Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
Á fjórða fundi 13.
þjóðþings kínversku
alþýðunnar (NPC),
þann 11. mars sl., var
tekin ákvörðun um
endurbætur á kosn-
ingalöggjöf sérstaka
stjórnsýsluhéraðsins
Hong Kong. Þetta hef-
ur vakið athygli al-
þjóðasamfélagsins og
verið til umfjöllunar í
íslenskum fjölmiðlum.
Mig langar að fjalla almennt um
helstu álitamál í þessu sambandi.
I. Af hverju þarf nú að end-
urbæta kosningalöggjöfina í sér-
staka stjórnsýsluhéraðinu Hong
Kong?
Síðan Kína endurheimti fullveldi
yfir Hong Kong hefur ríkisstjórn
Kína ætíð fylgt stefnunni um „eitt
land, tvö kerfi“, að „Hong Kong-
búar stjórni Hong Kong“ og að þeir
búi við mikla sjálfsstjórn. Við höfum
lögum samkvæmt farið með málefni
sérstaka stjórnsýsluhéraðsins Hong
Kong, haldið uppi stjórnskipulegri
reglu í samræmi við stjórnarskrá og
grundvallarlög, staðið vörð um lýð-
ræðislega þróun og tryggt að íbúar
fái notið lögbundinna lýðræðislegra
réttinda sinna.
Á undanförnum árum, sér-
staklega eftir óeirðirnar sem urðu
vegna framsalssamningsins árið
2019, hafa þrátt fyrir þetta and-
kínversk öfl og róttækir aðskiln-
aðarsinnar opinskátt krafist „Hong
Kong-sjálfstæðis“. Þessir aðilar
hafa nýtt kosningakerfið í sérstaka
stjórnsýsluhéraðinu Hong Kong til
að stunda and-kínverska undirróð-
ursstarfsemi sem hefur stefnt
stjórnskipuninni og réttarríkinu í
hættu. Vegið hefur verið að stjórn-
arskránni, öðrum grundvallarlögum
og lögum Alþýðulýðveldisins Kína,
sem lúta að því að tryggja þjóðarör-
yggi héraðsins. Þannig hefur full-
veldi Kína, þjóðaröryggi og
framþróun verið ógnað og það hefur
valdið alvarlegum samfélagslegum
óstöðugleika í héraðinu. Þetta
ástand hefur leitt í ljós að kosn-
ingakerfinu í sérstaka stjórnsýslu-
héraðinu Hong Kong er verulega
áfátt og býður upp á að farið sé í
kringum reglur þess. Þess vegna er
brýnt að gera úrbætur
á kosningakerfinu og
bæta úr innbyggðum
ágöllum þess, allt í
þeim tilgangi að
tryggja að Hong Kong
sé stýrt af þjóðhollum
íbúum héraðsins.
Þessu er ætlað að
tryggja lögmæta og
hnökralausa stjórn í
Hong Kong, sem hafi
ávallt „eitt land, tvö
kerfi“-stefnuna að leið-
arljósi.
Sérstaka stjórnsýsluhéraðið
Hong Kong er hluti af Kína. Í sam-
bandsríkjum er almennt kveðið á
um í stjórnarskrá og viðtekin póli-
tísk venja að sambandsstjórnin hafi
ákvörðunarvald um hvernig staðið
skuli að kosningum innan héraða.
Þannig er það víða algengt, þar með
talið í Bandaríkjunum, að brugðist
sé við tímanlega þegar vankantar á
kosningakerfi koma í ljós. Aðgerðir
Kína í þessum efnum eru löglegar,
skynsamlegar og nauðsynlegar.
II. Mun ákvörðun þjóðþingsins
(NPC) þýða endalok stefnunnar um
„eitt land, tvö kerfi“?
Umbótum á kosningakerfinu í
Hong Kong er ekki ætlað að afneita
eða hverfa frá stefnunni um „eitt
land, tvö kerfi“. Þvert á móti er ætl-
unin að snúa til baka til þeirra gilda
sem lágu stefnunni til grundvallar
og tryggja að henni verði viðhaldið.
Kínverska ríkisstjórnin hefur um-
fram aðra haft í hávegum stefnuna
um „eitt land, tvö kerfi“ og hún hef-
ur ávallt verið í forystu fyrir varð-
stöðu um þann skilning og þau gildi
sem eru grundvöllur stefnunnar.
„Eitt land, tvö kerfi“ felur í sér og
kallar á heildstæða og hlutlæga
framkvæmd og óskiptanlega heild-
ræna sýn. „Eitt land“ er grundvöll-
urinn og forsenda þess að „tvö
kerfi“ haldi velli.
Ef andkínverskum óeirðaseggj-
um er leyft að vaða uppi í Hong
Kong og nýta sér gallað kosn-
ingakerfi vega þeir að rótum „eins
lands“ og grafa undan grundvelli og
forsendum fyrir „tveimur kerfum“.
