Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 62
AFP
Fagn Cristiano Ronaldo heldur
áfram að raða inn mörkunum.
Cristiano Ronaldo var á skotskón-
um í 3:1-sigri Portúgala þegar
liðið heimsótti Lúxemborg í Lúx-
emborg í A-riðli undankeppni HM
2022 í knattspyrnu í gær.
Gerson Rodrigues kom Lúx-
emborg yfir á 30. mínútu en
Diogo Jota, Ronaldo og Joao Pal-
hinha skoruðu mörk Portúgala í
leiknum.
Þá skoruðu þeir Hans Vanaken
og Leandro Trossard tvö mörk
hvor í 8:0-stórsigri Belga gegn
Hvíta-Rússlandi í E-riðlinum í
Leuven í Belgíu en Michy Bats-
huayi, Jeremy Doku, Dennis Pra-
et og Christian Benteke voru
einnig á skotskónum.
Hollendingar lentu ekki í mikl-
um vandræðum þegar þeir heim-
sóttu Gíbraltar í G-riðli, en Ste-
ven Berghuis kom Hollendingum
yfir á 42. mínútu.
Memphis Depay bætti við
tveimur mörkum til viðbótar í
síðari hálfleik ásamt þeim Luuk
de Jong, Georginio Wijnaldum,
Donyell Malen og Donny van de
Beek og lokatölur 7:0, Hollandi í
vil.
Þá skoraði Alexander Sörloth
sigurmark Noregs á 35. mínútu
þegar liðið heimsótti Svartfjalla-
land í Podgorica, en leiknum lauk
með 1:0-sigri Noregs.
Stórsigrar hjá Belgum
og Hollendingum
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
Undankeppni HM karla
A-RIÐILL:
Aserbaídsjan – Serbía.............................. 1:2
Lúxemborg – Portúgal ............................ 1:3
_ Portúgal 7, Serbía 7, Lúxemborg 3,
Aserbaídsjan 0, Írland 0.
E-RIÐILL:
Belgía – Hvíta-Rússland.......................... 8:0
Wales – Tékkland..................................... 1:0
_ Belgía 7, Tékkland 4, Wales 3, Hvíta-
Rússland 3, Eistland 0
G-RIÐILL:
Gíbraltar – Holland .................................. 0:7
Svartfjallaland – Noregur ....................... 0:1
Tyrkland – Lettland................................. 3:3
_ Tyrkland 7, Holland 6, Svartfjallaland 6,
Noregur 6, Lettland 1, Gíbraltar 0.
H-RIÐILL:
Kýpur – Slóvenía ...................................... 1:0
Króatía – Malta......................................... 3:0
Slóvakía – Rússland ................................. 2:1
_ Króatía 6, Rússland 6, Slóvakía 5, Kýpur
4, Slóvenía 3, Malta 1.
Vináttulandsleikur karla
Katar – Írland........................................... 1:1
EM U21 árs karla
A-RIÐILL:
Þýskaland – Rúmenía .............................. 0:0
Holland – Ungverjaland .......................... 6:1
Lokastaðan:
Holland 5, Þýskaland 5, Rúmenía 5, Ung-
verjaland 0.
_ Holland og Þýskaland í 8-liða úrslit.
B-RIÐILL:
Ítalía – Slóvenía ........................................ 4:0
Spánn – Tékkland..................................... 2:0
Lokastaðan:
Spánn 7, Ítalía 5, Tékkland 2, Slóvenía 1.
_ Spánn og Ítalía í 8-liða úrslit.
Spánn
B-deild:
Alcorcon – Real Oviedo .......................... 1:1
- Diego Jóhannesson lék allan leikinn með
Real Oviedo.
4.$--3795.$
Evrópudeild karla
16-liða úrslit, seinni leikir:
Ademar León – Kristianstad ............. 31:34
- Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk
fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð-
mundsson var ekki í hópi liðsins.
_ Kristianstad áfram, 68:58 samanlagt.
