Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 8
Endurnýja á allan björgunar­ skipaflota Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Smíði fyrstu þriggja skipanna er að hefjast í Finnlandi. Nýju skipin verða hraðskreiðari og í takt við skipaflotann í landinu. gar@frettabladid.is ÖRYGGISMÁL „Þetta er mjög mikil­ vægur samningur fyrir okkur,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsinga­ fulltrúi Slysavarnafélagsins Lands­ bjargar. Á landsþingi Slysavarnafélags­ ins í Hörpu í gær var undirritaður samningur vegna smíði finnsku skipasmíðastöðvarinnar KewaTec á nýjum björgunarskipum fyrir félagið. „Þetta er fyrsta skrefið í þeirri mikilvægu vegferð að endurnýja öll björgunarskipin hringinn í kring­ um landið. Þeir geta hafið smíðina á næstu mánuðum og fyrstu tvö skipin koma til landsins á næsta ári,“ segir Davíð. Slysavarnafélagið á og rekur þrettán björgunarskip hringinn í kringum landið. „Þau er orðin hæg­ geng og komin til ára sinna,“ segir Davíð. Elsta skipið sé nú fjörutíu ára. „Eins og menn skilja þá eru þau kannski ekki í takti við f lotann eins og hann er hringinn í kring um landið í dag. Stóra málið hjá okkur er að bæta aðbúnað áhafnar og skjólstæðinga sem er verið að bjarga og auka ganghraðann í skip­ unum af því að þessi gömlu skip sigla töluvert hægar en meðalhrað­ inn er í f lotanum í kringum landið,“ útskýrir Davíð. „Nýju skipin eru að sigla á það miklu meiri hraða heldur en gömlu skipin að við erum að tvöfalda við­ bragðshraðann og stækka svæðið sem við getum þjónustað hringinn í kringum landið,“ heldur Davíð áfram. Að sögn Davíðs er áætlað að smíði allra skipanna þrettán kosti þrjá milljarða króna. „Ríkisstjórnin samþykkti í fyrra að fjármagna allt að helminginn af hverju skipi. Þess vegna var farið í útboð á vegum Rík­ iskaupa sem þetta finnska fyrirtæki vann,“ segir hann. Ríkið hafi að auki samþykkt viljayfirlýsingu vegna smíði næstu sjö skipa. „Félagið hefur fjármagnað og er að vinna í fjármögnun á þessum fyrstu skipum. Við eigum fasta bakhjarla og höfum gríðarlegan stuðning frá atvinnulífinu, sjávar­ útveginum og fólkinu í landinu. Við erum í raun að vinna að því að fjármagna þetta með stuðn­ ingi samfélagsins,“ segir upplýs­ ingafulltrúinn. ■ Viðbragðshraði Slysavarnafélagsins eykst með nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur gert út björgunarskip frá árinu 1928. Svona lítur nýjasta skipið út. MYND/KEWATEC Skrifað undir samningana í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýju björgunarskipin frá Finnlandi Þau þrettán björgunarskip sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ræður yfir og eru flest af Arun Class- gerð fengust á gjafverði frá Konunglegu bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Skipin eru smíðuð á árunum 1978 til 1990. Nýju skipin frá KewaTec verða 16,9 metrar að lengd og með allt að sex áhafnarmeðlimum, geta tekið við fjörutíu manns um borð og allt að sextíu manns í ítrustu aðstæðum. benediktboas@frettabladid.is MÚLAÞING „Ástandið sleppur til en það eru einhverjir bæir orðnir vatnslausir,“ segir Aðalsteinn Þór­ hallsson, framkvæmdastjóri Hita­ veitu Egilsstaða og Fella, sem kom fyrir fund umhverfis­ og fram­ kvæmdaráðs Múlaþings í vikunni til að greina frá stöðu á vatnsbólum sveitarfélagsins í ljósi mikilla þurrka undanfarið. Þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til Aðalsteins var 19,4 stiga hiti og varla dropi í kortunum. Á fundinum kom fram að staðan væri verst á Borgarfirði eystri þar sem fyrirtæki hafa verið beðin um að fara sparlega með vatn. „Það er ekki orðið neitt ástand enn þá. Það er búið að biðja fólk á á Borgarfirði eystri að fara spar­ lega með vatn en í öðrum þétt­ býliskjörnum erum við í ágætum málum. Það er enginn vatnsskortur enn í þéttbýli. Það eru bæir til sveita í meiri vanda,“ segir Aðalsteinn. Að sögn Aðalsteins er hitaveitan byrjuð að undirbúa dreifingu á vatni úr þeim vatnsbólum sem sum standa ágætlega þrátt fyrir þurrkatíð. „Við þurfum að fara að fá úrkomu en framsýnustu spár sýna ekki nema um sex millimetra úrkomu,“ segir Aðalsteinn. Samkvæmt veður.is gæti dropað aðeins á sunnudag og svo aftur á miðvikudag. ■ Nokkrir