Fréttablaðið - 09.09.2021, Side 27

Fréttablaðið - 09.09.2021, Side 27
Helga Árnadóttir er fram- kvæmdastjóri sölu-, mark- aðs- og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins og hefur starfað í ferðaþjónustu um árabil. Helga segir mikilvægt að greinin rísi hratt aftur og vill breyta kjara- samningsumhverfinu almennt á Íslandi, sem sé alltof flókið. Lágmarkskrafan hljóti að vera að viðsemjendur sammælist um það hvað sé til skiptanna, áður en lagt er af stað og samið um kaup og kjör. „Síðustu misseri hafa verið mjög lærdómsrík. Ég tel að við stöndum að mörgu leyti mun betur að vígi nú en eftir öldudalina sem við lentum í í kjölfar fjármálahrunsins og svo eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Nú er búið að byggja markvisst upp innviði, við höfum þroskast mikið, fyrirtækin eflst og stjórnvöld lært inn á greinina. Ég tel skynsamlegt að nýta tæki- færið sem fram undan er og höfða í auknum mæli til fágætisferðanna, enda hefur samkeppnishæfni okkar aukist til muna hvað þennan verðmæta markhóp varðar. Við eigum að horfa til gæða umfram magns. Fyrst þarf þó að koma fyrirtækjunum á fætur,“ segir Helga. Oft er sagt að íslenskt atvinnulíf hafi ekki nógu margar stoðir. Erum við að gera rétt með því að veðja aftur á ferðaþjónustuna eða ætti að reyna að veðja á f leiri hesta? „Við eigum alltaf að horfa til þess að byggja sem flestar stoðir undir atvinnulífið á Íslandi. Það er sjálfsagt að veðja á ferðaþjón- ustuna enda hefur hún alla burði til að styðja við og styrkja efna- hag þjóðarinnar eins og áður. Við verðum að ná ferðaþjónustunni hratt og örugglega á lappir. Hún var að skila um 550 milljörðum í gjaldeyristekjur árlega fyrir Covid. Þá má ekki gleyma því að hún er atvinnugrein sem styður við byggðastefnu og hefur skilað ávinningi um land allt. Við eigum að tryggja henni ákveðna kjöl- festu, en að því sögðu er alveg ljóst að þeim mun fleiri egg í körfunni, því betra,“ segir Helga. Ferðaþjónustan getur unnið bug á atvinnuleysinu – fljótt „Við sem samfélag höfum verið lánsöm að búa við nægt atvinnu- framboð í gegnum árin. Klárlega er ferðaþjónustan vinnuaflsfrek atvinnugrein og sú grein sem getur einna helst unnið bug á þeirri meinsemd sem atvinnuleysið er á sem skemmstum tíma. Hins vegar er staðreyndin sú að erfiðlega hefur reynst að manna störfin, hvort sem um fagmenntuð störf er að ræða eða ófagmenntuð, nú eftir að viðspyrnan hófst í vor. Stundum er talað um að störf í ferðaþjónustu séu einungis láglaunastörf, en það er alls ekki rétt og ekki hægt að alhæfa með þeim hætti. Miklar tæknibreytingar, samrunar fyrir- tækja, aukin skilvirkni og aðrir þættir hafa valdið því að sér- hæfðum störfum í ferðaþjónustu hefur verið að fjölga verulega og hlutfallslega meira en öðrum.“ Hvað finnst þér að stjórnvöld eigi að leggja áherslu á í þessum efnum? Hvað þarf að gera til að koma ferðaþjónustunni aftur á koppinn? „Ferðaþjónustan er að komast á lappirnar en það er mikið undir okkur komið, atvinnulífinu og stjórnvöldum, að vel til takist. Horft fram á veginn er mikilvægt að laga til í rekstrarumhverfi og horfa til samkeppnishæfni útflutn- ingsatvinnugreinanna almennt. Verðmætasköpun í landinu stendur og fellur með útflutningn- um. Hvað ferðaþjónustuna varðar er hún í gríðarlegri samkeppni við aðra áfangastaði um heim allan. Hvernig getum við eflt okkur gagnvart þeirri samkeppni? Til að mynda með því að einfalda annars þungt og flókið regluverk, sem var reifað sérstaklega í samkeppnis- skýrslu OECD fyrir stuttu