Fréttablaðið - 25.08.2021, Page 4
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að segja sína skoðun óháð áliti annarra
• Kjark til að tala um eigin líðan og annarra
• Leiðir til að eignast vini, bæta samskipti og styrkja sambönd
• Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
Námskeið hefjast:
9 til 12 ára Leiðtogabúðir 9. ágúst 8.45-17.00 4 dagar í röð
10 til 12 ára 4. ágúst 9.00-13.00 átta virka dagar í röð
10 til 12 ára 25. september 10.00-13.00 átta laugardaga í röð
13 til 15 ára 4. ágúst 13.30-17.00 átta virka dagar í röð
13 til 15 ára 21. sept. 17.00 -20.30 einu sinni í viku, 9 skipti
13 til 15 ára 23. sept. 17.00 -20.30 (í Hafnarfirði), 9 skipti
13 til 15 ára 5. okt. 17.00 -20.30 (í Garðabæ), 9 skipti
16 til 19 ára 4. ágúst 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
16 til 19 ára 22. sept. 18.00-22.00 einu sinni í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 3. ágúst 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 23. sept. 18.00-22.00 einu sinni í viku, 9 skipti
Vertu klár fyrir skólann
Skráning á dale.is eða 555 7080
Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk
*Hægt er að nota frístundastyrki bæjarfélaga sem greiðslu - Youth_Ad_071921
Ríkisstjórnin ákvað í gær að
taka á móti 120 flóttamönn
um frá Afganistan. Afganskur
maður sem flúði hingað segir
að betur megi ef duga skal.
thorvardur@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Ásmundur Einar
Daðason félagsmálaráðherra segir
stjórnvöld í kappi við tímann hvað
varðar björgun fólks frá Afganist
an. Á ríkisstjórnarfundi í gær var
ákveðið að fallast á tillögur Flótta
mannanefndar um að taka á móti
120 flóttamönnum frá Afganistan.
Ásmundur sagði í viðtali á Frétta
vaktinni á Hringbraut í gærkvöldi
hugsanlegt að sú tala myndi hækka.
Ákveðið var einnig að Flóttamanna
nefnd starfaði áfram. Tillögurnar
sem samþykktar voru í dag segir
Ásmundur vera fyrstu tillögur um
bráðaaðgerðir og unnið verði í sam
starfi við nágrannaþjóðir um fram
haldið.
„Þetta er ekki hefðbundin mót
taka eins og við höfum verið að
vinna að, þar sem við höfum getað
samið við fyrirtæki að þjónusta
móttökuríki við að aðstoða fólk við
að koma til landsins. Það er einfald
lega kraftaverk hjá fólki sem kemst
inn á f lugvöllinn og inn í vélar,“
segir hann en einungis herflugvélar
fljúga frá flugvellinum í Kabúl. Því
þurfi að treysta á bandalagsþjóðir
til að flytja fólk á brott.
Í gær greindi utanríkisráðuneytið
frá því að þrjár fjölskyldu væru
komnar til landsins frá Afganistan.
Þær komu hingað með f lugi sem
dönsk og finnsk stjórnvöld stóðu
fyrir. Um er að ræða fólk sem er
ýmist með íslenskan ríkisborgara
rétt eða dvalarleyfi hér.
Standa þarf vel að verki
Ásmundur segir það skylduverk
Íslands sem Atlantshafsbandalags
þjóðar að bjarga þeim sem hafa
verið erlendu herliði til aðstoðar
frá landinu en það hefur biðlað til
ríkja bandalagsins að leggja sitt af
mörkum.
„Þetta er of boðslega sorglegt og
þetta nístir hjarta manns, sérstak
lega í ljósi þess að við höfum verið
að leggja okkar af mörkum í jafn
réttismálum til að mynda til þess
að aðstoða við breytingar þarna.
Við erum að sjá það að það fólk er
í mestri hættu nú vegna þessara
hörmunga sem þarna eru í gangi.
Um leið er það þannig að við
þurfum að gera okkur grein fyrir
því að Ísland er lítið land, við erum
fámenn þjóð,“ segir Ásmundur og
standa þurfi vel að verki við mót
töku afganskra f lóttamanna.
„Það er það sem skiptir líka
miklu máli til þess að það sé áfram
pólitísk samstaða um það í íslensku
samfélagi, og samfélagsleg sam
staða, að gera vel í þessum málum.“
Aðgerðirnar vonbrigði
Navid Nouri kom til Íslands sem
f lóttamaður frá Afganistan fyrir
um áratug og er ríkisborgari hér.
Hann hafi komið hingað til að
bjarga lífi sínu, nú sé verið að loka
augunum fyrir þjáningum þeirra
sem eru í sömu stöðu.
Navid segir áætlanir stjórnvalda
vonbrigði og aðrir úr samfélagi
Afgana hér á landi séu sama sinnis.
Auðvitað eigi að bjarga þeim sem
störfuðu fyrir NATO en f leiri séu í
hættu af völdum talibana og nefnir
þar konur og minnihlutahópa. Það
skjóti skökku við að Ísland, sem
gefi sig út fyrir að vera leiðandi í
jafnréttismálum, bjargi ekki f leiri
konum frá Afganistan.
„Er ekki hægt að gera meira?
