Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202138 Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum Keldnalandið. Mynd / Jenna Film Keldnalandið og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði – framtíð rannsókna á dýrasjúkdómum Á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur ver ið unnið að rannsóknum á dýrasjúkdómum frá því um miðja síðustu öld. Tilraunastöðin hefur því lengi gegnt mikilvægu hlutver k i í þj ónustu við landbúnað og fiskeldi hér lendis. Sér fr æðingar hennar hafa staðið í stafni við rannsóknir á smitsjúkdómafaröldrum í búfé, oft af völdum áður óþekktra smitefna. Auk þessa hafa á Keldum ver ið stundaðar öflugar grunnrannsóknir á sviði dýra- heilbr igðis. Tilraunastöðin hefur skapað sér nafn erlendis, sérstaklega fyrir rannsóknir á mæðiveirunni. Mæðiveiran var einangruð á Keldum á sjötta áratug síðustu aldar, sú fyrsta í flokki lentiveira. Rannsóknir Keldnafólks á mæðiveirunni lögðu stóran hluta af þeim grunni sem byggt var á þegar lentiveira í mönnum þ.e. eyðniveiran (HIV), greindist tveimur áratugum síðar. Blikur eru nú á lofti um framtíð Tilraunastöðvarinnar á Keldum og þess kröftuga rannsóknastarfs sem þar fer fram því áætlanir eru um að land stofnunarinnar renni inn í félagið Betri samgöngur ohf. sem hluti af framlagi ríkisins við lagningu Borgarlínu. Í samþykktum fyrir hlutafélagið Betri samgöngur ohf., kemur m.a. fram að félagið skal með sérstökum samningi við fjármála- og efnahagsráðuneytið taka við landi í eigu ríkisins við Keldur í Reykjavík. Allur ábati af þróun og sölu landsins skal renna óskertur til verkefnisins um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu sambandi hefur lítið verið rætt eða ritað um þá stofnun og starfsemi sem er á Keldnalandinu og hefur verið þar um langt árabil. Keldnalandið og Tilraunastöðin Tilraunastöð H.Í. í meinafræði hefur verið staðsett á Keldum frá árinu 1948. Þá hafði ríkið nokkru áður keypt Keldur og eyðibýlið Keldnaholt og lagt undir Tilraunastöðina. Styrkur frá Rockefellersjóðnum í Banda- ríkjunum 1945 var notaður til upp- byggingar á staðnum. Á næstu áratugum þar á eftir var mikil uppbygging í rannsóknum og aðstöðu á Keldum. Fjármagn var fyrir utan fé af fjárlögum, sjálfs- aflafé sem m.a. var aflað með á sölu ormalyfja og bóluefna til notkunar í búfé sem stöðin hafði á þeim tíma einkasöluleyfi á. Árið 1951 keypti Tilraunastöðin 16 hektara úr landi Grafarholts fyrir sjálfsaflafé. Á níunda áratugi síðustu aldar fór hluti af landi sem þá tilheyrði Tilraunastöðinni undir byggðina í Grafarvogi samkvæmt samingi ríks og borgar frá árinu 1983. Þann 26. maí 1983 (í kjölfar samninga við Reykavíkurborg) fól þáverandi menntamálaráðherra Ti l raunastöðinni umsjón og forræði allra landsvæða í eigu ríkisins á Keldum, utan lands umhverfis rannsóknarstofnanir atvinnuveganna á Keldnaholti. Tilraunastöðin er starfrækt sam- kvæmt sérlögum nr. 67/1990 og lögum nr. 50/1986 um Rannsókna- deild fisksjúkdóma. Dýrasjúkdómastofnun: rannsóknir, vöktun og þjónusta Tilraunastöð H.Í. í meinafræði er eina dýrasjúkdómastofnun landsins og hefur starfað sem slík í rúm 70 ár. Þar hefur því byggst upp áratuga sérþekking í dýrasjúkdómum og dýraheilbrigði. Stofnunin sér um rannsóknir, ráðgjöf og þjónustu í þágu heilbrigðiseftirlits, sjúkdómagreininga og sjúkdóma- varna fyrir búfé, eldisfisk og önnur dýr. Undan þessum skyldum verður ekki komist ef stunda á arðvænlegan ábyrgan landbúnað og fiskeldi. Aukning og efling matvælaframleiðslu og útflutnings matvæla, meiri kröfur um eftirlit og gæðastjórnun kallar á stöðuga þróun í rannsóknum og aðferðafræði. Sem dæmi má nefna: • gríðarlega framleiðsluaukningu í fiskeldi en umfang þjónustu • Sinnir rannsóknum, þjónustu og vöktun á sviði dýrasjúkdóma. • Tengist læknadeild Háskóla Íslands, hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. • Rannsakaðir eru sjúkdómar í spendýrum, fuglum, fiskum og skeldýrum. Tilgangur rannsóknanna er að efla skilning á eðli sjúkdóma og skapa nýja þekkingu. • Þjónustuskyldur eru greiningar og vöktun á dýrasjúkdómum • Er innlend tilvísunarrannsóknastofa á nokkrum sviðum, unnið er eftir gæðakerfi og faggilding er á völdum prófunaraðferðum samkvæmt alþjóðlegum faggildingarstaðli. • Helstu fræðasvið eru príonfræði, veirufræði, bakteríufræði, sníkjudýrafræði, meinafræði, ónæmisfræði, sameindalíffræði og tilraunadýrafræði. • Framleidd eru bóluefni og mótefnablóðvökvar og tekið er blóð úr hestum og kindum til notkunar á rannsóknastofum sjúkrahúsanna. • Stofnunin er þátttakandi í Lífvísindasetri HÍ og þar eru háskólanemar í rannsóknarverkefnum bæði í grunn- og framhaldsnámi. • Árið 2020 unnu 50 manns um 43 ársverk á Keldum. Flestir starfsmenn eru háskólamenntaðir, 15 með doktorspróf, 9 með meistarapróf. Nokkrar staðreyndir um starfsemi Tilraunastöðvarinnar á Keldum Hryssan Brynja og folaldið Lilja frá Keldum vorið 2021. Mynd / Charlotta Oddsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.