Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 40

Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ GöturReykja-víkur eru grómteknar og drullugar. Yfir þeim liggur brúngrátt lag af óhrein- indum og gangstéttunum sömuleiðis. Merkingar á malbikinu sjást vart fyrir skít og þar sem glittir í þær eru þær ekki hvítar heldur gráar eða brúnar. Í þurru veðri og stilltu þyrlast upp undan bílunum rykský, sem verður að mekki þegar þyngri ökutækjum er ekið hjá. Flestir bílar í umferðinni eru gráir af skít og líta út eins og þeir séu nýkomnir úr óbyggðum. Þegar birtist hreinn bíll er víst að hann er nýkominn úr þvotti og bókað að innan tveggja daga verður hann orðinn jafn skítugur og hinir bíl- arnir á götunum. Ástandið er sérstaklega slæmt þegar götur eru blautar og drull- unni rignir yfir umferðina undan dekkjum bílanna. Það er vindasamt í höfuð- borginni og vindarnir bera með sér drullu og skít af fjöllum og hafi. Það kann að virðast vonlaust verk að halda götum og gang- stéttum hreinum við slíkar aðstæður. Borgarfulltrúi einn úr meirihlutanum svaraði því eitt sinn til þeg- ar hann var spurður hvort ekki mætti fjölga akreinum til að höggva á umferð- arhnúta að það hefði ekkert upp á sig vegna þess að þær myndu bara fyllast af bíl- um. Þetta er svipað hugarfar og hjá kaupmanninum sem átti ekki tiltekna vöru og sagði að það tæki því ekki að panta hana því að hún seldist alltaf upp. Ekki hafa borgaryfirvöld alls staðar þó gefist upp þótt göturnar verði alltaf skítugar aftur. Þeir sem komið hafa til New York hafa sjálfsagt tekið eftir skiltum þar sem fólki er bannað að leggja tiltekna daga eða dagparta einu sinni til tvisvar í viku til þess að starfsmenn borgarinnar geti komist um til að hreinsa göturnar. Í Berlín eru götur flokkaðar eftir því hversu skítsælar þær eru og sjaldnast hreinsaðar einu sinni í viku. Þar borga íbú- arnir einfaldlega eyrnamerkt gjöld til að standa straum af hreinsun borg- arinnar og veltur framlagið á stærð húsnæðis. Óhreinindin á götunum eiga ekki síður þátt í svif- rykinu, sem iðulega mælist yfir hættumörkum í borg- inni þegar stillt er í veðri, en útblástur bílanna. Tíðari hreinsun gatna er því ekki aðeins spurning um snyrti- mennsku, heldur líka um heilsu og heilbrigði almenn- ings. Snyrtimennska er þó full- boðleg ástæða til að halda borginni hreinni. Ljóst er að eftir því sem minna er lagt upp úr því að hreinsa borgina dregur úr vilja fólks til að leggja sitt af mörkum, rétt eins og það tekur því ekki að þvo bílinn því hann verður orðinn jafn skítugur og áður eftir tvo daga. Óhreinindin draga líka úr ánægjunni af að spóka sig á götum borgarinnar og það er afleitt. Í svartasta skammdeginu er skíturinn ef til vill ekki svo áberandi, en þegar dag- inn lengir blasir óþrifn- aðurinn hins vegar við svo um munar. Á undanförnum árum hefur verið dregið úr þjón- ustu á ýmsum sviðum í borginni. Ruslið er sótt sjaldnar. Hætt er að sækja jólatré heim til fólks eftir hátíðirnar. Blettirnir í borginni eru slegnir sjaldn- ar á sumrin, hvort sem það eru almenningsgarðar eða umferðareyjar. Götur Reykjavíkur hafa ekki verið sópaðar svo mán- uðum skiptir, þótt nú fari vonandi að hilla undir vor- hreingerningu. Sú hreinsun verður hins vegar skammgóður vermir. Aftur mun sækja í sama farið með ryki og drullu og Reykjavík fá á sig á ný yf- irbragð afskekkts útnára. Það er ekki hægt að finna aura til að