Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 34

Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202134 ÍSLAND ER LAND ÞITT Vaskir sj álfboðaliðar tóku á dögunum þátt í viðgerð á Kotbýli kuklarans í Bjarnar firði. Kotbýlið er hluti af Galdrasýningunni á Hólmavík. Það hefur ver ið lokað undanfar in tvö ár þar sem yfir vofði hætta á að þak þess myndi hrynja. Anna Björg Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Galdrasýningarinnar, segir að viðgerðir muni standa yfir í sumar. Nú þegar búið er að laga þakið verður hafist handa við að lagfæra timburgrindina sem er byrjuð að gefa sig. Þá verður tyrft yfir á ný og sýningin endurnýjuð. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í sumar. Galdrasýningin er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna á Ströndum og sækja það árlega heim um 16 þúsund manns. Sjálfseignarstofnunin Stranda- galdur rekur Galdrasýninguna á Ströndum og er Kotbýli kuklarans annar áfangi hennar. Galdrasýningin var opnuð á Hólmavík sumarið 2000 en ári síðar hófst vinna við gerð Kot- býlisins sem var opnað við hátíðlega athöfn 23. júlí árið 2005. Anna segir að Kotbýli kuklarans sýni við hvaða aðstæður fátækir leiguliðar bjuggu á Íslandi á 17. öld þegar galdrafárið reið yfir landið og sýni einnig hvernig kuklið var hluti af lífsbaráttunni. „Langflestir þeirra sem ákærðir voru fyrir galdra voru af lægstu stéttum landsins og þótt einstaka yfirstéttarmaður væri ákærður er ekki vitað til þess að neinn þeirra hafi verið brenndur eða hýddur eins og algengt var um almúgafólkið,“ segir hún. Opinn og ókeypis aðgangur fyrir alla Kotbýlið er torfhús sem hleðslu- meistarinn Guðjón Kristinsson frá Dröngum hafði yfirumsjón með að byggja og heimamenn hjálpuðu til eftir fremsta megni. Í húsinu er grjót notað í undirstöður, en veggir hlaðnir úr klömbru og streng. Grindin er gerð úr ósöguðum rekavið og áreftri ýmist klofið í sprek, reisifjalir úr bökum eða stuttir, breiðir kubbar sem teknir voru í sneiðar og lagðir á langbönd. Anna segir að fyrstu árin eftir opnun hafi verið sumar- starfsmaður í Kotbýlinu en því var Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Kotbýli kuklarans, áður en þakið var tekið af og ráðist í endurbætur. Myndir / Galdrasýning á Ströndum Anna Björg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Galdrasýningarinnar á Ströndum, með tilbera sem er hluti af þeirri sýningu. �as�ir sjá��boða�iðar tó�u á d�gunum �átt � viðgerð á �otb��i �u��arans � Bjarnarfirði. �otb��ið er h�uti a� Ga�dras�ningunni á Hó�mav��. �að he�ur verið �o�að undan�arin tv� ár �ar sem yfir vo�ði h�tta á að �a� �ess myndi hrynja. ��áttustafir. �essa stafi s�a� rista á efri orfhælinn og bera í þá blóð úr lífæð á vinstri hendi. Galdrastafur til að fé verði tvílembt. Rist þennan staf á sauðataði með músarrifi úr hra�ns b�óði og brenn í stekkjardyrum á blágrýtishellu og lát reykinn leggja framan í féð á Jónsmessu gömlu. Ef ólán er á fénaði. Rist þennan staf á ei� og gra� � gó�fið og �át ��ð ganga �ar yfir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.