Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 28

Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202128 Iðnaðarsafnið á Akureyr i býður í sumar upp á fyr ir lestra og myndbandasýningar sem tengjast iðnaði á Akureyr i, fimmtudags- viðburðir nefnast þeir og verða í boði á fimmtudögum. Alls verða haldnir fimm fyr ir lestrar, tveir í júlí og þr ír í ágúst, en myndasýningar verða alla fimmtudaga bæði kl. 13 og 15. Fyr ir lesarar eru þeir Jón Hjaltason, Sigurgeir Guðjónsson, Þórar inn Hjar tarson og Jóna Sigur laug Fr iðr iksdóttir ásamt Ullarvinnslunni Gilhaga. „Við reynum að bjóða upp á fræðandi og skemmtilega dagskrá, fólk hefur alltaf gaman af því sem gerðist í fyrri tíð og við mætum því með þessari sumardagskrá,“ segir Þorsteinn E. Arnórsson, safnstjóri Iðnaðarsafnsins. Hann hljóp í skarðið í byrjun árs – og ekki í fyrsta sinn þegar svo var komið í rekstri safnsins að segja þurfti safnstjóra upp störfum sökum peningaleysis. Þorsteinn hefur setið í stjórn Iðnaðarsafnsins frá upphafi. Terra fyrir herra Auk þess sem Iðnaðarsafnið býður upp á sumardagskrá í formi fyrirlestra og myndasýningar var í liðinni viku opnuð lítil sýning til að minnast Jóns S. Arnþórssonar, frumkvöðuls og stofnanda Iðnaðarsafnsins, en í ár verða liðin 90 ár frá fæðingu hans. Jón lést árið 2011. Hann gegndi ýmsum störfum hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, var sölustjóri, fulltrúi forstjóra, deildarstjóra, fulltrúi verksmiðjustjóra og markaðsfulltrúi. Jón var framkvæmdastjóri við iðnsýningar samvinnumanna frá 1957 til 1973. Hann sá um verkefnið Handverk heimilanna sem síðar varð að Hugmyndabankanum. Fálkaorða fyrir framlag við varðveislu íslenskrar verkmenningar Sýningin, sem opnuð var 17. júní síðastliðinn, sækir nafn sitt í slag- orð til saumastofu Gefjunar, Terra fyrir Herra. Fyrstu störf Jóns fyrir Sambandið voru einmitt á saumastofu Gefjunar. Jón var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2009 fyrir framlag til varðveislu íslenskrar verkkunnáttu og safnamenningar, en hann hóf markvissa söfnun iðnminja árið 1993. Sambandið var á sinni tíð stór atvinnurekandi á Akureyri, en þegar umsvif þess voru hvað mest voru um eða yfir 1.000 manns á launaskrá við margvísleg störf á verksmiðjunum á Gleráreyrum. Með tímanum fór þó að fjara undan, umsvif minnkuðu og ein og ein deild lagði upp laupana þar til allri starfsemi var hætt árið 2005. ÍSLAND ER LAND ÞITT Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Jakob Tryggvason og Þorsteinn E. Arnórsson, safnstjóri Iðnaðarsafnsins, skoða skrauthefil. Jakob er í hópi virkra Hollvina Iðnaðarsafnsins, en hollvinir leggja að jafnaði fram 1,5 ársverk til safnsins í formi ólaunaðrar vinnu. Myndir / MÞÞ Gulur Bragi þótti nú aldeilis fínn hér á árum áður. Kökukeflið sem hangir neðst var í eigu bakarans Axels Schiöt sem rak bakarí á Akureyri á árunum frá 1900 til 1930. Þorsteinn er öllum hnútum kunnugur á Iðnaðarsafninu og þekkir vel sögu bæði gömlu Sambandsverksmiðjanna og eins líka annars iðnaðar á Akureyr i. Sjálfur hóf hann stör f í fágunardeild Gefjunar 13 ára gamall, en sú deild lagði lokahönd á framleiðsluvörur verksmiðjunnar áður en þær voru settar inn á lager. „Þar var þvegið og litað, ullarband og teppi voru þvegin og ýfð og fataefni, t.d. terlín var lóskorið, pressað og brotið í stranga,“ segir Þorsteinn, sem starfaði á deildinni í fjögur ár áður en hann fór í aðra vinnu um nokkurra ár skeið. Hann hóf svo störf í fataverksmiðjunni Heklu þar sem hann starfaði óslitið í 15 ár, eða þar til Sambandið og Álafoss voru sameinuð í desember 1987 og honum sagt upp störfum. Fundu vélar á Hvolsvelli Þorsteinn og félagi hans af Sam- bandsverksmiðjunum stofnuðu félagið Yrmu og prjónuðu trefla úr gerviefnum. Hekla hætti að nota prjónavélar fyrir fínt garn og föluðust þeir eftir vélunum en var neitað um þær og sagt að hvergi væri slíkar vélar að finna. „Það hljóp smá kergja í okkur og við hóf leit sem endaði með að við fundum sams konar vélar suður á Hvolsvelli sem við keyptum og fluttum norður,“ segir hann. Glófi er einnig annað dæmi um fyrirtæki sem fyrrum starfsmenn á Sambandsverksmiðjum stofnuðu. „ Settu nafnið þitt á blaðið“ Þorsteinn var formaður Iðju, félags verksmiðjufólks á árunum 1995 til 1999, en það ár voru tvö verkalýðsfélög sameinuð, Eining og Iðja sem nú heitir Eining Iðja. „Jón Arnþórsson kom til mín og sagði mér frá fyrirhugaðri stofnun Iðnaðarsafnsins og nefndi að það væri mitt fólk sem vann þess störf. Sig vantaði þriðja mann í stjórn, „settu nafnið þitt hérna á blaðið,“ sagði hann og rétti mér blað yfir skrifborðið,“ segir Þorsteinn, sem setið hefur í stjórn Iðnaðarsafnsins frá því það var stofnað. /MÞÞ Þorsteinn E. Arnórsson: Byrjaði 13 ára gamall í fágunardeildinni Þorsteinn E. Arnórsson safnstjóri hefur setið í stjórn Iðnaðarsafnsins frá upphafi þess. Skór sem Pétur skósmiður á Akur- eyri saumaði á Inga son sinn. Pláss- og peningaleysi Iðnaðarsafnsins birtist m.a. í því að geyma þarf fjölda muna í gámum á útisvæði.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.