Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 09.09.2021, Qupperneq 2
Það er líka gaman að hafa eitthvað flott til að sýna. Það finnst mörgum gaman að koma og halda á og snerta. Reynir Sigurvin Brynjólfsson. Bókmenntahátíð í Reykjavík sett Vinsældir Pokémon-spjalda hafa aukist mjög síðustu ár og eru dæmi um að hægt sé að fá jafnvel milljónir fyrir stök spil. einarthor@frettabladid.is SAMFÉLAG Pokémon-spjöld ganga kaupum og sölum fyrir háar fjár- hæðir hér á landi og eru dæmi um að hægt sé að fá tugi þúsunda króna, og allt upp í 3,5 milljónir, fyrir stök spjöld. Pokémon-markaðurinn hefur verið á mikilli siglingu undan- farin misseri og má segja að svipuð lögmál gildi þar og á rafmynta- markaðnum. Ásóknin í notuð og ný spjöld hefur verið það mikil að í Glæsibæ er rekin sérstök verslun sem sér- hæfir sig í Pokémon-spjöldum. Verslunin, PokeHöllin, er rekin af þeim Gunnari Vali G. Hermanns- syni, Reyni Sigurvin Brynjólfssyni, Barða Páli Böðvarssyni og Hlyni Erni Ómarssyni. Pokémon-fyrirbærið var skapað af Japananum Satoshi Tajiri árið 1995 og hefur í gegnum árin notið mikilla vinsælda í tölvuleikjaheim- inum. Sjónvarpsþættir, bækur og leikföng fylgdu í kjölfarið og svo títtnefnd Pokémon-spjöld. Í heimi Pokémon-spjaldanna gildir lögmál- ið um framboð og eftirspurn, eftir því sem minna er til af ákveðnum spjöldum, þeim mun dýrari eru þau. Verslunin var opnuð fyrir tilstilli Gunnars, sem hóf að selja úr stóru Pokémon-safni sínu til Evrópu og Bandaríkjanna árið 2017. Gunnar stofnaði Facebook-hóp í október í fyrra og hóf þá að selja íslenskum áhugamönnum Pokémon-spjöld. Þar kynntist hann Reyni og Barða og úr varð að þeir opnuðu verslun- ina saman. Hlynur bættist síðar í hópinn. Pokémon-spjöldin hafa lengi verið á markaði og nutu mikilla vinsælda hér í kringum aldamótin. „Frá árinu 2016 hefur þetta verið á uppleið og í byrjun Covid varð svo algjör sprenging,“ segir Gunnar. Í verslun þeirra er hægt að kaupa bæði pakka og svo stök spil sem sum eru gríðarlega verðmæt. Þeir eiga til dæmis spil sem metið er á rúmar þrjár milljónir króna í dag, en umrætt spil er frá árinu 1999 og er með fígúrunni Charizard framan á. Segist Reynir telja að aðeins 117 slík spil séu til í heiminum. Þá eru nokkur spil í versluninni sem eru metin á vel yfir hundrað þúsund krónur. Spilin eru þó ekki endilega öll til sölu. „Það gæti orðið erfitt að sjá á eftir sumum spilum, en hvað gerir maður ekki fyrir kúnnann?“ segir Gunnar og hlær. „Það er líka gaman að hafa eitthvað flott til að sýna. Það finnst mörgum gaman að koma og halda á og snerta,“ bætir Reynir við. Til eru mörg dæmi um það að íslenskir viðskiptavinir PokeHallar- innar hafi komið með gömlu söfnin sín sem legið hafa lengi í geymslu. „Já, það er alltaf að gerast og það er skemmtilegast. Það kemur fyrir að þar leynist gullmolar. Það eru líka margir sem koma hingað inn og tala um að mamma þeirra hafi jafnvel hent safninu og verðmætum spjöldum. Við heyrum það mjög oft,“ segir Gunnar. n Nánar á frettabladid.is Pokémon-markaðurinn hér veltir milljónum á mánuði Eigendurnir saman. Frá vinstri, Hlynur, Reynir, Gunnar og Barði, sem reka verslunina saman í Glæsibæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag bjornth@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Helga Vala Helga- dóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að henni sé kunnugt um alvarleika kynferðisbrotamáls- ins innan forsetaembættisins. Hún segir að meintir brotaþolar hafi snúið sér til hennar og átt samtal. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í gær liggur nú kæra starfsmanns, sem segist hafa hrökklast úr vinnu hjá forsetaembættinu, á hendur öðrum starfsmanni embættisins, á borði lögreglu. Helga Vala segir eðlilegt að fastanefndir þingsins leyfi lögreglu að ljúka rannsókn. Síðar gæti málið mögulega átt erindi inn í nefndina. Opinberir starfsmenn njóta mik- illar verndar þegar upp koma mál af þessu tagi. Þótt maðurinn hafi áður játað brot gagnvart tveimur sam- starfsmönnum og þolandi hafi nú kært hann til lögreglu, hefur emb- ættið ekki viljað svara hvort gerand- inn sé enn í vinnu. „Almennt séð er umhugsunarefni hvort svona mál gefi tilefni til að skoða lög um opinbera starfsmenn. Við hljótum alltaf að taka afstöðu með þolendum, Réttur hinna brot- legu til starfs má ekki kaffæra rétt þolenda. Á hinn bóginn verðum við líka alltaf að varast nornabrennur vegna sögusagna,“ segir Helga Vala. n Bessastaðamálið gefi tilefni til að skoða lög um opinbera starfsmenn Helga Vala Helga- dóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. benediktboas@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Alls voru 16 sýni af 64 sem Matvælaeftirlitið tók af nautahakki á veitingastöðum í Reykjavík í september til desember í fyrra, jákvæð af E.coli með mein- virkni- og bindigeni. Þetta kemur fram í skýrslu Heilbrigðiseftirlitsins, sem tekin var fyrir á fundi umhverf- is- og heilbrigðisráðs nýverið. Alls voru tekin 55 sýni af ham- borgurum eða buffi og níu sýni af hakki. Aðeins var verið að greina tilvist bakteríunnar, en ek k i magngreina. Þá var tekið eitt sýni af lambahakki og reyndist það jákvætt. Rekjanleiki matvælanna sem sýni voru tekin af, voru í lagi í 62 pró- sentum tilfella. Hvað varðar eldun á hakki, eins og hamborgurum, kom í ljós að einungis um 44 prósent veitingastaðanna þar sem sýni voru tekin, bjóða ekki upp á mismunandi eldun. n Hakk víða í ólagi og smitað af E.coli Innan við helmingur veitingastaða býður ekki upp á mismunandi eldun á hamborgurum. FRETTABLAÐIÐ/GETTY Eliza Reid forsetafrú setti Bókmenntahátíð í Reykjavík í gær. Hátíðin, sem haldin er í fimmtánda sinn, stendur fram á laugardag. Dagskráin fer fram í Norræna húsinu á daginn en í Iðnó á kvöldin. Í ár taka átta skáldkonur úr íslenskri bókmenntasenu þátt í hátíðinni. Þá koma margir erlendir gestir. Eliza sjálf mun einnig kynna bók á hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 Fréttir 9. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.