Magdeburg – Pelister ......................... 35:24
- Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö mörk
fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist-
jánsson er meiddur.
_ Magdeburg áfram, 67:48 samanlagt.
CSKA Moskva – GOG.......................... 30:35
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 5 skot í
marki GOG.
_ GOG áfram, 68:61 samanlagt.
RN Löwen – Nexe................................ 27:27
- Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá
Löwen.
_ RN Löwen áfram, 54:52 samanlagt.
Kadetten – Montpellier....................... 25:32
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
_ Montpellier áfram, 59:52 samanlagt.
Füchse Berlín – Aon Fivers ...... (gefið) 10:0
_ Füchse áfram, 45:27 samanlagt.
Nimes – Medvedi.................................. 24:24
_ Medvedi áfram, 54:49 samanlagt.
Wisla Plock – Sporting Lissabon........ 25:28
_ Wisla Plock áfram, 54:53 samanlagt.
%$.62)0-#
Meistaradeild Evrópu
16-liða úrslit, L-riðill:
Zaragoza – Sassari............................ 105:88
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 7 stig
fyrir Zaragoza og tók fimm fráköst á níu
mínútum.
_ Zaragoza 3/1Nymburk 3/0, Bamberg 1/3,
Sassari 0/3.
NBA-deildin
Washington – Indiana...................... 132:124
Boston – New Orleans ..................... 109:115
Brooklyn – Minnesota...................... 112:107
New York – Miami ............................... 88:98
Detroit – Toronto ............................. 118:104
Houston – Memphis ......................... 110:120
Oklahoma City – Dallas ................... 106:127
San Antonio – Sacramento .............. 115:132
Utah – Cleveland................................ 114:75
Golden State – Chicago.................... 116:102
LA Clippers – Milwaukee................ 129:105
Staðan í Austurdeild:
Philadelphia 32/14, Brooklyn 32/15, Mil-
waukee 29/17, Charlotte 23/22, New York
24/23, Atlanta 23/23, Boston 23/24, Miami
23/24, Indiana 21/24, Chicago 19/26, To-
ronto 18/29, Washington 17/28, Cleveland
17/30, Orlando 15/31, Detroit 13/33.
Staðan í Vesturdeild:
Utah 35/11, Phoenix 31/14, Clippers 32/16,
Lakers 30/17, Denver 28/18, Portland 28/
18, Dallas 24/21, San Antonio 23/21, Memp-
his 22/22, Golden State 23/24, Sacramento
22/25, New Orleans 21/25, Oklahoma City
19/27, Houston 13/33, Minnesota 11/36.
4"5'*2)0-#
ÍSLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Það má leiða að því líkur að byrj-
unarlið íslenska karlalandsliðsins í
knattspyrnu verði óhefðbundið þeg-
ar það mætir Liechtenstein í und-
ankeppni HM 2022 á Rheinpark-
leikvanginum í Vaduz í J-riðli und-
ankeppninnar.
Eftir tvo leiki á fjórum dögum og
á leiðinni inn í þann þriðja á sex
dögum má alveg búast við því að
þjálfarar íslenska liðsins leggi
meira traust á ferska fætur enda
um svokallaðan skyldusigur að
ræða hjá íslenska liðinu.
Markvörðurinn Rúnar Alex Rún-
arsson gæti fengið óvænt tækifæri í
byrjunarliðinu enda betur spilandi
markvörður en Hannes Þór Hall-
dórsson. Það má fastlega búast við
því að íslenska liðið verði meira
með boltann í Vaduz og Rúnar hef-
ur sýnt það og sannað að hann get-
ur fundið samherja nánast hvar
sem er á vellinum. Það gæti reynst
afar dýrmætt gegn liði eins og
Liechtenstein sem mun væntanlega
liggja aftarlega á vellinum.
