Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 26

Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202126 LÍF&STARF Sjálfbær áburðarvinnsla: Tilraunir á Geitasandi með áhrif lífrænna efna á gróðurframvindu Í byr j un ár s var sett af stað samstar fsver kefni um þr óun á íslenskum áburði með sjálf- bær um fr amleiðsluaðfer ðum. Einn angi þess verkefnis er að kor tleggja allt lífrænt hráefni sem getur nýst til áburðar fram- leiðslu. Ver kefnisst j ór n er í höndum Matís, en samstar fsað- ilar eru Atmonia, Landsvirkjun, L andbúnaðar háskól i Í slands og Landgræðslan – sem nýlega setti upp tilraunir á Geitasandi í Rangárvallasýslu þar sem bor in eru saman áhr if mismunandi líf- rænna efna á gróður framvindu á rýrum mel. Samstarfsverkefnið heitir Sjálf- bær áburðarvinnsla og fékk tveggja ára styrk frá Markáætlun Rannís. Takmarkið er að finna leiðir til að bæta næringarefnum í lífrænan úrgang og gera þau að verðmætum áburði. Áhrif sex mismunandi tegunda lífrænna efna Í ti lraun Landgræðslunnar eru borin saman áhrif sex mismun- andi tegunda lífrænna efna, með eða án viðbættra næringarefna og sum þeirra í misstórum skömmtum. Allur úrgangur hefur verið með- höndlaður á þann hátt að leyfilegt er að dreifa honum til uppgræðslu. Í umfjöllun á vef Landgræðslunnar um tilraunina á Geitasandi kemur fram að hingað til hafi skort leiðir til að endurnýta allan lífrænan úrgang á vistvænan hátt, sérstaklega svokall- aðan „vandamálaúrgang“ . Mannaseyra er vandamálaúrgangur „Vandamálaúrgangur sem hér er notað sem samheiti yfir efni sem eru illa nýtt, s.s. mannaseyra og ýmis úrgangur frá eldisdýrum, er oft urðaður eða hleypt út í sjó. Hann mætti hins vegar frekar kalla „ tæki- færisúrgang“ . Þessi tækifærisúrgangur inni- heldur mikið magn dýrmætra nær- ingarefna og það er því fullkomin sóun að nýta hann ekki, sérstaklega í landi þar sem ástand gróðurs og jarðvegs er svona bágborið. Því er til mikils að vinna að nýta hann sem best og nota í stað tilbúins innflutts áburðar þar sem það er hægt, en til- búinn áburður hefur margfalt hærra kolefnisspor og er dýr í innkaupum. Tækifærisúrgangurinn er hins vegar heimafenginn og oftast gjaldfrjáls,“ segir í umfjölluninni. Haft er eftir Magnúsi H. Jóhannes- syni, teymisstjóra Landgræðslunnar, að geysilega mikil verðmæti séu fólgin í lífrænum úrgangi, þó flest okkar líti á hann sem vandamál sem best sé að losna við sem fyrst. Hann segir að næringarefnin séu nákvæmlega jafn verðmæt og í til- búnum áburði, bara aðeins þyngri í notkun. /smh Tilraunaverkefni Landgræðslunnar, þar sem mismunandi tegundum af lífrænum áburði er dreift á Geitasandi til að skoða áhrif á gróðurframvindu. Starfsfólk Landgræðslunnar við störf á Geitasandi. F.v.: Anne Bau, Urður Einarsdóttir, Sóldögg Rán Davíðsdóttir, Snorri Björn Magnússon, Elísa Inger Jónsdóttir, Guðný Rut Guðnadóttir, Sigurður Smári Davíðsson og Róbert Ívar Arnarsson. Myndir / Dúi J. Landmark Loftmyndir af sáningarreitum á Geitasandi.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.