Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Eftir á að hyggja var það nú ekki ég sem skrifaði bókina, heldur var það bókin sem skrifaði mig,“ segir Hann- es Hólmsteinn Gissurarson, prófess- or í stjórnmálafræði, um tildrög nýj- ustu bókar hans, Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, sem nýverið kom út í tveimur bindum. Hannes segir að hann hefði tekið að sér að skrifa stutt yfirlit fyrir hug- veituna New Direction í Brüssel um nokkra frjálslynda íhaldsmenn og hugmyndir þeirra, en að verkið hafi vaxið í höndum sér. Hannes tekur fram að hann hafi verið byrjaður á verki sínu löngu fyr- ir heimsfaraldurinn, en hann hafi gef- ið sér gott næði til að grúska og grufla. Hannes nýtti sér því tækifær- ið til þess að kynna sér aftur verk ým- issa hugsuða sem hann þekkti vel, svo sem Johns Locke, Adams Smith, Friedrichs Hayek, Karls Popper og Roberts Nozick, en um leið kynnti hann sér höfunda sem hann hafði ekki lesið mjög vandlega áður, og nefnir Hannes þá Benjamin Con- stant, Michael Oakeshott og Bertr- and de Jouvenel sem dæmi. Útgef- andinn í Brüssel hafi svo reynst ánægður með handritið og ákveðið að breyta því úr skýrslu í bók og gefa hana út í tveimur bindum með mörg- um myndum og sparaði ekkert til. Heilbrigð þjóðrækni er holl Aðspurður hvort eitthvað hafi breyst í skoðunum Hannesar frá því að hann sneri heim sem ungur frjáls- hyggjumaður úr doktorsnámi sínu, nefnir hann tvennt sem hann sjái skýrara en áður. „Annað er að hefð- bundnir frjálshyggjumenn, til dæmis Hayek og Popper, hafa verið frekar fjandsamlegir þjóðernishyggju. Ég er hins vegar hlynntur heilbrigðri þjóðrækni, virðingu fyrir eigin tungu, sögu og bókmenntum, sem er ekki árásargjörn, en felst í því að þjóðin vill vera hún sjálf. Norðmenn sögðu skilið við Svía 1905 af því að þeir vildu vera Norðmenn, ekki Svíar. Finnar sögðu skilið við Rússa 1917 af því að þeir vildu vera Finnar, ekki Rússar. Við sögðum skilið við Dani 1918 af því að við vildum vera Íslendingar, ekki Danir.“ Hannes segir í bók sinni frá því þegar hjónin Rose og Milton Fried- man voru á Íslandi og Rose spurði hvers vegna við töluðum ekki ensku, það væri miklu hagkvæmara. „Milton andmælti henni og sagði að auðvitað vildu Íslendingar tala sitt eigið mál úr því þeir hefðu það. Já, af hverju tölum við ekki ensku? Af því að við erum Ís- lendingar og ráðum engu um þau ör- lög alveg eins og við erum fædd af einhverjum foreldrum sem við höfum ekki valið. Þetta er það sem við erum. Maðurinn þarf að eiga einhvers stað- ar heima, og hann á venjulega heima hjá sinni þjóð, þótt heimilið megi ekki breytast í fangelsi.“ Hannes bætir við að sér þyki það sjálfsagt að menn geti flust eitthvað annað, ef þeim og viðtakendunum hentar. „Það er talsverður sannleikur í orðum Rómverjans sem sagði að föðurlandið væri alls staðar þar sem gott væri að vera. Við Íslendingar er- um þó svo lánsamir að hér er gott að vera þrátt fyrir jarðskjálfta, eldgos, nöldrið og veðrið.“ Seinna atriðið sem Hannes nefnir er að breytingar þurfi að vera þannig að menn eða hópar skaðist ekki til- finnanlega á þeim. „Menntamenn mega ekki keyra í gegn hugðarefni sín. Þróun við gagnkvæma aðlögun er skárri en bylting. Fámennur minni- hluti má ekki neyða skoðunum sínum upp á aðra, og raunar má fjölmennur meirihluti ekki heldur neyða skoð- unum sínum upp á einhverja minni- hluta, nema brýna nauðsyn beri til,“ segir Hannes. „Á frjálsum markaði neyðir enginn neinu upp á aðra, menn kaupa aðeins og selja ef þeir vilja það sjálfir. Ef þú ert óánægður, þá ferðu eitthvað ann- að. Í stjórnmálum er ekki til sama vernd í neinum útgöngumöguleika. Þess vegna þarf að tryggja hagsmuni allra með settum reglum.