Fréttablaðið - 25.08.2021, Page 9
Hvarvetna á Vesturlöndum er nú
rætt um Talibana og mjög á einn
veg. Að þar séu á ferðinni miskunn-
arlaus og siðlaus illmenni. Álits-
gjafar frá hægri og vinstri harma
að hinu vestræna hernámsliði skuli
ekki hafa tekist nógu hratt og vel
sitt menningar- og menntunarstarf
í landi Afgana og hver lepur upp
eftir öðrum að Bandaríkjamenn
hafi of snemma misst móðinn. Mjög
er þessi nýlenduumræða lík þeirri
sem verið hefur um hin einstæðu
Stanlönd Miðasíu síðustu 200 árin.
Staðreyndin er að Bandaríkja-
menn og þeirra stuðningsþjóðir
eiga (Íslendingar þar með taldir)
skuldlaust heiðurinn af hinni sorg-
legu valdatöku Talibana í Afganistan
enda fyrstir til að hlaða undir öfga-
sveitir þessar í viðleitni til að hefta
völd Sovétmanna á svæðinu. Nú
sem fyrr hefur það sýnt sig að með
þessari stoltu ættbálkaþjóð virkar
innræting í vestur til þess eins að
menn horfa í austur. Sé þeim aftur
á móti skipað að horfa í austur þá
munu þeir fyrir víst þrástara í vestur.
Sjálfur er ég ekki svo víðförull að
hafa komið til Afganistan en engu
að síður kunnugur í nágrenninu og
gat ekki annað en hrifist af Phastún-
um þeim sem ég kynntist uppi við
Afgönsku landamærin í Pakistan
og enda líka í borginni Rawalapindi
þar skammt frá. Af mánaðardvöl á
þeim slóðum og síðar gistivináttu
meðal sona og dætra spámannsins
víðsvegar um Asíu og Afríku hefur
ég komist örfá hænufet í átt að
skilningi á þankagangi þessa fólks
og fundið hve gagnstæður hann er
okkar hugsun, um margt.
Og það er að sönnu rétt að menn
þessir eru ekki talsmenn frjáls-
ræðis meðal kvenna og raunar ekki
frjálsræði nokkurs manns ef út í
það er farið. Allt í fari þessa fólks
lýtur ströngum aga feðraveldisins
og verkar í heild heldur óhugnan-
lega. En að fólk þetta séu siðlausir
villimenn eða illmenni er ekki bara
rangt heldur og einnig vitnisburður
um djúpstæðan rasisma, mann-
hatur og hroka.
Það er auðvitað erfitt fyrir okkur
sem tamið höfum okkur þá hugsun
að hver maður, karlar sem konur,
eigi rétt á sjálfræði að skilja hið forn-
Um hina alvondu menn í austrinu og gesti þeirra
Bjarni Harðarson
bóksali og
rithöfundur á
Selfossi.
lega og afturhaldssama lífsviðhorf
þessa fólks. Enn fjarstæðukenndara
að við getum fellt okkur við það og
sagt með sjálfum okkur, já, þetta er
bara harla gott. En nú er það hvergi
skrifað í skýin að allir menn á jörð-
inni eigi að lifa eftir þeim reglum
sem ég eða þá Jón stórbítur í Amer-
íku telja réttar.
Eitt er það út af fyrir sig að senda
nokkur þúsund manna morðsveitir
inn í land sem Afganistan undir því
yfirskini að leita þurfi uppi ofbeldis-
menn sem sprengja skýjakljúfa.
Slíkt hefði getað jafnað sig. Hitt er
til lengri tíma miklu verra að herför
þessari var smám saman snúið upp
í innrætingarherferð þar sem Afgön-
um skyldi kennt að vera eins og fólk
tíðast er í okkar heimshluta. Aldrei
virtist hvarfla að innrásarþjóðum
þessum að þær gætu lært nokkuð af
hinum fornu fjallaþjóðum sem þó
kunna betur öðrum að lifa spart og
um margt með litlu kolefnisspori.
Slíkir gestir sem sitja slímusetu
í sjálfsánægju sinni og koma sér
upp gerspilltri leppstjórn eiga sér
engar málsbætur. Að heyra sömu
menn fimbulfamba nú um það
hversu alvondir þeir menn eru sem
komnir eru til valda í Afganistan er
ekki en nema brjóstumkennanlegt
blaður. Ennþá vitum við lítið um
stjórnarhætti nýrra herkonunga
austur í Kabúl og það er sem betur
fer sjaldnast nokkuð að marka þá
menn sem þykjast sjá í gegnum hlið
tímans. n
Það er eðli verkefnis að skila afurð.
Ef notagildi afurðarinnar er lítið
sem ekkert er afurðin gagnslaus. Í
gerbreyttum heimi þar sem orku-
einingar til framleiðslu eru mældar
í kolefnisspori getur vitleysan orðið
svo gegndarlaus að það er eins og
heilinn hafi ekki verið notaður.
Það sér hver heilvita maður að
notagildi papparöra í drykkjar-
föng er ekkert. Hver er þá orku-
sparnaðurinn? Ég vona innilega
að vöruþróun næstu missera finni
afurð sem leysir af hólmi plast-
rörin. En í Guðs bænum leyfið mér
að nota mitt plaströr þar til lausnin
er fundin! n
Notagildi
papparöra
Karl
Guðlaugsson
tannlæknir og
MPM.
En að fólk þetta séu
siðlausir villimenn eða
illmenni er ekki bara
rangt heldur og einnig
vitnisburður um djúp-
stæðan rasisma, mann-
hatur og hroka.
MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2021 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