Alfons Sampsted mun að öllum
líkindum koma aftur inn í hægri
bakvarðastöðuna eftir að hafa setið
á bekknum gegn Armenum en Alf-
ons lék allan leikinn gegn Þjóð-
verjum í Duisburg 25. mars og
komst ágætlega frá sínu þrátt fyrir
að mæta mönnum á borð við Leroy
Sané og Serge Gnabry. Þá má einn-
ig gera ráð fyrir því að Hörður
Björgvin Magnússon snúi aftur í
vinstri bakvarðarstöðuna eftir hvíld
gegn Armenum.
Óvænt varnarlína
Ragnar Sigurðsson er frá vegna
meiðsla og hinn 39 ára gamli Kári
Árnason er farinn að finna fyrir
þreytu eftir tvo leiki á fjórum dög-
um. Valið stendur því á milli þeirra
Hjartar Hermannssonar og Hólm-
ars Arnar Eyjólfssonar en Sverrir
Ingi Ingason getur gengið að sínu
sæti vísu í byrjunarliðinu. Undirrit-
aður tippar á að Hólmar Örn Eyj-
ólfsson muni leika með Sverri í mið-
verðinum en báðir eru þeir mjög
sterkir í loftinu og nýtast íslenska
liðinu afar vel í föstum leikatriðum.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson verður á sínum stað,
djúpur á miðjunni, þrátt fyrir að
hafa leikið báða leiki íslenska liðs-
ins til þessa enda mikilvægasti leik-
maður liðsins, sér í lagi þegar Gylfa
Þórs Sigurðssonar nýtur ekki við.
Guðlaugur Victor Pálsson verður
Aroni Einari til halds og traust á
miðjunni en Guðlaugur lék í rúmar
sex mínútur gegn Armenum á
sunnudaginn. Skagamaðurinn Arn-
ór Sigurðsson heldur svo sæti sínu í
byrjunarliðinu eftir fína frammi-
stöðu í Jerevan og spilar sem
fremsti miðjumaður.
Jóhann Berg Guðmundsson er
heill heilsu og þegar hann er heill
þá spilar hann. Hann á mikið inni
eftir slakan leik gegn Armenum og
íslenska liðið treystir á hann að búa
eitthvað til sóknarlega. Jón Dagur
Þorsteinsson gæti svo komið inn á
vinstri kantinn eftir að hafa verið
kallaður upp í A-landsliðið úr U21
árs landsliðinu þar sem hann var
besti leikmaður liðsins í fyrstu
tveimur leikjunum gegn Rússlandi
og Danmörku í C-riðli lokakeppni
EM í Györ í Ungverjalandi á dög-
unum.
Framherjinn Hólmbert Arton
Friðjónsson gæti fengið tækifæri í
byrjunarliðinu en Jón Daði Böðv-
arsson hefur byrjað síðustu tvo
leiki liðsins, gegn Þýskalandi í Du-
isburg og Armeníu í Jerevan, og
hlaupið eins og vindurinn. Íslenska
liðið þarf hins vegar á mörkum á
halda gegn Liechtenstein og þar er
Hólmbert okkar besti kostur þar
sem Kolbeinn Sigþórsson er meidd-
ur og Albert Guðmundsson er í
banni.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarsson - Alfons
Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson,
Sverrir Ingi Ingason, Hörður
Björgvin Magnússon - Arnór Sig-
urðsson, Aron Einar Gunnarsson,
Guðlaugur Victor Pálsson - Jóhann
Berg Guðmundsson, Hólmbert Ar-
on Friðjónsson, Jón Dagur Þor-
steinsson.
Óvænt uppstill-
ing í Vaduz?
- Hólmbert Aron gæti fengið tækifæri
Morgunblaðið/Eggert
Markaskorari Hólmbert leikur með Brescia í ítölsku B-deildinni en hann á
að baki fimm A-landsleiki þar sem hann hefur skorað tvö mörk.
Fjögur Íslendingalið tryggðu sér
sæti í átta liða úrslitum Evr-
ópudeildarinnar í handknattleik í
gær.
