Fréttablaðið - 09.09.2021, Qupperneq 6
Um 300 hreinræktaðir
hrútar og kindur eru í
Bretlandi.
Lilja Rannveig Sigur-
geirsdóttir yrði yngst á
þingi og Haraldur Ingi
Haraldsson elstur.
Hagsmunir okkar sem
fámennra eyþjóða fara
oft saman og samvinna
í hagsmunagæslu er
báðum til hagsbóta.
Guðlaugur Þór
Þórðarson.
kristinnhaukur@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Útlit er fyrir að meðal-
aldur þingheims haldi áfram að
verða hár í sögulegu samhengi.
Miðað við þá þingmenn sem næðu
kjöri í nýjustu könnun MMR, verður
meðalaldur þingmanna 49,1 ár en
var 49,2 eftir kosningarnar fyrir
fjórum árum. Þá hafði hann hækk-
að um rúmlega tvö ár frá kosning-
unum árið 2016.
Á undanförnum áratugum hefur
meðalaldurinn aðeins verið hærri
eftir kosningarnar 1978 og 1999, en
þá slagaði hann hátt í 50 ár. Sumir
hafa lýst háum meðalaldri á Alþingi
sem áhyggjuefni og sagt hann tilefni
til þess að lækka kosningaaldur til
að koma röddum ungs fólks að við
ákvarðanatöku.
Ef hvert kjördæmi er skoðað yrði
meðalaldurinn hæstur í Suðurkjör-
dæmi, það er 54,2 ár, en lægstur í
Norðvesturkjördæmi, aðeins slétt
44 ár. Mestu skiptir þar um að í kjör-
dæminu eru aðeins átta þingsæti
og þar mælist Lilja Rannveig Sigur-
geirsdóttir inni. Hún er formaður
Ungra Framsóknarmanna og yrði
langyngsti þingmaðurinn, aðeins
25 ára gömul.
Í Reykjavíkurkjördæmunum yrði
meðalaldurinn 46,6 ár í norðri og
47,3 í suðri. Í Norðausturkjördæmi
52,1 ár og 49,8 í Suðvesturkjördæmi.
Enginn þingmaður yrði á eftir-
launaaldri en tíu yrðu á milli sex-
tugs og sjötugs. Aldursforseti yrði
Haraldur Ingi Haraldsson, hjá
Sósíalistaflokknum í Norðaustur-
kjördæmi, 65 ára. Skammt þar á
eftir eru Ásmundur Friðriksson og
Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins.
Lilja yrði sú eina undir þrítugu
en níu aðrir undir fertugu. Næst-
yngstar yrðu Una Hildardóttir,
frambjóðandi Vinstri grænna, og
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
dóms málaráðherra og þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, þrítugar. n
Útlit fyrir að meðalaldur verði áfram hár meðal þingmanna
Í nýrri skýrslu um sam-
skipti Íslands og Færeyja eru
30 tillögur til að efla tengsl
þjóðanna. Meðal annars
tíðari samgöngur og hvernig
auka megi nýtingu Færeyinga
á heilbrigðisþjónustu utan
sjúkrahúsa á Íslandi.
birnadrofn@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Í nýrri skýrslu um
samskipti Íslands og Færeyja sem
unnin var af starfshópi skipuðum af
Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanrík-
is- og þróunarsamvinnuráðherra,
fyrr á þessu ári, eru lagðar fram 30
tillögur til að efla tengsl þjóðanna
tveggja.
Guðlaugur Þór segir í skýrslunni
að í ráðherratíð sinni hafi hann lagt
áherslu á samskipti Íslands og Fær-
eyja og beitt sér fyrir því að viðhalda
sterkum tengslum þeirra á milli.
„Hagsmunir okkar sem fámennra
eyþjóða fara oft saman og samvinna
í hagsmunagæslu er báðum til hags-
bóta. Þá má ekki gleyma að í gildi er
fríverslunarsamningur milli Íslands
og Færeyja,“ segir Guðlaugur og
vísar þar til Hoyvíkursamningsins,
víðtækasta fríverslunarsamnings
sem Ísland hefur gert.
Tillögurnar sem lagðar eru fram
í skýrslunni snúa meðal annars að
samgöngum, nýsköpun og menn-
ingu. Í skýrslunni eru lagðar til tíð-
ari flugsamgöngur landanna tveggja
á milli, sem sagðar eru hafa jákvæð
áhrif á samskipti Íslands og Fær-
eyja á sviði ferðaþjónustu og vöru-
f lutninga og á almenn samskipti
einstaklinga og fyrirtækja.
„Lagt er til að stjórnvöld beiti sér
fyrir gerð fýsileikakönnunar á aukn-
um flugsamgöngum milli Íslands
og Færeyja, í samstarfi við þau
flugfélög sem nú sinna flugi á milli
landanna,“ segir í skýrslunni. Þá eru
þar einnig lagðar til auknar farþega-
siglingar og mögulegar siglingar til
hafna á suðvesturhorni Íslands.
