Fréttablaðið - 04.09.2021, Page 25

Fréttablaðið - 04.09.2021, Page 25
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 4. september 2021 Kettir elska kassa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Flestir kattaeigendur vita að loðnu vinir þeirra elska að troða sér ofan í kassa. Netið er fullt af myndum af köttum sem hafa troðið sér ofan í pappa- kassa. Ef af hverju ætli kettir elski kassa svona mikið? Ástæðurnar geta verið marg- víslegar en í grunninn sjá kettir kassa sem öruggan og þægi- legan stað til að hvílast á. Hvernig kettir sjá kassa Kettir eru forvitnir að eðlisfari. Þegar eitthvað nýtt birtist í umhverfi þeirra rannsaka þeir það, til að fullvissa sig um að aðskotahluturinn sé öruggur og skera úr um hvort um er að ræða mat eða leikfang. Þar sem kettir eru villidýr og kassar eru afmarkað lokað rými, þá sjá kettir kassa sem fullkominn stað til að liggja í felum og bíða eftir að stökkva á bráð. En kettir í náttúrunni eru líka bráð stærri dýra og kassar eru líka fullkominn felustaður fyrir ketti til að forðast þau. En þrátt fyrir að kettir elski kassa þá elska þeir ekki búrin sín. Kattaeigendur velta ef til vill fyrir sér hvernig stendur á þessu. En kettir eru minnugir. Þeir vita að þegar þeir fara í búrið þá eru þeir að fara á leiðinlega staði eins og til læknis. Þess vegna flýja þeir í kassann sinn til að forðast búrið. n Kettir elska kassa Klöru Sif þykir ekkert óþægilegt að vera þekkt fyrir það sem hún gerir á OnlyFans. Þvert á móti geri hún allt með stolti og af sjálfsöryggi. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Lítur ekki á sig sem klámstjörnu Akureyringurinn Klara Sif Magnúsdóttir er hæstlaunaðasti áhrifavaldur lýðveldisins, vegna sölu á erótísku myndefni á OnlyFans. Hún segir mikilvægt að vita hvaðan klám kemur. 2 Heilbrigð melting er grunnur að góðri heilsu Heilsan er dýrmætust www.eylif.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.