Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 46

Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Hátíðar hnetusteik Lífrænt - Vegan - Glúteinlaust Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Vegan búðin, Fiskkompaní, Frú Lauga og Matarbúr Kaju á Akranesi N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið Við hjón fluttumst í Fossatún með já- kvæðni í farteskinu og einbeittan vilja til þess að láta gott af okkur leiða. Mislíkaði þegar veiðifélagið sem við erum skylduð til að vera í ákvað að standa að óeðlilegri samkeppni við upp- byggingarstarf okkar. Málið fékk ekki lausn innan félagsins en Hæstiréttur dæmdi okkur í vil. Í kjölfarið héld- um við ótrauð áfram uppbyggingu og fjárfestum í fasteignum og inn- réttingum í Fossatúni fyrir 98.881.104 kr. á árunum 2014-2016, fyrir utan markaðssetningu og vinnutíma okkar. Svo byrjaði ball- ið. Alþingi tók sig til og gerði laga- breytingu gagngert til að ógilda niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í máli okkar. Hægt er að kynna sér ferlið á: www.sveitasaga.com. Aðkoma Alþingis byggðist á órökréttri gamaldags hugsun um að veiðihús sé húsakostur á land- búnaðarsvæði, að bændur þurfi að þjónusta veiðimenn og að eðlilegt sé að þeir geti náð sér í auka- tekjur með því leigja húsakostinn út utan veiðitímans. Úrelt sjón- armið sem fellur ekki að umhverfi og aðstæðum nútímans. Afar takmarkaðir gistimögu- leikar til sveita voru meginástæða þess að upp úr miðri síðustu öld var húsnæði byggt til hóflegrar þjónustu við veiðimenn á veiðitíma. Samkvæmt orðabók er veiðihús skýli. Aðstæður hafa gjörbreyst; gisti- og veitingamöguleikar á landsbyggðinni eru fjölbreyttir og fólk alvant að skipuleggja ferðir sínar og uppihald. App fyrir flest. Gistirekstur á landsbyggðinni er vandasamur og þegar best gefur eins og metárið 2018 var tap gisti- og veitingastaða á Vesturlandi 5,4% af veltu, samkvæmt úttekt KPMG. Það er því villandi að láta að því liggja að hægt sé að skapa aukatekjur með því að stunda al- mennan rekstur utan veiðitímans. Miklu líklegra er að veitinga- og gistirekstri utan háannar fylgi við- bótarfjárfesting og rekstrarlegt tap fyrir veiðifélög. Bændur þurfa ekki lengur að fjárfesta í aðstöðu til þess að þjónusta veiðimenn, slíkt er valkostur en ekki nauðsyn. Veiði- hús er ekki til sem sérstök rekstrareining hjá Ísat (Íslenskri at- vinnuflokkun). Veiði- félög eru eins og hús- félög fyrir fjölbýlishús; vett- vangur þröngt skil- greindra sameiginlegra hagsmuna. Húsfélagið á ekki fjölbýlishúsið heldur fer hver íbúðareigandi með sinn eignarrétt, hlutdeild í heild- inni og minnihlutavernd er virk. Veiðifélög eiga ekki veiðihús, held- ur landeigendur ársvæðis í hlutfalli arðskrár. Áður fyrr gátu veiðifélög reist húsakost á landbúnaðarsvæði og haft þar uppi þjónustu við veiði- menn án rekstrarleyfis. Ekki er annað að skilja á vinnubrögðum Alþingis en þingmenn haldi að þetta sé enn staðan. Veiðihúsið „okkar“ við Grímsá, ásamt flestum veiðihúsum landsins, uppfyllir ekki lagakröfur um rekstrarleyfi. Sam- keppnisumhverfið er óeðlilegt. Um útgáfu rekstrarleyfa fyrir veitingastaði, gististaði og skemmtanahald gilda lög nr. 85/ 2007, ásamt breytingum síðar. Ætli veiðifélög sér að standa að slíkum rekstri verður að sækja