Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 65
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
H
eimildamyndin Er ást var
frumsýnd og vann til
áhorfendaverðlauna á
Skjaldborg, hátíð ís-
lenskra heimildamynda, síðastliðið
haust þegar þriðja bylgja kófsins var
við það að skella á landanum (en þar
áður hafði hátíðinni, sem fer vana-
lega fram um verslunarmannahelg-
ina, verið frestað og færð til Reykja-
víkur frá heimili sínu fyrir vestan,
Patreksfirði). Áður en skellt var í lás
enn á ný hafði myndin verið sýnd í
tvær vikur í Bíó Paradís en hefur nú
fært sig inn á glænýja streymisveitu
listabíósins, Heimabíó Paradís, þar
sem hún er landsmönnum aðgengi-
leg gegn eingreiðslu. Einnig má taka
fram að myndin er tilnefnd til Eddu-
verðlauna sem heimildamynd ársins.
Er ást fjallar um Helenu Jóns-
dóttur danshöfund og kvikmynda-
leikstjóra og samband hennar við
eiginmann sinn, Þorvald Þorsteins-
son myndlistarmann og rithöfund,
sem lést af slysförum á heimili
þeirra í Antwerpen í Belgíu árið
2015. Óhætt að segja að verkið sé af-
ar persónulegs eðlis en einblínt er á
frásagnir Helenu af lífshlaupi og
sambandi þeirra hjóna. Myndin var
tekin upp á árunum 2015 til 2020 í
Belgíu og á Íslandi og skrásetur
sorgarferli Helenu. Um leið er Hel-
ena að standa vörð um arfleifð Þor-
valdar sem listamanns sem fylgir því
að fara í gegnum aragrúa mynd- og
hljóðverka, skrifta og finna þeim far-
veg, samhengi og geymslustað.
Þessari flóknu stöðu og margbrotnu
tilfinningum henni tengdum eru
gerð skil.
Myndin hefst á evrópskri skógar-
sýn – söguhetjan (og lítill hvutti)
færist hægt inn í ramma á reiðhjóli
eftir leið malarvegarins í átt að
myndavélinni. Klippt er á Helenu
sitjandi á bekk í trjálendi og í fram-
haldi er heimferð hennar miðlað með
borgarmyndum af síki, neðanjarðar-
lest og rúllustiga. Píanónótur slá
ljúfsáran upphafstón en rödd Hel-
enu tekur yfir hljóðrásina teljandi
upp fimm stig sorgarferlis (afneitun,
reiði, úrvinnsla, þunglyndi og sátt),
eins og þau hafa verið skilgreind af
fagaðilum. Þetta ferli afmarkar
sorgina sem línulega þróun en Hel-
ena segir að „raunveruleikinn er sá
að það er ekkert línulegt við þetta“,
heldur upplifir hún hana „sem rússí-
banaferð sem á sér hvorki upphaf né
endi“. Við tekur atriði með Helenu á
vinnustofu þeirra hjóna, þar sem
hún fer í gegnum verk Þorvaldar –
til skrásetningar og varðveislu. Sen-
an sviðsetur á beinskeyttan hátt
flókið ferli sem Helena á í vændum –
að fara í gegnum veraldlegar leifar
lífs sem var – og minningarnar sem
við það vakna. Augað hvílir þolin-
mótt á hverju orði Helenu en hún er
mynduð í nærmynd er hún ræðir að-
komu og stuðning Þorvaldar að
verki hennar Tímum. Súmmað er út
og frá henni, eins og til að gefa henni
pláss. Örskömmu síðar er eins og
Helena klökkni og yfirgefur hún
sjónarsviðið í hvelli. Súmmið sýnir
fram á næmi og virðingu aðstand-
endanna gagnvart aðalpersónunni.
Upphafsatriðarunan, sem hér hefur
verið lýst, kynnir helstu þemu, að-
stæður og efnistök á lipran hátt.
