Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 ✝ Þórhallur Guð- mundsson fæddist 4. janúar 1964 í Bröttuhlíð á Hofsósi. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 21. mars 2021. Þórhallur var sonur hjónanna Birnu Þórhallsdóttur, f. 1938, og Guð- mundar Kristjáns- sonar, f. 1931, d. 1988. Systkini hans eru Helga Þórdís, f. 1955, Kristján, f. 1957, Kristinn, f. 1961, og Gylfi, f. 1971. Þórhallur lauk grunnskóla- göngu sinni í Keflavík og síðar námi í húsasmíði frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Þórhallur starfaði lengst af sínum starfsferli sem smiður, en sinnti einnig sölu- störfum á tímabili. Síðustu æviárin starfaði hann sem smiður hjá Nesfiski í Garðinum. Þórhallur var kvæntur Helen Antonsdóttur, f. 1960. Eiga þau sam- an soninn Ástþór Orra. Úr fyrra sam- bandi á Þórhallur tvær dætur, Fanneyju Rut og Maríu. Úr fyrra sambandi á Hel- en börnin Steinar Örn og Ernu Ósk. Þórhallur á átta barnabörn og eitt langafabarn. Útförin fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag, 31. mars 2021, klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstand- endur viðstaddir athöfnina. Þú hringdir með slæmar fréttir en leyfðir mér nú samt að ausa yfir þig upplýsingum um hann Flóka fyrst. Sagðir mér svo að þú hefðir farið til læknis og fengið slæmar fréttir, að þú ættir að lesa smásögur en ekki langar skáldsöguseríur. Við hlógum en mér brá og við tóku svefnlausar nætur. Um viku síðar fer jörðin að skjálfa og fréttirnar um krabbameinið taka að versna. Þá hefst ógleymanlegur tími þar sem skjálftar hrista upp allar minn- ingarnar um þig. Allan tímann sem ég vildi að við hefðum átt saman og hélt að við myndum deila næstu áratugi. Vegna þess að tími okkar saman kom í skömmtum í formi helgarheim- sókna og síðar allt of fárra kaffiheimsókna. Grillveislur í garðinum, bíltúr um bæinn, skoða alla biluðu bílana sem ég keypti gegn þínum ráðum. Svo má ekki gleyma símtölunum sem voru aldrei styttri en hálf- tími en við hefðum getað talað saman í marga klukkutíma. Þú varst svo stoltur af fólkinu þínu og hafðir endalaust ánægju af afrekum barnabarnanna. Gleði- tárin við eldhúsborðið þegar við hittumst á miðjum vinnudegi og ég sagði þér að Flóki (enn eitt barnabarn) væri á leiðinni, það er líklegast fallegasta minningin með þér. Áfallið að missa þig svona hratt og svona snemma er svakalegt og eitthvað sem skilur okkur eftir í aðstæðum sem eru okkur óskiljanlegar. Ég er búin að taka upp símann til að hringja í þig nokkrum sinnum, mig langar svo að heyra hvað þér finnst um nýju veirureglurnar eða hvort þér finnist ráðlegt að fara í frí til Spánar. Stórar og litlar ákvarð- anir hef ég alltaf tekið eftir ráð- um frá þér pabbi minn. Jörðin hætti loks að skjálfa og gosið hófst, þá hafði Helen samband, það er kominn tími til að kveðja. Við systur keyrðum brautina og virtum fyrir okkur reykmökkinn frá Geldingadöl- um, við vorum á leiðinni að sjá þig í síðasta sinn. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt um lífið, þú skilur eftir þig fjöll af fallegum augnablik- um sem aldrei verða gleymd. Það var enginn eins og þú pabbi, ég elska þig. María Elínardóttir Elsku bróðir minn er horfinn á braut aðeins 57 ára eftir snarpa baráttu við krabbamein. Þú varst einstaklega ljúfur og alltaf mætti manni fallega bros- ið þitt og glettni. