Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 54

Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 ✝ Gestur Friðrik Guðmundsson fæddist í Hafnar- firði 22.7. 1956. Hann andaðist 20.03. 2021. Foreldrar hans voru Engilráð Ósk- arsdóttir, f. 26.2. 1931, d. 6.8. 2018, og Guðmundur Er- lendsson, f. 18.6. 1928, d. 1.8. 1978. Systir Gests Friðriks er Anna Guðmundsdóttir, f. 3.10. 1953. Gestur kvæntist hinn 1.9. 1995 eftirlifandi eiginkonu sinni Sylvíu Kristjánsdóttur, f. 23.6. 1964, sem er grafískur hönn- uður. Börn Gests af fyrra hjóna- bandi, stjúpbörn Sylvíu, eru a) Helga, f. 18.9. 1983, sambýlis- maður Hjörvar Jónsson, f. 8.11. 1992, sonur hennar er Úlfur Ar- on Sverrisson, f. 28.9. 2007, b) Guðmundur Helgi, f. 2.9. 1985, maki Ásta Bjarndís Bjarnadótt- ir, f. 22.9. 1985, börn þeirra: Emilía Líf, f. 13.12. 2007, d. 14.12. 2007, Auður Ýr, f. 12.8. 2009, og Bjarni Thor, f. 11.3. 2014, auk þess á Guðmundur Helgi dótturina Natalíu Diljá, f. 1982 til 1984 bjó Gestur í Sví- þjóð ásamt fyrrverandi eigin- konu sinni Sigríði Hallbjörns- dóttur og fæddist þar dóttirin Helga. Tveimur árum eftir að tvíburarnir Guðmundur Helgi og Óskar Atli fæddust eða árið 1987 slitu þau Gestur samvistir. Gestur kynntist síðan lífs- förunaut sínum og eiginkonu Sylvíu Kristjánsdóttur árið 1988 og hafa þau haldið heimili sam- an eftir það. Bjuggu þau fyrst að Langeyri í Hafnarfirði, svo lá leiðin til Danmerkur þar sem þau bjuggu frá 1990 til 1998. Eftir heim- komu bjuggu þau fyrst að Bald- ursgötu í Reykjavík uns þau fundu sitt varanlega heimili að Breiðabóli á Eyrarbakka. Gest- ur stundaði alla tíð vinnu sem tengdist myndlist á einn eða annan hátt. Hann vann við gerð auglýsinga bæði á Íslandi og í Danmörku. Þá vann hann hjá sjónvarpsstöðvum bæði í Dan- mörku og á Íslandi, lengst af hjá TV-2 en einnig hjá Kanal 2, DR 1 og Stöð 2. Síðustu árin var Gestur framhaldsskólakennari hjá Iðnskólanum í Hafnarfirði og Tækniskólanum. Gestur veiktist árið 2016, sem varð þess valdandi að hann varð að hætta vinnu árið 2017. Gestur hélt ásamt Sylvíu ávallt rausnarlegt heimili. Útför Gests fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 31. mars 2021, klukkan 15. 14.6. 2004, og stjúp- dótturina Jasmín Ósk Sigurðar- dóttur, f. 26.1. 2004, c) Óskar Atli, f. 2.9. 1985, sam- býliskona Adda Þóra Bjarnadóttir, f. 20.1. 1984, dætur þeirra eru Bjarndís Eva, f. 24.5. 2014, Margrét Ynja, f. 3.10. 2019, og Stella Yrja, f. 3.10. 2019, auk þess á Óskar Atli dæturnar Védísi Hugrúnu, f. 12.6. 2007, og Álf- rúnu Ídu, f. 26.9. 2009. Gestur átti sín uppvaxtarár í Hafnarfirði hjá móður sinni, föður og systur. Gekk hann þar í Lækjarskólann og lauk burt- fararprófi frá Flensborgarskól- anum. Bjuggu þau fyrst á Vita- stíg og síðar að Drangagötu 1, Hafnarfirði. Fjölskyldan bjó í Ástralíu á árunum 1969 til 1972. Við heimkomu fjölskyldunnar til Íslands árið 1972 var faðir Gests greindur með sjúkdóm, sem leiddi hann til dauða árið 1978. Hugur Gests beindist snemma að listsköpun og útskrifaðist hann úr Myndlista- og handíða- skóla Íslands árið 1980. Árin Fyrir margt löngu var okkur hjónum boðið að Langeyri í Hafn- arfirði. Það er eftirminnileg stund og falleg, því þarna var kynntur fyrir okkur verðandi eiginmaður Sylvíu dóttur okkar, Gestur Frið- rik, og hjá honum voru börnin hans þrjú, Helga, Óskar og Guð- mundur. Gestur var ekki aðeins tengda- sonur, heldur einnig samkennari um árabil í Iðnskólanum í Hafnar- firði. Eitt sinn að vori fékk skemmti- nefndarformaður skólans þá hug- mynd að falast eftir fermingar- myndum af starfsfólkinu er hengdar