Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2021, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.09.2021, Qupperneq 16
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Birna Rut Guðjónsdóttir Kirkjuvegi 31, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu Hraunbúðum, miðvikudaginn 1. september. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 11. september kl. 13.00. Athöfninni verður streymt á heimasíðu Landakirkju, www.landakirkja.is. Aðalheiður Svanhvít Magnúsdóttir Eggert Sveinsson Gíslína Magnúsdóttir Gísli J. Óskarsson Magnea Ósk Magnúsdóttir Daði Garðarsson barnabörn og langömmubörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur stuðning og hlýhug við fráfall elsku eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jens Jónssonar húsgagnabólstrara, sem lést 9. ágúst síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar Landspítalans fyrir hlýhug og góða umönnun. Valdís Kristmundsdóttir Jón Kristinn Jensson Sigurborg M. Guðmundsdóttir Sigríður Jensdóttir Axel Þórir Alfreðsson Lára Jensdóttir Einar Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólína S. Guðmundsdóttir frá Grenivík í Grímsey, lést á Landspítalanum mánudaginn 6. september. Útförin verður auglýst síðar. Erlendur Geirdal Kolbrún Matthíasdóttir Guðmundur Gísli Geirdal Linda Jörundsdóttir Halldóra Sæunn Sæmundsdóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Arnar Ólafsson (Óli stormur) fv. lögreglumaður og skipstjóri, lést þann 14. ágúst á sjúkrahúsinu Akranesi. Útför verður frá Stykkishólmskirkju þann 13. september klukkan 14. Útförin verður send út í streymi á www.stormur.lognid.is Ólafur Björn Ólafsson Jolanta M. Glaz Þorsteinn Bjarki Ólafsson Tatiana Malai Bent Russel Helga Ingibjörg Reynisdóttir Rúnar Russel Tuti Ruslaini Frank Russel barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Lárus Sæmundsson frá Teigi í Hvammssveit, Dalasýslu, Gerplustræti 17, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafarholti, mánudaginn 13. september klukkan 13.00. Guðrún Einarsdóttir Einar Þórir Kristjánsson Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Sigrún Kristjánsdóttir Pálmi Bjarnason Kristján Rúnar Kristjánsson Anna Sigurðardóttir Gísli Kristjánsson Guðjón Ingi Kristjánsson Brá Guðmundsdóttir barnabörn og langafabörn. Okkar yndislegi og ástkæri Grettir Grettisson rafiðnfræðingur, Ólafsgeisla 20a, lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 6. september á líknardeildinni í Kópavogi. Útförin fer fram fimmtudaginn 16. september frá Langholtskirkju, kl. 13. Jenný Stefanía Jensdóttir Jens Grettisson Kolbrún Eva Sigurðardóttir Íris Rut Grettisdóttir Mosi Jenný Stefanía Jensdóttir og Benjamín Darri Jensson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurrós Unnur Sigurbergsdóttir (Rósa) Lindargötu 57, áður Laugarásvegi 60, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann 6. september síðastliðinn. Alúðarþakkir færum við starfsfólki Vitatorgs, Múlabæjar og bráðaöldrunarlækningadeildar B4 á Landspítalanum í Fossvogi, fyrir kærleika, stuðning og umönnun. Útförin fer fram frá Áskirkju, fimmtudaginn 16. september klukkan 13.00. Guðmundur Gunnarsson Margrét María Þórðard. Oddný Sigurborg Gunnarsdóttir Gunnar Steinn Gunnarsson Berit Solvang Einar Örn Gunnarsson Margrét Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Dagrún Ósk Jónsdóttir, doktors- nemi í þjóðfræði, flytur erindi á Landnámssýningunni í dag sem ber heitið Kynbundið ofbeldi í íslensku þjóðsögunum. Viðburð- urinn er hluti af doktorsverkefni Dagrúnar þar sem hún rannsakar birtingarmyndir kvenna í þjóð- sögunum, en í kvöld mun hún einblína á hvernig kynbundið ofbeldi birtist þar. arnartomas@frettabladid.is „Þetta er ekkert svo algengt í þjóðsög- unum því þetta voru mál sem var ekki mikið talað um á þessum tíma,“ segir Dagrún. „Þau tilfelli þar sem það birtist varpa þó mjög góðu ljósi á hvernig var hugsað um þetta á þessum tíma, og þau þemu sem birtast þarna sjáum við ennþá í umræðunni í dag. Að sjá þetta í þjóðsögunum sýnir kannski hversu gamlar og rótgrónar sumar þessar hug- myndir eru.“ Speglun við samtímann Dagrún, sem rannsakaði þjóðsögur í útgefnum söfnum frá 19. og 20. öld, segir að það geti skipt máli hver segi frá. „Langflestum þjóðsögum er safnað og þær gefnar út af körlum, en við erum svo heppin að eiga eitt þjóðsagnasafn sem er safnað af konu, en það er safn Torf- hildar Þ. Hólm,“ segir Dagrún og bætir við að safn Torfhildar sé aðeins öðruvísi. „Þar fáum við fleiri sögur af heimilisof- beldi en í hinum söfnunum. Þar birtast líka aðeins önnur sjónarhorn, til dæmis eina dæmið um konu að tala við konu.“ Aðspurð segir Dagrún að eitt og annað hafi komið sér á óvart við rannsóknina. „Það sem kom mér kannski leiðinlega á óvart var hve sterk þessi speglun við samtímann var og raun ber vitni.“ Þá segir hún að einnig hafi komið á óvart að skoða niðurstöðurnar ekki einvörðungu út frá kyni heldur einnig stétt. „Við gætum vel ímyndað okkur að þá eins og alltaf hafi of beldi gagnvart konum sem tilheyra jaðarhópum verið algengara en ekki, en það er ekki raunin í þjóðsögunum,“ segir hún. „Það eru iðu- lega konur af efri stéttum, bændadætur eða prestsdætur sem lenda í ofbeldi. En það segir okkur kannski líka að það hafi þótt frásagnarverðara en hitt.“ Óvæntur kynjavinkill Dagrún hefur lengi haft áhuga á dökk- um hliðum menningararfsins en hún skrifaði BA-ritgerð sína um mannát í þjóðsögunum. „Þaðan spratt upp áhugi minn á birtingarmynd kvenna í þjóðsögunum, því þar er mjög óvæntur kynjavinkill,“ útskýrir hún. „Þar eru yfirleitt konur, tröllskessur, sem borða saklausa karlmenn. Svo skrifaði ég meistaraverkefnið mitt um andaglas í samtímanum og unglinga sem fara í andaglas.“ Viðburðurinn hefst klukkan 17 í kvöld og er gjaldfrjáls. Dagrún hvetur öll þau sem hafa áhuga á þjóðsögunum og kynjajafnrétti til að koma við. ■ Varpar ljósi á kynbundið ofbeldi í þjóðsögunum Að sjá þetta í þjóðsög- unum sýnir kannski hversu gamlar og rót- grónar sumar þessar hugmyndir eru. Dagrún segir speglun þjóðsagnanna við samtímann oft sterka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 9. september 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.