Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 20218 FRÉTTIR Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Mynd / ANR Safna gögnum til að auka arðsemi í sauðfjárbúskap Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins, sauðfjárbændur og atvinnu- vegaráðuneytið hafa ger t með sér samkomulag um verkefnið „ Betr i gögn, bætt afkoma“ , sem geng- ur út á að auka rekstrar ráðgjöf til sauðfjárbúa og bæta afkomu bænda. Ætlunin er að ef la núverandi verkefni Ráðgjafar- miðstöðvar innar (RML) á sviði afkomuvöktunar sauðfj ár búa verulega og fjór falda stærð þess á samningstímanum. Gögnin verða nýtt til að auka leiðsögn til þátttakenda um tæki- færi til hagræðingar í sínum rekstri í ljósi þeirra gagna sem þeir skila inn. RML mun veita ráðgjöf til þátt- takenda á einstaklingsgrunni sem byggir á styrkleikum og veikleikum hvers og eins. Umtalsverð tækifæri til hagræðingar að mati ráðherra Kristján Þór Júlíusson sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra þakkaði fulltrúum RML og LS fyrir samstarfið og að koma því á fót. „Staðreyndin er sú að gögn frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sýna að það eru til staðar umtalsverð tækifæri til hagræðingar í íslenskum sauðfjárbúskap. Meginmarkmið þessa samkomulags er að gera bændum kleift að hagræða í sínum rekstri og bæta þannig afkomu þeirra til skemmri og lengri tíma,“ sagði Kristján Þór. Fáum betri yfirsýn um rekstur sauðfjárbúa Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði bændur hafa miklar væntingar til verkefnisins. „Með aukinni þátttöku bænda munum við fá enn betri yfirsýn yfir rekstur búanna og betri gögn til að vinna með. En verkefnið mun líka nýtast til þess að hver og einn bóndi geti borið sig saman við sambærileg bú og þannig greint styrkleika og veikleika í sínum rekstri.“ Mikill breytileiki er í afkomu Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins hefur sem áður sagði unnið að verkefninu „afkomuvöktun sauðfjárbúa“ undanfarin ár en það snýr að söfnun og greiningu rekstrargagna frá sauðfjárbúum. Gögnin hafa síðan verið notuð til þess að leiðbeina bændum um sinn rekstur. Niðurstöður verkefnisins sýna að umtalsverð tækifæri eru til staðar til hagræðingar en mikill breytileiki er í afkomu búanna, að mati RML. Samkvæmt samkomu- laginu byggir verkefnið á þessari vinnu RML. Viðhorfskönnun meðal sauðfjárbænda í undirbúningi Í fregn á vef atvinnuvegaráðu- neytisins segir að verkefnið sé liður í aðgerðaráætlun til eflingar íslensks landbúnaðar sem ráðherra kynnti í febrúar 2021. Þar kemur einnig fram að það standi til að gera viðhorfskönnun meðal sauð- fjárbænda til að meta nánar stöðu og horfur í greininni, s.s. viðhorf til núverandi stuðningskerfis, af- stöðu til loftslagsmála, vinnuálag við reksturinn og fleira. Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands frá 7. til 11. júlí Fjórðungsmót á Vestur landi verð- ur haldið dagana 7. júlí–11. júlí í Borgarnesi. Hross sem eru í eigu aðila á Vestur landi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þátttökurétt á kynbótasýn- ingu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut. Ákveðinn fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki á þátttökurétt og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða (sjá fjölda í töflu 1). Miðað er við að 68 kynbótahross verði á mótinu þar sem um 75% hrossa í hverjum flokki verða valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Er þetta gert ti l að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið. Þetta er sama leið og