Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 55

Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 ✝ Þórleif G. Alex- andersdóttir (Tóta) fæddist á Siglufirði árið 1940. Hún lést 22. mars 2021 á Heil- brigðisstofnun Norðurlands Siglu- firði. Foreldrar henn- ar voru Þórleif Val- gerður Friðriks- dóttir, f. 27.11. 1916, d. 3.11. 1994, og Alexander Ingimarsson, f. 15.2. 1917, d. 24.3. 2002. Systur henn- ar eru Lilja Ingrid (Dúfa), f. 1938, Unnur Helga, f. 1942 og Hólmfríður, f. 1948. 2) Sigurbjörg, f. 17.11. 1967, eig- inmaður hennar er Halldór Ó. Sigurðsson, f. 14.10. 1964. Börn þeirra eru: Sigurður Óskar, f. 21.8. 1996, og Sandra Sif, f. 4.9. 1998. 3) Daníel Pétur, f. 21.4. 1978. Börn hans og fv. sambýlis- konu, Jónu Guðnýjar Jóns- dóttur, f. 25.9. 1966, eru: Jörgen Jón, f. 16.9. 2008, og Erpur Em- il, f. 26.11. 2012. Tóta ólst upp á Siglufirði og gekk í barna- og gagnfræða- skóla Siglufjarðar og fór síðar í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Á uppvaxtarárum sínum var hún í sveit yfir sumartímann á Höfða á Höfðaströnd sem var henni ætíð kær. Hún starfaði lengst af á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar. Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 31. mars 2021, klukkan 14 og verð- ur streymt á vefsíðunni: https://youtu.be/N39nK-ub1VM Hinn 20.6. 1964 giftist hún Daníel P. Baldurssyni, f. 3.10. 1942. Börn þeirra eru: 1) Bald- ur Jörgen, f. 22.2. 1965, börn hans og fv. sambýliskonu, Birgittu Karls- dóttur, f. 5.7. 1966, eru: Daníel Pétur, f. 22.11. 1988, eiginkona hans er Auður Ösp Magnúsdóttir, f. 6.9. 1990, börn þeirra eru Anton Elí- as, f. 23.12. 2009 (sonur Auðar úr fyrra sambandi), Katla Röfn, f. 23.8. 2013, Rúrik Axel, f. 16.9. 2020, og Sonja Rut, f. 24.6 1993. Minning um móður Í hjarta mínu er lítið ljós, sem logar svo skært og rótt. Í gegnum torleiði tíma og rúms það tindrar þar hverja nótt. Það ljósið kveiktir þú, móðir mín, af mildi, sem hljóðlát var. Það hefur lifað í öll þessi ár, þótt annað slokknaði þar. Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, – það logar þar eins og fyrr. Í skini þess sífellt sé ég þig þá sömu og þú forðum varst, er eins og ljósið hvern lífsins kross með ljúfu geði þú barst. Af fátækt þinni þú gafst það glöð, – þess geislar vermdu mig strax og fátækt minni það litla ljós mun lýsa til hinsta dags. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku hjartans mamma okk- ar, hafðu þökk fyrir allt og allt. Baldur Jörgen, Sigurbjörg, Daníel (Danni) Pétur og fjölskyldur. Elsku amma. Takk fyrir að vera amma okkar. Takk fyrir alla kakóbollana og knúsin. Við söknum þín svo mikið. Englar eins og þú: Þú tekur þig svo vel út hvar sem þú ert. Ótrúlega dýrmætt eintak, sólin sem yljar og umhverfið vermir. Þú glæðir tilveruna gleði með gefandi nærveru og færir bros á brá svo það birtir til í sálinni. Sólin sem bræðir hjörtun. Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og þér. Því að þú ert sólin mín sem aldrei dregur fyrir. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín langömmubörn, Anton Elías, Katla Röfn og Rúrik Axel. Nú þegar Tóta mágkona hef- ur kvatt viljum við, fyrir hönd okkar systkina Danna, minnast hennar. Hugurinn hvarflar heim til Siglufjarðar. Þar ól- umst við upp við einangrun á vetrum er Skarðið lokaðist snemma vegna snjóa og við ys og þys síldaráranna á sumrum þar sem Tóta var ávallt ein af fljótustu síldarstúlkunum. Við, yngstu systkinin Anna Þóra og Eiríkur, vorum unglingar þegar Tóta kom inn í fjölskylduna. Grannvaxin, snaggaraleg, létt á fæti, glaðleg, hláturmild og hressileg í viðmóti, gjafmild og greiðvikin. Við tvö þökkum henni og Danna af alhug einstakan stuðning, umhyggju og aðstoð einkum á menntaskólaárum okkar. Það verður seint að fullu metið. Mér, Eiríki, vegalausum