og sýnir svart á hvítu að regluverkið í ferða- þjónustu er mun flóknara og erfið- ara en í samkeppnislöndunum. Þá myndi ég vilja að við horfðum til þess að leggja af, þó ekki sé nema tímabundið, íþyngjandi skatta og gjöld sem eru margvísleg og mikil í ferðaþjónustu. Fyrirtækin verða að ná að rétta úr kútnum eftir for- dæmalausa Covid-tíma,“ útskýrir hún. Talandi um samkeppnishæfni. Hvað segir þú um launaþróunina á Íslandi? „Verðmætasköpunin stendur einfaldlega ekki undir launa- hækkunum. Sérstaklega eftir þessa kröftugu niðursveiflu. Það eru einfaldlega brostnar forsendur,“ segir Helga og tekur fram að mikil- vægt sé að skoða vinnumarkaðinn heildrænt. „Við verðum að fara að hefja kjaraviðræður á ákveðnu marki sem allir geta sammælst um. Hver er kakan sem við höfum til skiptanna? Ef við getum ekki einu sinni sammælst um það mun þetta höfrungahlaup halda áfram, sem við því miður þekkjum alltof vel nú þegar. Laun munu hækka umfram það sem er til í samfélag- inu, sem þýðir að atvinnuleysi og verðbólga fara að gera vart við sig og kaupmáttur minnkar. Þá græðir enginn. Ég veit að þetta hefur verið reynt, en við megum ekki gefast upp. Það er allt of mikið í húfi.“ ■ Segir kjarasamningsumhverfið ekki að virka Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins. MYND/BIG Það er sjálfsagt að veðja á ferðaþjón- ustuna enda hefur hún alla burði til að styðja við og styrkja efnahag þjóð- arinnar eins og áður. Að sögn Sigurðar R. Ragnarssonar, stjórnarformanns félagsins, hefur hann áhyggjur af því að langtíma- atvinnuleysi festist í sessi. Innan verktakabransans hafi gengisfall krónunnar í upphafi Covid haft bein áhrif á allt efni og aðföng sem þeir kaupa inn. Hann saknar þess að heyra uppbyggilegar tillögur frá verkalýðshreyfingunni, nú þegar viðspyrnan er hafin. „Langvarandi atvinnuleysi getur haft mikil sálræn og félagsleg áhrif sem ekki má gera lítið úr. Þetta er áhyggjuefni nú þegar við erum að fara inn í veturinn og myrkrið er að færast yfir. Það verður að passa upp á þetta fólk,“ segir Sigurður, sem tekur þó fram að hann sé almennt ánægður með þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar gripið til í tengslum við heims- faraldurinn. Afkastaminnkun og gengisfall krónunnar Covid hafði nokkur áhrif á rekstur ÍAV. „Það er eins með okkur og flest önnur fyrirtæki. Beinu áhrifin fólust einna helst í afkastaminnk- un á okkar verkstað. Sérstaklega fyrst um sinn, þegar óvissan var sem mest. Þá dró verulega úr afköstum þar sem starfsfólk var bæði óttaslegið og að passa sig á að halda fjarlægð sín í milli. Það er svo sem erfitt að meta í krónum hvað það hefur kostað fyrirtækið, en tjónið var umtalsvert. Þess utan féll til ýmis kostnaður við að skipta fólki upp á verkstað, í mötu- neytum, búningsherbergjum og kaffiaðstöðu; við að útvega grímur, hanska, þrífa og þar fram eftir göt- unum. En það var sjálfsagt mál að gera, auðvitað, og starfsfólkið var fljótt að aðlaga sig breyttum tímum sem við erum afskaplega þakklát fyrir,“ segir Sigurður. Óbeinu áhrifin fólust fyrst og fremst í gengisfalli krónunnar. „Krónan veiktist um 20 pró- sent þegar faraldurinn reið yfir. Það hefur bein áhrif á allt efni og aðföng sem við kaupum inn, sem er töluvert magn, auk þess sem umtalsverðar seinkanir urðu á afhendingu efnis að utan vegna Covid-áhrifa þar. Til að bæta gráu ofan á svart höfðu aðgerðir stjórn- valda í þá veru að hækka endur- greiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað, aðgerð sem gerð var í því skyni