Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 26

Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Alla daga, örugg ferð Sérhönnuð fjölsk lduhjól til að ferja fjölsk lduna og allt sem þér er kært á milli staða. Hannaðu þitt hjól í dag! Sendu tölvupóst á krumma@krumma.is og pantaðu reynsluakstur. Nánari upplýsingar á krumma.is/fjolskylduhjol Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að uppfærslu friðlýsing- arskilmála fyrir friðlandið Gróttu. Um- hverfisnefnd Seltjarnarness vill að stjórnunar- og verndaráætlun verði einnig endurskoðuð og leggur til að friðlandið verði stækkað með því að öll Seltjörn verði hluti af því þótt það verði undir öðrum skilmálum en nú- verandi friðland. Grótta er sem kunnugt er í raun eyja sem tengd er við land af mjóum granda sem fer á kaf á flóði. Hún var friðlýst árið 1974. Vegna fuglavernd- unar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí ár hvert. Uppfæra þarf skilmálana Í bókun umhverfisnefndar Sel- tjarnarness fyrr í þessum mánuði kemur fram það álit að margt kalli á uppfærslu skilmála fyrir friðlandið Gróttu. „Skilmálarnir frá 1974 eru að mörgu leyti barn síns tíma. Um- ferð hefur aukist og árum saman hafa ungar ekki verið orðnir fleygir 15. júlí þegar opnað hefur verið fyrir umferð og Umhverfisstofnun þurft að beita skyndilokun. Það þarf að skerpa á því og fleiru,“ segir Hannes Tryggvi Hafstein, formaður um- hverfisnefndarinnar. Hann nefnir einnig að starfsfólk bæjarins þurfi að geta komist á bíl út í Gróttu þann tíma sem lokað er til þess að sinna eignum þar. Hannes segir að Grótta sé vinsæll viðkomustaður ferðafólks og höfuð- borgarbúa. Í bókun umhverfis- nefndar er nefnt að til viðbótar því komi væntanleg áhrif reksturs veit- ingahúss í Ráðagerði og Náttúru- minjasafns í Nesi. Þá ógni sjósport fuglalífi á varp- og uppeldistíma. Umhverfisnefndin segir að Grótta og Seltjörn séu heildstæð eining með tilliti til náttúrufars, ólíkra vistkerfa og lífríkis, þar á meðal fuglalífs. Friðlandi geti verið skipt niður í minni svæði þar sem gildi mismunandi friðunar- og umgengnisreglur með tilliti til sér- staks hlutverks þeirra. Nefnd eru í því sambandi varpsvæði, uppeldissvæði unga, fæðuöflun fugla og útivist fólks. Seltjörn er breið vík á milli Gróttu og golfvallarins á Suðurnesi og tekur bæjarfélagið nafn sitt af henni. Nefnd- in leggur til að starfshópur sem vinnur að undirbúningi endurskoðunar frið- lýsingar skoði kosti þess að stækka friðland Gróttu þar sem öll Seltjörn yrði hluti af friðlandinu. Nánar spurð- ur um þetta segir Hannes að hluti Sel- tjarnar sé nú þegar hluti af friðland- inu. Grótta og Seltjörn séu heildstætt náttúrusvæði. Þar sé fæðuuppspretta fuglanna og þar taki ungarnir fyrsta flugið. Segir hann að auka þurfi svig- rúm fugla á varp- og uppeldistíma og því hafi verið farið fram á að Seltjörn verði hvíld frá 1. maí til 1. ágúst. Hann tekur fram að stækkun hafi ekki verið ákveðin. Þá níu mánuði sem eftir eru sé fólki velkomið að nota svæðið til að stunda sitt sjósport. Þá sé hægt að stunda sjósport sunnan Seltjarnarness allt árið og engum gönguleiðum verði lokað. Friðlýsing nái til allrar Seltjarnar - Unnið að endur- skoðun friðlýsingar fyrir friðland Gróttu á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjálfa Umferð fólks í Gróttu hefur aukist mjög og alls konar sjósport er stundað á Seltjörn. Umhverfisnefnd vill vernda fuglalífið betur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.