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Margar minningar koma upp í hugann frá yngri árum eins og þegar þú varst að kenna yngsta bróður okkar frönsku. Þið sátuð úti á stétt og hafðir þú lært nokkur orð í frönsku úr sjón- varpinu frá frönskukennslu frú Vigdísar. Elskur vinurinn, ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér í draumalandinu, þín er sárt saknað. Minning um góðan dreng lifir. Elsku Helen, börnin, barna- börnin, barnabarnabarnið, tengdabörnin og mamma, megi góður guð styrkja ykkur í sorg- inni. Þín systir, Helga. Þórhallur Guðmundsson tengdapabbi kom inn í mitt líf fyrir tæpum 22 árum. Frá fyrstu kynnum vorum við miklir félagar, enda með svipaða lífs- sýn og yfirvegun að leiðarljósi. Þórhallur lauk iðnbraut húsa- smíða við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og var gríðarlega fær smiður. Í hvert sinn sem hann hjálpaði manni við smíða- vinnu var hann búinn að ímynda sér í hausnum fyrir fram hvern- ig verkið ætti að líta út. Fyrir mér var þetta furðulegur hæfi- leiki þar sem ég var ekki einu sinni búinn að ímynda mér hvernig ég ætti að handlanga hamarinn til hans fyrirfram, þó taldi ég mig vera nokkuð góðan handlangara. Það var ekki að spyrja að því, þegar verkið var fullklárað var það alltaf svo gott sem óaðfinnanlegt, enda fékk hann viðurnefnið millimetra- maðurinn hjá okkur fjölskyld- unni. Eftir því sem árin liðu og ég fór að fúska mikið sjálfur í smíðavinnu var ekki laust við að púlsinn færi í botn þegar milli- metramaðurinn kom í heimsókn í úttekt. Þegar hann byrjaði að benda á hinar og þessar villur hjá manni sagði ég nú alltaf við hann að ég væri nú ekki að byggja Buckingham-höll. Hon- um þótti það merkilega fyndið, en mér var alvara með þessu. Þegar ég og Erna bjuggum nokkur ár í Danmörku á sínum tíma var ekki að spyrja að því að Þórhallur var duglegur að koma í heimsókn á hverju ári og nánast hvert sinn sem hann kom gat hann aðstoðað við ein- hver verk. Smíðað var grind- verk í bakgarðinum og fyrir framan íbúðina sem við bjugg- um í, engu máli skipti þótt þetta væri leiguíbúð. Þarna sá maður líka að maðurinn vissi fátt betra en að skapa eitthvað í hönd- unum á sér. Hann var ákaflega stoltur af öllum sínum barnabörnum og fyrir mér leit þetta út eins og öll þessi barnalukka í kringum hann væri öflug vítamínsprauta fyrir sálarlífið hjá honum. Alltaf spratt fram bros þegar maður mætti með börnin í heimsókn, hann stóð upp frá því sem hann var að gera og gaf þeim stórt og gott afaknús. Börnin með- tóku alla þá ást sem hann gaf þeim og fyrir vikið dýrkuðu þau afa sinn. Honum þótt fátt skemmtilegra en að mæta á íþróttamót hjá börnunum okk- ar, tala nú ekki um ef að það tengdist fótbolta, sem var ein af hans uppáhaldsíþróttum. Eftir situr hafsjór af minn- ingum með tengdapabba, ótal ferðalög innanlands í útilegu og sumarbústaði. Utanlandsferðir saman til Kanarí og Spánar, þar sem við áttum margar einlægar spjallstundir á kvöldin með leð- urbakaða húð eftir sólargeisla dagsins yfir nokkrum köldum bjórum. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér í lífinu Þórhallur Guðmundsson, takk fyrir að vera alltaf til staðar þegar á reyndi og fyrir að veita börn- unum mínum ótakmarkaða ást og umhyggju. Margeir Einar Margeirsson. Elsku afi, við munum aldrei gleyma öllum góðu stundunum sem við höfum átt, það var allt- af jafn gaman að koma til ykk- ar. Það fyrsta sem þú gerðir var alltaf að standa upp og labba brosandi í átt að okkur og svo gafstu okkur stórt knús. Við elskum þig af öllu hjarta. Takk fyrir að vera alltaf svona góður við okkur og brosmildur, við elskum þig. Bergdís Brá og Markús Þór. Elsku afi, þú studdir mig allt- af í öllu sem ég gerði, alveg sama hvað það var, og vildir alltaf að öllum liði sem best. Frá því að ég var lítil hefur mér alltaf liðið best hjá þér. Þú