Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 36

Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Sérfræðingur í umhverfis-, heilbrigðis- og öryggisteymi Hæfniskröfur Háskólamenntun í efnafræði/efnaverkfræði eða sambærilegmenntun Færni í mannlegum samskiptumog teymisvinnu Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum Sterk öryggisvitund Góð íslensku- og enskukunnátta Góð tölvukunnátta Reynsla af stjórnun er kostur Alcoa Fjarðaál leitar að jákvæðumog drífandi einstaklingi ífjölbreytt starf sérfræðings í öflugu umhverfis-, heilsu- og öryggisteymi. Í starfinu felst meðal annars sérfræðiráðgjöf á rannsóknastofu þar sem fram faramælingar sem skipta höfuðmáli í fram- leiðslustjórnun og gæðakerfi fyrirtækisins. Undir starfið fellur einnig að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi í samræmi við vinnuverndarlög og staðla Alcoa. Vinnutími er að jafnaði frá kl. 8 til 16 á virkumdögum, að viðbættumbakvöktum. Umsóknarfrestur er til ogmeð 6. apríl. Umsóknir eru trúnaðarmál og er þeim öllum svarað.Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið. Frekari upplýsingar veitir Gerður Rún Rúnarsdóttir á gerdur.runarsdottir@alcoa.comeða í síma 470 7700. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á www.alcoa.is Ábyrgð og verkefni Sérfræðiráðgjöf á rannsóknastofu, varðandi greiningar og þróunmæliaðferða Samræma vinnuaðferðir og framkvæmdirmælinga Eftirlit með gagnavinnslu og niðurstöðum Yfirumsjónmeð efnamálum fyrirtækisins Umsjónmeð heilsumælingum Virk þátttaka í umbótastarfi teymisinsmeð áherslu á vinnuvernd • • • • • • • • • • • • • www.heilsustofnun.isBerum ábyrgð á eigin heilsu LAUS STÖRF HJÁ HEILSUSTOFNUN Í HVERAGERÐI Læknir Óskum eftir að ráða endurhæfingarlækni eða annan sérfræðilækni sem hentar starfseminni vel svo sem heimilislækni, lyflækni, öldrunarlækni eða geðlækni. Starfslýsing: Viðtal og skoðun nýrra sjúklinga og gerð meðferðaráætlunar, þverfagleg teymisvinna, tilfallandi læknisstörf og bakvaktir. Um framtíðarstarf er að ræða en sumarafleysing kemur einnig til greina. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Reynsla og áhugi á rannsóknarvinnu er kostur. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Sálfræðingur Sálfræðingur óskast til starfa. Um framtíðarstarf er að ræða en sumarafleysing kemur einnig til greina. Starfið er fjölbreytt og felst í viðtölum við dvalargesti, að veita almenna fræðslu og leiða meðferðarhópa, auk þátttöku í þverfaglegum teymum. Á síðustu árum hefur áhersla verið lögð á hvernig núvitund og samkennd nýtist í meðferðarstarfi. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í sumar. Um er að ræða fjölbreytt starf í þverfaglegu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Starfið felur í sér einstaklingsmiðaða hjúkrun, almenn hjúkrunarstörf og fræðslu. Unnið er á þrískiptum vöktum. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Sjúkraliði Sjúkraliði óskast til sumarafleysinga. Um er að ræða fjölbreytt starf í þverfaglegu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Unnið er á þrískiptum vöktum. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Möguleiki er á húsnæði á staðnum. Einnig ekur starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn í Reykjavík. Umsóknir með ferilskrá berist til starfsmannastjóra á aldis@heilsustofnun.is Nánari upplýsingar um störfin er að finna á: heilsustofnun.is/heilsustofnun/storf-i-bodi Nánari upplýsingar veita: G. Birna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri lækninga – birna@heilsustofnun.is Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar – margretg@heilsustofnun.is Stefanía Sigurjónsdóttir deildarstjóri hjúkrunar – stefania@heilsustofnun.is Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri – aldis@heilsustofnun.is s. 4830300 Heilsustofnun er ein stærsta endurhæfingarstofnun landsins og veitir árlega 1350 einstaklingum endurhæfingarþjónustu skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Á Heilsustofnun fer fram einstaklingsmiðuð læknisfræðileg endurhæfing sem stjórnað er af þverfaglegum teymum. Áhersla er á að efla líkamlega, andlega og félagslega færni einstaklinga, auka lífsgæði og styrkja þá til athafna daglegs lífs. Helstu meðferðarsvið eru verkjameðferð, meðferð vegna streitu og kulnunar, offitumeðferð, geðendurhæfing, hjartaendurhæfing, öldrunarendurhæfing og endurhæfing eftir alvarleg veikindi, aðgerðir eða slys. Hæfniskröfur: • Íslenskt starfsleyfi og góð íslenskukunnátta • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi • Reynsla af þverfaglegu meðferðarstarfi er kostur • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.