að örva hagkerfið, þau hliðaráhrif að bygg- ingarvísitalan lækkaði. Þetta olli byggingargeiranum í heild miklum skaða. Þetta er enn þrætuepli milli greinarinnar og ráðuneytanna sem málið fellur undir og er stór- mál. Greinin veltir hundruðum milljarða á ári og þessi einstaka aðgerð varð til þess að tekjur verk- takanna minnka um rúmlega þrjú prósent á mánuði. Þetta eru stórar upphæðir sem ekki veitir af inn á íslenskan vinnumarkað um þessar mundir. Það er líka óeðlilegt að hið opinbera geti „hagnast“ með þessum hætti á sínum eigin stjórn- valdsaðgerðum.“ Sigurður tekur þó fram að Covid hafi ekki eingöngu haft slæm áhrif á reksturinn. „Ég nefni fundamenninguna. Faraldurinn flýtti fyrir því sem sennilega hefði orðið með tím- anum og gerir fundahald að mörgu leyti skilvirkara, sem eru þessir fjarfundir. Manni dettur ekki lengur í hug að keyra í hálftíma til þess að sækja einn fund og svo aftur til baka, heldur tekur þá raf- rænt. Fundirnir ganga býsna vel og ég tala ekki um hagræðinguna sem mun felast í þessu til lengri tíma. Maður þekkir mýmörg dæmi þess að fólk sé til að mynda að sækja fundi erlendis, fyrir kannski einn dag. Þetta held ég að verði gjörbreytt eftir Covid og er bæði ódýrara og umhverfisvænna.“ Hvað varðar verktakabransann almennt er Sigurður ánægður með þá ákvörðun stjórnvalda að setja aukna fjármuni í innviðauppbygg- ingu sem viðbragð við faraldrinum. „Og það var engin vanþörf á, uppbyggingu í orkukerfinu eða í vegakerfinu. Við munum öll njóta góðs af því auk þess sem hið opin- bera er að virka til sveiflujöfnunar eins og vera ber, en það hefur ekki alltaf tekist sem skyldi í gegnum áratugina.“ Verkalýðshreyfingin hafi skilað auðu Sigurður nefnir að f lest svið sam- félagsins hafi sýnt sveigjanleika og skilning undanfarna átján mánuði og reynt að leggja sitt af mörkum. „Ég vil þó nefna verkalýðs- hreyfinguna sem aðila sem mér finnst að gæti komið að borðinu með f leiri hugmyndir að lausnum á því ástandi sem skapaðist í sam- félaginu,“ útskýrir Sigurður og heldur áfram: „Þegar Lífskjarasamningurinn var undirritaður komu að því stjórnvöld, atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin. Þetta eru þessir þrír stóru sem hafa með málið að gera. Þegar þessar ham- farir gengu yfir lögðu stjórnvöld sinn pakka á borðið, atvinnulífið og ekki síst launþegar lögðu sitt af mörkum en ég hef saknað þess að verkalýðshreyfingin komi að málunum með opinn hug og reyni í sameiningu við hina að leita lausna.“ Áskoranir fram undan Fram undan eru kosningar og segir Sigurður mikilvægast fyrir byggingargeirann að viðhalda stöðugleikanum, halda áfram að byggja upp innviði og auka lóðaframboð til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaðnum. „Svo er lækkun tryggingagjalds og einföldun regluverks við- varandi verkefni. Ekki má heldur gleyma aukinni innleiðingu raf- rænna lausna á byggingarferlinu öllu sem stuðlar að því að gera það einfaldara og skilvirkara,“ segir Sigurður að lokum. ■ Kallar eftir uppbyggilegum tillögum frá verkalýðshreyfingunni í upphafi viðspyrnunnar Sigurður R. Ragnarsson er stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka. MYND/BIG Íslenskir aðalverktakar er rótgróið fyrirtæki sem á sér 66 ára sögu. Fyrirtækið hefur komið að hönnun og byggingu margra þekktra mannvirkja, svo sem tónlist- arhússins Hörpu, jarðganga, virkjana og alls sem spannar svið byggingariðnaðarins. 7FIMMTUDAGUR 9. september 2021 SAMTÖK ATVINNULÍFSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.