Morgunblaðið - 31.03.2021, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
»Brennandi risaskúlptúr, sellóleikari í búðarglugga, tilkomumikið vegg-
listaverk í París og gagnvirk ljósainnsetning eru meðal þeirra listaverka
og menningarviðburða sem ljósmyndarar AFP hafa myndað síðustu daga.
Fjöldi menningarviðburða víða um heim var myndaður í liðinni viku þrátt fyrir heimsfaraldur
AFP
Fallegt Spænsku vegglistamennirnir Antonio Sanchez Santos eða Pichi og Alvaro Hernandez Santaeulalia, sem
kallar sig Avo, sjást hér leggja lokahönd á fallegt listaverk sitt á vegg við Saint-Michel-breiðgötuna í París.
Gullregn Gestir virða fyrir sér gagnvirka innsetningu í Roppongi í Tókýó fyrr í mánuðinum. Nefnist innsetningin
„Ephemeral Solidified Light“ og er býsna tilkomumikil, eins og sjá má og á vegum teamLab og Tiktok.
Logandi Fólk fylgist heillað með logandi tréskúlptúr, „Corona Tower“ eða
Kórónuturninum. Verkið gerði rússneski listamaðurinn Nikolaj Polisskíj
fyrir vetrarhátíðina Maslenitsa í þorpinu Nikola-Lenivets í Rússlandi.
Uppákoma Sellóleikarinn Michael Katz og píanóleikarinn Spencer Myer
komu fram í búðarglugga í New York fyrir fáeinum dögum og léku fyrir
gesti og gangandi. Uppákoman var liður í tónleikaröð Kaufman Music Cent-
er sem gengur út á að halda óvænta tónleika í slíkum útstillingarrýmum og
verða tónleikarnir hundrað í heildina og allir haldnir í New York.
Steven William
Johnson,
trommuleikari
bandarísku
rokksveitarinnar
Alabama Shakes,
var handtekinn
24. mars eftir að
hafa verið kærð-
ur fyrir að beita
ólögráða ein-
stakling ofbeldi.
Honum er gefið að sök að hafa pynt-
að manneskju undir 18 ára aldri,
misþyrmt og beitt margvíslegu of-
beldi. Lögreglan í Limestone-sýslu í
Alabama staðfesti þetta við blaða-
mann tónlistarvefjarins Rolling
Stone. Alabama Shakes dró sig í hlé
árið 2018 og hafa aðrir liðsmenn
sveitarinnar ekki viljað tjá sig um
handtökuna. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem Johnson kemst í kast við
lögin því árið 2018 hlaut hann eins
árs skilorðsbundinn dóm fyrir að
beita fyrrverandi eiginkonu sína of-
beldi. Johnson verður leiddur fyrir
dómara 7. apríl.
Steven William
Johnson
Kærður fyrir að beita barn ofbeldi
Nýjasta skrímslamyndin úr
smiðju Hollywood, Godzilla vs.
Kong, gerði það heldur betur gott
í Kína yfir frumsýningarhelgi og
skilaði jafnvirði um 70 milljóna
dollara í miðasölu eða um níu
milljarða króna. Eru það hæstu
miðasölutekjur af erlendri kvik-
mynd þar í landi í dágóðan tíma,
allt árið í fyrra og það sem af er
þessu ári, samkvæmt frétt á vef
kvikmyndavefjarins Variety. Yfir
11,8 milljónir miða voru seldar og
á fyrsta degi námu miðasölu-
tekjur 20,9 milljónum dollara en
til samanburðar má nefna að
kvikmyndin Tenet skilaði 8,7
milljónum dollara á fyrsta degi
og 30 milljónum yfir frumsýning-
arhelgi.
Átök Skrímslið Godzilla og risagórillan King Kong takast á í Godzilla vs. Kong.
Skrímslamynd vel tekið í Kína
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
TILBOÐ
20%
afslátturí mars
TILBOÐ Í MARS
Laserlyftingu
Náttúruleg andlits- og hálslyfting.
Gelísprautun
Grynnkar hrukkur og
mótar andlitsdrætti.
20% afsláttur af