Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 42

Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202142 Nú þegar margir kúabændur hafa sett kvígurnar sínar út er mikilvægt að minna á að standa þar f vel að fóðrun þeir ra eigi að ná sem mestu út úr bæði vaxtar- og þroskamöguleikum kvígnanna yfir sumartímann. Þekkt er að ef kvígurnar bera 22-24 mánaða gamlar þá munu þær skila búinu mestr i hagkvæmni að teknu tilliti til æviafurða og uppeldiskostnaðar en til að ná þeim árangr i, þ.e. r éttum burðaraldr i, þar f að standa rétt að kvígueldinu svo arðsemin verði sem mest. Fyrstu vikurnar Það hefur margoft komið fram bæði hér í Bændablaðinu og víðar að með réttu eldi á kvígum má stórbæta árangur kúabúanna og raunar að fyrstu vikurnar í lífi þeirra móti í raun að stærstum hluta hvernig kýr þær verða þegar að þeim tímapunkti kemur. Þetta kann að virka hálf óraunverulegt á marga, en tilfellið er að ef líkami kvígunnar fær þau skilaboð strax í upphafi að gnótt sé af næringarefnum, steinefnum og vítamínum, í réttum hlutföllum í umhverfinu þá setur hann strax mikinn kraft í vöxt og þroska. Aftur á móti ef með einhverjum hætti er dregið úr eða kvígurnar fái ekki fóðurefnin í réttum hlutföllum fær líkaminn í raun skilaboð um annað og aðlagar sig að þeim aðstæðum. Þess vegna þarf strax frá fyrsta degi að sinna kvígunum þannig að verið sé að ala þær til að verða afburða kýr. Vigtun nauðsynleg Svo unnt sé að fylgjast almennilega með því að þær vaxi hratt og vel er nauðsynlegt að vigta kvígurnar reglulega. Mælt er með því að þetta sé gert við fæðingu, þegar vanið er af mjólk, í kringum 3ja mánaða aldurinn, fyrir og eftir sumarbeit, við fyrstu sæðingu og svo við burð. Sé vigt ekki til er best að nota þar til gert lífþungamálband. Séu þessar mælingar til staðar má reikna út þungaaukninguna á degi hverjum en setja ætti markmið um ákveðinn meðal lágmarksvöxt. Hver hann er, fer eftir því eftir hverju er verið að sækjast en eigi að miða við að ná góðum vexti í kvígurnar fram að fyrstu sæðingu þurfa þær að vaxa vel og a.m.k. í kringum 600 grömm á dag að jafnaði fyrstu 13 mánuði ævinnar. Ég nota oft flugelda til útskýringar á vexti á kvígum en til þess að ná að njóta þeirra sem best þarf að koma þeim vel upp frá jörðu og eigi það að gerast þarf að vera kraftur í skotinu sjálfu. Þetta er eins með kvígurnar og til að ná þeim vel á flug þurfa þær strax frá fyrsta degi að taka vel við sér í vexti. Erlendis er miðað við að kvígur skuli tvöfalda fæðingarþunga sinn fyrstu 56 daga ævinnar, þ.e. fyrstu átta vikurnar, og ef kvígan hefur ekki náð þessum árangri í vexti er harla ólíklegt að hún nái nokkurn tímann að verða afburða kýr. Kjarn- og gróffóður auk vatns Flestir kúabændur hér á landi standa vel að mjólkurgjöfinni og gefa kvígunum gott atlæti en mjólkin ein og sér er ekki nóg. Kvígurnar þurfa einnig að fá aðgengi að góðu gróf- og kjarnfóðri sem er sérstaklega hannað og samansett til þess að kvígurnar geti þroskast hratt og vel. Hér þarf sérstaklega að huga að efnainnihaldi kjarnfóðursins og gerð þess svo það örvi vambarþroskann sem best. Bændum er ráðlagt að hafa samband við fóðurráðgjafa til þess að fá frekari upplýsingar um þær kröfur sem gera þarf til kjarnfóðurs fyrir gripi á þessum aldri. Þá er rétt að minna á að afar mikilvægt er að kvígurnar hafi alltaf aðgengi að fersku vatni. Að hætta á mjólk Þegar kemur að því að hætta mjólkurgjöf miða allt of margir bændur, um allan heim, við ákveðinn aldur. Þetta er ákveðinn misskilningur en í dag byggja allar ráðleggingar um þetta efni á því að miða við át en ekki aldur. Sé kvígan farin að éta vel af bæði kjarn- og gróffóðrinu er hún í raun að gefa merki um að vambarstarfsemi hennar sé komin vel af stað og að mjólkurgjöfin sé orðin óþörf. Hvenær þessu stigi er náð er einstaklingsbundið og víða ná kvígur þessu allt niður í sex vikna aldur en líklega oftast í kringum sjöundu til áttundu viku. Erlendis er miðað við, fyrir kvígur af Holstein kyni, að þær éti að lágmarki 1,3 kg af kjarnfóðri þrjá daga í röð og að þá megi hætta með þær á mjólkurgjöf. Fyrir