Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
✝
Ingólfur Hauk-
ur Kristjáns-
son fæddist á
Akureyri 20. októ-
ber 1966. Hann lést
á Landspítalanum
deild 11E 18. mars
2021.
Foreldrar hans
voru Kristján Sig-
mar Ingólfsson, f.
26. maí 1943, d. 7.
maí 1990, og Linda
Steingrímsdóttir, f. 19. nóv-
ember 1946.
Systkini Ingólfs Hauks eru:
Dóra Kristjánsdóttir, f. 14.
febrúar 1965. Maki hennar er
Ársæll Kristjánsson, þau eiga
þrjú börn; Gunnar Örn Krist-
jánsson, f. 4. nóvember 1968.
Maki hans er Helena Sigurðar-
ján Ingi, f. 24. nóvember 2004.
Ingólfur á tvær dætur: 1) El-
ísabeth Lind, f. 30. apríl 1987.
Maki hennar er Ástvaldur Helgi
Gylfason, synir þeirra eru Ey-
þór Ingi og Kristinn Freyr; 2)
Rakel, f. 14. ágúst 1995. Sonur
Sigrúnar Hildar er Jakob Freyr
Atlason, f. 10. nóvember 1992.
Ingólfur Haukur ólst upp á
Svalbarðseyri til níu ára aldurs
og fluttist þá til Dóru ömmu
sinnar og Ingólfs afa síns í
Bræðraborg á Hofsósi. Hann
flutti til Vestmannaeyja um tví-
tugt og lauk þar Stýrimanna-
skólanum árið 1993 eftir að
hafa unnið sem háseti í nokkur
ár. Síðustu árin var hann stýri-
maður á Víkingi AK-100 og bjó
með fjölskyldu sinni í Kópavogi.
Útförin fer fram í Linda-
kirkju í dag, 31. mars 2021,
klukkan 13. Streymt verður frá
athöfninni á slóðinni:
https://fb.me/e/1ej8WJK6S/.
Virkan hlekk má einnig nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat/.
dóttir, þau eiga
þrjú börn og tvö
barnabörn; Snorri
Valdimar Krist-
jánsson, f. 5. febr-
úar 1974. Maki
hans er Álfheiður
Elín Bjarnadóttir,
þau eiga þrjá syni.
Hjálmar Skarphéð-
insson, f. 17. októ-
ber 1975. Maki
hans er Monika
Katarzyna Waleszczynska, þau
eiga þrjár dætur. Kári Snær
Skarphéðinsson, f. 28. október
1987. Maki hans er Andrea
Gylfadóttir, þau eiga tvö börn.
Ingólfur Haukur kvæntist
Sigrúnu Hildi Guðmundsdóttur,
f. 11. júlí 1971, hinn 1. septem-
ber 2007. Barn þeirra er Krist-
Í dag kveð ég elskuna mína,
sem hefur fengið frið eftir þessa
baráttu sem við ætluðum að
vinna saman. Þú varst svo harð-
ur á því, alveg allan tímann. Það
var svo einstakt hvernig þú
tókst á við veikindin með þínu
einstaka jafnaðargeði og hélst í
þinn skemmtilega húmor og
stríðnina maður minn.
Ég man þegar við hittumst
fyrst og svo hittumst við nokkuð
oft áður en við urðum kærustu-
par og síðar hjón. Auðvitað ætl-
uðum við að verða gömul saman
og við töluðum stundum um það
hvað við ætluðum að njóta og
við yrðum nú að fara að byrja í
golfi til að hafa eitthvað að gera
á Tene í ellinni. Við vorum alltaf
dugleg að njóta lífsins og gera
eitthvað skemmtilegt saman og
eins vorum við dugleg að nýta
tímann í veikindunum og njóta
og allar minningarnar sem við
eigum saman eru ómetanlegar í
dag.
Ég hlakkaði alltaf til þegar
þú varst að koma í land og það
var alltaf ákveðin spenna, þann-
ig að við vorum eins og kær-
ustupar endalaust. Þú varst ein-
stakur, svo góður og hlýr, alveg
inn að beini. Þú hafðir svo
skemmtilegan áhuga á fólki og
varst mikill spjallari, og svo
mikill símamaður líka sem svo
stytti stundirnar síðustu árin.