Almennt eru raddirnar í verkinu
aðeins tvær: Helenu og Þorvaldar. Á
vissan hátt er því um portrett- eða
viðtalsmynd við Helenu að ræða, þar
sem hún er nánast undantekning-
arlaust í hlutverki þess sem segir
frá. Samsetning er þó lífleg og fim –
Helena er bara í mynd þegar það
skiptir máli. Notuð eru viðtöl við
Þorvald, myndefni úr hirslum ís-
lensku sjónvarpsstöðvanna af list-
þátttöku þeirra og efni úr einkasafni
fjölskyldunnar. Samband og saga
þeirra er rakin línulega. Helena var
einstæð móðir að vinna í íslensku
listalífi þegar þau kynntust. Allt frá
upphafi voru þau afar náin og ást-
fangin „eins og unglingar“. Greint er
hispurslaust frá skini og skúrum,
áföllum og sigrum sem urðu á vegi
þeirra en betra er að spilla ekki fyrir
lesendum með ítarlegri umfjöllun.
Þó er vert að geta þess að Helena
ræðir fíknisjúkdóm Þorvaldar og af-
stöðu sína til hans. Myndin sem
hlýst af er afar mannleg – af
breysku og heillandi fólki – og upp-
lifir rýnir þakklæti í garð Helenu
fyrir að hleypa áhorfendum nærri
sér í þessum erfiðu aðstæðum. Einn-
ig verður að hrósa Kristínu Andreu
Þórðardóttur leikstjóra fyrir að
skapa jafn sterkt trúnaðarsamband
og raun ber vitni.
Vefur myndarinnar er heillandi –
stafrænar tökur Bjarna Felix
Bjarnasonar eru fágaðar og glæsi-
legar – og skeytt afar vel saman við
eldra efni í klippingu Sighvats Óm-
ars Kristinssonar. Myndin er rúmar
fimmtíu mínútur og í raun afar þétt-
ofin og efniviður nægur í mynd í
„fullri“ lengd. Á stöku stað væri
kærkomið að anda jafnvel meira í
þunga tilfinninga og jafnvel fá fleiri
senur með Helenu í aðstæðum með
öðru fólki og fá meiri innsýn í hvers-
dag hennar. Fókusinn er því þröng-
ur, sem auðvitað getur líka talist
styrkleiki. Tónlist Úlfs Eldjárns er á
köflum fullleiðandi fyrir smekk und-
irritaðs, sem er þó örlítið strangur í
þeim efnum.
Heilt yfir er Er ást falleg frásögn
um ást og missi – sögð af miklu ör-
læti. Hún ætti að höfða til þeirra
sem hafa áhuga á lífi listamanna en
ekki síður til allra sem hafa elskað
og misst.
Alltaf, hverful, alltumlykjandi
Þakklæti „Myndin sem hlýst af er afar mannleg – af breysku og heillandi fólki – og upplifir rýnir þakklæti í garð Helenu fyrir að hleypa áhorfendum nærri
sér í þessum erfiðu aðstæðum,“ segir m.a. í gagnrýni um Er ást. Hér sést Helena með hvutta sínum á leið upp rúllustiga í Antwerpen í Belgíu.
Heimabíó Paradís
Er ást bbbmn
Leikstjórn og handrit: Kristín Andrea
Þórðardóttir. Kvikmyndataka: Bjarni
Felix Bjarnason. Klipping: Sighvatur
Ómar Kristinsson. Ísland, 2020. 52 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR
GLEÐILEGA PÁSKA - SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
EVENING STANDARD
THE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUT
EMPIRE
BESTA MYNDIN
BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI
Frances McDormand
BESTI LEIKSTJÓRI
Chloé Zhao
6
ÓSKARS
TILNEFNINGAR
MEÐAL ANNARS
®
VIÐ MÆTUM AFTUR
15. APRÍL
EÐA FYRR EF AÐ COVID LEYFIR.
Risa Páskaknús á ykkur öll og
hlökkum til að hitta alla í bíó aftur.
VÆ
NT
AN
LEG
Í B
ÍÓ
VÆNTANLEG Í BÍÓ
ÓSKARS-
TILNEFNINGA
MYNDIRNAR
MÆTA AFTUR