Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
Úrval af hamborgarhryggjum, hangikjöti,
nauti, lambi og öðru góðgæti fyrir páskana
Opnunartími
8:00-16:30
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík
Bandaríski barnabókahöfundurinn
Dav Pilkey hefur beðist afsökunar á
því að skaðlegar staðalímyndir af
kynþáttum og einnig skaðlegt
myndmál sé að finna í einni af bók-
um hans um Kaftein Ofurbrók, Úkk
og Glúkk – Ævintýri kúng-fú-
hellisbúa úr framtíðinni. Hefur út-
gefandi bókarinnar hætt dreifingu
hennar og segir í frétt á vef The Gu-
ardian að þetta eigi sér stað á sama
tíma og árásum á fólk af asískum
uppruna fjölgi í Bandaríkjunum.
Bókin kom fyrst út árið 2010 og seg-
ir af tveimur frummönnum sem
ferðast til ársins 2222 og hitta fyrir
meistara Wong sem er leiðbeinandi í
sjálfsvarnarlistum. Útgefandi bók-
arinnar er Scholastic og mun fyrir-
tækið bæði hætta sölu á bókinni og
fjarlægja allt hvað hana snertir af
vefsíðu sinni. Er þetta gert með full-
um stuðningi Pilkey.
Hellisbúar Úkk og Glúkk á bókarkápu.
Biðst afsökunar á Úkk og Glúkk
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin BSÍ gefur út sína
fyrstu breiðskífu 21. maí og nefnist
sú Stundum þunglynd … en alltaf
andfasísk. Hljómsveitina skipa Juli-
us Pollux Rothlander og Sigurlaug
Thorarensen og segja þau plötuna
óvenjulega að því leyti að hún sé í
raun tvöföld EP-plata þar sem hlið-
ar hennar séu mjög ólíkar. Á ann-
arri hliðinni má finna fimm melan-
kólísk ástarsorgarlög en á hinni
fimm hraðari og pönkaðri „lofi-
krúttpopppönklög“, eins og þau
lýsa þeim. Platan verður gefin út
rafrænt og sem endurunninn vínill
á vegum útgáfunnar Tomat-
enplatten í Berlín og post-dreifing-
ar & Why Not? Platna í Reykjavík.
Blaðamaður setti sig í samband
við tvíeykið og spurði það út í
þessa forvitnilegu plötu.
Hneigðust í ólíkar áttir
– Þetta er fyrsta breiðskífa BSÍ
sem þið segið í frekar óhefðbundn-
um búningi, eins konar tvöfalda EP
þar sem hliðarnar eru mjög ólíkar.
Hvers vegna kusuð þið slíka
tvískiptingu?
„Það gerðist bara einhvern veg-
inn af sjálfu sér í lagasmíðaferlinu
en við vorum komin með nokkur
lög sem bæði í hljómnum og um-
fjöllunarefninu hneigðust í tvær
frekar ólíkar áttir. Við vorum í
dálítinn tíma að spá og spekúlera
hvernig við ætluðum að snúa okkur
í tengslum við næstu útgáfu okkar
og komumst síðan alltaf nær og
nær þeirri niðurstöðu að við vildum
gera þetta alveg eftir okkar höfði,
þótt það kannski færi gegn ein-
hverjum óskrifuðum reglum um að
breiðskífa eigi að vera ein heild-
stæð eining.“
Skrifað í stjörnurnar
– Titillinn Stundum þunglynd …
en alltaf andfasísk virkar í fyrstu
spaugilegur en er það væntanlega
ekki, eða hvað? Hvað getið þið sagt
mér um hann?
„Já, hann gæti virst spaugilegur
í fyrstu en er reyndar ekkert grín,
heldur bara mjög lýsandi fyrir okk-
ur – við erum stundum að díla við
þunglyndi en við erum alltaf að láta
andfasísk og feminísk mál okkur
varða. Það var reyndar algjörlega
skrifað í stjörnurnar að við skyld-
um rekast á þennan titil en við vor-
um að spila á tónleikum í Þýska-
landi og einhver snilldarmanneskja
var í peysu sem á stóð „Sometimes
depressed, but always antifascist“
og við vorum einmitt í miðju laga-
smíðaferli og þau lög sem voru
komin á þeim tíma voru að hallast í
þessar tvær áttir. Við hugsuðum
oft til þessarar peysu og að lokum
ýtti titillinn okkur enn frekar út í
að leika okkur með þessa tvískipt-
ingu. Komumst síðar að því að
peysan sem við sáum var frá and-
fasískum fótboltaaðdáendaklúbbi í
Hamborg í Þýskalandi sem vinnur
að vitundarvakningu og afstimp-
ilvæðingu á geðsjúkdómum og við
höfðum samband við klúbbinn og
fengum leyfi fyrir því að nota tit-
ilinn þeirra. Við erum með nokkrar
góðar pælingar um hvernig við ætl-
um að þakka þeim fyrir lánið á titl-
inum!“
Rekin án gróðasjónarmiða
– Platan verður gefin út rafrænt
og sem endurunninn vínill á vegum
Tomatenplatten, post-dreifingar &
Why Not? Platna. Ég kannast við
post-dreifingu en hvaða fyrirtæki
eru Tomatenplatten og Why Not?