bæir orðnir vatnslausir fyrir austan Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmda- stjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Búið er að biðja fólk á á Borgarfirði eystri að fara sparlega með vatn en í öðrum þéttbýlis- kjörnum erum við í ágætum málum. hjorvaro@frettabladid.is AFGANISTAN Upplýsingafulltrúi Talibana segir að þeir séu á loka­ metrunum í að mynda nýja ríkis­ stjórn í Afganistan, en von var á yfirlýsingu um myndun ríkis­ stjórnarinnar í gær. Talibana, sem hafa hingað til verið hópur vígamanna í landinu, bíður nú það verkefni að skipuleggja sig sem stjórnmálaflokk. Talibanar hrifsuðu til sín völdin í landinu nýverið, en Bandaríkin höfðu þá dregið herlið sitt frá Afganistan eftir um það 20 ára veru í landinu. Rúmlega 120 þúsund manns hafa flúið landið eftir að Talibanar tóku við stjórnartaumunum, en ríkis­ stjórn Íslands hefur ákveðið að taka við 120 Afgönum. Ríkisstjórnin samþykkti tillögur f lóttamanna­ nefndar sem fela í sér aðstoð við Afgana, sem eiga rétt á fjölskyldu­ sameiningu eða eru þegar komnir með dvalarleyfi hér á landi, um að komast til landsins. Um er að ræða bæði einstaklinga sem hafa fjöl­ skyldutengsl hér og einstaklinga sem hyggjast hefja hér nám. Þrjátíu og þrír Afganar eru komnir til Íslands, en í síðasta mánuði sóttu nítján Afganar um alþjóðlega vernd hér á landi. Þróu na r sa mv innu r áðher r a r Norðurlanda og framkvæmda­ stjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) ræddu stöðuna í Afganistan á sérstökum fjarfundi fyrr í vikunni. Áframhaldandi starf stofnana Sameinuðu þjóðanna í landinu og aðgerðir landanna á sviði mannúðar aðstoðar voru til umræðu, sem og möguleikinn á langtíma­ þróunarsamvinnu í Afganistan. „Það er brýnt að alþjóðasamfélag­ inu takist að tryggja áframhaldandi mannúðaraðstoð og aðgengi í land­ inu á þessum óvissutímum, en um leið þarf að huga að því að vernda lífsviðurværi afgönsku þjóðarinn­ ar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis­ og þróunarsamvinnu­ ráðherra. „Norðurlöndin eru einhuga um að leggja sitt af mörkum í þeirri f lóknu stöðu sem upp er komin, í góðu samstarfi við stofnanir Sam­ einuðu þjóðanna,“ segir Guðlaugur Þór enn fremur. ■ Talibanar að leggja lokahönd á nýja ríkisstjórn í Afganistan Rúmlega 120 þúsund manns hafa flúið Afghanistan eftir að Talíbanar tóku við stjórnartaumunum. Íslendingar taka við 120 manns. Fréttablaðið/Getty benediktboas@frettabladid.is REYKJAVÍK „Fulltrúi Flokks fólks­ ins vill byrja á að gagnrýna þann langa tíma sem það tekur að fá svör við fyrirspurnum,“ segir í bókun Flokks fólksins á fundi borgarráðs á fimmtudag. Nokkrum f yrirspurnum frá minnihlutaflokkunum var svarað á fundi borgarráðs og eiga þær nokkrar sameiginlegt að vera í eldri kantinum. Braggamálið kom meira að segja við sögu, en fyrirspurn um málið var svarað af endurskoðunar­ nefnd, en fyrirspurnin var lögð fram 16. apríl 2020. Þá barst svar um utanlandsferðir á vegum borgarinnar sem farnar voru vegna annarra ástæðna en fundahalds, en fyrirspurn um það var lögð fram á miðju ári 2020. Einnig kom svar við fyrirspurn um greiðslur til verkfræðiskrifstofa síðustu 12 ár. Sú fyrirspurn var lögð fram 23. júlí í fyrra. ■ Borgin svarar loks eldgömlum fyrirspurnum Bragginn kom við sögu í borgarráði á ný í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Stefnt er að því að taka í gagnið hraðpróf fyrir þá sem eru í smitgát eftir helgi, á þriðjudag eða miðvikudag, samkvæmt Ragnheiði Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilsugæslu höfuð­ borgarsvæðisins. Smitgát er viðhöfð þegar einstakl­ ingur er mögulega útsettur en ekki er talin þörf á sóttkví. „Það sem tefur okkur er að það er enn verið að hanna skráningarkerfi til að halda utan um þetta,“ segir Ragnheiður. „Við þurfum að fjölga um 20­30 á hverri vakt og erum enn að leita að fólki,“ segir hún. Næsta verkefni er að koma í gagn­ ið hraðprófum fyrir þá sem ætla að sækja viðburði þar sem krafist er neikvæðs prófs. „Þá verður skim­ aður stór hópur og vonandi náum við bylgjunni aðeins niður,“ segir Ragnheiður. ■ Hraðpróf í gagnið eftir helgina 8 Fréttir 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.