Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 38

Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 38
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Á GÖNGUDEILD SÓTTVARNA Viltu verða hluti af teyminu okkar á Göngudeild sóttvarna og sinna fjölbreyttu og áhugaverðu starfi á spennandi vinnustað? Á Göngudeild sóttvarna er m.a. tekið á móti fólki sem sótt hefur um dvalarleyfi hér á landi vegna vinnu eða náms og sem sótt hefur um alþjóðlega vernd. Einnig sinnir deildin ferðamanna- bólusetningum, berklarakningu og ráðgjöf til annarra stofnanna. Góð tungumála- og tölvukunnátta er nauðsynleg þar sem stór hluti starfseminnar fer fram á ensku og felur í sér mikil samskipti í töluðu og rituðu máli. Mikil samskiptahæfni og sjálfstæði í starfi nauðsynleg. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Boðið er upp á góðan aðlögunartíma. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 13.09.2021. VIRÐING - SAMVINNA - FAGMENNSKA Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Guðmundsdóttir - ingibjörg.gudmundsdottir@heilsugaeslan.is - 513 5130 Sjá nánar á www.starfatorg.is og á www.heilsugaeslan.is undir laus störf Trausti fasteignasala, trausti@trausti.is, s.546-5050, Vegmúla 4, 108 Reykjavík Fasteignasali óskast! Trausti fasteignasala óskar eftir að ráða löggiltan fasteignasala eða nema til löggildingar fasteignasala til starfa. Vaxandi fasteignasala í léttu og skemmtilegu starfsumhverfi. Góðir tekjumöguleikar. Reynsla af sölu fasteigna kostur. Fáið frekari upplýsingar hjá Kristjáni Baldurssyni í síma 867-3040 eða kristjan@trausti.is PROTOCOL ASSISTANT Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Protocol Assistant lausa til umsóknar. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic Recruitment Application (ERA) The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Protocol Assistant. Application instructions and further information can be found on the Embassy’s home page:https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Applications must be submitted through Electronic Recruitment Application (ERA) leitar að AUGLÝSINGASTJÓRA Bændasamtök Íslands leita af öflugum einstakling í þéttan starfshóp útgáfusviðs til að sinna auglýsinga- málum Bændablaðsins, á starfsstöð þess á höfuð- borgarsvæðinu. Starfið kallar á skipulagshæfileika og mikla yfirsýn. Starfið felur í sér: Samskipti við auglýsendur og viðskiptavini Bændablaðsins. Sala auglýsinga í prentútgáfur, vef og hlaðvarp útgáfusviðs. Gerð auglýsingasamninga, reikningagerð og allt utanumhald um birtingar s.s. innheimtu auglýsinga og innsetning auglýsinga í blað, á vef og í hlaðvarp. Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi. • Drifkraftur, frumkvæði og fagmennska. • Góð mannleg samskipti og sjálfstæð vinnubrögð. • Þekking á Dk hugbúnaðakerfi og vefumsjónarkerfum, InDesign og/eða öðrum uppsetninga- og hönnunarforritum s.s. Photoshop, Illustrator og Audition. • Áhugi og þekking á sölumennsku og landbúnaðarmálum er mikill kostur. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá auk kynningarbréfs. Upplýsingar um starfið veitir Vigdís Häsler framkvæmdarstjóri Bændasamtakanna. Umsóknir, merktar Umsókn um starf auglýsingastjóra, berist eigi síðar en 15. september nk. á netfangið vigdis@bondi.is Bændablaðið er málgagn bænda og landsbyggðar og kemur út hálfsmánaðarlega í prentformi. Auk þess heldur blaðið úti vefsíðunni bbl.is og Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Upplýsingafræðingur Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf upplýsingafræðings á skrifstofu fjármála og rekstrar. Nánari upplýsingar um helstu verkefni, hæfni- og menntunarkröfur er að finna á vefsíðu Starfatorgs. Umsókn skal skilað rafrænt á Starfatorgi og með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Suzuki bílar • Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • 568 5100 BIFVÉLAVIRKJAR Óskum eftir að ráða bifvélavirkja með reynslu af bílaviðgerðum til starfa á verkstæði Suzuki bíla h/f. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafið störf sem allra fyrst. Áhugasamir sendið tölvupóst með ferilskrá á gylfi@suzuki.is fyrir 20. sept. Óskum eftir að ráða bifvélavirkja með reynslu af bíla, utanborðsmótora.- og mótorhjóla viðgerðum til starfa á verkstæði Suzuki bíla h/f. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafið störf sem allra fyrst. Áhugasamir sendið tölvupóst með ferilskrá á gylfi@suzuki.is fyrir 20. sept.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.