hjálpaðir mér mikið í lífinu og mér finnst vanta einhvern part af mér með þig ekki lengur til staðar. Ég mun alltaf elska þig af öllu mínu hjarta. Helen María. Elsku Lalli. Engin orð fá því lýst hve mikil sorg býr í hjarta mínu við að skrifa þessar línur. Okkar fyrstu kynni voru þegar við báðir fluttum í Eyjabyggð- ina í Keflavík 1974, ég 11 ára og þú 10 ára, báðir steingeitur og nánast eitt ár milli okkar, jafn gamlir tvo daga á ári. Það tókst á milli okkar mikil vinátta sem átti eftir að vara ævilangt. Þú varst mikill keppnismaður og voru ófáar stundirnar sem við áttum saman á fótboltavell- inum í Eyjabyggðinni ásamt stórum hópi drengja sem komu saman til að spila knattspyrnu. Það skilaði sér heldur betur nokkrum árum síðar þegar við urðum báðir Íslandsmeistarar með 4. flokki ÍBK í Neskaup- stað 1977. Við fengum báðir okkar fyrstu vinnu í frystihúsinu hjá Óla Sól við Hafnargötuna þar sem við unnum saman á vél- unum með öllum „flottu stelp- unum“, okkur fannst það alla- vega. Síðar lá leið okkar til Kefla- víkurverktaka, þar sem við fór- um að vinna við húsasmíði. Þú fórst á samning og kláraðir þitt nám og vannst alla tíð við fagið. Kobbi verkstjórinn okkar kall- aði þig alltaf Þórhall en ekki Lalla eins og við hinir í smíða- flokknum. Ástæðan fyrir því var að í sveitinni þar sem hann var alinn upp hafði verið leiðinlegur hundur sem hét Lalli. Mér er minnisstætt þegar pabbi lánaði okkur Novuna til að fara á ball á Borg í Gríms- nesi og við settum bílinn óvart í park á 100 km hraða á Reykja- nesbrautinni og fórum báðir í framrúðuna og það drapst á bílnum, en viti menn; við sett- um bara bílinn í gang, báðir með kúlu á enninu, og fórum á ballið. Við félagarnir fórum tveir með 2. flokki Keflavíkur í fót- bolta til Hollands í viku æfinga- ferð, ég sem þjálfari og þú sem fararstjóri, nuddari og allsherj- ar reddari. Man hvað við vorum stoltir af strákunum hvað þeir væru stilltir, en nokkrum árum síðar komumst við að því að þeir höfðu laumað sér út eftir að við vorum sofnaðir. Þegar þú fórst í hjarta- aðgerðina á Landspítalanum 2018 sá ég mér leik á borði að kaupa Liverpool-treyju með nafni þínu og gefa þér. Þú varst allavega steinhissa, sem Man. Utd-aðdáandi, hvað ég væri að pæla. Ég sagði við þig að ég væri búinn að tala við lækna- teymið sem myndi skera þig og þeir ætluðu að skipta um blóð og þú myndir vakna upp sem Liverpool-maður! Ekki tókst þetta hjá mér því áfram varst þú grjótharður Man. Utd-mað- ur eins og þú varst alla tíð. Þrátt fyrir að við værum ekki í daglegum samskiptum var alltaf mikill kærleikur á milli okkar. Alltaf hringdi ég í þig á afmælisdaginn 4. janúar og þú til baka tveimur dögum síðar. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim sitja eftir ótal margar frábærar minningar um þig og okkar samskipti í gegn- um árin. Mér þykir innilega vænt um þær stundir sem ég átti með þér í veikindum þínum þegar við rifjuðum upp prakk- arastrikin í vinnunni í gamla daga og hlógum saman. Elsku Helen, Ástþór, Erna, Steinar, Birna og aðrir ættingj- ar og vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og sendi hlýjar kveðjur á þessum erfiða tíma. Megi guð vera með ykkur. Þinn vinur, Freyr Sverrisson. Þórhallur Guðmundsson Mikið er það óraunverulegt og ósanngjarnt að sitja hér og skrifa minn- ingargrein um barnabarnið sitt. Stórt skarð er höggvið í barna- hóp okkar Ævars. Guðjón Elí var annað barnabarnið okkar af átta. Hann var fjörugur grallari sem nánast ólst upp á fótboltavellin- um. En fótboltinn átti alla tíð hug hans og hjarta. Snemma sýndi hann einstakan karakter, var