Hvað eiga Afganir sem óttast
um líf sitt og vilja f lýja að gera?“
spyr Navid. Hann gefur lítið fyrir
áhyggjur af því að f lóttafólk verði
baggi á velferðarkerfinu. Þeir sem
hingað koma leggi mikið til íslenskt
samfélags, margir séu í tveimur
eða f leiri störfum og skili sínu til
samfélagsins. Hjálpa þurfi fólki
að komast til landsins og síðan sé
það fullfært um að sjá um sig sjálft,
með aðstoð samlanda þeirra sem
nú þegar eru hér. ■
Við erum í kapphlaupi við tímann
gar@frettabladid.is
ÞINGVELLIR Sumarbústaður sem
Þingvallanefnd keypti fyrir fimm
árum við hliðina á Valhallarreitn
um hefur enn ekki verið leigður út
til fræðimanna og listafólks líkt og
nefndin ákvað í fyrravetur.
„Það hefur legið í dái út af Covid
en það er ákvörðun sem stendur,“
segir Ari Trausti Guðmundsson, for
maður Þingvallanefndar.
Bústaðurinn, sem er 49 fermetrar,
stendur í miklum trjálundi við hlið
Valhallarreitsins og var keyptur af
ríkinu að undirlagi Þingvallanefnd
ar í því augnamiði að fjarlægja húsið
og fella trén.
„Fyrirsjáanlegt er að núverandi
sumarbústaður og greniskógur
stendur í vegi fyrir tengingu sem
nú er rætt um að verði milli aðal
aðstöðu ferðamanna á Hakinu og
svæðisins við Valhallarreitinn og
umhverfisins við Öxará,“ útskýrði
þáverandi þjóðgarðsvörður Ólafur
Örn Haraldsson fyrir forsætisráðu
neytinu í aðdraganda kaupanna.
Núverandi stjórn þjóðgarðsins
hefur hins vegar fallið frá þessu.
Húsið og lóðin hefur meðal annars
verið nýtt af verktökum við stíga
gerða á svæðinu.
Aðspurður segir Ari ekki hafa
verið útfært nákvæmlega hvernig
útleigu bústaðarins verður hagað.
Ari Trausti undirstrikar að það sé
ekki einungis listamenn sem fái
aðgang að bústaðnum til dvalar á
Þingvöllum. „Það var svona prins
ippákvörðun sem við tókum að
þetta væru ekki bara listamenn
heldur fræðimenn líka,“ segir hann.
Að sögn Ara Trausta hefur veru
lega rofað til í fjármálum þjóðgarðs
ins eftir mikil harðindi í Covid.
„Aðsóknin hefur tekið verulegan
kipp. Miðað við hvernig þetta var
fyrir ári síðan er þetta umsnúningur
en það er auðvitað langt í það að
hér fari að koma vel á aðra milljón
gesta.“ ■
Covid heldur listafólki og fræðimönnum frá Þingvallabústað
Það var svona prins
ippákvörðun sem við
tókum að þetta væru
ekki bara listamenn
heldur fræðimenn líka.
Ari Trausti Guðmundsson,
formaður Þingvallanefndar.
benediktboas@frettabladid.is
HAFNARFJÖRÐUR Endurskoðuð
Húsnæðisáætlun Hafnarfjarðar var
lögð fyrir skipulags og byggingarráð
í gær.
Minnihlutinn sagði á að hvergi
væri minnst á þá fólksfækkun sem
varð á síðasta ári í bænum í fyrsta
skiptið síðan 1939. Hálfu ári fyrir lok
kjörtímabils væri uppskeran rýr, fáar
íbúðir í byggingu og fremur einhæf
uppbygging fram undan.
Stór hluti framtíðaruppbyggingar
sé á jaðri byggðar sem sé illa tengdur
við almenningssamgöngur.
Meirihlutinn benti á að búið væri
að lyfta grettistaki í uppbyggingu
íbúða í bænum og megi þar helst
nefna hundruð íbúða í Hamranesi,
við Hraun, VesturGjótur, Hjalla
braut, Hrauntungu og Flensborgar
höfn. Auk þess gengur skipulags
vinna við Ásland 4 vel, en þar er
gert ráð fyrir 480 íbúðum. Það komi
spánskt fyrir sjónir að telja það
áhyggjuefni að stór hluti framtíðar
uppbyggingar sé á jaðri byggðar.
Allt niðurrifstal Samfylkingarinn
ar, Viðreisnar og Bæjarlistans í skipu
lags og byggingarráði sé á sandi
byggt, segir meirihlutinn og bendir
á að það sé bjart yfir Hafnarfirði og
íbúum mun fjölga á næstunni. ■
Telja niðurrif
minnihlutans
byggt á sandi
Hart var tekist á í skipulags- og bygg-
ingarráði Hafnarfjarðar í gær.
Bandarískur land-
gönguliði fylgir
tveimur stúlkum
um borð í her-
flugvél á alþjóða-
flugvellinum í
Kabúl. Þar dvelur
fjöldi fólks og
bíður milli vonar
og ótta að komast
frá landinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Er ekki hægt að gera
meira? Hvað eiga
Afganir sem óttast um
líf sitt og vilja flýja að
gera?
Navid Nouri.
4 Fréttir 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