Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 62
AFP Fagn Cristiano Ronaldo heldur áfram að raða inn mörkunum. Cristiano Ronaldo var á skotskón- um í 3:1-sigri Portúgala þegar liðið heimsótti Lúxemborg í Lúx- emborg í A-riðli undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í gær. Gerson Rodrigues kom Lúx- emborg yfir á 30. mínútu en Diogo Jota, Ronaldo og Joao Pal- hinha skoruðu mörk Portúgala í leiknum. Þá skoruðu þeir Hans Vanaken og Leandro Trossard tvö mörk hvor í 8:0-stórsigri Belga gegn Hvíta-Rússlandi í E-riðlinum í Leuven í Belgíu en Michy Bats- huayi, Jeremy Doku, Dennis Pra- et og Christian Benteke voru einnig á skotskónum. Hollendingar lentu ekki í mikl- um vandræðum þegar þeir heim- sóttu Gíbraltar í G-riðli, en Ste- ven Berghuis kom Hollendingum yfir á 42. mínútu. Memphis Depay bætti við tveimur mörkum til viðbótar í síðari hálfleik ásamt þeim Luuk de Jong, Georginio Wijnaldum, Donyell Malen og Donny van de Beek og lokatölur 7:0, Hollandi í vil. Þá skoraði Alexander Sörloth sigurmark Noregs á 35. mínútu þegar liðið heimsótti Svartfjalla- land í Podgorica, en leiknum lauk með 1:0-sigri Noregs. Stórsigrar hjá Belgum og Hollendingum 62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Undankeppni HM karla A-RIÐILL: Aserbaídsjan – Serbía.............................. 1:2 Lúxemborg – Portúgal ............................ 1:3 _ Portúgal 7, Serbía 7, Lúxemborg 3, Aserbaídsjan 0, Írland 0. E-RIÐILL: Belgía – Hvíta-Rússland.......................... 8:0 Wales – Tékkland..................................... 1:0 _ Belgía 7, Tékkland 4, Wales 3, Hvíta- Rússland 3, Eistland 0 G-RIÐILL: Gíbraltar – Holland .................................. 0:7 Svartfjallaland – Noregur ....................... 0:1 Tyrkland – Lettland................................. 3:3 _ Tyrkland 7, Holland 6, Svartfjallaland 6, Noregur 6, Lettland 1, Gíbraltar 0. H-RIÐILL: Kýpur – Slóvenía ...................................... 1:0 Króatía – Malta......................................... 3:0 Slóvakía – Rússland ................................. 2:1 _ Króatía 6, Rússland 6, Slóvakía 5, Kýpur 4, Slóvenía 3, Malta 1. Vináttulandsleikur karla Katar – Írland........................................... 1:1 EM U21 árs karla A-RIÐILL: Þýskaland – Rúmenía .............................. 0:0 Holland – Ungverjaland .......................... 6:1 Lokastaðan: Holland 5, Þýskaland 5, Rúmenía 5, Ung- verjaland 0. _ Holland og Þýskaland í 8-liða úrslit. B-RIÐILL: Ítalía – Slóvenía ........................................ 4:0 Spánn – Tékkland..................................... 2:0 Lokastaðan: Spánn 7, Ítalía 5, Tékkland 2, Slóvenía 1. _ Spánn og Ítalía í 8-liða úrslit. Spánn B-deild: Alcorcon – Real Oviedo .......................... 1:1 - Diego Jóhannesson lék allan leikinn með Real Oviedo. 4.$--3795.$ Evrópudeild karla 16-liða úrslit, seinni leikir: Ademar León – Kristianstad ............. 31:34 - Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð- mundsson var ekki í hópi liðsins. _ Kristianstad áfram, 68:58 samanlagt. Magdeburg – Pelister ......................... 35:24 - Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson er meiddur. _ Magdeburg áfram, 67:48 samanlagt. CSKA Moskva – GOG.......................... 30:35 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 5 skot í marki GOG. _ GOG áfram, 68:61 samanlagt. RN Löwen – Nexe................................ 27:27 - Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen. _ RN Löwen áfram, 54:52 samanlagt. Kadetten – Montpellier....................... 25:32 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. _ Montpellier áfram, 59:52 samanlagt. Füchse Berlín – Aon Fivers ...... (gefið) 10:0 _ Füchse áfram, 45:27 samanlagt. Nimes – Medvedi.................................. 24:24 _ Medvedi áfram, 54:49 samanlagt. Wisla Plock – Sporting Lissabon........ 25:28 _ Wisla Plock áfram, 54:53 samanlagt. %$.62)0-# Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, L-riðill: Zaragoza – Sassari............................ 