“ Sæki vald sitt til þjóðarinnar Á meðal þeirra 24 sem Hannes skil- greinir sem frjálslynda íhaldsmenn eru Snorri Sturluson og heilagur Tómas af Akvínas, en fyrsti kafli bók- arinnar fjallar um Snorra. „Frjáls- lynd íhaldsstefna eins og ég skilgreini hana á rætur sínar í þeirri hugsun miðaldamanna að ráðamenn sæki vald sitt til þjóðarinnar og séu bundn- ir af ákveðnum reglum, af ákveðnum réttindum borgaranna, og ef þeir brjóta þessar reglur, ef þeir ganga á þessi réttindi, þá megi þjóðin steypa þeim af stóli. Þetta kemur skýrt fram hjá þeim tveimur miðaldamönnum, sem ég skrifa um, þeim Snorra og heilögum Tómasi af Akvínas,“ segir Hannes, en viðurkennir að þeir séu ekki eiginlegir frjálshyggjuhugsuðir. „Þeir voru auðvitað uppi fyrir daga frjálshyggjunnar, þótt þeir leggi vissulega hugmyndir til hennar.“ Hannes bætir við að hann telji ekki rétt að kalla Heimskringlu kon- ungasögu. „Hún er saga átaka kon- unga við bændur og bændaforingja í Noregi, þegar þeir reyna að leggja skatta á bændur og kveðja þá í her- þjónustu. Hún er saga um árekstur gamalla hugmynda um lög sem allir séu seldir undir, líka konungar, og nýrra hugmynda um lög sem tilskip- anir konunga sem hlotið hafa vald sitt af Guðs náð. Mörgum bændafor- ingjum er borin betur sagan í Heims- kringlu en konungum.“ „Rauði þráðurinn í Heimskringlu er að góðir konungar séu þeir sem fari eftir fornum lögum og haldi frið- inn, en vondir konungar séu þeir sem auki álögur á alþýðu og stundi fjár- frekan og mannfrekan hernað. Og í Heimskringlu kemur Snorri að þeirri skoðun sinni í ræðu Einars Þveræ- ings sem hann samdi auðvitað sjálfur að Íslendingar ættu að vera vinir kon- ungs, en ekki þegnar.“ Fjórar byltingar sem móta Aðspurður hvað sé sameiginlegt milli þeirra 24 hugsuða sem Hannes riti um segir hann að frjálslynd íhaldsstefna hafi mótast aðallega að sínu mati í viðbrögðum við fjórum sögulegum byltingum. „Frjálslyndir íhaldsmenn styðja tvær þeirra, og þeir eru mjög andvígir hinum tveim- ur. Þeir styðja byltinguna dýrlegu í Bretlandi 1688 og bandarísku bylting- una 1776, því að báðar voru þær gerð- ar til að vernda og varðveita arfhelg réttindi og víkka þau út. Þetta voru íhaldsbyltingar, eins einkennilega og það kann að hljóma,“ segir Hannes og útskýrir að byltingarnar hafi verið gerðar í andstöðu við ágengt ríkisvald sem vildi hækka skatta og auka af- skipti af borgurunum. Öðru máli gegni hins vegar um frönsku byltinguna árið 1789 og októ- berbyltingunni í Rússlandi 1917. „Munurinn á þeim og byltingunum 1688 og 1776 var aðallega sá, að frönsku og rússnesku bylting- armennirnir vildu ekki varðveita neitt og vernda, heldur tortíma og síðan endurskapa. En auðvitað end- aði það með ósköpum, í Frakklandi með ógnarstjórn Robespierres og síðan hernaðareinræði Napóleons, í Rússlandi með ógnarstjórn Leníns og Stalíns og síðan flokkseinræði kommúnista.