Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 6

Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 6
Ég hefði viljað sjá manneskjulegri nálg- un. Benedikta Birgisdóttir, móðir 16 ára drengs með þroskahömlun. bth@frettabladid.is SKÓLAMÁL Benedikta Birgisdóttir, móðir 16 ára drengs með þroska- hömlun, er ósátt við að valferli sem skólakerfið bauð þeim upp á hafi verið til einskis. Drengurinn þeirra fékk ekki inni í þeim tveimur skólum sem for- eldrarnir völdu, án þess að nokkrar skýringar fylgdu. Í febrúar síðastliðnum fékk Bene- dikta bréf þar sem foreldrunum var boðið að velja tvo framhaldsskóla. Hún hakaði við fyrsta val og annað val. „Ég er ósátt vegna þess að við sóttum um starfsbrautir og vorum hvött til að skoða skóla,“ segir Bene- dikta. „Við völdum að athugun lok- inni tvo skóla sem við töldum henta okkar barni. Svo heyrum við ekkert frá kerfinu fyrr en í byrjun júní. Þá er okkur tilkynnt að drengurinn okkar hafi fengið inni í þriðja skól- anum, hvorugum þeirra sem við sóttum um.“ Benedikta bendir á að um við- kvæman hóp nemenda sé að ræða. Enginn hafi haft samband við for- eldrana síðan, enginn hafi nefnt að hann hafi ekki komist inn í þá tvo skóla sem foreldrarnir völdu, eða hvað væri hægt að gera. „Það sló mig að ekkert samráð var haft. Ég hefði viljað sjá mann- eskjulegri nálgun, þar sem við værum tekin inn í samtal um þessar ákvarðanir. Ég vil þó taka fram að ég er alls ekki að segja að einn skóli sé verri en annar. En af hverju er verið að láta okkur „velja“ fyrst það var ekkert gert með val okkar? Af hverju eru þá börnin ekki bara sett í tiltekinn skóla án þessa valferlis? Það væri þá bara best að sleppa því,“ segir Benedikta, sem kveðst þó ekki vera ósátt við skóla drengsins. n Val á skóla fyrir þroskahamlaðan dreng hunsað Hægt er að byggja ódýrara með því að hafa bílageymslu fyrir íbúa í Nýja-Skerjafirði, í stað bílakjallara. Nýja hverfið í Skerjafirði er hugsað með nýrri nálgun. benediktboas@frettabladid.is SKIPULAG „Þetta er mjög áhuga- vert hverfi og að mörgu leyti verður þetta tímamótahverfi,“ segir Páll Gunnlaugsson, arkitekt hjá Ask arkitektum, um hið nýja hverfi í Skerjafirði. Ask arkitektar urðu hlutskarpast- ir í lokaðri hugmyndaleit um fram- tíðaruppbyggingu í Skerjafirði og þekkir Páll komandi hverfi nánast jafn vel og handarbakið á sér. Fyrsti áfanginn er farinn á fullt og er gert ráð fyrir um 700 íbúðum. Ekki er gert ráð fyrir að íbúar ferðist endilega um á einkabíl, heldur er ný nálgun í hugsun á bak við hverfið. „Það sem er meðal annars sér- stakt við hverfið er að það eru engar bílageymslur undir húsunum. Það er gert ráð fyrir bílageymsluhúsi fyrir alla byggðina í fyrsta áfanga. Það þýðir að enginn er með merkt bílastæði fyrir sig, sem þýðir að það er hægt að byggja miklu, miklu ódýrara þegar þarf ekki að byggja þessa stóru og miklu bílakjallara,“ segir Páll og bendir á að ef íbúar vilji, geti þeir leigt sér stæði í bíla- geymsluhúsinu. Þar sé einnig gert ráð fyrir verslun. Hann bendir á að staðsetning hverfisins sé þannig að allar for- sendur séu fyrir lítilli notkun á einkabílum. Páll segir að hönnun á götum og gatnarými sé gerð með nýrri hugsun. Eitthvað sem hefur ekki áður verið gert í Reykjavík. „Þetta er kannski ný nálgun, frekar en ný hugsun. Við þekkjum það öll sem höfum farið utan og jafnvel búið erlendis, að þegar við komum heim þá spyrjum við: Af hverju getum við ekki byggt eða gert svona eins og Svíar, Danir og Norðmenn? Okkur hefur aldrei tekist það. Við erum með svo miklar kröfur um einkabílinn, sem eru miklu meiri kröfur en annars staðar. Ef einhvers staðar er hægt að byrja að þreifa á þessu er það á svona svæði sem er svona miðsvæðis. Þarna erum við að búa til umhverfi, en ekki bara blokk með bílastæðum. Umhverfið er í fyrsta sæti og þannig séð er þetta mjög spennandi,“ segir Páll. Þá bendir hann á að f lugvallar- vinir geti andað rólega og ekki er verið að fara í fyrsta fasa hverfisins í neina uppfyllingu við Skerjafjörð eins og til stóð, en töluvert var deilt um það ferli. „Hverfið truflar ekki umferðina á flugvellinum. Menn geta rifist um hann áfram. Nú er að fara í gang gatnahönnun