um leyfi á grundvelli laganna. Inni- faldar eru margvíslegar kvaðir og ekki síst sú að reksturinn sé stað- settur á þar til greindu deiliskipu- lögðu verslunar- og þjónustusvæði, sem er hluti af aðalskipulagi við- komandi sveitafélags. Þetta þýðir að veiðifélög sem standa að veit- inga- og gistirekstri eiga að gera það á sömu forsendum og með sams konar rekstrarleyfi og aðrir sem slíkan rekstur stunda. Vegna meðhöndlunar Alþingis og sveitar- félaga er sú samt ekki raunin. Vilji veiðifélög standa að heils- árssamkeppnisrekstri í veitinga- og gistiþjónustu á grundvelli laga um rekstrarleyfi er eðlilegast að slíkt sé háð valkvæðri þátttöku fé- lagsmanna og rekstrarlegum að- skilnaði frá forsendum skyldu- aðildar, þ.e. fiskrækt og sjálf- bærni. Að skylda aðildarfélaga veiðifélaga til þátttöku í almennum samkeppnisrekstri samræmist ekki markmiðum lax- og silungs- veiðilaganna. Tengdafaðir minn heitinn sagði mér frá þegar hann var í sveit sem strákur í Miðfirði. Allt sumarið var lax á borðum, nánast daglega. Heimilisfólk var búið að fá nóg af þessum annars ágæta mat og kvartaði hvert í annað um eins- leitni kostsins. Þegar hundurinn á heimilinu heyrði hvískrað orðið lax hljóp hann út og ældi. Það eru 20 ár síðan við keyptum Fossatún og 15 þeirra hafa snúist um vesen í kringum lax- og silungsveiðilögin. Þau hafa yfirtekið tilveru okkar og skapað mikinn fjárhagslegan kostnað. Það skyldi engan undra að ég sé búinn að fá nóg af lax- og silungsveiðilögunum og löggjafa sem hlýðir áherslum hags- munaaðila gagnrýnislaust. Útvíkk- un á hlutverkum skylduaðild- arfélags leiðir til þess að gengið er á einstaklingsbundin eignarréttindi og kippt burtu þeim stoðum sem eru forsendur skylduaðildar. Mér sýnist búið að sovétvæða veiðifélög og samtök þeirra á Ís- landi. Þau orðin miðstýrt sjálfbært kommissaraveldi. Við Fossatúns- hjón metum mikils þau mannrétt- indi sem Hæstiréttur kvað á um okkur til handa í dómi sínum. Lög- gjafinn brást við í taumi kommiss- ara til að svipta okkur réttind- unum. Við látum ekki segjast. Fólk með vesen. Ég hugsa til hundsins og segi eins og listaskáldið forðum: Afsakið meðan ég æli! Eftir Steinar Berg » Veiðifélög sem standa að veitinga- og gistirekstri eiga að gera það á sömu forsendum og með sams konar rekstr- arleyfi og aðrir sem slíkan rekstur stunda. Steinar Berg Höfundur er ferðaþjónustubóndi. steinar@fossatun.is Mannréttindi eru vesen Um þessar mundir og áður hefur gustað allhressilega um Lilju, ráðherra mennta- og menning- armála, augljóslega fyrir frekju, hroka og óbilgirni. Þorsteinn Sæmundsson, þing- maður Miðflokksins, fer vel yfir framkomu Lilju í pistli í Morgunblaðinu fyrir stuttu, gagnvart konu sem leitaði réttar síns í jafnréttismáli sem snerist um ráðningu ráðuneyt- isstjóra í ráðuneyti Lilju, en sá sem varð fyrir valinu er flokks- bróðir Lilju. Úrskurður kæru- nefndar og héraðsdóms staðfesti að Lilja ráðherra hefði brotið jafnrétt- islög en lét sér ekki segjast þó hún hafi tapað málinu og áfrýjaði til Landsréttar og skákar í því skjól- inu að Landsréttur úrskurði ekki í málinu fyrr en eftir kosningar í haust. Þvílík framkoma, hroki og vanvirðing gagnvart einstaklingi sem leitar réttar síns og lýsir aug- ljóslega mikilli fyrirlitningu á lýð- ræðinu sem