íslenskar kvígur er miðað við 1,0 kg át á kjarnfóðri þrjá daga í röð. Kynþroski Í rannsókn sem gerð var hér á landi fyrir nokkrum árum kom í ljós að kvígur voru að meðaltali 28 mánaða gamlar þegar þær báru sem bendir til þess að gríðarleg tækifæri til aukinnar arðsemi megi ná á Íslandi með því að bæta eldi á kvígum. Eigi kvígan að bera 22ja mánaða þarf að sæða hana þegar hún er 13 mánaða en þó ekki fyrr en hún nær tilætluðum þunga. Kvígurnar verða í raun kynþroska mun yngri en eru þá of smáar til að geta náð tilætluðum þunga við burð. Hérlendis er miðað við að kvígurnar hafi náð um 55% af þyngd fullorðinna kúa þegar þær eru sæddar. Ef miðað er við að fullorðnar kýr hér á landi séu um 470 kíló, sem er reyndar allbreytilegt, ætti kvígan því að vera um 260 kíló á fæti þegar hún er sædd. Hér þarf vissulega hver og einn að nota eigin tölur en hlutfallið heldur, þ.e. 55% af þunga fullorðinna kúa er viðmið sem bæði er notað hér á landi og erlendis fyrir önnur kúakyn. Sumarbeit Til þess að ná þessu þarf fóðrið að vera kraftmikið og ólíklegt er að það náist t.d. með úthagabeit eins og oft tíðkaðist hér áður fyrr og gerir jafnvel enn í einstaka tilfellum. Reyndar er alþekkt erlendis að beit á ófengnum kvígum krefst gríðarlegar nákvæmi og góðrar bústjórnar eigi ekki að koma afturkippur í vöxtinn og allar líkur eru á því að svo sé einnig hér á landi. Því þarf að setja kvígurnar á orkuríka beit snemmsumars, bæta við þær viðbótarfóðri þegar líður á og taka þær snemma af beitinni þegar orkugildi grasanna fellur. Kvígur búa reyndar yfir þeim hæfileika að geta bætt sér upp vöxtinn upp að ákveðnu marki, hafi t.d. eitthvað brugðist í bústjórninni og komið afturkippur í vöxtinn. Þetta geta þær gert eftir að búið er að hýsa og tíminn sem gefst í þetta ferli er þó stuttur. Í Noregi hafa mælingar sýnt að kvígur geta bætt sér upp smá afturkipp í vexti fyrstu tvo mánuðina eftir hýsingu, en eftir það verður vöxturinn jafn á ný. Það er því mikilvægt að hafa þetta hugfast að hægt er að draga úr skaðanum, sem mögulega hefur orðið, sé kórrétt staðið að eldinu við hýsingu en tíminn til þess er þó knappur. Fósturþroskinn Eftir að kvígan hefur fest fang má í raun slaka aðeins á eldinu, enda er þá gengið út frá því að hún hafi náð tilætluðum þunga við fyrstu sæðingu. Nú tekur við tímabil hjá kvígunni sem bæði fer í áframhaldandi vöxt hennar en einnig fósturþroska og þegar hún ber þarf þungi hennar að hafa náð 85% af endanlegum þunga fullorðinna kúa, þ.e. um 400 kg þunga sé miðað við að meðalþungi kúnna sé 470 kg. Á þessu tímabili er þyngingarkrafan því rúmlega 500 grömm á dag sem ætti að vera nokkuð auðvelt að ná með þokkalegri fóðrun eða beit. Nú á að leggja áherslu á að ná upp átgetu á gróffóðri og því má í raun draga úr orkuinnihaldi þess en bæta það upp með magninu. Síðustu 60 dagarnir Fullyrða má að flestir ef ekki allir Á FAGLEGUM NÓTUM Þótt vorkoman og byr j un sumars hafi ver ið heldur hæg víðast hvar á landinu eru garðeigendur bjar tsýnir á að enn geti komið ágætis vaxtar- skeið fyr ir matjur tirnar sem settar voru niður eða sáð til þeir ra í heimilisgarðinn. Margar þeirra eiga enn eftir talsverðan hluta vaxtartímans og hægt er að búast við góðri uppskeru, ef plöntunum er vel sinnt. Flestir kaupa kálplöntur, gulrófnaplöntur og margar aðrar matjurtategundi r í garðplöntustöðvum sem hafa þær til sölu í miklu úrvali víða um land. Algengast er að miða við gróðursetningu um mánaðamótin maí-júní, eðað jafnvel nokkru fyrr. Hins vegar er vel hægt að gróðursetja flestar tegundir þótt komið sé fram undir júnílok. Þá er garðurinn orðinn hlýr og nægur tími hefur gefist til að vinna jarðveginn, stinga niður grunnáburði og útbúa beð. Þeir sem hafa lent í því að gróðursettar plöntur hafi skaðast eða jafnvel drepist í vorfrostum hafa enn kost á að gróðursetja hreinlega nýjar plöntur í þeirra stað. Næringargjöf skiptir máli fram eftir sumri Á vaxtartíma matjurtanna þarf að fylgjast með þrifum þeirra og meta þörf á áburðargjöf. Hafi verið gefinn áburður fyrir gróðursetningu má búast við að hann dugi plöntunum í a.m.k. einn mánuð. Að