Morgunblaðið - 31.03.2021, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 31.03.2021, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 »Brennandi risaskúlptúr, sellóleikari í búðarglugga, tilkomumikið vegg- listaverk í París og gagnvirk ljósainnsetning eru meðal þeirra listaverka og menningarviðburða sem ljósmyndarar AFP hafa myndað síðustu daga. Fjöldi menningarviðburða víða um heim var myndaður í liðinni viku þrátt fyrir heimsfaraldur AFP Fallegt Spænsku vegglistamennirnir Antonio Sanchez Santos eða Pichi og Alvaro Hernandez Santaeulalia, sem kallar sig Avo, sjást hér leggja lokahönd á fallegt listaverk sitt á vegg við Saint-Michel-breiðgötuna í París. Gullregn Gestir virða fyrir sér gagnvirka innsetningu í Roppongi í Tókýó fyrr í mánuðinum. Nefnist innsetningin „Ephemeral Solidified Light“ og er býsna tilkomumikil, eins og sjá má og á vegum teamLab og Tiktok. Logandi Fólk fylgist heillað með logandi tréskúlptúr, „Corona Tower“ eða Kórónuturninum. Verkið gerði rússneski listamaðurinn Nikolaj Polisskíj fyrir vetrarhátíðina Maslenitsa í þorpinu Nikola-Lenivets í Rússlandi. Uppákoma Sellóleikarinn Michael Katz og píanóleikarinn Spencer Myer komu fram í búðarglugga í New York fyrir fáeinum dögum og léku fyrir gesti og gangandi. Uppákoman var liður í tónleikaröð Kaufman Music Cent- er sem gengur út á að halda óvænta tónleika í slíkum útstillingarrýmum og verða tónleikarnir hundrað í heildina og allir haldnir í New York. Steven William Johnson, trommuleikari bandarísku rokksveitarinnar Alabama Shakes, var handtekinn 24. mars eftir að hafa verið kærð- ur fyrir að beita ólögráða ein- stakling ofbeldi. Honum er gefið að sök að hafa pynt- að manneskju undir 18 ára aldri, misþyrmt og beitt margvíslegu of- beldi. Lögreglan í Limestone-sýslu í Alabama staðfesti þetta við blaða- mann tónlistarvefjarins Rolling Stone. Alabama Shakes dró sig í hlé árið 2018 og hafa aðrir liðsmenn sveitarinnar ekki viljað tjá sig um handtökuna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Johnson kemst í kast við lögin því árið 2018 hlaut hann eins árs skilorðsbundinn dóm fyrir að beita fyrrverandi eiginkonu sína of- beldi. Johnson verður leiddur fyrir dómara 7. apríl. Steven William Johnson Kærður fyrir að beita barn ofbeldi Nýjasta skrímslamyndin úr smiðju Hollywood, Godzilla vs. Kong, gerði það heldur betur gott í Kína yfir frumsýningarhelgi og skilaði jafnvirði um 70 milljóna dollara í miðasölu eða um níu milljarða króna. Eru það hæstu miðasölutekjur af erlendri kvik- mynd þar í landi í dágóðan tíma, allt árið í fyrra og það sem af er þessu ári, samkvæmt frétt á vef kvikmyndavefjarins Variety. Yfir 11,8 milljónir miða voru seldar og á fyrsta degi námu miðasölu- tekjur 20,9 milljónum dollara en til samanburðar má nefna að kvikmyndin Tenet skilaði 8,7 milljónum dollara á fyrsta degi og 30 milljónum yfir frumsýning- arhelgi. Átök Skrímslið Godzilla og risagórillan King Kong takast á í Godzilla vs. Kong. Skrímslamynd vel tekið í Kína Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking. TILBOÐ 20% afslátturí mars TILBOÐ Í MARS Laserlyftingu Náttúruleg andlits- og hálslyfting. Gelísprautun Grynnkar hrukkur og mótar andlitsdrætti. 20% afsláttur af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.