105:88 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 7 stig fyrir Zaragoza og tók fimm fráköst á níu mínútum. _ Zaragoza 3/1Nymburk 3/0, Bamberg 1/3, Sassari 0/3. NBA-deildin Washington – Indiana...................... 132:124 Boston – New Orleans ..................... 109:115 Brooklyn – Minnesota...................... 112:107 New York – Miami ............................... 88:98 Detroit – Toronto ............................. 118:104 Houston – Memphis ......................... 110:120 Oklahoma City – Dallas ................... 106:127 San Antonio – Sacramento .............. 115:132 Utah – Cleveland................................ 114:75 Golden State – Chicago.................... 116:102 LA Clippers – Milwaukee................ 129:105 Staðan í Austurdeild: Philadelphia 32/14, Brooklyn 32/15, Mil- waukee 29/17, Charlotte 23/22, New York 24/23, Atlanta 23/23, Boston 23/24, Miami 23/24, Indiana 21/24, Chicago 19/26, To- ronto 18/29, Washington 17/28, Cleveland 17/30, Orlando 15/31, Detroit 13/33. Staðan í Vesturdeild: Utah 35/11, Phoenix 31/14, Clippers 32/16, Lakers 30/17, Denver 28/18, Portland 28/ 18, Dallas 24/21, San Antonio 23/21, Memp- his 22/22, Golden State 23/24, Sacramento 22/25, New Orleans 21/25, Oklahoma City 19/27, Houston 13/33, Minnesota 11/36. 4"5'*2)0-# ÍSLAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það má leiða að því líkur að byrj- unarlið íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu verði óhefðbundið þeg- ar það mætir Liechtenstein í und- ankeppni HM 2022 á Rheinpark- leikvanginum í Vaduz í J-riðli und- ankeppninnar. Eftir tvo leiki á fjórum dögum og á leiðinni inn í þann þriðja á sex dögum má alveg búast við því að þjálfarar íslenska liðsins leggi meira traust á ferska fætur enda um svokallaðan skyldusigur að ræða hjá íslenska liðinu. Markvörðurinn Rúnar Alex Rún- arsson gæti fengið óvænt tækifæri í byrjunarliðinu enda betur spilandi markvörður en Hannes Þór Hall- dórsson. Það má fastlega búast við því að íslenska liðið verði meira með boltann í Vaduz og Rúnar hef- ur sýnt það og sannað að hann get- ur fundið samherja nánast hvar sem er á vellinum. Það gæti reynst afar dýrmætt gegn liði eins og Liechtenstein sem mun væntanlega liggja aftarlega á vellinum. Alfons Sampsted mun að öllum líkindum koma aftur inn í hægri bakvarðastöðuna eftir að hafa setið á bekknum gegn Armenum en Alf- ons lék allan leikinn gegn Þjóð- verjum í Duisburg 25. mars og komst ágætlega frá sínu þrátt fyrir að mæta mönnum á borð við Leroy Sané og Serge Gnabry. Þá má einn- ig gera ráð fyrir því að Hörður Björgvin Magnússon snúi aftur í vinstri bakvarðarstöðuna eftir hvíld gegn Armenum. Óvænt varnarlína Ragnar Sigurðsson er frá vegna meiðsla og hinn 39 ára gamli Kári Árnason er farinn að finna fyrir þreytu eftir tvo leiki á fjórum dög- um. Valið stendur því á milli þeirra Hjartar Hermannssonar og Hólm- ars Arnar Eyjólfssonar en Sverrir Ingi Ingason getur gengið að sínu sæti vísu í byrjunarliðinu. Undirrit- aður tippar á að Hólmar Örn Eyj- ólfsson muni leika með Sverri í mið- verðinum en báðir eru þeir mjög sterkir í loftinu og nýtast íslenska liðinu afar vel í föstum leikatriðum. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður á sínum stað, djúpur á miðjunni, þrátt fyrir að hafa leikið báða leiki íslenska liðs- ins til þessa enda mikilvægasti leik- maður liðsins, sér í lagi þegar Gylfa Þórs Sigurðssonar nýtur ekki við. Guðlaugur Victor Pálsson verður Aroni Einari til halds og traust á miðjunni en Guðlaugur lék í rúmar sex mínútur gegn Armenum á sunnudaginn. Skagamaðurinn Arn- ór Sigurðsson heldur svo sæti sínu í byrjunarliðinu eftir fína frammi- stöðu í Jerevan og spilar sem fremsti miðjumaður. Jóhann Berg Guðmundsson er heill heilsu og þegar hann er heill þá spilar hann. Hann á mikið inni eftir slakan leik gegn Armenum og íslenska liðið treystir á hann að búa eitthvað til sóknarlega. Jón Dagur Þorsteinsson gæti svo komið inn á vinstri kantinn eftir að hafa verið kallaður upp í A-landsliðið úr U21 árs