og losun á meng- uðum jarðvegi og alls konar undir- búningsvinna sem þarf að eiga sér stað, en hún er komin á fullt,“ segir Páll og ljóst að hann er spenntur fyrir þessu fyrsta framtíðarhverfi borgarinnar. n Ný nálgun í nýju hverfi í Skerjafirði Nýja hverfið í Skerjafirði er hugsað með nýrri nálgun. MYNDIR/ASK ARKITEKTAR Þarna erum við að búa til umhverfi, en ekki bara blokk með bíla- stæðum. Umhverfið er í fyrsta sæti og þannig séð er þetta mjög spennandi. Páll Gunnlaugs- son, arkitekt hjá Ask arkitektum. bth@frettabladid.is SLYS Þrír einstaklingar hafa hrapað til bana í fjöllum á Austurlandi síð- ustu tvo mánuði. Rannsókn slyss sem varð í hlíðum Strandartinds á Seyðisfirði stendur yfir, en erlendur ferðamaður fannst á fimmtudags- kvöld látinn í hlíðum Strandartinds. Fyrr í sumar urðu tvö dauðaslys í fjallamennsku á Austurlandi, við Súlur í Stöðvarfirði og í Fljótshlíð. Þá varð banaslys við klifur í Hval- firði og f leiri alvarleg slys mætti nefna á fjöllum í sumar. Um ræðir bæði innlent og erlent fjallafólk. Kristján Ólafur Guðnason, yfir- lögregluþjónn á Austurlandi, telur engin fordæmi fyrir annarri eins fjallaslysahrinu í fjórðungnum. Hann segir að lögregla hafi ekki aðrar skýringar en óhappatilvilj- anir. Skúli Júlíusson fjallaleiðsögu- maður hefur skrifað bækur um það sem beri að varast í fjallamennsku. Hann vill leggja áherslu á að áhuga- fólk um útivist leggi ekki til atlögu við of erfið verkefni, heldur byggi upp reynslu sína hægt og sígandi til að mæta auknum áskorunum. „Ég hef hugsað mikið um þessi mál. Þetta er mjög sorglegt. En það hefur orðið sprenging í fjalla- mennsku sem og allri útivist og kannski liggja orsakirnar þar,“ segir Skúli. n Tilviljun ráði hrinu dauðaslysa á fjöllum í sumar Þriðja banaslysið við fjallaklifur í sumar á Austurlandi varð í hlíðum Strandar- tinds við Seyðisfjörð vikunni. MYND/GOOGLE EARTH Ég hef hugsað mikið um þessi mál. Þetta er mjög sorglegt. Skúli Júlíusson fjallaleiðsögumaður. Rauði krossinn á nú 68,75 prósenta hlut í Íslandsspilum og Landsbjörg 31,25 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG 9,5 prósenta eignar- hlutur í Íslandsspilum, sem áður var í eigu SÁÁ, skiptist jafnt á milli Rauða krossins og Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, þegar SÁÁ hætti þátttöku í rekstri spilakassa í eigu Íslandsspila. Spilakassar hér á landi eru reknir af annars vegar Happdrætti Háskóla Íslands og hins vegar Íslandsspilum, sem áður voru í eigu Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ. Hið síðast- nefnda sagði sig frá rekstrinum í lok síðasta árs og gekk útgangan í gegn í apríl á þessu ári. Eftir að SÁÁ hætti rekstri spila- kassanna á Landsbjörg 31,25 pró- senta eignarhlut í Íslandsspilum og Rauði krossinn 68,75 prósent. Heildar happdrættistekjur Íslands- spila árið 2019 voru 1.240 milljónir. n Skipta hlut SÁÁ jafnt á milli sín benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Á miðstjórnarfundi ASÍ síðastliðinn miðvikudag kynnti Varða – rannsóknastofnun vinnu- markaðarins, nýja könnun um mál sem koma inn á borð stéttar- félaga og varða kynferðislega og kynbundna áreitni og of beldi og einelti. Í pistli Drífu Snædal forseta ASÍ segir að kynferðislegt of beldi og áreitni sé staðreynd og liti stöðu kynjanna í samfélagi okkar. „Ljóst er að aðildarfélög ASÍ og trúnaðar- menn á vinnustöðum þurfa aukinn stuðning og fræðslu til að aðstoða þolendur og jafnvel gerendur, þegar upp koma mál á vinnustöðum eða í tengslum við þá,“ segir í pistlinum. Þar segir Drífa einnig að ASÍ muni á næstunni auka fræðslu og þekk- ingu og nesta aðildarfélögin enn frekar en nú sé gert. „Verkalýðshreyfingin þarf og ætlar sér að vera hluti af þeirri menningarbreytingu sem nauð- synleg er, bæði til að sinna sínu hlut- verki gagnvart félagsmönnum og axla ábyrgð á öryggi fólks í víðtæku félagsstarfi innan hreyfingarinnar,“ segir Drífa í pistli sínum. n Þolendur ofbeldis fá aðstoð frá ASÍ Drífa Snædal, forseti ASÍ . Í Seyðisfirði Strandartindur Seyðisfjörður Heildar happdrættis- tekjur Íslandsspila árið 2019 voru 1.240 millj- ónir. 6 Fréttir 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.