Gæti talið upp endalaus jákvæð
lýsingarorð um þig elskan mín.
Þú varst svo skemmtilegur og
við áttum svo oft gott spjall yfir
morgunbollanum, sem ég mun
sakna.
Ég mun sakna þín svo mikið
að ég bara veit ekki hvað… ég
get ekki ímyndað mér lífið án
þín.
Til þín ég hugsa
staldra við.
Sendi ljós og kveðju hlýja.
Bjartar minningar lifa
ævina á enda.
(Hjartalag)
Elska þig endalaust mikið.
Hvíldu í friði.
Þín
Sigrún Hildur.
Elsku hjartans pabbi minn.
Mikið er sárt að þurfa að kveðja
þig svona fljótt. Missirinn er
mikill. En ég á svo margar ljúfar
og skemmtilegar minningar til
að ylja mér við. Frábærar stund-
ir með pabba mínum.
Bryggjurúntarnir í Eyjum
með viðkomu í sjoppunni þar
sem við fengum okkur kókflösku
með lakkrísröri eða ís. Kósí-
kvöldin okkar í Áshamrinum.
Heimsóknirnar til Hjálmars
og Moniku og allra skemmtilegu
vina þinna. Gistipartíin í Sælu-
hlíð og dekrið á Breiðvangnum.
Jól, áramót og páskar í Hnífsdal
hjá ömmu Lindu, Skarphéðni
afa, Kára Snæ og Snorra. Allt
voru þetta ævintýri sem ég lifi á
enn í dag.
Ég held sérstaklega upp á
ferðalögin okkar tveggja sem við
fórum á hverju sumri til að hitta
allt fólkið okkar. Við brunuðum í
Bræðraborgina til uppáhalds
ömmu Dóru. Fórum á Akureyri
til Rakelar systur og Gunnars og
fjölskyldu, á Svalbarðseyri til
Dóru og fjölskyldu og í Heið-
arholtið. Ég naut góðs af því
hvað þú varst duglegur að rækta
sambandið við fjölskylduna þína
og fékk að kynnast stórfjölskyld-
unni allri þrátt fyrir að búa fyrir
sunnan. Við brunuðum allt á
hæfilega löglegum hraða með
tónlistina í botni og góluðum
með:
Ef ég ætti þrjár óskir, þá ég óskaði ég
mér
að ég gæti flogið, flogið til þín
yfir fjöll, yfir höf til þín
Svo varð ég stór og þú fékkst
Sigrúnu þína og Jakob Frey inn í
líf þitt og svo Kristján Inga. Ég
kynntist Valda og eignaðist afa-
strákana þína og þá tók við nýtt
hlutverk. Afahlutverkið. Þú
varst yndislegur afi strákanna
okkar og fékkst auðvitað nafna í
Eyþóri Inga. Þú komst austur í
heimsóknir til að leika við Eyþór
Inga og svo Kristin Frey og
passaðir heima í Asparhvarfi
þegar þú gast. Ég var hrædd um
að þú fengir ekki að kynnast litlu
bauninni minni þegar þú greind-
ist og ég var ólétt en við fengum
þrjú extra ár og þú kynntist
Kristni Frey sem er uppátækja-
samur grallari eins og afi var.
Þú vildir ekkert drama eða
væmni en varst samt alltaf til í
knús. Þegar ég átti erfitt með að
sofna í gamla daga leyfðirðu mér
að gista á gólfinu inni hjá þér og
hélst í höndina mína þar til ég
sofnaði. Svo kom að því að ég
vekti yfir þér og héldi í höndina
þína þegar þú fórst í Sumarland-
ið. Ég verð alltaf þakklát fyrir
þessa kveðjustund.
Takk elsku pabbi minn, fyrir
að vera góður pabbi, tengdafaðir
og yndislegur afi.
Við elskum þig alltaf.
Elísabeth Lind
Ingólfsdóttir,
Ástvaldur Helgi Gylfason,
Eyþór Ingi Ástvaldsson,
Kristinn Freyr Ástvaldsson.