Allar aðgerðir Kína miðast að því
að styðja við stefnuna um „eitt land,
tvö kerfi“ og viðhalda skilvirkri um-
gjörð og framkvæmd hennar. Það
er því alls ekki verið að breyta þess-
ari stefnu um „eitt land, tvö kerfi“ á
nokkurn hátt.
III. Munu endurbætur á kosn-
ingakerfinu í Hong Kong takmarka
lýðræðisleg réttindi íbúanna?
Kínversk stjórnvöld hafa ætíð
dyggilega stutt sérstaka stjórn-
sýsluhéraðið Hong Kong, við að
byggja jafnt og þétt upp og þróa
lýðræðislegt kerfi sem tekið hefur
mið af aðstæðum í héraðinu á hverj-
um tíma.
Lýðræði þekktist ekki í Hong
Kong í rúmlega 150 ára sögu nýlen-
dutíðar Breta. Lýðræði var fyrst
komið á þegar Kína endurheimti
fullveldi yfir Hong Kong og tryggði
íbúum héraðsins lýðræðisleg rétt-
indi sem þeir höfðu aldrei notið áð-
ur.
Ákvörðun þjóðþingsins (NPC) frá
11. mars mun leiða til setningar
nýrra og endurbættra kosningalaga
sem henta raunverulegum að-
stæðum í Hong Kong og munu end-
urspegla áherslur og ríka hagsmuni
samfélagsins.
Ákvörðunin mun tryggja breiða
og víðtæka stjórnmálaþátttöku og
verja rétt allra íbúa Hong Kong
með fasta búsetu þar, jafnt til að
nýta atkvæðisrétt sinn og gefa kost
á sér í kosningum. Markmiðið er að
koma á regluverki sem tryggir þá
grundvallarreglu að „föðurlands-
vinir stjórni Hong Kong“ sem hefur
jú allt frá því Kína endurheimti full-
veldi yfir Hong Kong verið ein af
grunnstoðum stefnunnar „eitt land,
tvö kerfi“.
Hollustan við ættjörðina er hvar-
vetna í heiminum meginleiðarljós
þeirra sem gegna opinberum emb-
ættum jafnt og þeirra sem í þau
sækja. Það er einnig nánast við-
tekin venja í samfélagi þjóðanna að
þess sé krafist af embættismönnum
að þeir sverji föðurlandi sínu holl-
ustu. Það er því eðlilegt að tryggt
sé að þeir sem stjórni Hong Kong
séu hollir sínu föðurlandi. Grund-
vallarreglan að „föðurlandsvinir
stjórni Hong Kong“ á ekki að úti-
loka fjölbreytileika. Hugtakið föð-
urlandsvinur spannar vítt svið og
við höfum alltaf verið víðsýn gagn-
vart mismunandi pólitískum skoð-
unum.
Föðurlandsvinir eru einnig meðal
stjórnarandstæðinga, einkum „lýð-
ræðissinnar“. Þeir munu áfram geta
boðið sig fram í kosningum og hlot-
ið kosningu í samræmi við lög. Í
framtíðinni mun samsetning lög-
gjafarráðs Hong Kong endurspegla
samfélagið þar betur. Ólíkar raddir,
viðhorf og sjónarmið munu áfram
heyrast í löggjafarráðinu og þar
með einnig gagnrýni á stjórnvöld.
Ákvörðunin um endurbætur á
kosningakerfi sérstaka stjórnsýslu-
héraðsins Hong Kong nýtur víð-
tæks stuðnings Kínverja, þar með
talið þeirra sem búa í Hong Kong.
Könnun sem gerð var á vegum
Hong Kong Research Association
leiddi í ljós að um 70 prósent svar-
enda styðja þær breytingar sem
þjóðþingið samþykkti. Á 46. þingi
mannréttindaráðs Sameinuðu þjóð-
anna gáfu 70 lönd út þá sameig-
inlegu yfirlýsingu að þau styddu
Kína í málefnum sem varða Hong
Kong.
Von mín er sú að mikill og al-
mennur stuðningur sé við þá grund-
vallarreglu í alþjóðasamskiptum að
ríki skipti sér ekki af innanrík-
ismálum annarra ríkja, heldur virði
og styðji ákvarðanir Kína og leggi
þar með af mörkum til að stuðla að
stöðugleika, framþróun og velmeg-
un í Hong Kong. Ég trúi því að
framtíð Hong Kong sé björt og
„perla austursins“ muni skína enn
skærar í náinni framtíð.
Mikilvæg ákvörðun
Eftir Jin Zhijian » Þetta er mikilvæg
ákvörðun til að
tryggja hnökralausa
framkvæmd í Hong
Kong á stefnunni „eitt
land, tvö kerfi“
Jin Zhijian
Höfundur er sendiherra
Kína á Íslandi.