ung- lingnum, gekk Tóta í móðurstað með litlum fyrirvara þegar fauk í önnur skjól. „Það er bara ekk- ert annað í stöðunni,“ sagði hún af þeirri hlýju sem undir bjó. Ég varð strax einn af körlunum meðan Sigurbjörg og Baldur Jörgen skottuðust í kring og sköpuðu móður sinni ærin verk- efni. Þegar karlarnir komu slor- ugir úr frystihúsinu hvein í tálknum og maður lærði fljótt hvert lagið skyldi hafa og ein- hvern veginn situr það í. Þarna átti ég góðar stundir. Eitt sinn reyndi ég að þakka umhyggjuna með stóru blómfangi sem óx í sumarnóttinni og yfir sunnu- dagssteikinni var svo sagt frá því að rolla hefði um nóttina komist í garð einn við Hafnar- götuna. Tóta ræktaði garðinn sinn í fleiri en einum skilningi. Hjá henni áttu börnin og síðar barnabörnin gott skjól og þau Danna var gott heim að sækja. Hún var mikil blómakona og með elju sinni kom hún upp einkar fallegum garði við heim- ili þeirra Danna og þar átti hún margar góðar stundir. Síðsum- ars fór hún einatt til berja og tíndi þar hraðar og meira en aðrir. Á vetrum gekk hún á skíðum, helst daglega þegar tíð var góð. Henni féll sjaldan verk úr hendi, var iðin við prjóna- og saumaskap og hvað annað sem til féll og söng í kirkjukór Siglu- fjarðarkirkju um 30 ára skeið. Tóta starfaði lengst af á Sjúkra- húsinu á Siglufirði þar sem hún síðar dvaldi um langt skeið. Í alvarlegum veikindum Tótu undanfarin ár hefur Danni bróðir staðið við hlið hennar sem sá klettur sem vakinn og sofinn sá til þess að ekkert yrði óreynt í að endurheimta bata. Þau nutu góðrar aðstoðar barna sinna, barnabarna og fjölskyld- unnar. Söknuður Danna er mestur því í honum átti hún sinn besta trúnaðarvin. Nú er hún róin á önnur mið þar sem þrautirnar eru að baki og djarf- ar af nýjum degi. Lát huggast, þú ástvinur hryggur! Nú hætti þinn grátur að streyma! Því dauðinn er leið sú sem liggur til lífsins og ódáinsheima (Prudentius, þýð. Jón Helgason) Við systkini Danna, fjölskyld- ur okkar allra og Mie þökkum samfylgdina og vottum Danna, Baldri Jörgen, Sigurbjörgu, Daníel Pétri og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hvíli hún í friði. Eiríkur Baldursson, Anna Þóra Baldursdóttir. Í dag kveðjum við elsku Tótu. Þennan litríka karakter og kvenskörung. Konu sem aldrei féll verk úr hendi og var áður en hún veikt- ist sú duglegasta og hressasta sem þekktist. Alltaf var hægt að leita til hennar og hjálpsemin var henni í blóð borin. Ef henni mislíkaði eitthvað var alveg öruggt að hún lét vita af því og hún lét sko allt flakka. Síðustu árin var hún eins og vængbrot- inn fugl, gat ekki hlaupið út um mela og móa eins og hún var vön. Það var henni erfitt. Nú getur hún gert þetta allt saman. Hefur fengið frelsið frá þessum líkama sem batt hana niður. Við erum þakklát fyrir að hafa átt hana að. Þakklát fyrir alla hjálpina og elskuna. Þakk- lát fyrir líf hennar og þakklát fyrir að nú getur hún breitt út vængina og verið hún sjálf. Náttúrubarnið sem undi sér best úti í garði og uppi í fjöllum. Svo þerrirðu tár af þreyttum hvarmi þelbetri engin kona vann. Þú hugsaðir með þínum heita barmi, hlúðir að gróðri og styrktir hann með táplitlum, en þó traustum armi. Þú tignaðir guð og kærleikann. Þín góðvild, samúð og göfuglyndi gleymist ei neinum, sem kynntist þér. Í sólblævarþyt og vetrarvindi vonglöð og örugg þú reyndist mér. Í greipum dauðans, við draumsins yndi: Jafn-dýrðleg allaf þín návist er. (Þóroddur Guðmundsson frá Sandi) Sendum aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu frábærrar konu. Jóna Guðný og börn. Þórleif G. Alexandersdóttir Verst að ég skyldi ekki geta verið með ykkur á þessari sorgar- stundu, en ég er með ykkur í anda. Anna Birna Almarsdóttir. Elskulegur systursonur okkar Gestur Friðrik Guðmundsson er látinn langt um aldur fram. Stella móðir hans var elsta systir okkar og lést