Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Eimskip hóf í febrúar að auka þjón- ustu við útflytjendur á ferskum fiski frá Færeyjum og Íslandi til Banda- ríkjanna og Kanada. Í þessu felst lög- un siglingakerfisins að þessum út- flutningi sem krefst styttri flutningstíma og hefur brottför á Am- eríkuleið félagsins frá Íslandi verið flýtt og viðkomu- höfnum á vestur- leið verið fækkað til að ná vörum á markað fyrr í vik- unni. Í fyrstu var lögð áhersla á flutning á ferskum laxi en síðan hafa verið gerðar til- raunir með fersk- an hvítfisk. „Þegar kórón- uveirufaraldurinn kom og flugferðum fækkaði til Bandaríkjanna fóru menn að skoða aðra möguleika,“ segir Sig- urður Orri Jónsson, forstöðumaður útflutnings hjá Eimskip. Hann segir ekki bara flugframboðið hafa ýtt undir þessa lausn, heldur hafa einnig kröfur stórmarkaða í Bandaríkjunum um minna kolefnisspor fara vaxandi. Jafn- framt hafi framfarir í kælitækni og aflameðferð gert flutning á ferskum sjávarafurðum sjóleiðina til Ameríku að fýsilegri kosti. Flugfiskur í gáma Sigurður Orri segir að byrjað hafi verið með laxinn á síðustu mánuðum síðasta árs þar sem hann hafi gott geymsluþol, enda átta daga sigling til Portland í Maine-ríki í Bandaríkjun- um. „Það er töluvert mikið magn af laxi að fara þessa leið. Það hefur verið mikill vöxtur í laxinum og hann verið drifkrafturinn á bak við þetta,“ bætir hann við. Siglingar með laxinn gáfu góða raun og hafa afurðir staðist sam- anburð í gæðaprófunum. Nú er verið að skoða lengri flutningaleiðir fyrir laxinn, alla leið til Miami í Flórída og Los Angeles í Kaliforníu. Á grundvelli þeirrar reynslu sem laxinn hefur gefið hefur Eimskip nú fikrað sig í átt að því að flytja ferskan hvítfisk með skipi til Ameríku. „Við byrjuðum með bolfiskinn, sem sagt þorsk og ýsu, fyrir um þrem vikum. Höfum verið að gera tilraunasending- ar og það hefur gengið mjög vel. Bæði hvað varðar þennan svokallaða flug- fisk sem er í flökum og karafisk sem er óunninn og vel ísaður,“ útskýrir Sig- urður Orri. Spurður hvort hægt sé að tryggja hæsta verð fyrir hvítfisk sem fluttur er ferskur í átta daga, endurtekur Sig- urður Orri að gæðaprófanir hafi gefið góðar niðurstöður. Hann segir hugs- anlega erfiðara að sannfæra kaupend- ur bolfisks um kosti umræddrar flutn- ingaleiðar borið saman við kaupendur á laxafurðum sem hann segir vanari að kaupa afurð sem hefur verið flutt með þessum hætti. „Í tilraunum með hvífiskinn voru þau viðbrögð sem bár- ust okkur að kaupendur eru mjög sáttir, bæði þorskur og ýsa hafa komið vel út og menn hafa ekki séð það sem fyrirstöðu að þetta taki átta daga.“ Hagkvæmur kostur Sigurður Orri segir marga kosti við flutning á ferskum afurðum með skipi og vísar til þess að því fylgir marg- vísleg stærðarhagkvæmni. „Gáma- flutningar gefa möguleika á að koma dágóðu magni inn á markaðina sem hefur ekki verið raunin í gegnum flug- ið,“ segir Sigurður og vísar til þess að ferðir til Bandaríkjanna frá Íslandi séu nú fáar miðað við að það var flogið á hverjum degi og jafnvel oft á dag áð- ur en faraldurinn skall á. Jafnframt var flugið orðið dýrt fyrir útflytjendur að sögn Sigurðar. „Flugið var orðið stór hluti af söluverði vörunnar, en skipaflutningar eru töluvert hag- kvæmari.“ Þá sé einnig ljóst að með því að flytja mikið magn yfir sjó er mun minna kolefnisspor á hvert kíló af fiski sem er sífellt eftirsóknarverðara. Stór framleiðandi á eldislaxi í Færeyjum, Hiddenfjord, hætti í október síðast- liðnum öllum vöruflutningum með flugi. Minnkaði losun koltvísýrings vegna flutninga Hiddenfjord um 94% við þá ákvörðun, en eldislax er þegar með mun minna kolefnisspor en aðrir próteingjafar eins og nauta-, lamba- eða svínakjöt. „Við erum spenntir að sjá hvernig þetta þróast,“ segir Sigurður Orri sem segir alveg ljóst að flutningur á fersk- um afurðum sjóleiðina sé kominn til að vera, jafnvel þótt framboð flugs verði nægilegt á nýjan leik. Sjóleiðin er komin til að vera - Eimskip flytur í auknum mæli ferskan fisk frá Færeyjum og Íslandi til Ameríku - Meiri eftirspurn vegna kórónuveirufaraldurs - Mikil stærðarhagkvæmni í samanburði við flug og minna kolefnisspor Sigurður Orri Jónsson Flutningstími fersks fisks sjóleiðina til Ameríku Þórshöfn sunnudagur Þórshöfn Færeyjar Reykjavík Ísland Halifax KanadaPortland Bandaríkin Boston New York Reykjavík þriðjudagur Halifax fimmtudagur kl. 08.00 Portland miðvikudagur kl. 12.00 Austurströndin miðvikudagskvöld 1 dagur 7 dagar 2 dagar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ferskur Útflutningurinn á laxi hefur knúið fram þróun siglingaleiða. Afurðaverð á markaði 30. mars 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 353,98 Þorskur, slægður 329,80 Ýsa, óslægð 335,01 Ýsa, slægð 276,79 Ufsi, óslægður 130,74 Ufsi, slægður 131,38 Djúpkarfi 209,10 Gullkarfi 340,00 Langa, óslægð 176,04 Langa, slægð 118,42 Keila, óslægð 52,93 Keila, slægð 69,92 Steinbítur, óslægður 124,45 Steinbítur, slægður 182,52 Skötuselur, slægður 563,23 Skarkoli, slægður 422,38 Þykkvalúra, slægð 847,78 Langlúra, óslægð 97,30 Sandkoli, óslægður 180,65 Bleikja, flök 1.391,00 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Gellur 1.109,00 Grásleppa, óslægð 173,81 Hlýri, óslægður 182,00 Hlýri, slægður 245,84 Hrogn/ýsa 346,22 Hrogn/þorskur 317,17 Lúða, slægð 532,76 Lýsa, óslægð 59,00 Lýsa, slægð 67,31 Rauðmagi, óslægður 171,00 Skata, slægð 38,73 Stóra brosma, óslægð 39,00 Stóra brosma, slægð 25,00 Tindaskata, óslægð 0,75 Undirmálsýsa, óslægð 163,43 Undirmálsýsa, slægð 138,28 Undirmálsþorskur, óslægður 217,80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.