Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 2

Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 2
Draumarnir tilbáðu þau Aðalleikararnir Ebba Katrín og Sigurbjartur Sturla gera sig klár fyrir rennsli á leikritinu Rómeó og Júlía sem frumsýnt verður í ÞJóðleikhúsinu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mikið álag er á símaveri Covid-göngudeildarinnar. Þar hringir starfsfólk í alla sem eru í einangrun með Covid. Reynir Tómas Geirsson læknir er á eftirlaunum en hringir tugi símtala á dag. birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Rétt rúmlega tíu þúsund manns hafa lokið einangrun vegna Covid-19 hér á landi frá því að fyrsta smit greindist á Íslandi þann 28. febrúar 2020. Allir þeir sem greinast með sjúkdóminn eru undir eftirliti Covid-göngudeildar Landspítala meðan á einangrun stendur. Starfsfólk símavers deildarinnar hringir í sjúklinga og fylgist með líðan þeirra. Við lok einangrunar fá sjúklingar útskriftarsímtal og eru þar með lausir úr einangrun. Nú er miðað við að einstaklingar með Covid-19 losni úr einangrun tíu dögum eftir að sjúkdómurinn greinist séu þeir einkennalausir sjö dögum eftir greiningu. Mikið álag hefur verið á síma- veri Covid-göngudeildarinnar en þar starfa meðal annars læknar og hjúkrunarfræðingar sem komnir eru á eftirlaun. Reynir Tómas Geirsson, prófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi yfirmaður Kvennadeildar Landspít- alans, er einn þeirra. Hann skráði sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjón- ustunnar í upphafi faraldursins og hefur frá síðastliðnu hausti hringt allt upp í tugi símtala daglega í fólk sem smitað er af Covid . Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Reynir afar vel liðinn í símaverinu og gefur sig einstak- lega vel að sjúklingum sem hann ræðir við. „Samkennd er mikilvæg í læknisfræði og það að geta sett sig í spor annarra. Það eru komin um 50 ár frá því ég byrjaði að læra læknis- fræði og starfa við hana svo maður hefur ákveðna reynslu,“ segir Reynir sem fagnaði 75 ára afmæli sínu í vor. Reynir segir álagið í símaverinu alltaf mikið en að það fylgi þó bylgj- um faraldursins og hafi verið sérlega mikið í sumar. Símtölin sem hringja þurfi á hverjum degi geti hlaupið á hundruðum og það þarf marga til að sinna þannig verki. „Fólk hefur hinar ýmsu spurn- ingar um sjúkdóminn og líka spurningar sem eru ekki endilega tengdar honum beint. Stundum þarf maður að tala svolítinn kjark í fólk og spjalla um eitthvað annað,“ segir hann. „Svo geta komið upp sögur sem létta lundina,“ segir Reynir og tekur dæmi um ung hjón sem greindust með sjúkdóminn og misstu bæði lyktarskyn, en það getur verið ein- kenni Covid-19. „Þau voru með um það bil eins árs gamalt barn og fundu enga lykt af kúkableyjunum svo þau þurftu alltaf að vera að kíkja,“ segir hann. Þá segir Reynir einnig koma sér vel að tala f leiri en eitt tungu- mál, hér séu til dæmis ferðamenn sem festist á landinu í einangrun greinist þeir með Covid. Hann taki til mynda símtöl á ensku, þýsku, sænsku og dönsku. „Það getur til dæmis komið upp að ferðamenn þurfi lyf sem ekki eru til á Íslandi og þá þurfum við að hjálpa þeim með það hvaða lyf eru sambærileg og hvernig megi nálgast þau,“ segir Reynir. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hefur gengið misvel að fá fólk til starfa í símaverinu, verr í þessari bylgju , meðal annars vegna sumarfría og þar sem álag af ann- arri starfsemi er meira en áður. n Hringir í Covid-smitaða þótt hann sé kominn á eftirlaun Mikið álag hefur verið í símaveri Covid-göngudeildarinnar þar sem fylgst er með ástandi þeirra sem smitaðir eru. MYND/AÐSEND Reynir Tómas Geirsson pró- fessor. birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Einstaklingum sem fengu bóluefni Janssen og hafa smitast af Covid-19 er ráðlagt að bíða í þrjá mánuði frá sýkingu með að fara í örvunarskammt. Þetta segir Ragn- heiður Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Það hefur eiginlega ekkert upp á sig að vera að bæta á mótefnið svona stuttu eftir sýkingu,“ segir Ragnheiður. „Frekar munum við gefa þessum einstaklingum örv- unarskammt þegar mótefnið fer að dala,“ bætir hún við. Alls eru 53.745 einstaklingar full- bólusettir með bóluefni frá Janssen hér á landi, samkvæmt upplýs- ingum á covid.is. Öllum þeim sem fengu Janssen hefur verið eða verð- ur boðinn örvunarskammtur með bóluefni frá Pfizer eða Moderna. n Mæla ekki með örvunarskammti strax eftir sýkingu 53.745 eru fullbólusett með Janssen. Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Við Frakkastíg 1. FRÉTTABLAÐIÐ/GAR gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Ákvörðun um að breyta deiliskipulagi svo byggja megi sjö hæða hús á horni Skúla- götu og Frakkastígs verður ekki felld úr gildi, eins og Húsfélagið Skúla- götu 20 krafðist. Í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að kærandinn telji breytinguna „ganga freklega á hagsmuni hans og hafa stórfelld áhrif á búsetuskil- yrði á svæðinu með skuggavarpi og skerðingu útsýnis“. Lífsskilyrði íbúa að Skúlagötu 20 muni skerðast vegna „yfirþyrmandi ásýndar fyrir- hugaðrar byggingar“. Úrskurðarnefndin segir að með breytingunni muni útsýni að Esj- unni minnka lítillega, ekki hverfa. Gildi um útsýni eins og skuggavarp að skipulagsyfirvöld hafi svigrúm við mat á því hvað sé ásættanlegt hverju sinni. Málsmeðferð Reykja- víkurborgar hafi verið í samræmi við lög. n Húsfélag losnar ekki við hús á Frakkastíg 2 Fréttir 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.