Morgunblaðið - 31.03.2021, Qupperneq 61
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞAÐ ERU LIÐNIR SEX DAGAR. ER HANN
BÚINN AÐ TILKYNNA AÐ MÍN SÉ SAKNAÐ?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera sjáaldur
augna hans.
AÐ GERA ÞETTA, HVAÐ
SEM ÞAÐ NÚ ER
TÍMINN FLÝGUR
ÞEGAR MAÐUR ER …
FORELDRAR MÍNIR HÖFÐU ALLTAF
ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ ÉG MYNDI HELLA
ÓTÆPILEGA Í MIG!
HEYRÐU! ÞÁ ER NÚ GOTT AÐ ÉG SÉ UM
AÐ HELLA Í GLÖSIN EN EKKI ÞÚ!
„VILTU KOMA ÚT AÐ ÆFA
TENGSLAMYNDUN?“
Fátt finnst mér betra en að bregða
mér í gönguskóna, enda reyni ég að
ganga nokkra kílómetra flesta daga.
Ég hlusta mikið á tónlist, aðallega
klassíska tónlist, hef ánægju af því
að sækja tónleika og leikhús, bæði
hér heima og erlendis. Þá les ég mik-
ið, ekki síst ljóð sem ég hef ómælda
ánægju af.
Þegar ég nú tek fyrstu skrefin inn
í áttræðisaldurinn vil ég fá að gera
orð Vilborgar Dagbjartsdóttur að
mínum þar sem hún segir í ljóði sínu
Síðdegi:
– en ég þræði dagana
eins og skínandi perlur
upp á óslitinn
silfurþráðinn
Fjölskylda
Fyrrverandi sambýlismaður Ingi-
ríðar er Guðjón Friðriksson, f. 9.3.
1945, sagnfræðingur og rithöfundur.
Fyrrverandi eiginmaður Ingiríðar
er Örn Ágúst Guðmundsson, f. 28.9.
1938, tannlæknir.
Dóttir Ingiríðar og Guðjóns er
Úlfhildur, f. 3.12. 1978, hjúkrunar-
fræðingur í Reykjavík. Maki hennar
er Sigurður Grétar Ólafsson verk-
efnastjóri. Barnabörn eru Kristín
Hanna, f. 2010, Skarphéðinn
Krummi, f. 2010, og Ylfa Matthildur,
f. 2017.
Systkini Ingiríðar eru Elsa S.
Þorkelsdóttir, f. 6.6. 1953, lögfræð-
ingur, búsett í Reykjavík, Indriði
Þorkelsson, f. 2.2. 1957, lögfræð-
ingur, búsettur í Kópavogi, og Valdís
Þorkelsdóttir (samfeðra), f. 2.6.
1946, kennari, búsett í Hafnarfirði.
Foreldrar Ingiríðar voru hjónin
Ólafía Katrín Hansdóttir, f. 30.7.
1923, d. 9.2. 2020, húsfreyja og Þor-
kell Skúlason, f. 20.6. 1925, d. 13.10.
2018, löggiltur endurskoðandi. Þau
voru lengst af búsett að Kársnes-
braut 13, síðar Birkigrund 43 í
Kópavogi.
Ingiríður Hanna
Þorkelsdóttir
Ása Kristjánsdóttir
húsfreyja á Ketilsstöðum
Helgi Guðmundsson
bóndi og hreppstjóri á
Ketilsstöðum
Ingiríður Kristín Helgadóttir
ljósmóðir og húsfreyja á Ketilsstöðum
Hans Ágúst Kristjánsson
búfræðingur og bóndi á
Ketilsstöðum í Hörðudal, Dal.
Ólafía Katrín Hansdóttir
húsfreyja í Kópavogi
Ólafía Katrín Hansdóttir
húsfreyja á Hamri og
í Reykjavík
Kristján Guðmundsson
bóndi á Hamri í Hörðudal, síðar bús. í Reykjavík
Jóhanna Jóhannesdóttir
húsfreyja í Fellsseli
Jóhannes Guðmundsson
bóndi í Fellsseli í Köldukinn
Sigurveig Jakobína Jóhannesdóttir
húsfreyja og bóndi í Hólsgerði
Skúli Ágústsson
bóndi í Hólsgerði í Köldukinn, S-Þing.
Guðrún Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Torfufelli
Ágúst Jónasson
bóndi í Torfufelli í Eyjafirði
Úr frændgarði Ingiríðar Hönnu Þorkelsdóttur
Þorkell Skúlason
löggiltur endurskoðandi
í Kópavogi
Á Boðnarmiði fer Frímann Svav-arsson með þessa vísu:
Hver er þessi eina á
sem aldrei frýs
gul og rauð og græn og blá
og gerð af SÍS?
Ég orti þessa vísu á sínum tíma
og varð hún fleyg. Það er rétt sem
Hólmfríður Bjartmarsdóttir segir:
„Í afmælisriti Kveðanda á Húsavík
2006, sem Halldór er félagi í, er
þessi vísa með fleiri vísum eftir
Halldór á bls 17. Hann bað okkur í
útgáfunefndinni um að birta hana
þó hún væri ekki ný, því hún hefði
lengi verið eignuð öðrum.“
Björn Ingólfsson segir svo frá:
„Einu sinni sagði mér bóndi sem
var nýfluttur á mölina að þetta
væru mikil viðbrigði. Erfiðast væri
samt að geta ekki farið út fyrir bæ
að pissa á morgnana“:
Það eru örlög ill og hörð
og erfið bóndagreyi
að mega ekki á móður jörð
míga á hverjum degi.
Kristján H. Theodórsson bætti
við:
Þægindin mér þykja fá,
þörfin brýn að gera styr um.
Ef ei lengur míga má
mínum út frá bæjardyrum
Gunnar J. Straumland hefur
sögu að segja: „Fregnir hafa borist
af því að heyrst hafi í fyrstu lóum
vorsins og að einhverjir hafi jafnvel
séð til þeirra, óvenjuönugra, eftir
tafir við landamærin“:
Lóur hvæsa dirrindí
með drápsglampa í augum.
Óvænt sóttkví olli því
að þær fóru á taugum.
Guðný Jakobsdóttir yrkir í orða-
stað kýr, þar sem hún etur á bás
sínum:
Meðan jaga hagl og hríð
húsin daga langa
mig dreymir haga, dælli tíð,
í dögg að kjaga, sumur blíð.
Og svo eftir Jón Bjarnason frá
Garðsvík:
Alvörunni helst ég hef
hafnað öðru fremur
þótt hún reynist ágæt ef
til alvörunnar kemur.
Sigurður Geirdal orti:
Það situr á móti mér meyja
og margt væri gaman að segja
en hvað hugurinn geymir
og holdið um dreymir
er þannig að best er að þegja.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hver er þessi eina
á sem aldrei frýs?
Armbandsúr er
sígild fermingargjöf
www.gilbert.is
ARC-TIC úr
Með leðuról
29.900.-