Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Í þessum vangavelt- um gleym- ist þriðji kosturinn, en það er ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhanns- sonar. Undan- farin ár hafa fjár- veitingar til almenns viðhalds grunnskóla og leik- skóla þre- faldast. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is Veruleiki okkar um allt land er að reglulega kemur upp mygla og rakaskemmdir í húsnæði hins opin- bera og víðar. Dæmin hrannast upp af skólahúsnæði þar sem mygla hefur greinst til dæmis í Kársnesskóla og leikskólanum Austurkór í Kópavogi, Varmárskóla í Mosfellsbæ, Lundarskóla, Brekkuskóla og Odd- eyrarskóla á Akureyri, Grundaskóla á Akranesi og Nesskóla í Neskaupstað. Í Reykjavík hafa komið upp mál þar sem mygla hefur fundist og hefur húsnæði Fossvogsskóla verið þar efst á baugi og leikskólinn Kvistaborg sem stað- settur er steinsnar frá. Í Fossvogsskóla hefur verið ráðist í ýmsar viðhaldsframkvæmdir og endurbætur til að ráða niðurlögum rakavandamála samkvæmt ráðleggingum fagaðila en ekki tókst þó að komast fyrir vandann og var þá kallað eftir nýrri úttekt verkfræðistofunnar EFLU sem leiddi í ljós að þörf var á umtalsverðum framkvæmdum til viðbótar. Nú er verið að leggja lokahönd á aðgerðaáætlun um þær framkvæmdir sem munu hefjast í haust. Vilji foreldra hefur haft góð áhrif á ákvarðanatöku varðandi ýmis skref í málinu sérstaklega undanfarin misseri en nú er unnið að því að bæta verkferla til framtíðar og verður kynnt f ljótlega. Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fjármagn í viðhald og endurbætur skólahúsnæðis borgarinnar undanfarin ár eftir þrengingatíma í kjölfar banka- hruns. Skóla- og frístundastarfið fer fram í um 170 stofnunum og nálægt 300 byggingum í borginni en sem betur fer eru fá dæmi þar sem fundist hefur mygla eða alvarlegar rakaskemmdir. Undanfarin ár hafa fjárveitingar til almenns viðhalds grunnskóla og leikskóla í borginni þrefaldast úr tæpum 700 milljónum í 2.100 milljónir á hverju ári. Gerð hefur verið úttekt á ástandi skólahúsnæðis í borginni og á grundvelli hennar verður enn bætt um betur í að gera húsnæði til skóla- og frístundastarfs sem best úr garði. n Aukið fjármagn í viðhald Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar- innar. FAXAFEN 11, 108 REYKJAVÍK, S: 534-0534 WWW.PARTYBUDIN.IS Allt fyrir veisluna á einum stað Skraut, borðbúnaður, búningar og tækjaleiga arib@frettabladid.is B2-skutlið Það er löngu vitað að allt tal um fjármál Landspítala fer rakleiðis út í skurð. Þjóðin, nema Sjálfstæð- ismenn, vill ausa fé í Landspítala á meðan efasemdamenn, iðulega Sjálfstæðismenn, setja spurning- armerki við ýmis atriði í rekstrin- um. Með alla þá popúlísku flokka sem bjóða nú fram til Alþingis og alla hina með popúlista innan- borðs, þá er nú tími til að kanna hvers vegna tugir manna sækja um alls konar ruglstöður hjá hinu opinbera á meðan skortur er á starfsfólki á gjörgæslunni. Það sem allir eru samt sammála um, líka Sjálfstæðismenn, er að tími er kominn til að hætta að láta 90 milljarða króna B2-sprengjuflug- vélar fara með sjúklinga í aðgerðir í útlöndum. Kremkex Það er allt í lagi að vera ósammála yfirvöldum, það getur jafnvel verið hollustumerki. Það má jafnvel setja spurningarmerki við hvort það kunni að vera ein- hverjar aukaverkanir við því að bólusetja ungmenni við Covid-19. Myndi það gera meira gagn að fylgjast með líðan þeirra í stað þess að öskra á þau. Og þegar þú ert farinn að lenda á spítala eftir að hafa smurt beygluna þína með einhverju húðkremi því þú sást það á netinu þá er líklegast best að endurskoða afstöðuna frá grunni. n Réttur mánuður er í dag þar til lands-menn ganga að kjörborðinu og velja sér fulltrúa á Alþingi. Og enda þótt mánuður kunni að vera langur tími í pólitík er ekki við öðru að búast en að næstu fjórar vikur líði hratt í loforðaglamri og lúðrablæstri. En látum það vera. Niðurstaða kosninganna skiptir meira máli. Og hún hefur sjaldan eða aldrei verið jafn ófyrirséð. Veldur þar miklu sá fjöldi flokka sem á möguleika á að koma fulltrúum sínum á þing, en það dregur heldur ekki úr óvissunni að fleiri en einn þeirra mun hugsanlega ekki ná inn manni. Staðan eftir kosningarnar verður flókin. Það er nokkurn veginn augljóst, meira að segja þótt núverandi ríkisstjórnarflokkar haldi þingstyrk sínum og geti fyrir vikið haldið áfram samstarfi sínu. Það er nefnilega ekkert gefið í þeim efnum. Bakland Vinstri grænna er óánægt með sam- starfið með Sjálfstæðisflokknum. Það er í sjálfu sér eðlilegt, enda tilheyra flokkarnir hvorum endanum á pólitíska litrófinu. Og þessar tvær fylkingar eru vanari því að uppnefna hvor aðra og úthrópa en að vinna saman í sátt. Því hefur verið haldið fram að Katrín Jakobs- dóttir, formaður VG, sem leitt hefur þessa óvenjulegu stjórn í gegnum þokumóðu far- sóttar, sé í pólitískri kjörstöðu. Hún ráði því hvaða flokkar verði í næstu stjórn, geti hæglega myndað einhvers konar vinstristjórn með Sam- fylkingu, Pírötum og jafnvel Sósíalistaflokkn- um, þótt Framsóknarflokkurinn sé raunar lík- legri í því samstarfi. En hún geti einnig hundsað þessa flokka og hallað sér aftur að íhaldinu. Í öllu falli ráði Katrín miklu, jafnvel mestu, um það hvort næsta stjórn verði áfram sú sama og verið hefur eða að einhvers konar vinstristjórn verði mynduð. Í þessum vangaveltum gleymist þriðji kostur- inn, en það er ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhanns- sonar. Hann er sá formanna ríkisstjórnarflokk- anna sem hefur líklega hæstu spilin á hendi, án þess þó að því hafi verið nokkur gaumur gefinn. Sigurður Ingi er í lykilstöðu til að mynda miðjustjórn. Hann er í bílstjórasætinu og þarf ekki annað en að blikka formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata svo þeir stökkvi um borð í Framsóknarrútuna. Fyrir hann persónulega væri það pólitískur stórsigur að setjast í forsætis- ráðuneytið á þessum tíma þegar flokkur hans hefur náð vopnum sínum aftur eftir klofninginn fyrir tæpum fjórum árum. Nú er hans möguleiki að leiða stjórn. Sá mögu- leiki kemur mjög líklega ekki aftur. Og það vegur þungt eftir mánuð. n Þriðja leiðin SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.