veita grunnþjón- ustu, en samt eru uppi fyrirætlanir um að skuld- setja borgarbúa um tugi milljarða króna og jafnvel gott betur til að uppfylla gæludraum um borgarlínu. Í þessu öllu er falskur tónn. Götur Reykjavíkur hafa ekki verið sóp- aðar svo mánuðum skiptir} Grómteknar götur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is V æntanleg er ný skýrsla Europol um skipulagða glæpastarfsemi innan Evrópu og ofbeldi sem henni fylgir. Í kynningarbréfi skýrslunnar sem nálgast má á vef Europol segir að skipulögð glæpa- samtök beiti ofbeldi í síauknum mæli og að það valdi áhyggjum meðal að- ildarríkja ESB. Nýleg dæmi víða í Evrópu sanna að skipulögð glæpa- samtök veigra sér síður við að beita lífshættulegu ofbeldi, til þess að ná fram markmiðum sínum. Karl Stein- ar Valsson, yfirlögregluþjónn al- þjóðasviðs ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Morgunblaðið að sama þróun hafi átt sér stað á Íslandi á undanförnum árum. Talið er að bæði fórnarlamb og ódæðismaður morðsins í Rauðagerði hafi verið viðriðin skipulögð glæpa- samtök, sem upptök sín eiga í Alban- íu. Hóta rannsóknaraðilum Í kjölfar þess máls hefur marg- oft verið sagt að almenningur þurfi ekki að óttast skipulagða glæpa- starfsemi. Ofbeldi skipulagðra glæpasamtaka beinist frekar að öðr- um samtökum hér á landi, eða þá að átökin séu innbyrðis, þá á milli liðs- manna sömu samtaka. „Það hafa verið miklar breyt- ingar á mjög skömmum tíma þegar kemur að skipulagðri glæpastarf- semi, sérstaklega á milli hópa eða innan þeirra. Það hefur meðal ann- ars birst í ákveðinni ofbeldisbeitingu sem er mest innan hópanna sjálfra og síðan milli hópa, en kannski minna gagnvart almenningi.“ Spurður um hvort ofbeldi glæpasamtaka beinist gegn lögreglu á einhvern hátt, vitnum, ákæruvaldi eða öðru slíku, segir Karl að dæmi séu um það. „Það er þá kannski helst hót- unarbragur á því, án þess að ég hafi endilega einhverjar tölur um það á takteinum.“ Aukin umsvif í netheimum Þrátt fyrir að almenningur hér á landi þurfi ekki að óttast líkamlegt ofbeldi alla jafna, stafar þó raun- veruleg hætta af skipulögðum glæpasamtökum. Karl segir að skipulagðir glæpahópar lagi sig að breyttum tímum og nýti sér tæknina í sífellt meiri mæli. Þeir sjá hvað viðskipti hafa færst mikið á netið og þess vegna hafa þeir tekið sig saman um að horfa til eldri borgara og þeirra sem hafa kannski minni tölvuþekkingu, til þess að svíkja fé út úr fólki. Þetta segir Karl að sé klárlega sá vettvangur þar sem almenningi stafar hvað mest ógn af skipulagðri glæpastarfsemi. Stærsta áskorun lögreglu Karl segir að lögreglan reyni hvað hún geti til að bæta við þekk- ingu sína og getu til þess að uppræta skipulagða glæpastarfsemi. Stærsta áskorun lögreglu í dag sé að stemma stigu við uppgangi þeirra. Grunnþráður starfsemi þessara hópa er fíkniefnaviðskipti og Karl segir að ein helsta leiðin til þess að setja skipulagðri glæpastarfsemi skorður, sé að koma í veg fyrir að illa fengið fé sé þvætt með heiðarlegum rekstri. „Leiðin er alltaf sú að hefta þá í því að koma fjármununum, sem þeir eru að afla, í lögbundinn rekstur, sem er alltaf það sem þeir eru að reyna að gera.