Teitur Örn Einarsson skoraði
fjögur mörk fyrir Kristianstad sem
vann 34:31-sigur gegn Ademar
León frá Spáni í Kristianstad en
fyrri leik liðanna lauk með 34:27-
sigri Kristianstad í Svíþjóð á mánu-
daginn en Kristianstad vanneinvíg-
ið samanlagt 68:58.
Þá skoraði Ómar Ingi Magnússon
tvö mörk fyrir Magdeburg sem
vann ellefu marka sigur gegn Pel-
ister í Magdeburg, 35:24.
Fyrri leik liðanna lauk með
32:24-sigri Magdeburg í Norður-
Makedóníu og fer Magdeburg því
áfram, samanlagt 67:48.
Viktor Gísli Hallgrímsson var
með 19% markvörslu og varði fimm
skot í marki GOG þegar liðið vann
35:30-sigur gegn CSKA Moskvu í
Moskvu en fyrri leik liðanna lauk
með 33:31-sigri GOG í Danmörku
sem vann einvígið samanlagt 68:61.
Ýmir Örn Gíslason komst ekki á
blað hjá Rhein-Neckar Löwen þeg-
ar liðið sló Nexe úr leik í Þýska-
landi en leiknum lauk með 27:27-
jafntefli og fer þýska liðið áfram,
samanlagt 54:52, eftir 27:25-sigur í
Króatíu.
Þá eru Aðalsteinn Eyjólfsson og
lærisveinar hans í Kadettan úr leik
eftir 32:25-tap gegn Montpellier í
Frakklandi í dag en Montpellier
vann einvígið 59:52.
Átta liða úrslit Evrópudeild-
arinnar fara fram 13. og 20. apríl.
Fjögur Íslendingalið
eftir í Evrópudeildinni
AFP
Danmörk Viktor Gísli og liðsfélagar
hans í GOG eru komnir áfram.
bestu leikmönnum úrvalsdeild-
arinnar undanfarin ár en hann er
31 árs gömul örvhent skytta og er
næstmarkahæsti leikmaður FH í
deildinni á yfirstandandi keppn-
istímabili með 65 mörk í 13 leikjum.
Á tímabilinu 2019-20 gerði hann 95
mörk í 20 leikjum fyrir FH í deild-
inni.
Bæði Arnar og Einar hafa orðið
deildar- og bikarmeistarar með FH.
„Við bjóðum þá Óðin Þór, Einar
Rafn og Arnar Frey velkomna
norður!“ segir meðal annars í
fréttatilkynningu KA.
Þrír afar öflugir leikmenn hafa
skrifað undir samninga við KA um
að leika með handknattleiksliði fé-
lagsins frá og með næsta keppn-
istímabili.
Leikmennirnir sem um ræðir eru
þeir Arnar Freyr Ársælsson og Ein-
ar Rafn Eiðsson sem koma frá FH
og Óðinn Þór Ríkharðsson, sem
kemur frá danska úrvalsdeildarlið-
inu Tvis Holstebro.
Óðinn er 23 ára gamall örvhent-
ur hornamaður sem er að snúa aft-
ur heim úr atvinnumennsku en
hann hefur í vetur leikið með Tvis
Holstebro eftir að hafa spilað með
GOG í sömu deild undanfarin tvö
ár.
Óðinn á að baki 14 A-landsleiki
þar sem hann hefur skorað 44 mörk
en hann lék áður með HK, Fram og
FH hér á landi.
Arnar Freyr er 25 ára gamall
rétthentur hornamaður. Hann hef-
ur misst nokkuð úr með FH-liðinu í
vetur en leikið átta leiki í deildinni
og skorað í þeim sautján mörk.
Tímabilið 2019-20 skoraði hann 65
mörk í 19 leikjum.
Einar Rafn hefur verið einn af
KA fær þrjá öfluga leikmenn
Morgunblaðið/Hari
Akureyri Óðinn Þór Ríkharðsson
kemur til KA frá Tvis Holstebro.