vik- ur til að ljúka því verki. „Skák og lögfræði svipar um margt saman. Inntak hvors tveggja eru leikreglur og rök- semdir. Samt þarf alltaf að gera ráð fyrir hinu óvænta, sem aftur skapar spennu og gleði,“ segir Hjörvar Steinn. Gengið að gosi og glímur í skákinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Teflt Hjörvar Steinn Grétarsson við skákborðið. Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör Lífsverks lífeyrissjóðs Engjateigi 9 – Reykjavík – aðalfundur þriðjudaginn 20. apríl kl. 17.00 Engjateigur 9 105 Reykjavík www.lífsverk.is Rafrænt stjórnarkjör 12. til 16. apríl Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 12. – 16. apríl. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa um tvö laus stjórnarsæti, karls og konu, til þriggja ára. Eva Hlín Dereksdóttir, núverandi varaformaður stjórnar, sóttist eftir endurkjöri og er hún sjálfkjörin í stjórn. Kjósa þarf um stjórnar- sæti karls. Í framboði eru Agnar Kofoed-Hansen, Gnýr Guðmundsson, Jóhann Þór Jóhannsson og Thomas Möller. Kynningar frambjóðenda eru á vefsvæði sjóðsins. Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar og á það einnig við um elli- og örorku- lífeyrisþega. Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn. Aðalfundur þriðjudaginn 20. apríl kl. 17.00 Aðalfundur sjóðsins verður þriðjudaginn 20. apríl kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn að Engjateigi 9, kjallara. Sjóðfélagar eru beðnir um að skrá þátttöku með því að hafa samband við skrifstofu sjóðsins með tölvupósti á lifsverk@lifsverk.is. Hægt verður að fylgast með fundinum í beinu streymi. Ef nauðsynlegt reynist að fresta fundinum vegna samkomutakmarkana verður það auglýst á vefsvæði sjóðsins. 9,0% 8,0% 7,0% 6,0% 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0% 2016 2017 2018 2019 2020 10,0% Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeilda sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. • Sjóðfélagalýðræði • Rafrænt stjórnarkjör • Góð réttindaávinnsla • Hagstæð sjóðfélagalán Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2020 var samtals 123,0 milljarðar kr. og hækkaði um 18,5 milljarða kr. á árinu. Hrein eign í samtryggingardeild var 100,1 milljarðar kr. og hækkaði um 14,1 milljarða kr. á árinu. Heildartryggingarfræðileg staða samtryggingardeildar var jákvæð um 1,2%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar er 5,1% sl. 5 ár og 5,0% sl. 10 ár. Hrein nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Samtryggingardeild 13,1% 9,3% Lífsverk 1 16,2% 12,3% Lífsverk 2 11,3% 7,6% Lífsverk 3 5,8% 2,3% Ávöxtun 2020: 5 ára meðaltal 10 ára meðaltal Hrein raunávöxtun – Samtryggingardeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.