Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 73

Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 73
Bílaheimurinn er að komast í gang aftur eftir hremmingar síðustu 18 mánaða og Kia blés til viðburðar í Frankfurt fyrir nokkrum dögum, þar sem ný kynslóð Kia Sportage var frumsýnd og boðið var til reynsluaksturs á Kia EV6. njall@frettabladid.is Kia Sportage kemur til landsins í desember og þá fyrst í dísil- og tvinnútgáfum. Að sögn Felix Hjálmarssonar hjá Öskju er tengil- tvinnútgáfan væntanleg til lands- ins strax í mars á næsta ári. Óhætt er að segja að Kia Sportage sé stærri bíll en áður eins og háttur er með nýjar kynslóðir. Gott dæmi um það er stórt farangursrými sem rúmar 581 lítra, sem er bæting um meira en 80 lítra frá fyrri kynslóð. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og nýr Sorento og nýtur því góðs af því þegar kemur að vali á vélbúnaði. Verður nýr Sportage fáanlegur með bæði dísil- og bensínvélum í tveimur aflútfærslum hvor, ásamt tvinnútgáfum, bæði mildri 48V- útgáfu og alvöru tvinnútgáfu sem skilar 230 hestöflum. Tengiltvinn- bíllinn verður svo 265 hestöfl svo honum verður ekki afls vant. Auk þess að fá vélbúnað úr Sorento fær hann allan sama tækni- búnað líka, og gildir þá einu hvort um sé að ræða aksturs- eða öryggis- búnað eða upplýsingakerfi. Í dýrari útfærslum kemur hann með tveim- ur 12,3 tommu upplýsingaskjáum sem er dregnir í boga fyrir framan ökumanninn. Auk þess er kominn lítill stjórnskjár í miðjustokki sem auðveldar stýringu á miðstöð eða öðru slíku. Einnig fá dýrari GT- útfærslur Matrix-aðalljós ásamt díóðuljósum að framan og aftan. ■ Fimmta kynslóð Sportage frumsýnd í Frankfurt Kia Sportage kemur nú í fyrsta skipti í tveimur útgáfum, með styttra eða lengra hjólhafi, en Evrópugerðin er af styttri gerðinni. MYNDIR/BERNHARD KRISTINN Nýr Sportage er stærri á alla kanta og sem dæmi stækkar skottið um 81 lítra. Tengiltvinnútgáfan verður 265 hestöfl en hún er væntanleg í mars á næsta ári. Genf-sýningin er ein sú mikilvægasta að mati framleiðenda til kynningar á nýjum módelum og þar er tilkynnt um val á Bíl ársins í Evrópu ár hvert. njall@frettabladid.is Genf-bílasýningin mun snúa aftur í lok febrúar á næsta ári í Sviss, en um haustið 2022 eða árið þar á eftir munu skipuleggjendur sýningar- innar einnig halda sýninguna í höfuðborg Katar, Doha. Mun sú síðar nefnda verða kynnt betur á sýningunni í Genf á næsta ári og má búast við stórum viðburði á heimsmælikvarða. Með tilkomu sýningarinnar í Katar eru bílasýn- ingar komnar aftur á dagskrá víða eftir heimsfaraldurinn, en stutt er síðan sýning var haldin í Sjanghaí og Bílasýningin í München verður opnuð í byrjun september. ■ Genf-bílasýningin snýr aftur í Katar Lotus hefur kynnt hvað er á döfinni á næstu árum frá merkinu. Þó að það eigi rætur sínar í sportbílum er fjöl- skylduvænni bíla að vænta sem framleiddir verða í Kína. Sportbílahlutinn verður þó áfram í Bretlandi. njall@frettabladid.is Meðal þeirra upplýsinga sem Lotus lét frá sér er mynd af næstu bílum merkisins. Þar sést framan á tvo bíla sem væntanlegir eru á næstu tveimur árum. Sá sem er fremst er stór jepp- lingur sem kallast eins og er Type 132 og kemur strax á næsta ári. Mun hann keppa við bíla eins og Tesla Model X, á meðan sá næsti í röðinni og einfaldlega er kallaður Type 133, mun keppa við Tesla Model S. Sá bíll er áætlaður á markað árið 2023. Þriðji í röðinni verður svo jepplingur í D-stærðarflokki og kannski kemur ekki á óvart að hann kallast Type 134. Beinn keppinautur við þann bíl er til dæmis BMW iX3. Árið 2026 er svo komið að nýjum rafdrifnum sportbíl frá Lotus-merk- inu, en hann mun þó ekki leysa bensínbílinn af hólmi, allavega ekki alveg strax. Raf bílar Lotus í f lokki fólksbíla og jepplinga verða allir byggðir á nýjum undirvagni frá Geely sem kallast Premium Archi- tecture og verður með hjólhaf frá 2.998-3.100 mm og raf hlöður frá 90-120 kWst. Rafkerfið verður 800 volt svo að hægt verður að hlaða með allt að 350 kW hleðslustöð fyrir mjög f ljótvirka hleðslu. Að sögn Lotus verða öflugustu bílarnir með mótorum sem koma bílunum í hundraðið á undir þremur sek- úndum. ■ Rafvætt Lotus-merki gírar sig upp Fyrstu tveir fólksbílar Lotus verða stór jepplingur á næsta ári og fjögurra dyra fólksbíll árið 2023 sem ætlað er að keppa við Tesla Model S. stod2.is Tryggðu þér áskrift Í KVÖLD LAUGARDAGUR 4. september 2021 Bílar 33FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.