Minning um Inga bróður.
Nú ertu farinn frá okkur minn
kæri Ingi bróðir og minn besti
vinur. Það er hræðilega ósann-
gjarnt og erfitt að sætta sig við
að missa þig svona snemma, ég
veit að þín verður sárt saknað af
fjölskyldunni og stórum vina-
hópi. Ég er óendanlega þakklát-
ur fyrir þann tíma sem við feng-
um saman í lífinu og þegar ég lít
til baka sé ég hversu ótrúlega
mikið af góðum minningum við
eigum. Þrátt fyrir að við ættum
heima hvort á sínu landshorninu
stærstan hluta ævinnar höfum
við í raun varið miklum tíma
saman og þess á milli verið eft-
irlætisviðskiptavinir Símans, afi í
Hofsósi skildi ekkert í því hvað
þú værir að ólmast svona í síman-
um.
Það er svo margt gott um þig
að segja, ekki bara traustur vinur
vina þinna heldur einnig ótrúlega
duglegur að halda góðu sambandi
við vini og vandamenn. Það er
aðdáunarvert hversu mannglögg-
ur þú ert og hversu auðvelt þú átt
með samskipti, enda með góða
kunningja og vini hvert sem þú
fórst og alltaf varstu hrókur alls
fagnaðar með einstakan húmor
og sanna gleði í hjarta.
Æskuminningar hrannast upp
og veita mér gleði á annars dapri
kveðjustund. Æfingaakstur án
aldurs á mótorhjóli og ævintýra-
legir rúntar próflausir á VW-
bjöllu og veiðiferðir á klappirnar
og skak á árabátnum Hermóði,
það er von að amma hafi haft
áhyggjur af okkur bræðrum. Allt-
af nenntir þú að drösla litla bró
með og á bílprófsaldrinum voru
þeir óteljandi rúntarnir og eftir-
minnilegar ferðir á útihátíðir og á
milli landshluta. Alltaf var jafn
gaman að hitta þig og vera með
þér, einnig lifa góðar minningar
um samveru innanlands og utan á
liðnum árum.
Það hefur verið gaman að
fylgjast með þér í lífinu, svo fjöl-
breytt og farsælt. Sennilega var
þín mesta gæfa að fara á vertíð í
Vestmannaeyjum þar sem þú
dast inn í samfélag sem smell-
passaði fyrir þig og þinn karakt-
er.
Eftir nokkur ár sem háseti á
Valdimari Sveinssyni VE-22
tókstu það stóra skref að fara í
stýrimannaskólann þar sem þú
eignaðist frábæra vini sem hafa
fylgt þér síðan.
Eftir góðan stýrimannstíma á
Emmu VE-219 og stutt stopp á
nokkrum skipum fékkstu
draumastöðu á uppsjávarskipinu
Víkingi AK-100 þar sem þú varst
í góðum félagsskap. Snemma
beygðist krókurinn á skakinu á
Hermóði og þú varst svo stoltur
af sjómannsferlinum og skipunum
þínum, enda hörkutól til sjós og
dugnaðarforkur til vinnu. Þú
tókst á við veikindin af sömu elju
og stóðst öldurnar í þrjú ár með
þvílíkum hetjuskap og hélst
áfram að bæta í góðar minningar
þrátt fyrir erfiða tíma.
Þú mátt vera manna stoltastur
af fjölskyldu þinni og þrátt fyrir
að það hafi tekið tíma að finna þá
einu réttu til að kvænast var það
happafengur.
Aðdáunarvert var að sjá hvað
þú sinntir börnunum þínum vel
og þótt ég viti að þú munir ávallt
fylgja þínum nánustu í anda þá
nístir það inn að hjarta að þú fáir
ekki meiri tíma með þínum ynd-
islegu börnum, barnabörnum og
eiginkonu.
Hvíl í friði minn kæri bróðir og
þegar minn tími kemur veit ég að
þú munt bíða með opinn arminn
og frábæra samveru. Þangað til
mun ég efna loforðin sem ég gaf
þér.
Gunnar Örn Kristjánsson.
Elsku Ingó okkar. Minning þín
mun lifa í hjarta okkar allra sem
þekktum þig og þína léttu lund.