Dr. Helgi Pjeturss
fæddist í Reykjavík
31. mars 1872, sonur
hjónanna Önnu Vig-
fúsdóttur Thor-
arensen og Pjeturs
Pjeturssonar. Helgi
varð stúdent frá
Lærða skólanum
1891 og stundaði síð-
an nám í nátt-
úrufræði og jarðfræði
við Hafnarháskóla og lauk þaðan
prófi 1897 og varð síðan doktor í
jarðfræði fyrstur Íslendinga 1905.
Hann stundaði rannsóknir á Ís-
landi í rúman áratug og gerði
merkar uppgötvanir í jarðsögu
landsins.
Helgi tók þátt í rannsóknarferð
til Grænlands 1897 sem varð hon-
um mjög erfið og átti hann við
svefnleysi að stríða alla ævi eftir
það. Svefnleysið varð til þess að
hann missti heilsuna 1910 og gerði
það honum ókleift að halda áfram
jarðfræðirannsóknum.
Á því tímabili sem veikindin
stóðu yfir, varð hann fyrir miklum
upplifunum sem urðu kveikjan að
rannsóknum hans á eðli svefns og
drauma sem hann stundaði eftir
að hafa náð sér. Fannst honum
allan skilning vanta á því efni.
Eftir margra ára athuganir setti
dr. Helgi fram kenningu sína um
eðli drauma. Hann bar saman
sjónskynjun í vöku og draumi og
ályktaði að þar væri um sams kon-
ar upplifun að ræða. Niðurstaða
hans var að draumur eins væri
vökulíf annars og nefndi hann
dreymandann draumþega og hinn
draum-gjafa. Hver og einn getur
rannsakað eigin drauma eftir
kenningu dr. Helga um draum-
gjafann.
Við rannsóknir á eigin draumum
tók dr. Helgi eftir því að fyrir
hann bar stjörnumyndir sem voru
alls ólíkar þeim sem sjást frá
jörðu. Einnig sá hann fugla með
beinabyggingu sem var óþekkt á
jörðinni.
Af þessum athugunum og öðrum
ályktaði dr. Helgi að draumgjafinn
væri íbúi annarrar jarðstjörnu.
Í framhaldi setur hann síðan
fram þessa staðhæfingu, sem lýsir
kenningum hans í fáum orðum:
„Það sem þúsundir milljóna hafa
haldið vera líf í andaheimi eða
goðheimi er lífið á öðrum hnött-
um.“
Þegar andatrú eða spíritismi
náði fótfestu hérlendis um alda-
mótin 1900, veitti dr. Helgi þeirri
stefnu litla athygli í fyrstu og
hafnaði hugmyndum
um líf utan efn-
isheimsins.
Smám saman tók
hann þó að gefa frá-
sögnum af framlífi
nokkurn gaum og eft-
ir ítarlegar rann-
sóknir á ritum spírit-
ista varð niðurstaða
hans sú að framlífið
væri ekki líf í anda-
heimi heldur lík-
amlegt líf á hnöttum í
öðrum sólkerfum.
Sá hann þess greinileg merki í
frásögnum að hver og einn flyttist
eftir dauðann þangað sem hans
líkar eru fyrir.
Þetta þýðir að allt venjulegt
fólk á fyrir höndum eðlilegt fram-
haldslíf á betri jörð þar sem aukn-
um þroska er náð, en hinir sem
gert hafa öðrum ógagn í lífi sínu á
jörðinni geta búist við því að
lenda á erfiðum stöðum, fyrst um
sinn.
Dr. Helgi setti fram kenningar
sínar í sex binda ritsafni sem
nefnt er Nýall eftir fyrstu bók-
inni. Hinar fimm eru Ennnýall,
Framnýall, Viðnýall, Sannnýall og
Þónýall. Bækurnar komu út á ár-
unum 1918-1947.
Ritsafnið var síðast gefið út
1991 af Skákprent í fjórum bind-
um og bætt var við safnið tveimur
bindum með úrvali af ritgerðum
dr. Helga sem höfðu áður birst í
blöðum og tímaritum á starfsævi
höfundar.
Félag nýalssinna var stofnað á
árinu 1950 fyrir frumkvæði Þor-
steins Jónssonar frá Úlfsstöðum
og hefur það starfað óslitið síðan.
Aðaltilgangur félagsins hefur
verið að kynna kenningar og
heimspeki dr. Helga Pjeturss og
gera sjálfstæðar rannsóknir á
draumum og framlífi. Þetta hefur
meðal annars verið gert með sam-
bandstilraunum með þátttöku
miðla sem starfað hafa á vegum
félagsins. Hefur mikið efni safnast
um líf og tilveru framliðinna og
ávallt hefur verið staðfest að
framlífið sé á öðrum jarðstjörnum
og efniskennt að öllu leyti.
Á afmælisdegi
dr. Helga Pjeturss
Eftir Þorlák
Pétursson
Þorlákur Pétursson
» Framlífið er
líkamlegt líf á
öðrum hnöttum í öðrum
sólkerfum og draumur
eins er vökulíf annars.
Höfundur er formaður
Félags nýalssinna.
thorlakur@fmi.is