árið 2018 en Guðmundur (Mummi) faðir Gests lést 1978 að- eins fimmtugur að aldri. Stella og Mummi giftu sig 1953 og hófu búskap sinn á Vitastíg 7 hér í Hafnarfirði. Þau hófu fljót- lega að huga að því að byggja sér eigið húsnæði og úr varð að for- eldrar okkar, Anna og Guðbjörn, létu þeim í té lóð úr eignarlandi sínu á Langeyri við Herjólfsgötu. Við systurnar vorum mjög nán- ar alla tíð og þegar Stella og Mummi voru að ljúka byggingu hússins síns bjuggu þau um hríð hjá foreldrum okkar í litla húsinu á Langeyri. Þar var þröngt búið þegar Stella og Mummi voru kom- in með tvö börn, þau Önnu sem var þriggja ára og Gest á fyrsta ári, en þeim mun meira hjarta- rými var á Langeyrinni. Þau fluttu svo inn í nýja húsið stein- snar frá Langeyri og var mikill daglegur samgangur á milli. Árið 1969 fluttu Stella og Mummi búferlum til Ástralíu með Önnu sem var þá 16 ára og Gest 13 ára. Fljótlega eftir að þau voru búin að koma sér fyrir þar veiktist Mummi alvarlega og varð ljóst að fjölskyldan yrði að snúa aftur heim 1972 eftir þriggja ára dvöl í Ástralíu. Mummi náði ekki heilsu aftur og lést í ágúst 1978 eftir legu á Sólvangi síðustu misserin. Þetta tímabil erfiðra veikinda reyndi mjög á þau öll og Stella systir okkar og börnin Anna og Gestur sýndu mikið æðruleysi og veittu Mumma mikinn stuðning og ástúð. Við höfum verið svo lánsamar að fylgjast með vexti og þroska Gests og börn okkar urðu miklu meira en frændsystkini hans held- ur nánir vinir. Snemma kom í ljós að Gestur bjó yfir miklum listræn- um hæfileikum og stundaði mál- aralistina af kappi. Hann hafði un- un af að teikna og mála myndir af fólki, sérstaklega fjölskyldu sinni og fólki á förnum vegi. Einnig var hann mjög áhugasamur um tón- list, spilaði á gítar og smitaði gleði út frá sér til okkar allra. Við erum þakklátar fyrir líf Gests og vottum Sillu, hans tryggu eiginkonu, einlæga samúð. Jafnframt sendum við börnum Gests, Helgu, Guðmundi og Ósk- ari, okkar innilegu samúðarkveðj- ur og einnig einkasystur hans, Önnu, og biðjum þeim og fjöl- skyldum þeirra styrks í sorginni. Sigríður (Lilla), Anna Björk (Bidda) og Þórunn (Tóta). Látinn er listamaðurinn ljúfi og kær frændi minn Gestur Guð- mundsson. Á kveðjustund minnist ég hans með þakklæti fyrir svo margt. Gestur var rétt um áratug eldri en ég, við vorum systrasynir og var mikill samgangur á uppvaxtarárum mínum. Þegar ég var fimm ára pjakkur, snemma á áttunda áratugnum, flutti þessi svali frændi minn heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Ástralíu. Það var ekki laust við að ákveðin dulúð hafi umvafið Gest; hjá hon- um sá ég alls konar framandi hluti frá heimsálfunni hinum megin á hnettinum, heyrði enska brandara með áströlskum hreim, tók inn listaiðkunina og tónlistarsmekk- inn. Gestur kom mér upp á að hlusta á bestu plötur Bítlanna, Jethro Tull, Pink Floyd og King Crimson, svo nokkuð sé nefnt. Gestur var liðtækur kassagítar- leikari og ég laðaðist að spiliríinu. Hann kenndi mér lagið „House of the rising sun“, gripin og plokkið. Þarna fékk ég bakteríuna og byrj- aði að læra á gítar í framhaldi af þessu. Fyrir allt þetta er ég æv- inlega þakklátur Gesti. Eftir að ég flutti vestur um haf í lok níunda áratugarins fékk ég mun færri tækifæri til að hitta Gest frænda, en ég minnist tveggja heimsókna sérstaklega, einnar sumarið 2017 þegar við Brynja fórum í Þingvallabústað tengdaforeldranna. Það var yndislegt sumarkvöld í hópi frá- bærs fólks. Í apríl 2019 náði ég svo að hitta hann á Eyrarbakka, þar sem hann bjó lengi, þótt ég hafi ekki heimsótt hann þangað nema þetta eina skipti. Það var okkar síðasti fundur. Kæra Silla, við Brynja sendum þér okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Anna, börn Gests, Helga, Guðmundur og Óskar, og fjöl- skyldur; við sendum ykkur hlýja strauma og innilega samúð okkar hér vestra. Örn Almarsson. Elsku Gestur, það er erfitt að ná utan um þá hugsun að þú hafir nú kvatt þennan heim. Söknuður- inn er mikill og minningarnar streyma um hugann. Við höfum átt svo ótal margar stundir saman og sárt til þess að hugsa að þær verði ekki fleiri, en ég er svo enda- laust þakklát fyrir allar minning- arnar um kærleiksríkan, listræn- an, skemmtilegan og yndislegan frænda. Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum hvað þú varst í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var að vaxa úr grasi. Ég man ennþá tilhlökkunartilfinninguna þegar þú varst að koma í heim- sókn eða þegar við komum til að hitta þig. Fögnuðurinn var þvílík- ur að halda mætti að ég hefði ekki séð þig í lengri tíma. Þú tókst allt- af á móti manni opnum örmum, varst mikill húmoristi, stríðinn og alltaf til í grín og glens. Þú varst einstakur sögumaður og gæddir ævintýri þín einstöku lífi með til- komumikilli frásögn og jafnvel myndum. Minningarnar úr æsku eru óteljandi og þegar ég hugsa til baka þá eiga þær það sameigin- legt að það ríkti hlátur, gleði og gaman, sama hvort um var að ræða veiðiferðir, sumarbústaðar- ferðir, veisluhöld, hátíðisdaga eða einfaldan hversdagsleikann. Þrátt fyrir að þú hafið búið er- lendis til nokkurra ára fylgdist þú vel með því sem var að gerast í lífi okkar hér á Íslandi. Þú gafst þér alltaf tíma og það skipti þig máli að okkur liði vel. Á þessum tíma áttir þú það til að senda mér bréf, myndasögur og jafnvel segul- bandsupptökur með alls konar kjánagangi og sögum. Það var mjög svo spennandi að fá póst frá frænda í útlöndum og margt af þessu á ég enn og rifja upp öðru hverju, sem er alltaf jafn skemmtilegt. Þegar þú fluttir aftur til Íslands var ég farin að fullorðnast og átt- aði mig fljótt á því að þú varst mér meira en frændi, í þér átti ég ein- stakan vin sem ég gat alltaf leitað til. Þegar ég eignaðist svo Ómar Loga minn þá varstu ekki lengi að koma þér í eitt af efstu sætunum á uppáhalds-listanum og þótti hon- um einstaklega gaman að heim- sækja Gest frænda. Við mæðginin komum ófá skiptin í heimsókn á Eyrarbakka þar sem við áttum yndislegar stundir. Þú hafðir svo einstaka nærveru elsku frændi og frá þér streymdi alltaf kærleikur og hlýja. Jafnvel þó að þér liði ekki alltaf vel sjálf- um hafðirðu einstakt lag á því að láta fólki líða vel í kringum þig, það birti einhvern veginn alltaf til þegar þú varst nálægur. Stórt skarð hefur verið höggvið í lífið eftir fráfall þitt og engin orð lýsa því nægilega vel hversu stór- fenglegur og yndislegur maður þú varst, elsku frændi. Heimurinn er tómlegur án þín! Þó að söknuður- inn sé sár munu dásamlegar minningar um þig lifa í hjarta mínu, ómurinn af innilegum hlátri þínum færa fram bros og mál- verkin þín á heimili mínu vaka yfir mér og umvefja mig kærleika. Þín systurdóttir, Ingigerður (Inga) Stella. Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR JÓNSSON, Ásbraut 9, Kópavogi, lést á krabbameinsdeild Landspítala föstudaginn 27. mars. Finnbjörg Konný Hákonardóttir Gyða Björg Sigurðardóttir Birkir Ólafsson Hilmar Þór Sunnuson Guðbjörg Guðlaugsdóttir afabörn, systur og stjúpsynir Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR, lést á Landspítalanum 26. mars. Brynjólfur Jónsson Dagný Guðnadóttir Þorlákur Jónsson Þorgerður Jónsdóttir Sigurjón Björnsson Jón Erlingur Jónsson Anna Stefánsdóttir Þuríður Jónsdóttir Atli Ingólfsson barnabörn og barnabarnabörn Óli Pétur Útfararstjóri s. 892 8947 Hinrik Valsson Útfararstjóri s. 760 2300 Dalsbyggð 15, Garðabæ Sími 551 3485 osvaldutfor@gmail.com Okkar kæra SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR frá Efra-Núpi, Miðfirði, V.-Hún., lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 29. mars. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.