yrðu upp á kaffistofunni, nafnlausar. Gestur sendi öllum kennurum eftirfarandi tölvupóst, sem lýsir því hve gott skopskyn hann hafði og einnig hve penna- fær hann var: „Ég var dæmdur til að fermast! Það gerðist þannig að þegar ég fluttist til Ástralíu ásamt foreldr- um mínum og systur árið 1969 var ég 13 ára gamall og búinn að ganga til séra Garðars í Hafnar- fjarðarkirkju í aðeins nokkur skipti. Í Ástralíu leið langur tími þar til fjölskyldan var komin í fast að- setur í Oak Flats í New South Wa- les-fylki. Þessi tími varð til þess að öll kristnifræðsla sem Garðari hafði tekist að véla inn á mig hvarf eins og dögg fyrir sólu og þegar fjölskyldan settist að í Oak Flats var ég orðinn trúlaus og hef verið fram á þennan dag. Í Oak Flats tók ég hins vegar til við táningalífið, safnaði hári og æfði reykingar. Það sýndi sig fljótlega að þeir vinir sem ég hafði komist í kynni við á staðnum voru vafasamir vægast sagt. Á rúntin- um eitt kvöldið vorum við stöðv- aðir af vörðum laga og færðir til yfirheyrslu þar sem kom í ljós að sjálfrennireiðin sem ég var far- þegi í var stolin. Réttur var settur skömmu síðar í Wollongong þar sem misindismennirnir vinir mín- ir voru dæmdir til Breiðavíkur- vistar. Fyrir réttinum héldu þess- ir vinir mínir þó uppi vörnum fyrir mína hönd, hver af öðrum, og sannfærðu loks dómarann um að ég væri í reynd jafn saklaus og ég leit út fyrir að vera. Dómaranum leiddist hins vegar sú tilhugsun að nokkur okkar slyppi úr réttar- salnum órefsað og dæmdi mig í kirkju. Mér var sem sagt gert að sækja messu hvern sunnudag næsta árið … or else. Þarna sá móðir mín sér leik á borði og samdi við lúterska prestinn á staðnum um að í stað messu myndi ég sækja fermingarfræðslu og það varð úr, ég verð að við- urkenna að þetta þótti mér snöggtum skárra. Ömmur mínar á Íslandi glöddust líka þeim tíðind- um að unglingurinn ætlaði eftir allt saman að gangast Guði á hönd, þótt ég hafi grun um að þær hafi ekki fengið að vita alla mála- vöxtu. Þannig get ég með nokkr- um sanni sagt að ég hafi verið dæmdur til að fermast, en ferm- ingarmyndir á ég engar af mér en gæti hugsanlega fengið fingra- faraskýrslu senda frá Wollongong police dept.“ Gestur Friðrik bjó á Breiðabóli á Eyrarbakka ásamt Sillu sinni og Sölku labradorhundi, mikilli ger- semi, og nokkrum landnámshæn- um er að sjálfsögðu báru nöfn landnámskvenna. Höfðingi og mikill mannvinur er fallinn frá. Við tengdaforeldrarnir söknum hans sárt, blessuð sé minning hans. Bryndís og Kristján. Eins og gerst hafi í gær. Það var gamlárskvöld, síminn hringdi hjá tengdaforeldrum mínum, á línunni var afar kurteis maður sem kvaðst heita Gestur og spurði mig hvort Sylvía væri við. Fljót- lega hittum við Gest á æskuslóð- um hans í Hafnarfirði, heilluð- umst af þessum unga manni og keyptum af honum listaverk. Árin liðu, lífleg og skemmtileg, Silla og Gestur, með börnin Helgu, Gumma og Óskar sem eru á svip- uðum aldri og Baldur og Bryndís, börn okkar Helga. Gestur var drengur góður, mikill listamaður, í víðum skilningi þess orðs, snill- ingur í starfi sínu á Stöð 2, frum- kvöðull sem var beðinn að fara ut- an og vinna fyrir Kanal 2 í Kaupmannahöfn og síðan vann hann hjá TV 2 í Óðinsvéum. Gestur og Silla voru úti í átta ár. Við Helgi heimsóttum þau með börnin, glatt var á hjalla. Við fögn- uðum saman þegar Danir unnu EM, lékum okkur í Tívolí, fórum á ströndina, leigðum okkur „hytte“ og höfðum bát til umráða. Við ók- um níu manna bíl um Danaveldi, leituðum að Himmelbjerget, en reyndumst þá vera stödd uppi á hæsta fjalli Danmerkur, þá var hlegið dátt. Það