landsliðinu þar sem hann var besti leikmaður liðsins í fyrstu tveimur leikjunum gegn Rússlandi og Danmörku í C-riðli lokakeppni EM í Györ í Ungverjalandi á dög- unum. Framherjinn Hólmbert Arton Friðjónsson gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu en Jón Daði Böðv- arsson hefur byrjað síðustu tvo leiki liðsins, gegn Þýskalandi í Du- isburg og Armeníu í Jerevan, og hlaupið eins og vindurinn. Íslenska liðið þarf hins vegar á mörkum á halda gegn Liechtenstein og þar er Hólmbert okkar besti kostur þar sem Kolbeinn Sigþórsson er meidd- ur og Albert Guðmundsson er í banni. Líklegt byrjunarlið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon - Arnór Sig- urðsson, Aron Einar Gunnarsson, Guðlaugur Victor Pálsson - Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Ar- on Friðjónsson, Jón Dagur Þor- steinsson. Óvænt uppstill- ing í Vaduz? - Hólmbert Aron gæti fengið tækifæri Morgunblaðið/Eggert Markaskorari Hólmbert leikur með Brescia í ítölsku B-deildinni en hann á að baki fimm A-landsleiki þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Fjögur Íslendingalið tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evr- ópudeildarinnar í handknattleik í gær. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad sem vann 34:31-sigur gegn Ademar León frá Spáni í Kristianstad en fyrri leik liðanna lauk með 34:27- sigri Kristianstad í Svíþjóð á mánu- daginn en Kristianstad vanneinvíg- ið samanlagt 68:58. Þá skoraði Ómar Ingi Magnússon tvö mörk fyrir Magdeburg sem vann ellefu marka sigur gegn Pel- ister í Magdeburg, 35:24. Fyrri leik liðanna lauk með 32:24-sigri Magdeburg í Norður- Makedóníu og fer Magdeburg því áfram, samanlagt 67:48. Viktor Gísli Hallgrímsson var með 19% markvörslu og varði fimm skot í marki GOG þegar liðið vann 35:30-sigur gegn CSKA Moskvu í Moskvu en fyrri leik liðanna lauk með 33:31-sigri GOG í Danmörku sem vann einvígið samanlagt 68:61. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Rhein-Neckar Löwen þeg- ar liðið sló Nexe úr leik í Þýska- landi en leiknum lauk með 27:27- jafntefli og fer þýska liðið áfram, samanlagt 54:52, eftir 27:25-sigur í Króatíu. Þá eru Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadettan úr leik eftir 32:25-tap gegn Montpellier í Frakklandi í dag en Montpellier vann einvígið 59:52. Átta liða úrslit Evrópudeild- arinnar fara fram 13. og 20. apríl. Fjögur Íslendingalið eftir í Evrópudeildinni AFP Danmörk Viktor Gísli og liðsfélagar hans í GOG eru komnir áfram. bestu leikmönnum úrvalsdeild- arinnar undanfarin ár en hann er 31 árs gömul örvhent skytta og er næstmarkahæsti leikmaður FH í deildinni á yfirstandandi keppn- istímabili með 65 mörk í 13 leikjum. Á tímabilinu 2019-20 gerði hann 95 mörk í 20 leikjum fyrir FH í deild- inni. Bæði Arnar og Einar hafa orðið deildar- og bikarmeistarar með FH. „Við bjóðum þá Óðin Þór, Einar Rafn og Arnar Frey velkomna norður!“ segir meðal annars í fréttatilkynningu KA. Þrír afar öflugir leikmenn hafa skrifað undir samninga við KA um að leika með handknattleiksliði fé- lagsins frá og með næsta keppn- istímabili. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Arnar Freyr Ársælsson og Ein- ar Rafn Eiðsson sem koma frá FH og Óðinn Þór Ríkharðsson, sem kemur frá danska úrvalsdeildarlið- inu Tvis Holstebro. Óðinn er 23 ára gamall örvhent- ur hornamaður sem er að snúa aft- ur heim úr atvinnumennsku en hann hefur í vetur leikið með Tvis Holstebro eftir að hafa spilað með GOG í sömu deild undanfarin tvö ár. Óðinn á að baki 14 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað 44 mörk en hann lék áður með HK, Fram og FH hér á landi. Arnar Freyr er 25 ára gamall rétthentur hornamaður. Hann hef- ur misst nokkuð úr með FH-liðinu í vetur en leikið átta leiki í deildinni og skorað í þeim sautján mörk. Tímabilið 2019-20 skoraði hann 65 mörk í 19 leikjum. Einar Rafn hefur verið einn af KA fær þrjá öfluga leikmenn Morgunblaðið/Hari Akureyri Óðinn Þór Ríkharðsson kemur til KA frá Tvis Holstebro.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.