Plötur?
„Já kannski svolítið mörg „fyrir-
tæki“ sem koma að útgáfunni, þótt
þau myndu seint kallast fyrirtæki,
enda öll alveg sjálfstæð og rekin án
hvers kyns gróðasjónarmiða. En
fyrir utan það vildum við helst bara
að vinir okkar myndu koma að
þessari útgáfu á einn eða annan
hátt og vegna fyrra samstarfs viss-
um við að þau myndu framkvæma
það fallega og eins og við myndum
sjálf vilja gera það og svo er bara
miklu skemmtilegra að vinna öll
saman!
Listasamlagið post-dreifing er
hópur af sjálfstæðu listafólki í gras-
rótarsenunni á stór-Reykjavíkur-
svæðinu sem sækir innblástur sinn
í gerum-það-saman-hugmyndafræð-
ina. post-dreifing er að gera alls-
konar; meðal annars að auka sýni-
leika og standa við bakið á ungu
listafólki í krafti samvinnu, og þá
sérstaklega þeim sem eru að taka
sín fyrstu skref í listsköpun. Við er-
um svo stolt af að vera partur af
þessum hópi frjórra og frábærra
einstaklinga!
Why not? Plötur eru lítið, sjálf-
stætt DIY-útgáfufyrirtæki vinar
okkar Ægis Sindra Bjarnasonar
sem rekur líka sjálfstæða grasrót-
artónleikarýmið R6013 í kjallara-
rými í Ingólfsstrætinu. Hann hefur
gefið út þó nokkrar plötur á síðustu
10 árum, eins og til dæmis World
Narcosis, Dead Herring, Stormy
Daniels, Bratta Brekku, Lauru Se-
cord og hann gaf líka út fyrstu EP-
plötuna okkar BSÍ árið 2018, í sam-
starfi við Tomatenplatten. Hann er
líka einfaldlega bestur!
Tomatenplatten er DIY-útgáfu-
fyrirtæki og hugarfóstur Thomasar
Götz, vinar okkar í Berlín. Thomas
er trommari í hljómsveitinni Beat-
steaks og er yfir höfuð mjög góð og
skemmtileg manneskja. Í fyrra fór-
um við til Berlínar að taka upp
„… en alltaf andfasísk“-hliðina af
plötunni okkar með honum. Eins
og Ægir hefur hann staðið við bak-
ið á okkur síðan BSÍ varð til, og
kom einnig að því að gefa út fyrstu
EP-plötuna okkar árið 2018, í sam-
starfi við Why Not? Plötur.“
Burt með dónakallana!
– Segið mér frá textunum, hvað
brennur á ykkur í BSÍ? Nú kom til
dæmis út um daginn „Dónakalla-
lagið“ sem er baráttusöngur gegn
dónaköllum …
„Já, einmitt, „Dónakallalagið“ er
lag af andfasísku hliðinni á plötunni
og lagið fjallar einfaldlega um það
að vilja útrýma dónakallamenningu,
eins og skaðlegri karlmennsku,
hómófóbíu, transfóbíu, karlrembu
og kvenhatri, og öðru fáránlegu of-
beldi sem fær því miður ennþá
mikinn hljómgrunn í samfélaginu.
Hin andfasíska hlið plötunnar er
mjög mikið í þessum anda, þar sem
ýmis pólitísk mál eru umfjöllunar-
efni. Þótt þessi hlið myndi teljast
pólitísk, þá er hún mjög persónuleg
líka, en í feminískri baráttu er talað
um að hið persónulega sé alltaf
pólitískt. Þunglyndishlið plötunnar
fjallar hins vegar um ferli ást-
arsorgar og missis og þessa and-
legu úrvinnslu sem kemur í kjölfar-
ið á sorginni, svolítið þetta
klassíska klisjukennda umfjöllunar-
efni sem er mörgum hugleikið og
eflaust margir tengja við.“
Tónleikaferðalag ef kóf leyfir
– Hvað er á döfinni hjá BSÍ, ein-
hverjir tónleikar fram undan?
„Já, við erum þessa stundina
bara á fullu að undirbúa allt í
kringum útgáfuna á breiðskífunni
okkar Stundum þunglynd … en
alltaf andfasísk sem er væntanleg
21. maí og í framhaldi af því, ef
kófið leyfir, förum við í smá tón-
leikaferðalag um Þýskaland í sum-
ar og svo munum við koma fram á
Iceland Airwaves í haust. Þetta
gæti auðvitað allt breyst, en við
vonum bara það besta!“
Lýsandi Ljósmyndin sem prýðir plötuna væntanlegu með BSÍ.
Ljósmynd/Berglind Erna Tryggvadóttir
Tvíeyki Dúettinn BSÍ skipa Sigurlaug Thorarensen og Julius Rothlaender sem hér sjást í sól og blíðu.
Tvær ólíkar áttir
- Fyrsta breiðskífa BSÍ, Stundum þunglynd … en alltaf andfasísk, er tvískipt, ástarsorgarlög annars
vegar og krúttpopppönklög hins vegar - Tvíeykið segist vilja útrýma dónakallamenningu