“ Harka og ofbeldi glæpasamtaka eykst Morgunblaðið/Júlíus Glæpir Fíkniefni eru grunnstoð skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Karl Steinar segir að skipulagðir glæpahópar hér á landi eigi flestir upp- runa sinn að rekja til landa innan Evrópu. Oft sé talað um Litháen og Pól- land í þeim efnum, en fleiri hafa þó bæst við á undanförum árum. Til dæmis eru albönsk glæpasamtök orðin umsvifameiri víða í Evrópu. Karl segir það þó vekja athygli hversu mikið einstaklingar frá hinum ýmsu þjóðum starfi saman hér á landi. Til að mynda sé fáheyrt að Litháar og Pólverjar vinni mikið saman almennt í skipulagðri glæpastarfsemi, en því sé þó að heilsa hér á landi. Það segir Karl að megi að miklu leyti rekja til smæðar íslensks samfélags. Ólíkar þjóðir vinna saman VELFLESTIR FRÁ EVRÓPU F yrir nokkrum dögum heyrði ég í góðkunningja mínum, ágætum unnanda einkaframtaksins, sem ég hugsa að kjósi enn Sjálfstæð- isflokkinn af gömlum vana. Hann sagði: „Eiginlega gætu stjórnarflokkarnir þrír sameinast, þeir eru sammála um nánast allt sem máli skiptir.“ „Bragð er að “, hugsaði ég, og þá bætti hann við: „Undir forystu Mið- flokksins.“ Þetta er auðvitað hárrétt. Þessir fjórir flokk- ar eru sammála um stöðnun og helst afturhald í íslensku þjóðlífi. Nú hafa foringjar stjórn- arflokkanna líka lýst því yfir að þeir stefni að áframhaldandi kyrrstöðu saman næsta kjör- tímabil. Þegar Viðreisn var að stíga sín fyrstu skref birtum við Viðreisnarprófið. Margir kvörtuðu undan því að það væri nánast óhjákvæmilegt að fá hátt skor. Það gleymdist að breytingar verða ekki af sjálfu sér og alls ekki með því að kjósa flokka sem eru haldnir fortíð- arþrá. Ríkisstjórnarflokkarnir kolfalla nefnilega á þessu einfalda prófi, fengju líklega núll. Rifjum upp nokkrar spurningar: 1. Vilt þú að sjávarútvegurinn greiði markaðstengt auð- lindagjald? Ríkisstjórnin segir: Nei! Nei! Nei! Ef vinir hennar eiga að borga eitthvað málamyndaauðlindagjald þá ákveður hún það sjálf. Flokkarnir vilja ekki sjá mark- aðstengingu. Þeir ætla líka að festa núverandi óréttlæti í stjórnarskrá. 2. Vilt þú almannahagsmuni umfram sérhagsmuni? Hinir þjóðlegu atvinnuvegir, bankarekstur og lokað kvótakerfi, njóta velvildar stjórnarflokk- anna, sem vilja ekki markaðstengja auðlinda- gjald og viðhalda gjaldmiðli sem dregur úr er- lendum fyrirtækjum að koma til landsins. Þeir segja nei. 3. Vilt þú að kosningaréttur verði jafn, óháð- ur búsetu? Stjórnarflokkarnir segja nei. Þeir vilja ekki breyta stjórnarskránni í þessa átt og hafa ekki gert þrátt fyrir fjölmörg tækifæri. 4. Vilt þú vestræna samvinnu og sterkari tengsl við Evrópuþjóðir? Stjórnarflokkarnir hafa ítrekað sagt að þeir vilji ekki nánari tengsl við Evrópusambandið. Þeir vilja halda í krónuna sem þeir segja að hafi reynst okkur vel með sínum sveiflum og ófyrirsjáanleika. Þannig koma þeir í veg fyrir erlenda sam- keppni í bankakerfinu. Þeir segja nei. 5. Vilt þú markaðslausnir og að neytendur hafi val á öll- um sviðum, þar með talið í landbúnaði? Ráðherrar stjórn- arflokkanna vilja loka á erlenda samkeppni í landbúnaði. Þeir segja nei undir því yfirskini að þeir styðji bændur, en vilja í raun bara úrelt kerfi (það má engu breyta). 6. Vilt þú að jafnrétti kynja verði tryggt á öllum sviðum? Opinbera svarið er já, en raunin er nei. Aldrei fyrr hefur ríkið farið í mál við konu sem leyfði sér að sækja sinn rétt. Viðreisn berst fyrir breytingum. Við erum ánægð hve margir skora hátt á prófinu okkar. En það gerist ekkert með því að kjósa afturhaldsflokkana. Benedikt Jó- hannesson Pistill Sameinuð föllum vér! Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.