sem einkenndi fjölskyldutengsl og vináttu okkar var kærleikur til barnanna, allir fengu notið sín, á heimavelli, í frí- um úti eða hér heima í Sumarlandi tengdaforeldra okkar Gests á Þingvöllum, þar sem silungsveið- ar voru hluti af lífinu og Gestur galdraði fram veislur. Barnabörn okkar allra voru Gesti mjög kær, hann var einnig dásamlegur afi og virkilega hreykinn af hópnum sín- um. Ég sé Gest fyrir mér, beinan í baki, glettinn til augnanna með kringlóttu gleraugun að segja skemmtilegar sögur með leikívafi og gítarinn ekki langt undan. Það er mikill harmur í fjölskyldunni að Gestur og Helgi minn eru ekki lengur meðal okkar. Nóttina sem Gestur kvaddi og gos Ísólfs hófst dreymdi mig Helga í líflegum fé- lagsskap og tel ég að hann hafi tekið vel á móti Gesti mági sínum. Elsku Sillu, Helgu, Gumma, Óskari, tengdabörnum, barna- börnum, Önnu systur Gests og fjölskyldu, Bryndísi og Kristjáni tengdaforeldrum okkar Gests og ástvinum öllum sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minningin um Gest Friðrik Guðmundsson. Hafðu þökk fyrir allt. Selma Ósk Kristiansen. Í dag kveðjum við okkar yndis- lega mág og svila Gest Friðrik Guðmundsson. Það eru svo mikil forréttindi að fá að fara í gegnum lífið með manni eins og Gesti. Hann var skemmtilegur og mikill sögumaður, hann gat endalaust glatt okkur með fyndnum og ótrú- legum sögum frá Ástralíu þar sem hann bjó um tíma, á unglingsárun- um, með fjölskyldu sinni eða með sögum af uppátækjum úr Mynd- lista- og handíðaskólanum þaðan sem hann lauk prófi. Gestur mundi ótrúlegustu hluti eins og þegar hann rifjaði upp með Erlu dóttur okkar atvik frá því hún var pínulítil og rétt nýbyrjuð að tala. Silla og Gestur komu við heima hjá okkur og stóðu í anddyrinu og ætluðu ekkert að stoppa, þá kem- ur Erla hlaupandi og kallar til Gests „Toddu upp í tofu tjáninn þinn“ (komdu upp í stofu kjáninn þinn), hún ætlaði sko ekki að missa af stund með Gesti sínum sem var orðinn einn af hennar uppáhaldsvinum. Hann var svo barngóður og örlátur á tímann sinn og þess fengu börnin okkar að njóta ekki síður en yndislegu barnabörn hans og Sillu. Núna í lok febrúar var Erla að keppa í samkvæmisdansi og var keppn- inni streymt á netinu. Gestur gaf sér tíma til að klippa saman myndband af Erlu og Bubba, herranum hennar, úr streyminu og setja inn á fjölskyldusíðuna okkar undir yfirskriftinni „Erla flýgur um dansgólfið“. Kristján okkar hefur verið að teikna frá því hann var lítill strákur og hefur Gestur hvatt hann áfram á þeirri braut í gegnum árin. Eftir að Kristján varð eldri hefur Gestur verið að benda okkur á teikniforrit fyrir hann að æfa sig á og núna ekki alls fyrir löngu létu Silla og Gestur okkur fá póstkort með listaverkum Gests og vildi Gestur að Kristján tæki kortin og héldi áfram að teikna inn á þau og tæki þannig verkin lengra og gerði þau að sínum eigin. Gestur var frábær listmálari og ekki síður teiknari, það lék allt í höndunum á honum. Hann var einhver besti kokkur sem við höf- um kynnst, allir réttir urðu aðeins betri hjá honum en öðrum. Meira að segja venjulegt pylsupartí fékk eitthvað extra bragð ef Gestur sá um eldamennskuna. Þegar farið var í bústað fjölskyldunnar á Þingvöllum var alltaf fyrsta spurning hjá börnunum: Sér Gestur ekki örugglega um mat- inn? Á Þingvöllum höfum við átt ótalmargar yndislegar stundir með fjölskyldunni og oftar en ekki hafa barnabörn Gests og Sillu ver- ið með í för. Hann var frábær afi og naut þess í botn að hafa barna- börnin sín hjá sér og þau nutu þess að vera með ömmu og afa. Minningarnar eru margar sem koma upp í hugann