Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202130
bætir við að gullsmíði og tannsmíði
hafi þó orðið útundan.
Munir geymdir í gámum
Þorsteinn segir að vissulega hrjái
plássleysi starfsemi safnsins. „Þó
við fengjum helmingi meira pláss
yrðum við fljót að fylla það,“ segir
hann. Akureyrarbær á húsnæðið og
greiðir að auki hita og rafmagn.
Iðnaðarsafnið er löggilt safn og
fær styrki en þeir eru það naumt
skammtaðir að þeir duga hvergi
nærri til. Sem dæmi um pláss- og
peningaleysi safnsins má nefna að
fjöldi muna er í geymslu í gámum
á útisvæði við Iðnaðarsafnið.
Þá hefur svonefnt Wathnehús
staðið í nær tvo áratugi án sökkuls
á lóð við Iðnaðarsafnið. Húsið á sér
ríka sögu og hefur sterka skírskotun
til atvinnulífs á Akureyri, en Otto
Wathne lét byggja það árið 1895
sem síldartökuhús. Hann varð
fyrstur til að taka á móti síld sem
veiddist allt frá Pollinum við
Akureyri og út á Grímseyjarsund
og flytja hana með gufuskipum
í land. Erfingjar Ottos tóku við
húsinu eftir lát hans 1898, þeir
byggðu við og buðu bæjarbúum
að geyma þar matvæli. Húsið komst
í eigu Hafnarsjóðs Akureyrar árið
1928, KEA eignaðist húsið 1940
og starfrækti þar skipasmíðastöð
sína til ársins 1974 þegar hún var
lögð niður. Norðlenska eignaðist
húsið árið 2000, en tveimur árum
síðar var það flutt inn á Krókeyri,
einkum til að forða því frá glötun
þar sem hlutverki þess á Oddeyri
var lokið og það átti illa heima þar
lengur. Til hefur staðið að það yrði
hluti af starfsemi Iðnaðarsafnsins.
Grotnar niður
verði ekki neitt gert
„Það yrði til mikilla bóta ef húsinu
væri komið niður á grunn, það er
fyrsta versið og í framhaldinu
mætti vinna að endurbótum á því
í rólegheitum og eftir því sem
fjárráð leyfa,“ segir Þorsteinn. Ekki
er rafmagn í húsinu og það ekki
hitað upp. Þess bíður að óbreyttu
ekki annað en að grotna niður. Ráð
var fyrir því gert að Wathnehúsið
yrði nýtt í þágu Iðnaðarsafnsins og
telur Þorsteinn upplagt að koma
þar fyrir hluta af safnmunum þess.
Hugmyndir voru uppi um að gera
fallegt útisvæði við húsið og útbúa
tjörn framan við það þar sem koma
mætti fyrir munum tengdum báta-
og skipasmíði.
Í mörg horn að líta
„Þetta eru okkar draumar, en óvíst
hvort þeir rætist á meðan staðan
er sú að við höfum ekki efni á að
hafa safnstjóra á launum, eins brýnt
og það er fyrir starfsemina að hafa
starfsfólk hér. Það er í mörg horn
að líta, margt sem þarf að gera t.d.
við skráningar og annað sem er
okkar skylda. Sem betur fer erum
við með hóp af ungmennum úr
vinnuskólanum sem leggja okkur
lið. Þau sjá um umhirðu ýmiss
konar á útisvæði og þá er heilmikið
verkefni fólgið í því að þurrka af
og halda í horfinu hér innandyra,“
segir Þorsteinn.
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Mjólkuriðnaði eru gerð góð skil á Iðnaðarsafninu. Hér er safnstjórinn með
gamla mjólkurflösku frá Korpúlfsstöðum.
Í eina tíð var mjólk keypt inn á heimili landsmanna í 10 lítra „ beljum“ sem var
kassi utan um plastpoka með stút sem handhægt var að hella mjólkinni úr.
Mokkajakki sem sr. Pálmi Matthí-
asson lét sauma á sig hjá Skinna
saumastofu áður en hann bauð sig
fram til sóknarprests í Glerárkirkju
á sínum tíma.
Þorsteinn með jakka úr Gefjunarefni sem Elín Sigríður Axelsdóttir frá Ásláksstöðum í Hörgársveit saumaði á Þórð
Ingimarsson son sinn þegar hann var þriggja ára árið 1952. Jakkinn er nú til sýnis á sérsýningunni Terra fyrir herra
til heiðurs Jóni E. Arnþórssyni.
��ugur húsgagnaiðnaður var � h��uðstað �orður�ands á árum áður. H�r eru
nokkur sýnishorn, skápar, borð og stólar.
Símastólar voru mesta þarfaþing á heimilum fyrri tíma. Valbjörk framleiddi
þennan fína símastól fremst á myndinni, við hlið hans er stóll sem var á
Skíðastöðum í Hlíðarfjalli, þá sígildur stóll einnig frá Valbjörk og loks lengst til
h�gri má sjá � stó� sem Ágúst Jónsson á ��ureyri �ram�eiddi með nors�u �eyfi.
���ugerðarv�� sem eins og na�nið
gefur til kynna var notuð til að búa
ti� og móta t��ur � a�óte�i.
Milda barnasápan frá Sjöfn.
Fyrirsætan á myndinni er hinn
góðkunni tónlistarmaður Eyþór Ingi,
greinilega að stíga fyrstu skrefin á
framabrautinni.
Tunnugerð var stunduð á Akureyri og svolítið upp og niður hvað var að gera
í þeim iðnaði, fór eftir duttlungum síldarinnar.