Þvílíkur öðlingur, alltaf varstu
jafn duglegur að hughreysta
aðra.
Elsku tengdasonur minn, þín
verður sárt saknað.
Við Helgi vottum eiginkonu,
aðstandendum og ástvinum okkar
innilegustu samúð og biðjum góð-
an guð að styrkja þau í þessari
miklu sorg.
Nú hvílir þú í landi ljóss og
friðar elsku vinur.
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Hlutverk þitt í heimi hér,
þú hafðir leyst af hendi.
Af þeim sökum eftir þér,
Guð englahópa sendi.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta..
(B.H.)
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Saknaðarkveðjur.
Þín tengdó,
Ingibjörg og Helgi.
Minn kæri frændi. Án þín er
allt frekar tómlegt á þessari
stundu. Hvar sem þú ert er ég
viss um að þú ert ekki einn á
gangi. Við höfum þekkst alla
okkar tíð og brallað margt sam-
an. Margt vita sumir og aðrir
minna en uppátæki okkar gætu
fyllt heila bók.
Okkar vegferð hefur ein-
kennst af skemmtunum, ferða-
lögum, matarveislum og ekki má
gleyma okkar bestu stundum á
Hofsósi í skjóli hjá ömmu og afa
og síðar seinna meir við sjálfir
með okkar fjölskyldum sem full-
orðnir einstaklingar.
Þótt amma og afi hafi sett
okkur lífsreglur fylgdum við
þeim ekki alltaf og kom það fyrir
að fulltrúar hins opinbera urðu
að láta vita af okkar uppátækj-
um. Þú varst mér eins og bróðir
og það leið varla sá dagur sem
við sáumst eða heyrðumst ekki.
Þú hafðir svo marga mannkosti
að geyma, það vita þeir sem til
þekkja.
Umhyggja þín fyrir öðrum og
verkefnum annarra var alltaf
mikil öllum stundum. Þú vildir
alltaf öllum hið besta og ef ósætti
kom upp gerðir þú allt sem í þínu
valdi stóð til að leysa þann
ágreining. Að hafa fengið að
verða samferða þér í gegnum líf-
ið hefur gert mig að betri manni
og ég hlakka til að hitta þig á
nýjum stað þegar mér er ætlað.
Elsku frændi minn: „Þú munt
aldrei ganga einn“.
Erlingur Ingi Sigurðsson
(Elli).
Elsku Ingó okkar. Það er erf-
itt að sætta sig við það að þú sért
farinn frá okkur. Missir okkar er
mjög mikill. Við höfum aldrei
kynnst annarri eins hetju og þér.
Þú fórst í gegnum þessi þrjú ár
af veikindum með algjörri yfir-
vegun, með jafnaðargeði, styrk
og jákvæðni.
Þú meira að segja týndir aldr-
ei húmornum. Við kveðjum þig
með mikinn söknuð í hjarta og
minnumst alla góðu stundanna
sem við áttum með þér og Sig-
rúnu og þinni fjölskyldu.
Þú varst svo yndislegur mað-
ur, góðhjartaður og vildir öllum
svo vel. Jákvæðni þín, gleði, út-
geislun og húmor smitaði frá sér
hvar sem þú komst. Við sitjum
hér með tár í augum og hugsum
hvað við erum þakklát fyrir allar
yndislegu minningarnar sem við
eigum um þig.
Allar skemmtilegu utanlands-
ferðirnar til dæmis.
Þær voru margar og skemmti-
legar. Það var alltaf svo gaman
að ferðast með þér. Þú þekktir
alltaf einhvern, annaðhvort í
flugstöðinni, flugvélinni eða jafn-
vel erlendis. Ef það voru Íslend-
ingar þar sem við vorum stödd
þá þekktirðu þá, ættingja þeirra,
eða fannst tengingu við fólkið.
Það fannst líka öllum svo gaman
að spjalla við þig. Þú varst svo
skemmtilegur og með svo þægi-
lega nærveru og yndislega orð-
heppinn. Enda varstu vinmargur
og vinsæll.
Það sem við erum þakklát fyr-
ir þann tíma sem Björn Ingi –
Monsi ykkar – fékk með þér.
