Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 72
Á páskadag klukkan 20.05 verður frumsýnd ný íslensk
stuttmynd á RÚV sem nefnist Sóttkví. Sögusvið hennar
er Reykjavík í mars fyrir rúmu ári og segir af þremur
vinkonum sem þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví.
Þær sækja styrk og félagsskap hver til annarrar með
reglulegum fjarfundum á meðan og auk innilokunar-
innar er hver og ein að eiga við flóknar og á tíðum
skoplegar aðstæður í einkalífi sínu sem magnast upp
við einangrun og álag sóttkvíarinnar, eins og því er lýst.
Með hlutverk vinkvennanna fara Elma Lísa Gunnars-
dóttir, Birgitta Birgisdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir
en handritið skrifuðu rithöfundarnir Auður Jónsdóttir
og Birna Anna Björnsdóttir. Reynir Lyngdal er leikstjóri
þáttanna.
Þrjár vinkonur í sóttkví á páskadag
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sæbjört Vala Ævarsdóttir, sjö ára
stúlka í Fellabæ, veit fátt skemmti-
legra en að leika við báða hunda
fjölskyldunnar og láta þá leysa
ýmsar þrautir. „Mér finnst sér-
staklega gaman að láta þá gera
ýmsar kúnstir og ég er búin að
segja að þegar ég verð stór ætla ég
að fá mér minn eigin hund,“ segir
hún.
Jarþrúður Hólmdís Júlíusdóttir,
móðir Sæbjartar, ólst upp við
skepnur hjá nágrönnum í Fellabæ
og í sveitinni í æsku. Hún hefur
góða reynslu af hundum og unga
fjölskyldan átti tvo áður en núver-
andi hundar komu til sögunnar.
„Pabbi segir að um leið og ég byrj-
aði að tala hafi ég byrjað að suða
um að vilja eiga hund, en samt var
aldrei neinn slíkur hjá okkur,“ seg-
ir Jarþrúður um æskuárin. „Ég hef
samt alltaf verið mikil hundamann-
eskja og þegar okkur bauðst að fá
ástralska fjárhundinn Vask þurfti
ég ekki að hugsa mig um tvisvar.“
Síðan hafi hún viljað fá annan hund
til viðbótar fyrir tæplega tveimur
árum og þá hafi nýfæddur Herk-
úles, sem er af Coton de Tulier-
kyni, orðið fyrir valinu. Hún leggur
áherslu á að hundarnir séu ríkur
þáttur í heimilislífi fjölskyldunnar,
hennar og eiginmannsins Ægis
Kristins Sævarssonar sem og
barna þeirra, Sæbjartar og Heiðars
Árna, sem er 14 ára.
Þar næsti hundur í umræðunni
Sæbjört var aðeins 10 mánaða
þegar Vaskur kom nýfæddur inn á
heimilið. Hún er í 2. bekk grunn-
skólans og leikur sér mikið við
hundana í frítímanum. Hún horfir
stundum á myndbönd um hunda og
eftir að hafa séð eitt slíkt á You-
Tube, þar sem hundar leystu ýms-
ar þrautir eins og til dæmis að
hoppa yfir salernispappírsrúllur,
ákvað hún að leggja svipuð verk-
efni fyrir Vask og Herkúles. Móðir
hennar myndaði keppnina og sjón
er sögu ríkari. „Sko, Vaskur vinnur
oft í klósettrúlluáskoruninni, því
hann er betri að stökkva, og ég
veit ekki hvort Herkúles getur
unnið hann í svona keppni,“ segir
Sæbjört.
Þar sem fyrsta upptakan tókst
vel ákvað Sæbjört að láta ekki þar
við sitja og tók sjálf upp samkeppni
hundanna í að tína upp nammibita
af gólfinu. „Vaskur vinnur líka oft í
kappátinu,“ segir sú stutta um leið
og hún veltir fyrir sér hvaða þraut
hún eigi næst að leggja fyrir gælu-
dýrin.
Mæðgurnar fóru með Herkúles á
hundanámskeið fyrir skömmu og
Sæbjört fer gjarnan með þegar
hundunum er leyft að hlaupa fyrir
utan bæinn án þess að vera í taumi
en segist ekki fara oft ein með þá.
„Ég er ekki nógu dugleg við það,
en ein vinkona mín er stundum að
passa hund,“ segir hún áköf. „Ég
veit ekki hvaða tegund hann er en
hún segir að hann sé blanda af
mörgum hundum.“
Regla er á hundum fjölskyld-
unnar, þeir mega sumt en annað
ekki. „Stundum kemur Vaskur inn
í herbergið til mín og sefur hjá mér
en ekki uppi í rúmi,“ segir Sæbjört.
„Það er líka mjög gaman að lesa
fyrir hundana, en ég veit ekki al-
veg hvað þeim finnst skemmtileg-
ast að hlusta á. Mér finnst mjög
gaman að hlusta á sögur og það er
gaman að lesa.“
Sæbjört vill fá einn hund áður en
hún flytur að heiman og þá helst
Coton, sem geti þá eignast hvolpa
með Herkúles. „Þar næsta hund
ætla ég að eiga alveg sjálf,“ segir
hún um framtíðarplönin, en teg-
undin sé enn óljós. „Ég á eftir að
ákveða það en það er svolítið erfitt
því það eru til svo margar tegundir
í heiminum.“
Kappát, hlaup, hopp
og lestur góðra bóka
- Sæbjört Vala í Fellabæ skemmtir sér með hundunum
Ljósmyndir/Jarþrúður Hólmdís Júlíusdóttir
Góð saman Sæbjört Vala Ævarsdóttir og Herkúles njóta lífsins.
Í næði Sæbjört Vala les fyrir Vask.
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 90. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Það má leiða að því líkur að byrjunarlið íslenska karla-
landsliðsins í knattspyrnu verði óhefðbundið þegar það
mætir Liechtenstein í undankeppni HM 2022 á Rhein-
park-leikvanginum í Vaduz í J-riðli undankeppninnar í
kvöld. Eftir tvo leiki á fjórum dögum og á leiðinni inn í
þann þriðja á sex dögum má alveg búast við því að
þjálfarar íslenska liðsins leggi meira traust á ferska
fætur. Rúnar Alex Rúnarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson
og Hólmbert Aron Friðjónsson gætu því allir fengið
tækifæri í byrjunarliðinu í Vaduz. »63
Margar breytingar á byrjunarliði
íslenska karlalandsliðsins í Vaduz?
ÍÞRÓTTIR MENNING
20%
kynningarafsláttur
af öllum
sumarvörum
25. mars - 5. apríl
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
Skírdagur 12-18, Föstudagur Lokað,
Laugardagur 12-18, Páskadagur Lokað,
Annar í páskum 12-18
Sumarid-
BRANCO garstóll.
18.900 kr. NÚ 15.120 kr.
CAMBORD útigrjónapúði.
Svartur eða sandlitaður.
39.900 kr.NÚ 31.920 kr.
CANNES garðstóll.
Ýmsir litir. 19.900 kr.NÚ 15.920 kr.
TULIP sessa. Ýmsir litir. 50x50x8 cm.
4.695 kr. NÚ 3.756 kr.
CALVI sófi. 3ja sæta.
L264 cm. 164.900 kr.
NÚ 131.920 kr.
2ja sæta. L176 cm.
118.900 kr. NÚ 95.120 kr.
er komið
nú15.120
nú31.920
nú15.920