en það eru þessir hversdagslegu hlutir sem standa upp úr, notalegt kaffispjall við eldhúsborðið hvort sem það var í Danmörku, á Baldursgöt- unni, á Þingvöllum eða Eyrar- bakka þar sem Silla og Gestur bjuggu ásamt Sölku, labrador- hundinum þeirra, og landnáms- hænum. Við sendum elsku Sillu, Helgu, Óskari, Guðmundi, Önnu Guð- munds og fjölskyldum okkar hlýj- asta faðmlag á erfiðum tímum. Minning um yndislegan mann lifir. Hildur Kristjánsdóttir, Ólafur Þór Erlendsson. Ég kveð nú minn ljúfa frænda Gest með söknuði. Ef þessu væri öðruvísi farið og Gestur væri að skrifa minningargrein um mig hefði hann örugglega gert það með minni væmni og mun meiri kímni. En nú er það ég sem sit með pennann, og ef Gestur frændi er þarna úti í alheiminum og getur lesið þetta, þá bið ég hann að fyrirgefa tilfinningasemina. Sem barn var hann mér sem sá stóri bróðir sem ég e.t.v. þurfti, en átti ekki, þar sem ég var elst í mín- um systkinahópi. Stella móður- systir mín og móðir Gests bjó með fjölskyldu sinni við hliðina á ömmu Önnu og Guðbirni afa á Langeyri. Í æsku var ég mjög oft í heimsókn á þessum slóðum við Herjólfsgötu í Hafnarfirði og vals- aði á milli húsanna tveggja og naut samvista við Gest og hans fjölskyldu til jafns við ömmu og afa. Þetta var mjög gott og tryggt fyrir mig barnið. Ég fann snemma hlýjuna frá Gesti í minn garð sem litlu frænku, aldrei væminn við mig og ég fékk stundum meðferð sem hæfir yngra systkini, eins og að vera óspart strítt, en ég vissi að það var tákn um væntumþykju hans. Þessu tímabili æskunnar, þar sem ég naut þess að hafa þau Gest, Önnu systur hans og for- eldra í nánasta umhverfi, lauk þegar þau fluttu hinum megin á jarðarkringluna. Ég gleymi ekki söknuðinum að missa þau sem voru mér svo kær alla leið til Ástr- alíu. En svo birtust þau aftur nokkrum árum seinna í Hafnar- firðinum og var mikil gleði að end- urheimta þau. Gestur var nú orð- inn unglingur og hafði breyst mikið í útliti, en það var eins og það skipti engu máli, hann hélt áfram að vera sami hlýi frændinn. Ég gæti skrifað lengi um ótal góðar minningar um samveru með Gesti hérlendis og erlendis. T.d. um frábæra heimsókn til Stokkhólms fyrir margt löngu þar sem hann bjó um skeið með fyrri konu sinni Siggu og dótturinni Helgu. Langeyri, hús afa okkar og ömmu, batt okkur böndum, sem og hin frændsystkinin, börn allra systranna fjögurra á Langeyri, og þar hittumst við og nutum sam- vista, stundum mörg saman. Aft- ur sáumst við Gestur mikið þegar ég og mín fjölskylda áttum heima í Kaupmannahöfn í lok síðustu ald- ar. Þá var gott að eiga þá miklu höfðingja Gest frænda og Sillu konu hans að, en þau voru annáluð fyrir gestrisni. Ekki var verra að Gestur var mikill matgæðingur og snillingur í eldhúsinu. Gaman var sitja við eldhúsborðið að skegg- ræða um heima og geima við þennan skemmtilega og listræna mann. Ég hef séð minna til Gests og Sillu eftir að ég flutti aftur til Dan- merkur, en ég hef verið svo hepp- in, í Íslandsheimsóknum mínum, að komast nokkrum sinnum til þeirra í Breiðaból á Eyrarbakka og heilsa upp á þau og hænurnar og sjá húsið breytast smám saman með endurnýjun. En ég sá einnig sjúkdóminn byrja að draga úr þrótti Gests og var það sárt. Þó var mikilvægast að muna eftir góðu stundunum með honum yfir kaffi, kræsingum og djúpum sam- ræðum í bland við húmorinn sem var Gesti svo tamur. Ég votta ykkur innilega samúð elsku Silla, Helga, Óskar, Guð- mundur, Anna og fjölskyldur. Gestur Friðrik Guðmundsson Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarsson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.