Fréttablaðið - 09.09.2021, Síða 13

Fréttablaðið - 09.09.2021, Síða 13
Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Á undanförnum vikum höfum við fengið fréttir um vöxt í þjóðar- búskapnum. Ísland er að rétta úr kútnum. Það gera líka aðrar þjóðir. Skammtímaaðgerðir Seðla- banka og ríkisstjórna hér heima og erlendis hafa dregið úr því tjóni, sem heimsfaraldurinn hefði ella valdið. Er þá allt klappað og klárt? Til þess að svara þeirri spurningu játandi þurfum við að sannfærast um að viðspyrna Íslands sé jafn snörp og annarra þjóða. Viðreisnin er hraðari í öðrum Evrópuríkjum Már Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans, flutti í síðustu viku erindi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur um samspil sóttvarna og efnahags. Þar kom fram að við- reisn efnahagslífsins gengur mun betur í öðrum Evrópuríkjum en hér á landi. Samanburður hans er byggður á gögnum frá Hagstofu Íslands og OECD. Hann mælir breytingu á landsframleiðslu frá síðasta fjórðungi ársins 2019 fram á mitt þetta ár. Bandaríkin hafa þegar náð sömu verðmætasköpun og fyrir faraldur- inn. Í Kína er landsframleiðslan orðin meiri. Evrópulöndin eru nærtækari viðmiðun fyrir okkur. Hún sýnir að þau Evrópuríki, sem aðild eiga að OECD, vantaði að meðaltali enn tæp fjögur prósent til þess að ná sömu landsframleiðslu og þau höfðu fyrir faraldur. Íslandi vantaði aftur á móti sjö prósent til þess að ná því marki. Við erum á sama stað og Spánn, sem varð þó fyrir mun meira áfalli. Við- snúningurinn þar hefur því verið sterkari en hér. Þessar upplýsingar varpa nýju ljósi á stöðuna. Meiri óstöðugleiki Í leit að skýringum er mikilvægt að horfa á nokkrar lykilstaðreyndir: Samdráttur í ferðaþjónustu hófst áður en faraldurinn skall á. Halli var kominn á rekstur ríkis- sjóðs fyrir faraldurinn. Það gerðist þrátt fyrir methagvöxt og gífurleg framlög erlendra kröfuhafa. Verðbólga eykst nú víðast hvar. Vandinn er að hér er hún ekki bara langt yfir viðmiðunarmörkum heldur er hraði hennar tvöfalt meiri en í samkeppnislöndunum. Vextir hækka skarpt. Þeir hækka líka erlendis. Vandinn er að þeir eru miklu hærri hér en í samkeppnis- löndunum. Í nýlegri greinargerð OECD er bent á: Að Ísland er enn langt á eftir öðrum Norðurlöndum og helstu Evrópuþjóðum í nýsköpun þrátt fyrir nýlegan vöxt. Að námsárangur í skólum fari hnignandi. Að Ísland losi meir af kolefnum á hvern íbúa en aðildarþjóðirnar að meðaltali. Himinhrópandi þverstæða Ísland er sannarlega í fremstu röð í sóttvörnum. Það er því himinhróp- andi þverstæða að við séum á eftir öðrum í efnahagslegri viðspyrnu. Viðreisn efnahagslífsins tekur tíma og lýkur ekki fyrr en við höfum aftur náð jafnvægi í ríkisfjár- málunum. Á þessum tímapunkti þurfum við að horfa lengra fram en sem nemur einu kjörtímabili. Allur þessi samanburður er skýr Ísland er eftirbátur vísbending um að óbreytt efna- hagsstefna kunni smám saman að leiða til þess að í sundur dragi með Íslandi og helstu samkeppnislönd- unum. Í nýrri skýrslu greiningafyrir- tækisins Analytica fyrir Alþingi um lántökusvigrúm ríkissjóðs kemur fram að 68 prósent líkur eru á að krónan sveiflist upp eða niður um 9 prósent á ári. Það er afar mikill óstöðugleiki. Forystumenn þekkingar- og nýsköpunarfyrirtækja hafa talið þetta helstu hindrunina fyrir vexti og viðgangi þessarar nýju og mikil- vægu stoðar í þjóðarbúskapnum. Þurfum alvöru stöðugleika Ísland væri ekki eftirbátur í viðspyrnu Evrópuþjóða ef inni- stæða væri fyrir staðhæfingum um efnahagslegan stöðugleika. Óstöðugleikinn veikir samkeppnis- stöðu Íslands. Alvöru stöðugleiki er forsenda fyrir betri árangri. Okkur er boðið upp á þrjár leiðir í komandi kosningum: Í fyrsta lagi yfirboð popúlista- flokkanna lengst til hægri og vinstri. Þau þýða að Ísland fer út af sporinu. Í öðru lagi óbreytta stjórnar- stefnu í efnahagsmálum. Henni fylgir sú hætta að vöxturinn verði hægari en í samkeppnislöndunum. Í þriðja lagi stöðugleikasam- starf með öðrum Evrópuþjóðum, sem tveir flokkar hægra og vinstra megin við miðjuna tala fyrir. Það eykur líkurnar á að við getum náð þeirri verðmætasköpun, sem við þurfum til að standast samanburð við aðrar þjóðir. n 110 105 100 95 90 85 80 75 Árstíðaleiðrétt vísitala landsframleiðslu eftir ársfjórðungum, 2019/4=100 2019/4 2020/1 2020/2 2020/3 2020/4 2021/1 2021/2 n Spánn n Bretland n Bandaríkin n OECD – Evrópa n Kína n Ísland Afsláttardagar Lyavers Afhendum samdægursá höfuðborgarsvæðinumán–lau ef pantaðer fyrir kl. 13:00 lyaver.is Suðurlandsbraut 22 20% afsláttur af almennum vörum 10% afsláttur af lausasölulyum Gildir 9–12. september, í netverslun og apóteki. Frí heimsending um land allt.* *Frí heimsending ef pantaðir eru tveir lyfseðlar eða verslað er fyrir meira en 9.900 krónur. FIMMTUDAGUR 9. september 2021 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.