Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 30

Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 30
Við leitum að metnaðarfullum og framtakssömum orkubolta á loftslags- og umhverfisdeild. Deildin er innan sviðs Samfélags og umhverfis. Í starfinu felst þátttaka í framkvæmd loftslagsáætlunar Landsvirkjunar og að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði loftslags- og umhverfismála. Þar á meðal er þátttaka í hönnun og undirbúningi framkvæmda, bæði nýframkvæmda og viðhaldsverkefna, með það að markmiði að lágmarka kolefnisspor fyrirtækisins og draga úr áhrifum á umhverfi. Starfið felur einnig í sér faglegan stuðning við þróunar- og nýsköpunarverkefni, sem hafa þann tilgang að lágmarka kolefnisspor, draga úr áhrifum á umhverfi og hámarka loftslagsframlag. Hæfniskröfur – Framhaldsmenntun á háskólastigi í náttúruvísindum, umhverfisfræði, bygginga- eða umhverfisverkfræði – Reynsla af umhverfisstjórnun og þekking á umhverfis- og loftslagsmálum – Þekking á umhverfisáhrifum orkuvinnslu og framkvæmda. – Þekking á umhverfismerkingum og vottunum bygginga og innviða – Lipurð í mannlegum samskiptum og metnaður til að vera hluti af sterkri liðsheild – Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagsfærni Umsóknarfrestur er til og með 15. september Sótt er um starfið hjá Hagvangi hagvangur.is Tökum í hornin á loftslagsbola! Starf Grafa & grjót ehf. var stofnað árið 2002 og starfar við jarðvegsvinnu og gatnagerð. Stofnandi félagsins er Sigurður Gylfason og hefur hann byggt upp öflugt félag sem þjónustar opinbera aðila, byggingafélög og fyrirtæki. Fyrirtækið hefur verið í örum vexti og á árinu 2021 keypti Alfa Framtak hlut í félaginu sem hefur eflt það og styrkt enn frekar. Markmið félagsins er að mæta þörfum viðskiptavina í jarðvegsframkvæmdum og veita þjónustu af hæstu gæðum. Grafa & grjót leggur áherslu á að skipa starfsliði með framúrskarandi þekkingu og reynslu. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Grafa og grjót ehf. leitar að öflugum aðalbókara sem hefur góð tök á rafrænni umsýslu gagna. Viðkomandi ber ábyrgð á fjárhagsbókhaldi fyrirtækisins. Helstu verkefni: • Færsla bókhalds og afstemmingar. • Mánaðarleg uppgjör og skil á bókhaldi til endurskoðanda. • Samantekt fjárhagsupplýsinga og skýrslugerð til stjórnar. • Bókun útgjaldareikninga og samþykktaferli þeirra. • Uppgjör virðisaukaskatts. • Launavinnsla. • Innheimta. • Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi eins og viðskiptafræðimenntun, viðurkenndur bókari eða sambærileg menntun. • Reynsla af bókhaldsstörfum eða sambærilegu starfi er skilyrði. • Góð tölvukunnátta þ.m.t Excel og reynsla af notkun viðskipta- og upplýsingakerfisins DK er kostur. • Þekking á verkbókhaldi er kostur. • Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni. • Sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum. • Frumkvæði og metnaður. • Góð íslensku- og enskukunnátta. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Aðalbókari Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna dóttur (audur@vinnvinn.is) og Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. 2 ATVINNUBLAÐIÐ 4. september 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.