Tillögur um aukið samstarf á
sviði viðskipta, heilbrigðismála
og menntamála er einnig að finna
í skýrslunni. Þar er lagt til að heil-
brigðisyfirvöld í löndunum geri
úttekt á því á hvaða sviðum og með
hvaða hætti megi auka nýtingu
Færeyinga á heilbrigðisþjónustu
utan sjúkrahúsa á Íslandi.
„Í gildi er almennur samningur
milli LSH og Heilsumálaráðs Fær-
eyja um heilbrigðisþjónustu. Það
virðist hins vegar sem svo að sam-
starf á öðrum vettvangi hafi dregist
saman, til dæmis á sviði lækninga
eða meðferða utan sjúkrahúsa,“
segir í skýrslunni. Þá er lagt er til
Tíðari flug milli Íslands og Færeyja
meðal tillagna starfshóps ráðherra
Með auknum
flugsamgöng-
um geta fleiri
dáðst að fegurð
Færeyja, eins og
Gásadal.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
að heilbrigðisráðuneytið ásamt
heilbrigðisyfirvöldum í Færeyjum
geri úttekt á því á hvaða sviðum og
með hvaða hætti megi auka nýtingu
Færeyinga á heilbrigðisþjónustu
utan sjúkrahúsa á Íslandi.
Á sviði menntamála er meðal
annars lagt til að hið opinbera,
félagasamtök og einkaaðilar fjár-
magni vísinda- og menntasjóð, að
mótaðar verði stuttar skiptinema-
áætlanir á framhaldsskólastigi
og að útbúið verði námsefni fyrir
grunnskóla þar sem fjallað yrði um
Færeyjar með heildstæðum hætti
og lögð áhersla á tengsl Íslands og
Færeyja.
Starfshóp utanríkis- og þróunar-
samvinnuráðherra skipuðu Júlíus
Hafstein sem jafnframt var formað-
ur, Elin Svarrer Wang, Gísli Gíslason
og Sif Gunnarsdóttir. Starfsmaður
hópsins var Andri Júlíusson. n
arib@frettabladid.is
ÞÝSKALAND Corinna Schumacher,
eiginkona Formúlu1 ökuþórsins
Michaels Schumacher, segir að
hann sé breyttur en sé enn til staðar.
Mich ael varð fyrir alvarlegum heila-
skemmdum í skíðaslysi árið 2013,
síðan þá hefur lítið sem ekkert frést
af líðan hans. Corinna veitti nýlega
viðtal, sem er sjaldgæft, í tengslum
við þáttaröð sem sýnd verður á Net-
flix síðar í mánuðinum. „Michael er
hérna enn þá. Hann er öðruvísi en
hann er hérna, það veitir mér styrk,“
segir hún. n
Schumacher til
staðar en breyttur
Schumacher var sigursæll ökuþór í
byrjun aldarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
xxxx
L ANDBÚNAÐUR Uppboðsstofan
Harrison & Hetherington bauð í
fyrsta sinn upp íslensk lömb um
helgina.
Afar fáir breskir bændur eru
með íslenskt fé og aðeins um 300
hreinræktaðir hrútar og kindur til
í landinu. Sumir hafa þó blandað
íslensku fé saman við aðrar teg-
undir, svo sem Hjaltlandseyjafé.
Undanfarið hefur íslenskt fé þó
vakið athygli í Bretlandi, líkt og
í Bandaríkjunum, einkum fyrir
eiginleika ullarinnar. Það er hið
tvískipta tog og þel.
„Á undanförnum árum hefur
áhuginn á íslensku fé rokið upp.
Tilgangurinn með uppboðinu er
að sjá hver staða tegundarinnar er,“
segir Ruth Stanton, varaformaður
félags bænda með íslenskt fé í Bret-
landi, við dagblaðið News and Star
í Vatnahéraðinu. Alls voru boðnir
upp 17 gripir.
Félagið var stofnað árið 1988
en fyrsta íslenska féð var f lutt inn
árið 1979. Tilgangurinn er að við-
halda hreinleika tegundarinnar og
útvega áhugasömum kaupendum
lömb. n
Íslenskt sauðfé boðið upp í Bretlandi
Íslenskt fé sækir í sig veðrið í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐI/AFP
arib@frettabladid.is
AFG AN I S TAN Talíbanar beittu
svipum á konur sem mótmæltu
skertum réttindum í Kabúl, höfuð-
borg Afganistan, í gær. Ný ríkis-
stjórn talíbana, hefur boðað harð-
línustefnu og meðal annars bannað
konum að stunda íþróttir.
CNN hefur eftir mótmælendum
að talíbanar hafi einnig beitt svip-
um á vegfarandur og á blaðamenn
sem voru viðstaddir. n
Talíbanar beittu
svipum á konur
6 Fréttir 9. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