Fréttablaðið - 25.08.2021, Side 6

Fréttablaðið - 25.08.2021, Side 6
Afgreiðslutímar á www.kronan.is ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... Mmm ... Glænýjar íslenskar kartöflur! thorgrimur@frettabladid.is DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur hafnað beiðni um áfrýjun fjórtán ára fang- elsisdóms fyrir manndráp sem felldur var af Landsrétti í júní. Um er að ræða mál karlmanns á sex- tugsaldri sem var dæmdur fyrir að verða eiginkonu sinni að bana í húsi þeirra í Sandgerði í mars 2020. Manninum hafði verið gert að sök að þrengja svo að hálsi konu sinnar að hún kafnaði. Maðurinn var handtekinn fjór- um dögum eftir dauða eiginkonu sinnar en bar fyrir sig minnisleysi og sagðist hafa fallið í óminni vegna drykkju þetta kvöld. Maðurinn var upphaf lega dæmdur til fjór- tán ára fangelsisvistar af Héraðs- dómi Reykjaness í janúar 2021 og sá dómur var síðan staðfestur af Landsrétti eftir áfrýjun. Var litið til þess að um stórhættulega atlögu hefði verið að ræða og að mann- inum hlyti að hafa verið ljóst að hún yrði banvæn. Verjandi mannsins hafði farið fram á áfrýjun málsins, meðal ann- ars á þeim grundvelli að Landsrétt- ur hefði ekki virt þá meginreglu að maður sé saklaus uns sekt sé sönnuð og að vafa beri að túlka sakborningi í hag. Jafnframt taldi hann dóminn bersýnilega rangan þar sem litið hefði verið fram hjá niðurstöðu tveggja dómkvaddra matsmanna um mögulega dánarorsök. Í mati þeirra var ekki útilokað að konan hefði látist úr áfengiseitrun þótt niðurstöðurnar bentu sterklega til þess að konan hefði verið kyrkt. Í niðurstöðu sinni taldi Hæsti- réttur ekki að áfrýjunarbeiðnin lyti að atriðum sem hefðu almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar til þess að fullnægja lagaskilyrðum. Var beiðn- inni því hafnað og fjórtán ára fang- elsisdómurinn staðfestur. ■ Áfrýjun hafnað í Sandgerðismorðinu Maðurinn var upphaflega dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness árið 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR thorgrimur@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Áætlað er að Flótta- mannanefnd komi saman á næst- unni til að ræða málefni Haítí, þar sem fjöldi fólks hefur misst heimili sín vegna 7,2 stiga jarðskjálfta sem skók landið þann 14. ágúst síðast- liðinn. Rúmlega 2.000 andlát hafa verið staðfest vegna jarðskjálftans og hundruð þúsunda bygginga hafa verið lögð í rúst. Flóttamannanefndin skilaði nýlega tillögum til ríkisstjórnar um viðtöku flóttamanna frá Afganistan eftir að hafa fundað um stöðuna þar í landi. Að sögn Stefáns Vagns Stef- ánssonar, formanns nefndarinnar, var ekki fjallað um Haítí á þeim fundi. „Þetta eru aðgreind verkefni. Verkefnið sem við fengum síðast var að koma með tillögur vegna Afgan- istan og allur þunginn hjá okkur fór í það verkefni. Nú er komin beiðni um að ræða stöðuna sem er uppi á Haítí og við verðum að koma saman út af því fljótlega.“ Nákvæm dagsetning næsta fund- ar Flóttamannanefndar liggur ekki fyrir en Stefán Vagn segir að þá verði væntanlega einnig rætt um viðtöku kvótaflóttafólks. „Við eigum eftir að taka við kvótaflóttafólkinu frá 2020 og svo er hópurinn frá 2021 enn eftir. Það eru svo sem næg verkefni, og vandamál- ið í Covid hefur bara verið að koma fólki milli landa. Það hefur verið að liðkast til í því, svo við höfum vænt- ingar til þess að við getum farið að ná þessum hópum hingað eins og til stóð.