þegnar landsins eiga ekki að þurfa að búa við. Einnig kom leiðarahöfundur Fréttablaðs- ins, Jón Þórisson, inn á þetta mál í skrifum og lýsir ótrúlegum við- brögðum Lilju ráðherra í málinu og furðar sig á því að eftir að rök- studdur dómur í málinu féll, þar sem kröfu Lilju ráðherra var hafn- að, skuli hún ekki vera maður að meiri og biðja afsökunar og komast frá málinu með reisn. Nei, auðvitað var það ekki í anda Lilju ráðherra þó svo að hún sé líka með allt nið- ur um sig í skólamálum unglinga. Samskipti mín við Lilju ráðherra Framangreint vekur upp hjá mér fyrri samskipti mín við Lilju ráðherra en svo er mál með vexti að ég á ágæta byggingarlóð á góð- um stað í innbænum á Akureyri en Minjastofnun, sem heyrir undir ráðuneyti Lilju stöðvaði fram- kvæmdir á lóðinni vegna ætlaðra fornminja sem áttu þar að leynast. Virtur sagnfræðingur, Jón Hjalta- son, sem skrifað hefur sögu Ak- ureyrar allt frá árinu 890 eftir vandlegar athuganir á sögu inn- bæjarins, skrifaði vandaða og óyggjandi greinargerð í tólf liðum þar sem hann fullyrti 99% að engar fornminjar væri að finna í lóðinni og stóðu þar orð gegn orðum Minjastofnunar. Einnig er í bókinni „Akureyri, fjaran og innbærinn“, þar sem kemur að útgáfu hinn virti arkitekt Hjörleifur Stefánsson, og fjallar um uppbyggingu húsa á lóðum í innbænum, hvergi minnst á forn- minjar. Þá má einnig minnast þess að grafið hafði verið í lóð u.þ.b. 100 metrum norðan við lóð mína og enn fund- ust engar fornminjar og var þetta óskilj- anlegt flopp, sem kost- aði mig milljónir króna og Lilja ráðherra hunsaði beiðni mína um aðstoð. Kostnaður við uppgröftinn í lóð minni átti að kosta fleiri hundruð milljónir króna skv. tölvupósti sem fornleifafræðingur sendi mér. Nú voru góð ráð dýr því Bjarni fjár- málaráðherra heldur mér og öðrum ellilífeyrisþegum í þúsunda tali á launum sem duga ekki til nauð- þurfta. En þar sem ég er ekki fæddur með dúsín af silfurskeiðum í kjaftinum og vanur að bjarga mér fór ég í stórátak og tókst að nurla saman á fimm árum nálægt því sem dygði fyrir uppgreftrinum eft- ir fornminjum, sem svo engar fundust. Ja, ekki er öll vitleysan eins. Að lokum verð ég að minnast á samskipti mín við Lilju ráðherra því í bjartsýniskasti bað ég hana um aðstoð svo ég gæti hafist handa við framkvæmdir á lóð minni og losnað við kvöð Minjastofnunar, en allt kom fyrir ekki. Fyrir utan að ég hitti Lilju persónulega hér norð- ur á Akureyri átti ég ótal símtöl og bréfasendingar þar sem ég sendi tilheyrandi gögn og einnig sendi ég gögn með greinargerð sagnfræð- ingsins Jóns Hjaltasonar heim til hennar, en allt kom fyrir ekki og ég sat uppi með milljóna tjón vegna tafa sem ég varð fyrir. Seinna velti ég því fyrir mér að e.t.v. hefði það komið niður á mér að ég hafði sagt mig úr Framsókn- arflokknum þar sem ég hafði verið félagi í um 40 ár, hvað á ég að halda, þar sem Lilja virðist óút- reiknanleg, en mér hafði bara ekki hugnast að vera undir formennsku Sigurðar Inga. Gustar um ráðherra Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleif ur Hallgríms » Gustað hefur rækilega um Lilju, mennta- og menningarmálaráð- herra, og virðist ekki að ósekju og a.m.k. á ég ekki góðar minningar. Höfundur er eldri borgari á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.