þeim tíma liðnum ætti að huga að viðbótaráburði. Þá eru plönturnar farnar að stálpast og ræturnar farnar að vaxa verulega. Lífrænn áburður, t.d. safnhaugamold, er afbragðs næringarauki. Safnhaugamoldinni er dreift í þunnu lagi, td. 3-5 sentimetra yfir beðið á milli plantnanna. Þá er hún klóruð lauslega niður í efsta lag jarðvegsins og vökvað að því loknu. Í stað safnhaugamoldar er hægt að nota gamlan húsdýraáburð eða þunnt lag af hænsnaskít. Tilbúinn áburður kemur líka til greina, þá er hægt að gefa um það bil hálft kíló af niturríkum áburði á hverja 10 fermetra í matjurtagarðinum um þetta leyti, til að tryggja nægilegan aðgang að helstu næringarefnum. Almennt er ekki talin þörf á að gefa aukagjöf af áburði eftir að kemur fram í ágústmánuð. Þá ættu ræturnar að taka upp þá næringu sem fyrir er í jarðveginum. Káltegundir og gulrófur eru næringarfrekari en t.d. gulrætur og margar salattegundir. Enn er hægt að gróðursetja og sá Nokkrar ágætar matjurtir eru fljótsprottnar og ætti að vera hægt að sá til þeirra beint í garðinn þótt komið sé fram yfir Jónsmessu. Fljótvöxnustu salattegundirnar, radísur, næpur og spínat, ná ágætum þroska fyrir haustið. Hentar t.d. ágætlega að sá til spínats um þetta leyti, þegar daglengdin hættir að hafa áhrif til ótímabærrar blómmyndunar. Sama gildir um kínakál, klettasalat, kóríander og mizunakál, í góðum garði ætti það að ná ágætum þroska. Fljótvaxin yrki káltegunda og sömuleiðis gulrófur geta líka náð þroska þótt þær séu gróðursettar þetta seint. Kálmaðkurinn Kálflugan er komin á kreik um þetta leyti. Til að koma í veg fyrir skaða af hennar völdum er gott ráð að gróðursetja aðeins vel þroskaðar ungplöntur sem hafa innbyggðar varnir gegn ágangi kálmaðksins og ætti að vera vandalaust að nálgast þær í garðplöntustöðvunum enn þá. Ágætt er að setja nýjan gróðurdúk yfir kál- og rófnabeð fyrstu vikurnar til að halda aftur af kálflugunni. Þá er gengið þannig frá jöðrunum að flugan finni hvergi leið að plöntunum. Dreifing safnhaugamoldar eða annars lífræns áburðar við stofn matjurtanna ásamt tilheyrandi moldarlosun getur líka truflað varp hennar. Huga þarf að illgresinu Þegar ræktað er í smáum stíl eins og venjan er í matjurtahorni heimilisgarðsins er langbesta ráðið að reyta allt illgresi um leið og til þess sést. Það tekur til sín næringu sem ætluð er grænmetinu og getur kæft smáar plöntur. Þegar notaður er búfjáráburður má alltaf búast við að með honum berist talsvert illgresisfræ. Þegar það er nýspírað er gott ráð að fara út í garð á sólríkum, hlýjum og þurrum sumardegi og hræra í allra efsta jarðvegslaginu þar sem fræið er að spíra. Þá drepast plönturnar af hita sólargeislanna og minnkar það vöxt illgresis verulega og auðveldar hreinsunina. Öðru máli gegnir um fjölært illgresi með djúpstætt rótarkerfi eins og húsapunt, skriðsóley og þess háttar. Það þarf að taka upp með rótum, helst áður en ræktun hefst að vori. Vökvun og önnur umhirða Yfir hásumarið getur þurft að vökva plönturnar, og eins að lokinni gróðursetningu og sáningu, ekki þarf að fjölyrða um það. Sérstaklega mætti huga að vökvun eftir að gefinn hefur verið viðbótaráburður til að hann nái fyrr til rótanna þar sem hans er mest þörf. Gróðurdúk ætti að taka af ekki síðar en um miðjan júlí því það getur hitnað verulega undir honum og jafnvel valdið skaða. Ágætt er að hreykja mold að plöntunum og losa um jarðveginn öðru hvoru til að auka loftstreymi í jarðveginn. Uppskera Í sólreitum með plast- eða glerloki gerast hlutirnir hratt. Nú þegar eru sumir ræktendur farnir að gæða sér á fyrstu grænmetisuppskerunni þaðan og síðan tekur hvað við af öðru sem verðlaunar þá sem sinna matjurtaræktinni, langt fram á haust. Ingólfur Guðnason GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM Matjurtirnar í heimilisgarðinum Heimilishænsnin að hvíla sig. Mynd / Steinunn Aðalsteinsdóttir Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Ófengnar kvígur þarf að setja á orkuríka beit snemmsumars. Mynd / Baldur Helgi Benjamínsson Arðsemi fylgir réttu kvígueldi

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.