áætlað var að fara fyrir síðasta Landsmót. Stöðul isti verður bi rtur í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síð- asta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa, sem vinna sér þátttökurétt á mótinu, en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum, beðnir um að láta vita fyrir 22. júní nk. Þá er hægt að bjóða eigendum hrossa sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Fjöldi kynbótarhrossa á FM 2021 4 vetra 5 vetra 6 vetra 7 v. og eldri Samtals Stóðhestar 8 8 8 6 30 Hryssur 8 14 10 6 38 Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra-Vatnsskarði, sem var sýnd á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 í Borgarnesi. Mynd / Eiðfaxi www.boreal.isingi@boreal.is S: 864 64 89 TVEGGJA TIL SEX MANNA HÚSTRUKKAR TIL LEIGU ÓBYGGÐIRNAR KALLA Fullkominn ferðafélagi fyrir: Veiðiferðina, Öræfin, Norðurljósin, Hálendið, Fjölskylduna, Vinina. Til leigu, með eða án bílstjóra. �norri �inn�augsson, sveitarstjóri � H�rgársveit, segist finna �að ster�t að áhugi s� �yrir �v� að �ytja � sveitar���agið. � ��ttb��is�jarna við �ónsba��a er verið að byggja 28 íbúðir og byrjað verður á jafnmörgum síðar á árinu, eða 56 íbúðum. Þegar uppbyggingu við tvær nýjar götur lýkur verða íbúar � hverfinu um ��� ta�sins. Rífandi gangur er í bygginga- framkvæmdum í Hörgársveit – Fjöldi íbúða í byggingu og fjölmargar lóðir seldar Íbúar í Hörgársveit nálgast óðum það mark að verða 700 talsins. Fjölgun íbúa hefur komið til á allra síðustu árum en undanfar- in ár hefur þeim fjölgað á annað hundraðið. „Við finnum sterkt fyrir því að áhugi er fyrir að flytja út í Hörgársveit. Sveitarfélagið er vel rekið og vel í sveit sett með sterka innviði, skóla og leikskóla og ýmsa þjónustu. Í Hörgársveit getur fólk sameinað bestu kosti bæði þéttbýlis og dreifbýlis,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit. 118 nýjar íbúðir Rífandi gangur er í byggingafram- kvæmdum í sveitarfélaginu og húsin spretta upp. Fyrsta skóflustunga vegna gatnagerðar við nýtt hverfi á Lónsbakka, við göturnar Reynihlíð og Víðihlíð, var tekin fyrir rúmum tveimur árum. Nú er búið að byggja þar 30 íbúðir og íbúarnir eru orðnir 70 talsins við Reynihlíðina. „Það er byrjað á 28 íbúðum og smíði þeirra stendur sem hæst en seinna á þessu ári verður byrjað á 28 íbúðum til viðbótar,“ segir Snorri. Þá eru eftir lóðir í hverfinu fyrir um 32 íbúðir og gert ráð fyrir að hafin verði bygging á þeim á næsta ári. Að loknum þessum framkvæmd- um verða alls 118 nýjar íbúðir við Reynihlíð og Víðihlíð og íbúar í öllu Lónsbakkahverfinu þá um 400 í allt. Til stóð um tíma að nýta húsnæði á fyrrum heimavist við Þelamerkur- skóla og útbúa þar litlar íbúðir til útleigu. Fallið hefur verið frá þeim áformum að sögn Snorra, en sveit- arstjórn ákvað í lok maí að taka húsnæði heimavistar sem framtíðar skólahúsnæði. „Það er gert ekki síst í ljósi mik- illar íbúafjölgunar og klárlega mun einn daginn verða komin upp þörf fyrir stærra skólahúsnæði,“ segir hann. Fjórar lóðir klárar á Hjalteyri Hjalteyri er annar þéttbýliskjarni í Hörgársveit. Þar eru klárar fjórar íbúðahúsalóðir niður á eyrinni og búið að úthluta þremur þeirra. Framkvæmdir eru á næsta leiti. Að auki nefnir Snorri að búið sé að skipuleggja 18 einbýlishúsalóðir, stórar sjávarlóðir í Hagabyggð við Glæsibæ. Þegar séu 11 þeirra seldar og búið er að taka fyrsta grunninn í því hverfi. „Það er allt að fara á fullt þar, svo segja má að mikið sé í gangi hjá okkur,“ segir Snorri Finnlaugsson. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.