Fréttablaðið - 09.09.2021, Síða 1

Fréttablaðið - 09.09.2021, Síða 1
1 7 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 1 Rán og Gunnar leggja saman Skoðaði ofbeldi í þjóðsögum Menning ➤ 22 Tímamót ➤ 16 Pssst ... Cotton candy vínberin eru komin takmarkað magn Mmm ... Safarík vínber eru best núna! VÍTAMÍNDAGAR 9.--15. SEPTEMBER 25% AFSLÁTTUR AF NOW, GULA MIÐANUM, BIO KULT OG BETTER YOU 25% AFSLÁTTUR Fjármálaráðherra ber til baka greiningu fyrrverandi for­ manns Sjálfstæðisflokksins um árangur íslenska ríkisins í glímunni við Covid. bjorn@frettabladid.is STJÓRNMÁL Viðreisn efnahagslífsins var veikari hér á landi vegna heims­ faraldurs Covid en flestra annarra Evrópuríkja frá síðasta fjórðungi 2019 fram á mitt þetta ár. Þetta kemur fram í grein fyrr­ verandi forsætisráðherra, Þorsteins Pálssonar, núverandi áhrifamanns í Viðreisn, í Fréttablaðinu í dag. Samkvæmt gögnum Hagstofu og OECD sem mæli þessar breytingar, hafi Bandaríkin þegar náð sömu verðmætasköpun og fyrir faraldur­ inn. Í Kína sé landsframleiðslan orðin meiri en fyrir faraldur. Ísland sé á pari við Spán sem hafi þó orðið fyrir meira áfalli en Ísland. „Ísland er sannarlega í fremstu röð í sótt­ vörnum. Það er því himinhróp­ andi þverstæða að við séum á eftir öðrum í efnahagslegri viðspyrnu,“ segir Þorsteinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráð­ herra segir að umfjöllun Þorsteins gefi ranga mynd af þróun mála. Á fjórða fjórðungi 2019 hafi verið bókfærður verulegur þjónustu­ útf lutningur á vegum lyfjafyrir­ tækja. Þessi útf lutningur skekki myndina og hafi lítið sem ekkert með innlend efnahagsumsvif að gera. „Ef við miðum við eðlilegra samanburðartímabil, hvort sem er þriðja ársfjórðung eða árið í heild, er sagan allt önnur, þróunin sam­ bærileg eða betri en í öðrum Evr­ ópuríkjum,“ segir Bjarni. Hann bendir á að í skýrslu OECD síðan í júlí segi að vel hafi gengið og viðsnúningur sé fram undan í efna­ hagslífinu. „Okkur hefur gengið einstaklega vel að takast á við efnahagsáfallið. Innlend eftirspurn dróst minna saman á Íslandi árið 2020 en alls staðar í Evrópu, að Danmörku undanskilinni. Þetta er auðvitað sá mælikvarði sem mestu skiptir fyrir heimilin í landinu,“ segir Bjarni. Þorsteinn byggir greiningu sína að nokkru á erindi Más Guðmunds­ sonar, fyrrverandi seðlabanka­ stjóra. Már segist ekki leggja mat á stöðuna í dag. Reynslan hér á landi sem og rannsóknir annars staðar, sýni að faraldurinn hafi áhrif á efnahagsumsvif óháð sóttvörnum. Reynslan sýni líka að vel útfærðar sóttvarnir hafi neikvæð skamm­ tímaáhrif á efnahagsumsvif en geti haft jákvæð áhrif til lengri tíma. „Ísland væri ekki eftirbátur í við­ spyrnu Evrópuþjóða ef innistæða væri fyrir staðhæfingum um efna­ hagslegan stöðugleika,“ skrifar Þor­ steinn. SJÁ SÍÐU 13 Viðspyrna veikari hér á landi vegna Covid-faraldurs arib@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Lögregla vaktaði Ráðhús Reykjavíkur á meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir á þriðjudag, eftir að meintur byssu­ maður áreitti varaborgarfulltrúa. Samkvæmt heimildum úr Ráðhús­ inu mun maðurinn, sem sakaður var um að hafa skotið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og höfuð­ stöðvar nokkurra stjórnmálaflokka, hafa áreitt Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúa Miðflokksins. Baldur vildi ekki tjá sig og sagði málið vera í ferli hjá lögreglu. Alexandra Briem, forseti borgar­ stjórnar, vildi ekki tjá sig. n Ráðhúsið vaktað í kjölfar áreitni Samkvæmt OECD má vænta viðsnúnings í efnahagslífinu. Ísland tapaði 0-4 fyrir Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Íslenska liðið átti aldrei möguleika gegn sterku þýsku liði, sem lék það íslenska grátt á köflum. Í viðtali eftir leik tilkynnti Hannes Þór Hall- dórsson markvörður að hann væri hættur með landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.