Hann elskaði afa Ingó svo mik-
ið. Þið voruð svo miklir vinir. Þú
varst svo góður við hann, veittir
honum alla þína athygli og lékst
við hann þegar þú hittir hann.
Enda sá hann ekki sólina fyrir
þér.
Takk elsku Ingó okkar fyrir
allt sem þú hefur gefið okkur.
Alla gleðina, hláturinn, vænt-
umþykjuna og takk fyrir að
vera alltaf svona góður við
Björn Inga og okkur. Við vild-
um öll svo sterkt halda í þá trú
að þú yrðir viðstaddur brúð-
kaupið okkar í sumar og myndir
keyra brúðarbílinn, eins og
planið var. Þú talaðir aldrei um
neitt annað en hvað þú hlakk-
aðir til og að við yrðum að fara
að finna flottan bíl. Þú verður
með okkur, það er engin spurn-
ing.
Við kveðjum þig í hinsta sinn
okkar kæri mágur, svili og afi.
Hvíldu í friði. Minning þín lifir í
hjarta okkar.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Elínborg, Björn Daði
og Björn Ingi.
Elsku hjartans Ingó. Mikið
hvað lífið getur stundum verið
ósanngjarnt.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Hér sit ég með tárin í aug-
unum og minnist þín; rifja upp
okkar áratuga löngu kynni, litlu
augnablikin jafnt sem stóru
stundirnar. Leiðir okkar lágu
fyrst saman þegar ég byrjaði að
vinna í frystihúsinu á Hnífsdal
þá aðeins 14 ára – en þú rígfull-
orðinn á 18. ári. Strax þá vakti
það athygli mína hversu ynd-
islegur þú varst; tillitssamur,
nærgætinn og ljúfur. Ekki síst
við okkur sem yngri vorum og
þurftum kannski svolitla hand-
leiðslu. Strax hafðir þú brenn-
andi áhuga á fólkinu í kringum
þig; sorgum þess og sigrum.
Strax þá var lífsgleðin orðin þitt
aðalsmerki.
Það var hins vegar ekki fyrr
en þú kynntist Sigrúnu Hildi
vinkonu minni sem ljóst var að
þú myndir alltaf eiga sérstakan
sess í hjarta mínu. Þið voruð
eins og sköpuð hvort fyrir ann-
að og fátt sem gladdi mig meira
en að fá að fagna ást ykkar með
ykkur í ógleymanlegu, fallegu
og afar fjörugu brúðkaupi ykk-
ar árið 2007. Allar götur síðan
höfum við brallað eitt og annað
saman; búið til heilan haug af
yndislegum minningum sem
munu ylja mér um hjartarætur
um ókomin ár.
Alltaf var það þessi einlægi
áhugi og umhyggja fyrir sam-
ferðafólki þínu, vinum og vanda-
mönnum, sem einkenndi öll þín
samskipti við fólk – og þá skipti
aldursmunur engu máli. Í hvert
sinn sem þú sóttir mig heim
gafstu þér tíma til að spjalla við
börnin mín og spyrja þau út í
þeirra líf; hvernig gengi í skól-
anum, hvort þau væru skotin í
einhverjum og hverjar væru
þeirra vonir og þrár. Það þótti
mér – og þeim – alla tíð afar
vænt um. Og þetta sagði svo
mikið um þig.
Að fylgjast með aðdáunar-
verðu æðruleysi þínu í veikind-
unum síðustu ár hefur verið
nístandi sárt en lærdómsríkt
fyrir okkur sem staðið höfum
hjálparlaus á hliðarlínunni með
vonina eina að vopni.
Elsku Ingó, um leið og ég
þakka þér frá dýpstu hjartarót-
um fyrir trausta og einlæga vin-
áttu heiti ég þér því að ég mun
passa upp á hana Sigrúnu þína
og vefja hana örmum alla tíð.
Ingólfur Haukur
Kristjánsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Minningarkort
Nýrnafélagsins er hægt
að nálgast á nyra.is
eða í síma 561 9244.
Ykkar framlag er okkar styrkur,
takk fyrir stuðninginn.