“ ■ Næst fundað um flóttamenn frá Haítí thorgrimur@frettabladid.is RÚSSLAND Tæplega tveggja ára stúlka fannst á lífi í gær eftir að hafa verið týnd í rússneskum skógi í fjóra daga. Stúlkan, Ljúda Kúzína að nafni, hafði ráfað burt frá móður sinni í Smolenskfylki skammt frá Moskvu. Höfðu mæðgurnar verið í sumarbústað fjölskyldunnar í héraðinu Tjomkinskí og hafði Ljúda þá álpast út í skóg á meðan móðir hennar skrapp yfir til nágrannans. Hundruð leituðu að stúlkunni, kafarar leituðu í vatnsbólum þar nærri en fundu ekkert. Það var ekki fyrr en á fjórða degi sem einn sjálf- boðaliðanna heyrði „tíst“ og fann þá Ljúdu undir greinum. Hún hafði verið án vatns og matar í fjóra daga og var þakin skordýrabitum en var annars heil á húfi. „Hún er núna staðráðin í að ætla aldrei að hlaupa burt frá mömmu sinni framar,“ sagði móðirin, Ant- ónía Kúzína, við dagblaðið Komso- molskaja Pravda. „Ekki veit ég nú hvað hún á eftir að muna eftir því loforði lengi. En hún segir það alla vega.“ ■ Fannst eftir fjóra daga ein úti í skógi Forstjóri Landspítalans fagnar niðurstöðum könn- unar. Fjármála- og efnahags- ráðherra segir málaflokkinn í forgangi. arib@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Það kemur mér ekki á óvart að fólk vilji vel fjár- magnað heilbrigðiskerfi og telji þörf á frekari framlögum. Þessi ríkisstjórn hefur haft málaflokkinn í forgangi og aukið við á nær öllum sviðum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um niðurstöður könnunar sem sýnir að meirihluti landsmanna vill að aukið fjármagn renni til reksturs Landspítalans. „Árleg framlög til reksturs Land- spítala hafa verið að hækka umtals- vert, eða úr 60 milljörðum í 78 á kjörtímabilinu. Inni í þeirri tölu eru ekki framlög í viðhald, fjárfest- ingar, byggingu Nýja Landspítalans og fleira, heldur bætast þau útgjöld svo við. Það hefur einnig orðið mikil aukning til heilsugæslu, til geðheil- brigðismála, lyfjakaupa og f leiri þátta. Heilbrigðisútgjöld munu halda áfram að vaxa í framtíðinni, jafnvel þótt við höfum aldrei áður varið jafn háu hlutfalli útgjalda til málaflokksins, meðal annars vegna þess að þjóðin er að eldast. Vegna þess hve málaflokkurinn er fjárfrek- ur skiptir miklu að hver króna nýtist vel. Þar getur skipt sköpum að hafa góða yfirsýn, sterka stjórn á lykil- kerfum og að ekki séu veikleikar á borð við þá sem við höfum séð þegar fólk sem hefur lokið meðferð liggur fast á sjúkrahúsi.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir niðurstöðurnar end- urspegla stuðning landsmanna við opinber heilbrigðiskerfi. „Þetta endurspeglar það sem að áður hefur komið fram. Það er ein- dreginn stuðningur landsmanna við opinbert heilbrigðiskerfi og sterkan Landspítala. Þetta er ein- dregið ákall um að haldið verði áfram á þeirri braut að byggja upp þessa mikilvægu þjónustu,“ segir Svandís. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, er ánægður með niður- stöðurnar en mikið hefur mætt á starfsfólki spítalans í Covid-faraldr- inum. „Þetta eru mjög ánægjulegar niðurstöður og þetta er í samræmi við það sem við höfum fundið að almenningur styður við verkefni spítalans,“ segir Páll. „Þarna kemur fram skýr vilji þjóðarinnar. Við finnum það nú og til framtíðar að fjármagna þurfi verkefnið með full- nægjandi hætti.“ ■ Eindreginn stuðningur við að styrkja Landspítalann Það kemur mér ekki á óvart að fólk vilji vel fjármagnað heilbrigð- iskerfi og telji þörf á frekari framlögum. Bjarni Bene- diktsson, fjár- mála- og efna- hagsráðherra. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Landspítalans undanfarna mánuði. MYND/ÞORKELL ÞORKELSSON 6 Fréttir 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.