bara smá patti þeg- ar hann hélt fyrstu Bubbatón- leikana á tröppunum heima hjá sér. Hann byrjaði ungur í fót- bolta, fyrst með Reyni Sandgerði og seinna meir með Keflavík. Hann var í kringum 10 ára þegar ég kom að horfa á hann keppa og var hann þá búinn að spreyja á sér hárið blátt, allt það sumar var hann svo með spreyjað hár þegar hann var að keppa. Seinna meir tók við agaður ungur maður sem var með allt sitt á hreinu og einstaklega metn- aðarfullur. Enda flott fyrirmynd fyrir litlu frændur sína sem allir rökuðu á sér hárið, honum til stuðnings þegar hann missti sitt. Elsku hjartað okkar, við afi þinn erum svo þakklát fyrir þann tíma sem þið mæðgin bjugguð hjá okkur meðan þið biðuð eftir nýju íbúðinni ykkar sem nú er loksins tilbúin, en þú náðir ekki að sjá. En þú settir þó þinn svip á hana, síðasta skiptið sem þú fórst út af spítalanum valdirðu sófa og stóla fyrir mömmu þína. Við áttum yndisleg jól saman þótt veikindi þín hafi vissulega sett strik í reikninginn. En ynd- islegt var að hafa ykkur bræður á heimilinu, að læðast í kökuboxin mín og svo elskaðir þú ömmumat. Fjölskyldan stækkaði svo í jan- úar þegar þið bræður eignuðust lítinn hvolp, hann Lucas, sem var sannkallaður gleðigjafi á þessum erfiðu tímum. Guðjón Elí sýndi mikið æðru- leysi og hugrekki í sinni baráttu. Kvartaði aldrei og barðist til síð- asta dags. Þegar ég spurði hann núna í febrúar hvort hann hafi fengið slæmar fréttir frá læknun- um sagði hann: „Nei bara smá brekka, amma.“ Guðjón Elí Bragason ✝ Guðjón Elí Bragason fæddist 13. júní 2002. Hann lést 19. mars 2021. Útförin fór fram 29. mars 2021. Þú komst í heim- inn með látum, bráðakeisara og kvaddir okkur svo með eldgosi sem var svo táknrænt fyrir þig. Elsku Hanna mín og Elfar, Bragi og fjölskylda. Missir ykkar er mikill. Guð styrki ykkur á þess- um erfiðu tímum. Hvíl í friði elsku strákurinn okkar. Núna ertu laus við allar kvalir og kominn á fallegan stað. Minning um fallegan og ljúfan dreng lifir með okkur. Kveðja, Guðlaug amma og Ævar afi. Við í Fjölbrautaskóla Suður- nesja erum harmi slegin yfir frá- falli Guðjóns Elís Bragasonar. Guðjón Elí hóf nám við skólann á haustönn 2018 og var til fyrir- myndar í alla staði. Hann var á fjölgreinabraut en sameinaði námið fótboltaáhuga sínum því hann var jafnframt á afreks- íþróttasviðinu í knattspyrnu þetta fyrsta ár sitt. Þrátt fyrir veikindin sem gerðu vart við sig ári síðar hélt Guðjón Elí samt ótrauður áfram námi og stóð sig vel. Hann tók sér leyfi eina önn vegna veikindanna en kom í sum- arskólann síðastliðið sumar til að vinna það upp því hann ætlaði að klára þetta og það segir auðvitað meira en mörg orð um hvaða mann hann hafði að geyma. Guðjón Elí var afskaplega ljúf- ur drengur og vinmargur. Þeir kennarar og starfsmenn sem ég hef hitt bera honum allir vel sög- una. Það væri hægt að hafa mörg orð um alla hans hæfileika og þá mannkosti sem hann hafði til að bera og ljóst að hann skilur eftir sig ljúfar minningar hjá öllum þeim sem kynntust honum. Það er aldrei auðvelt að sætta sig við það þegar ungt og efnilegt fólk er hrifið svona á burt. Guð- jóns Elís verður sárt saknað með- al nemenda og starfsfólks en minningin um góðan dreng sem kvaddi þennan heim allt of fljótt mun lifa með okkur. Við kveðjum Guðjón Elí með söknuði og hlýju í hjarta. Fjölskyldu hans og vinum sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Kristján Ásmundsson, skólameistari. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber (1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5 ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.