“ Hannes gengst við því að franska byltingin hafi ekki verið alvond í upp- hafi. „En hún þróaðist í ranga átt, af því að Frakkar áttu ekki við neinar stjórnmálahefðir að styðjast. Þetta sá Edmund Burke á undan öllum öðr- um, þegar árið 1790. Og Ludwig von Mises sagði fyrir um endalok rúss- nesku byltingarinnar, þegar árið 1920.“ Nytjastefnan ekki burðarás John Stuart Mill, höfundur Frels- isins, hefur jafnan verið talinn frjáls- hyggjumaður, en Hannes sleppir honum úr bók sinni. „Já, ég held, að nytjastefna sé ekki burðarás frjáls- hyggjunnar, þótt nytjastefna Mills hafi ekki verið eins þröng og margra annarra. Maðurinn er auðvitað eitt- hvað annað og meira en lifandi reikni- vél sem reynir að hámarka vellíðan sína eða fjölga krónunum í vasanum,“ segir Hannes. „Lífið snýst ekki að- eins um lægsta vöruverð eða hag- kvæmustu viðskiptasamninga, þótt ég vilji alls ekki gera lítið úr þessu og leggi áherslu á það í bókinni að kapít- alisminn sé eina færa leiðin úr fátækt í bjargálnir. Sköpunarmáttur kapítal- ismans er nánast óendanlegur, og það verður að gefa framkvæmdamönnum tækifæri til að spreyta sig. Sumt mun þá heppnast, og annað misheppnast, eins og gengur, því að við vitum ekki allt fyrir,“ segir Hannes. „En til viðbótar við kapítalismann eða frjálsan markað þarf að koma heilbrigð íhaldssemi, virðing fyrir borgaralegum dygðum eins og ábyrgðarkennd, þjóðrækni, stundvísi, skilvísi, vinnusemi og forsjálni. Líf okkar þarf að vera sæmilega fyr- irsjáanlegt og í sæmilega föstum skorðum þó að það þurfi um leið að búa yfir ögrun og óvissu. Það er erfitt að feta þetta vandrataða einstigi og raunar kraftaverk að það skuli hafa tekist á Vesturlöndum síðustu tvö hundruð árin, ekki síst í Bandaríkj- unum, Bretlandi, sumum fyrrverandi nýlendum Breta og á Norður- löndum.“ Sífellt sótt meira að frelsinu Hannes bætir við að í þessu felist vissulega innri mótsögn eða spenna, sem gerir frjálslynda íhaldsstefnu frjósama og gæði hana meira andlegu fjöri en aðrar stjórnmálastefnur. „Annars vegar virðir hún hið frjálsa val, möguleika einstaklingsins á að stíga út úr hefðbundnum ramma sín- um og vaxa og þroskast. Hins vegar viðurkennir hún að ákveðin festa sé nauðsynleg svo að maðurinn misstígi sig ekki í þessari viðleitni.“ Hannes segir að þessa festu sé að finna í vestrænni menningu, rétt- arríkinu, viðskiptafrelsi, einkaeign og valddreifingu. „Að þessum verðmæt- um er alltaf sótt og meira að segja af mikilli hörku núna, þótt við höfum aldrei haft það betra, friðsæld og hag- sæld aldrei verið meiri þrátt fyrir tímabundin áföll eins og fjár- málakreppuna 2007–2009 og veiru- faraldurinn 2019–2021. Vonandi ræt- ist ekki sú spásögn að það sé ekki fyrr en við missum frelsið sem við kunn- um að meta það.“ Metum fyrst frelsið er við missum það Morgunblaðið/Eggert Frjálslynd íhaldsstefna Hannes Hólmsteinn Gissurarson fjallar m.a. um Snorra Sturluson í nýrri bók sinni um ævi- þætti 24 hugsuða frá ýmsum tímum, sem Hannes segir falla undir skilgreininguna sem frjálslyndir íhaldsmenn. - Hannes Hólmsteinn Gissurarson með nýja bók um 24 hugsuði frjálslyndrar íhaldsstefnu - Snorri var með skýrar hugmyndir um frelsi - Frjálst val og festa hvort tveggja nauðsynlegt til að fóta sig í lífinu Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa/Euro) í allt að 6 mánuði. LÝSTU UPP skammdegið Pipistrello borðlampi Stillanleg hæð lampa (66-86 cm) Hönnun: Gae Aulenti (1965) Verð 249.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.