Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 2021 17 Lely Center Ísland Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ASPLA rúlluplast frá 9.900.- + vsk. STRÚKTÚR ehf | Bæjarflöt 9 | 112 Reykjavík | struktur@struktur.is | Sími: 588 6640 Nú á allt að seljast. Eigum þessa lengd á lager. Litað bárujárn Þykkt: 0,60 mm Breidd: 1045 mm Klæðir: 988 mm 3.600 kr m² m/vsk. 40% afslá�ur meðan birgðir endast 2.160 kr m² m/vsk RAL 9005 Svart Lengd: 4.800 mm Plata = 4,8 * 0,988 = 4,74 m2 Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. Smiðshöfða 12 · 110 Reykjavík · sími 586 8000 · verslun@roggi.is · www.roggi.is Þjónusta við iðnaðinn Trésmíðavélar, sagarblöð, handfræsitennur, fræsihausar, borar, viðgerðarefni, sporjárn, rennijárn, ‚útskurðarhnífar, demantsblöð �i���gur um hámar�sa�a fis�veiðiárið ���������, ásamt ti���gum og a�amar�i sam�v�mt á�v�rðun stjórnva�da �yrir fis�veiðiárið ���������. Haf r annsóknastofnun hefur kynnt úttekt á ástandi nytjastofna og ráð- gjöf fyr ir næsta fiskveiðiár. Leggur stofnunin til 13% lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiár ið 2021/2022. Því lækkar ráðlagður heildar- afli þorsks úr 256.593 tonn- um á yfirstandandi fiskveiðiár i í 222.737 tonn. Á grundvelli varúðarsjónarmiða og langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir tæplega 30 nytjastofna. Ástæður lækkunar á aflamarki þorsks Í kynningu Hafró segir að tvær meginástæður séu fyrir því að ráð- lagt sé að minnka veiðar á þorski. Árgangar 2013 og 2016 eru litl- ir og hafa þeir umtalsverð áhrif til lækkunar á stærð viðmiðunarstofns- ins. Megin uppistaða í þyngd stofns- ins er 4 til 9 ára þorskur og nú eru tveir af þeim sex árgöngum slakir. Samkvæmt Hafró sýnir stofn- matið á þorski í ár að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um 19% miðað við núverandi mat. Mæligildi eldri fisks, bæði í aldursgreindum afla og í stofn- mælingum, hafa síðustu ár verið hærri en áður hafa sést. Vægi yngri fisks, sem er enn ekki kominn að fullu í veiðina, var einnig minnkað miðað við það sem áður var. Þessar breytingar leiða til þess að stofn- matið fylgir nú betur breytingum í stofnmælingum en áður var. Þorskstofninn er enn mjög sterkur. Ef frá eru talin undanfarin 5 ár eða svo hefur stofninn ekki verið stærri í 40 ár. Sókn er enn nærri sögulegu lágmarki. Gert er ráð fyrir að viðmið- unarstofn þorsks verði svipaður að stærð þangað til árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmið- unarstofninn eftir 2 til 3 ár, en horfur eru á að þeir séu um og yfir meðallagi. Aflamark ýsu lækkað Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 50.429 tonn, sem er 11% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni halda áfram að vaxa næstu tvö árin. Árgangar frá 2015 til 2017 eru metnir nálægt meðaltali, árgangur 2018 lítill og niðurstöður stofnmælinga benda til að árgangar 2019 og 2020 verði yfir meðallagi. Ufsi lækkaður um 1% og grálúða um 13% Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa samkvæmt aflareglu stjórnvalda. Aflamark samkvæmt aflareglu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 er 77.561 tonn, eða um 1% lægra en síðastliðið fiskveiðiár. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækkar um 13% frá fyrra ári og er 26.650 tonn Hrygningarstofn gullkarfa hefur minnkað. Nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur hrygningar- stofn minnkað á undanförnum árum og fyrirséð að sú þróun muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2021/2022 því 31.855 tonn, 17% lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Leggja til auknar veiðar á sumargotsíld Viðsnúningur virðist nú vera í þróun stofnstærðar íslensku sumar- gotssíldarinnar sem minnkaði ört frá árinu 2008 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýra- sýkingar í stofninum. Árgangur 2017 er metinn stór og kemur inn í viðmiðunarstofninn í ár. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda hækkar því úr 35.490 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 í 72.239 tonn fyrir 2021/2022, eða um 104%. /VH Ráðgjöf Hafró fyrir fiskveiðiárið 2021/2022: Leggur til 13% lækkun aflamarks þorsks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.